Morgunblaðið - 07.07.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.2006, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 C 3 JÓN Arnór Stefánsson, körfuknatt- leiksmaður, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við spænska liðið Pamesa Valencia en liðið end- aði í 9. sæti efstu deildar á síðustu leiktíð. Liðið er mjög sterkt en það lék til úrslita í bikarkeppninni á þessu ári. Jón Arnór lék með ítalska liðinu Carpisa Napóli á síð- ustu leiktíð en hann varð m.a. bik- armeistari með liðinu og árið þar á undan lék hann sem atvinnumaður í St. Pétursborg í Rússlandi. Þar fagnaði Jón Arnór Evrópumeist- aratitli. Jón Arnór þriðji íslenski lands- liðsleikmaðurinn sem verður á mála hjá spænsku liði á næstu leik- tíð. Pavel Ermolinski er samnings- bundinn meistaraliðinu Unicaja Malaga og á dögunum skrifaði Fjölnismaðurinn Hörður Axel Vil- hjálmsson undir samning við Gran Canaria. Jón Arnór er að hefja sitt fjórða ár sem atvinnumaður í körfuknatt- leik en hann dvaldi í eitt ár í her- búðum Dallas Mavericks í NBA- deildinni en þar fékk hann að leika nokkra leiki á undirbúnings- tímabilinu. Jón Arnór fékk hins- vegar ekkert að spreyta sig með að- alliðinu þann vetur sem hann var hjá Dallas og í kjölfarið samdi hann við rússneska liðið Dynamo St. Pét- ursborg eins og áður hefur komið fram. Jón Arnór er bróðir fyrirliða íslenska landsliðsins í handknatt- leik, Ólafs Stefánssonar, en hann leikur sem atvinnumaður á Spáni. Jón Arnór samdi við Valencia á Spáni R- - . með á hún tur ætti - inn m 12 - a 80 en ar á en 3 ðji tir m kið yf- FH MM Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M Tryggvi Guðmundsson Ólafur Páll Snorrason Davíð Viðarsson Sigurvin Ólafsson Ármann Smári Björnsson Tommy Nielsen KR M Grétar Hjartarson Garðar Jóhannsson Sigmundur Kristjánsson Kristinn Magnússon Dalibor Pauletic - gjöfin  KÁRI Árnason skoraði eina mark Djurgården sem tapaði fyrir Elfs- borg, 2:1, í fjórðu umferð sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu, eftir framlengdan leik. Sölvi Geir Ottesen er enn að jafna sig eftir meiðsli.  HENRIK Larsson lék sinn fyrsta leik fyrir Helsingborg sem sigraði Hammarby, lið Gunnars Þórs Gunn- arssonar og Péturs Marteinssonar, með þremur mörkum gegn einu í þriðju umferð sænsku bikarkeppn- innar. Gunnar og Pétur voru báðir í byrjunarliði Hammarby. Larsson tókst þó ekki að skora í leiknum.  AMELIE Mauresmo frá Frakk- landi tryggði sér í gær sæti í úrslita- leik Wimbledon-mótsins í tennis með sigri á hinni rússnesku Mariu Sharapovu í þremur settum, 6:3, 3:6 og 6:2. Þar mætir hún belgísku stúlkunni Justine Henine-Hardenne sem sigraði löndu sína Kim Clijsters í tveimur settum, 6:4 og 7:6. Þetta var 17. sigur Clijsters hefur einu sinni leikið til úrslita á Wimbledon, árið 2001, en beið þá lægri hlut fyrir Venus Williams.  RAFAEL Nadal frá Spáni er kom- inn í undanúrslit á Wimbledon eftir sigur á Jarkko Nieminen frá Finn- landi í þremur settum, 6:3, 6:4 og 6:4. Hann mætir Marcos Baghdatis frá Kýpur í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Roger Federer frá Sviss og Jonas Bjork- man frá Svíþjóð.  FORRÁÐAMENN Wimbledon mótsins eru að íhuga að setja upp girðingar framan við áhorfenda- stæðin eftir að hollenskur útvarps- maður hljóp nakinn inn á völlinn meðan leikur Mariu Sharapovu og Elenu Dementievu stóð yfir. FÓLK Teitur Þórðarson, þjálfari KR, varráðinn með það að markmiði að byggja upp lið skipað leikmönnum sem að mestu eru aldir upp hjá KR. Skagamaðurinn gerði fimm ára samning við félagið, rúmlega eitt kjörtímabil, og með þolinmæðina að vopni á að snúa við blaðinu hjá KR- ingum. Vissulega var margt jákvætt í leik KR í gær. Sigmundur Kristjánsson átti fína spretti á báðum köntunum, Garðar Jóhannsson vann vel fyrir aft- an Grétar Hjartarson sem átti að stinga sér í rýmið fyrir aftan varn- arlínu FH-inga. Það virðist hins vegar fátt ganga upp hjá KR þessa dagana og Grétar Ólafur Hjartarson gleymir færinu seint sem hann fékk í upphafi síðari hálfleiks. Þar barst boltinn til Grét- ars við markteiginn eftir skot frá Mario Cizmek. Grétar gerði allt rétt, gaf sér tíma til þess að fara framhjá Daða Lárussyni, markverði FH, en það sem gerðist eftir það var ótrúlegt á að horfa. Grétar skaut boltanum í stöngina af um 2 metra færi og bolt- inn rúllaði eftir marklínunni áður en Kristján náði boltanum á ný. Framherjinn hefur líklega aldrei æft það sem hann gerði í gær. Færið var stutt, opið og það eru meiri