Morgunblaðið - 18.07.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 193. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
21Km
42Km
Km10
Km3
MARAÞON
REYKJAVÍKUR
GL
19.
Klappsiðir
og -ósiðir
Leiðbeiningar handa íslenskum
listunnendum | Af listum
Þrír ungir menn í hjóla- og tónleika-
ferð í kringum landið | Daglegt líf
Skagamenn skoruðu mörkin
Íslendingar mæta Áströlum
Kristján skoraði fyrir Brann
Íþróttir í dagHjóla til styrktar
börnum
STJÓRNVÖLD víðast hvar í heiminum undirbúa
nú brottflutning borgara sinna frá Líbanon og
fóru þúsundir manna úr landi í gær, ýmist með
rútum til Sýrlands eða sjóleiðis til Kýpur. Ísrael-
ar hafa gefið í skyn að þeir muni tryggja að er-
lend stjórnvöld geti komið borgurum sínum úr
landi með öruggum hætti.
Diplómatískar línur í deilu Ísraela og Hizboll-
ah-samtakanna skýrðust nokkuð í gær þótt lausn
deilunnar sé ekki í sjónmáli. Átök héldu áfram og
nokkrir tugir féllu en alls hafa um 210 Líbanar
fallið og að minnsta kosti 24 Ísraelar á þeim sex
dögum sem átökin hafa staðið yfir.
Her Ísraela stóð fyrir miklum loftárásum í
fyrrinótt þar sem 17 Líbanar létust og yfir 50
særðust. Hizbollah-samtökin svöruðu árásunum
með því að skjóta eldflaugum að ísraelsku borg-
inni Atlit sem er um 55 kílómetrum suður af
landamærum ríkjanna. Eldflaugaárásir samtak-
anna hafa ekki náð svo sunnarlega inn í Ísrael
fram til þessa og þykja til marks um aukinn hern-
aðarmátt samtakanna.
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lýstu bæði
Bandaríkjamenn og Frakkar því yfir að afvopnun
Hizbollah væri lykillinn að lausn deilunnar og vís-
uðu sendiherrar þjóðanna hjá SÞ báðir til álykt-
unar 1559 frá öryggisráðinu þar sem meðal ann-
ars er kveðið á um afvopnun vígahópa í landinu.
Ísraelar slaka á kröfum
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í
ræðu á ísraelska þinginu að tekið yrði af fullri
hörku á árásum skæruliðanna. Af hálfu Ísraela
var hins vegar gefið í skyn í gær að þeir væru til-
búnir að falla frá því skilyrði fyrir vopnahléi að
Hizbollah-samtökin yrðu leyst upp en þeir krefj-
ast þess áfram að ísraelsku hermönnunum sem
rænt var á miðvikudaginn verði sleppt og að
Hizbollah hörfi frá landamærum ríkjanna.
Vijay Namibar, ráðgjafi Kofis Annans, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, átti viðræð-
ur við Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, í
gær og sagðist ætla að kynna mótaðar hugmynd-
ir fyrir Ísraelsmönnum. Namibar lýsti því yfir að
fyrstu skrefin í viðræðunum lofuðu góðu en að
mikil vinna væri framundan.
Málefni Mið-Austurlanda voru áberandi á
fundi G8-ríkjanna í Rússlandi í gær og lýstu Kofi
Annan og Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, því yfir að senda ætti alþjóðlegt herlið til
S-Líbanon.
Þúsundir flýja Líbanon
Reuters
Líbanskur skæruliði fylgist með sprengingum í Beirút í gær. Unnið er að lausn deilunnar milli Ísraela
og Hizbollah-samtakanna en átökin héldu áfram í gær, sjötta daginn í röð.
Yfir 230 manns hafa látist í átökum milli Ísraels og Hizbollah-samtakanna
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Átökin í Beirút | 6 og miðopna
Vínarborg. AP. | Tíðni barneigna hjá
íslenskum konum var sú hæsta í
Evrópu árið 2004 en þær áttu að
meðaltali 2,03 börn að því er fram
kemur í samantekt Eurostat. Tölur
yfir fæðingartíðni fyrir árið 2005
eru ekki tiltækar.