líkur á því að vinna í Víkingalottóinu en að klúðra slíku færi. FH-ingar náðu ágætum rispum af og til í leiknum og sköpuðu sér nokk- ur færi með Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son og Sigurvin Ólafsson fremsta í flokki á miðjunni. Og þá Tryggva Guðmundsson og Ólaf Pál Snorrason á köntunum. Matthías Vilhjálmsson var í fremstu víglínu. Matthías var maðurinn á bak við fyrsta mark leiks- ins þar sem hann gaf fína sendingu inn fyrir vörn KR á Ásgeir sem þrumaði boltanum í þverslána. Bjar- nólfur Lárusson virtist hafa tök á því að sparka boltanum í burtu af hættu- svæðinu en í staðinn hrökk boltinn af hné Bjarnólfs og fór í autt markið. Slysalegt og kannski lýsandi dæmi um það sem er í gangi hjá KR-ingum þessa dagana. Ekkert gengur upp. Teitur breytti um leikaðferð KR-ingar breyttu um leikaðferð þegar 10 mínútur lifðu af leiknum. Varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason kom í fremstu víglínu og Grétar færði sig neðar á völlinn. Tryggvi átti að vinna skallaeinvígin gegn „turnunum tveim“ þeim Ármanni Smára Björns- syni og Tommy Nielsen. Það eina sem Tryggvi afrekaði í leiknum var að brjóta hrikalega illa á Tommy Nielsen þegar skammt var til leiks- loka. Brot sem á ekki að sjást í knatt- spyrnu og Tryggvi vissi upp á sig sök- ina. Skömmu áður hafði Ásgeir kórón- að leik sinn með því að skora annað mark FH. Atli Guðnason vann þar boltann af Gunnlaugi Jónssyni, fyr- irliða KR, við miðlínu, og við það opn- aðist vörn KR upp á gátt. Kristján átti ekki möguleika á að verja hnit- miðað skot Ásgeirs sem var besti maður vallarins. Teitur Þórðarson greip um höfuð sér þegar Gunnlaugur missti boltann frá sér og skynjaði greinilega hvað var í uppsiglingu. Það er margt sem þarf að laga í leik KR-liðsins og von- andi fær þjálfarinn frið og ró til þess að vinna að þeirri uppbyggingu sem stefnt er að í vesturbænum. Ásgeir lét að sér kveða Íslandsmeistaralið FH virðist allt- af finna leiðir til þess að landa þeim stigum sem í boði eru – þrátt fyrir að liðið sé ekki alltaf að sýna „samba“ bolta. Miðverðirnir Ármann Smári og Tommy gefa fá færi á sér. Ásgeir og Davíð Viðarsson vinna vel á miðsvæð- inu og Tryggvi er alltaf öflugur þegar hann fær boltann. Sérstaklega er gaman að fylgjast með aukaspyrnum og fyrirgjöfum frá Tryggva sem eru ávallt fastar og skapa hættu. Það er ekki laust við að Tryggvi sé með örlít- ið „húkk“ í spyrnunum hjá sér ef golf- íþróttin er tekin til viðmiðunar. Matthías Vilhjálmsson átti ágæta spretti í framlínunni en hann er ekki sú lausn sem FH-ingar þurfa í Evr- ópukeppninni sem er framundan. Í liðið vantar sárlega markaskorara og norskur framherji, Andre Schei Lindbæk, sat í áhorfendastúkunni í gær en hann mun æfa með liðinu næstu daga. Morgunblaðið/Ómar Sigurvin Ólafsson, FH, leikur framhjá Mario Cizmek, leikmanni KR, í viðureign liðanna í gærkvöldi. Hafnfirðingar unnu leikinn, 2:0, og eru nú með 12 stiga forystu á toppi Landsbankadeildarinnar. Íslandsmeistaralið FH er með 12 stiga forskot eftir 2:0-sigur gegn KR-ingum Tilþrif KR-inga sem seint gleymast ÍSLANDSMEISTARALIÐ FH úr Hafnarfirði landaði þremur stigum í gær á heimavelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu með 2:0-sigri gegn lánlausu liði KR-inga. FH-ingar eru nú með 12 stiga forskot þegar 10. umferð er hafin en leikurinn í Kaplakrika markaði upphaf síðari umferðar Íslandsmótsins. Leikurinn í heild sinni fer seint í sögubækurnar fyrir tilþrif og markaskor. Þrjú atvik stóðu hins vegar upp úr að þessu sinni. Ótrúlegt klúður Grétars Hjartarsonar, fram- herja KR, sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar KR-ings og fólskulegt brot Tryggva Bjarnasonar á varnarmanni FH-inga undir lok leiksins. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is BIRGIR Leifur Hafþórsson lék á pari vallar á Áskorendamóta- röðinni í Skotlandi í gær en hann glímdi við Murca-strandvöllinn rétt utan við Aberdeen. Birgir lék á 71 höggi en hann fékk fjóra fugla (-1), einn skramba (+2) og tvo skolla (+1). „Völlurinn er mjög sérstakur. Skotar segja að þetta sé best geymda leyndarmál norðursins enda er um að ræða ekta strand- völl og ótrúlega sérstakan. Hann er ekki mjög langur en með ótal pottasandglompur, runna og sandhóla sem ein- kenna góða strandvelli. Ég týndi einum bolta og það var í raun það eina sem ég er ekki sáttur við,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Fjórir fuglar Birgis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.