Frjósemin er næstmest meðal
írskra kvenna, eða 1,99 börn á
hverja konu, og franskar konur eru
í þriðja sæti með 1,90 börn á hverja
konu.
Tíðni barneigna er almennt há á
Norðurlöndunum en í Noregi er
tíðnin 1,81 og í Finnlandi er hún
1,80.
Fæðingatíðni almennt of lág
Þessar tölur valda þó tölfræð-
ingum Evrópusambandsins nokkr-
um áhyggjum þar sem talið er að
fæðingatíðnin þurfi að vera 2,1
barn á konu að meðaltali til að
fólksfjöldi haldist stöðugur.
Tíðni barneigna er hvað lægst í
A-Evrópu og reka slóvenskar kon-
ur lestina með 1,22 börn að með-
altali en bæði pólskar og tékk-
neskar konur eiga að meðaltali 1,23
börn.
Til að hvetja til aukinna barn-
eigna hafa stjórnvöld í bæði Aust-
urríki og Frakklandi hækkað bæt-
ur til barnafólks að undanförnu.
Íslenskar
konur frjó-
samastar
í Evrópu
ÍSLENDINGARNIR sex, sem
komust ekki frá Beirút sl. sunnu-
dagsmorgun, fengu flutning á veg-
um finnskra yfirvalda í gær til
Damaskus og komust eftir daglangt
ferðalag í finnska sendiráðið þaðan
sem halda átti út á flugvöll borg-
arinnar og áleiðis til Danmerkur
með Atlanta-vél á vegum íslenska
utanríkisráðuneytisins. Tvívegis
komu upp tafir á fluginu í gær, fyrst
þegar brottför frá Damaskus var
seinkað um tvo tíma, eða til kl. 3.55 í
nótt að íslenskum tíma. Síðar í gær
varð ljóst að um þriggja tíma seink-
un á brottför frá London til Damas-
kus yrði ekki umflúin vegna tækni-
legra vandamála. Nýjasta
flugáætlunin seint í gærkvöldi hljóð-
aði því upp á brottför frá London kl.
23.15 og brottför frá Damaskus með
Íslendingana og hátt í 500 aðra
Norðurlandabúa kl. 7 í morgun að ís-
lenskum tíma. Var því ráðgert að
lent yrði með fólkið í Kaupmanna-
höfn kl. 12 á hádegi í dag, þriðjudag.
Að sögn Más Þórarinssonar flug-
virkja sem var í síðari Íslendinga-
hópnum var fólkið komið með rút-
unum til Damaskus kl. 21.30 að
staðartíma í gærkvöldi. „Þetta gekk
mjög vel,“ sagði Már. „Við erum afar
ánægð með framvindu mála. Við er-
um mjög fegin því að vera komin
hingað til Damaskus því sprengjur
voru að falla í hálfs kílómetra fjar-
lægð frá okkur þegar við hittum
Finnana. Við erum ósköp rólegir en
fjölskyldur okkar heima voru mjög
órólegar þannig að þetta var meira
álag fyrir þær en okkur.“
Alma Hannesdóttir var með í för-
inni ásamt ungri dóttur sinni og eig-
inmanni. Sagði hún Finna hafa tekið
einstaklega vel á móti því fólki sem
vildi far með þeim frá Beirút. „Með-
höndlun þeirra á málum fólks var
margfalt betri en hjá Norðmönnum í
gær og vart hægt að bera þetta
tvennt saman. Þeir tóku afar vel á
móti okkur og voru almennilegheitin
uppmáluð. Frá byrjun voru allir vel-
komnir í rúturnar þeirra án tillits til
þjóðernis og ekki var spurt um eitt
né neitt. Bara allir boðnir velkomn-
ir,“ sagði hún við Morgunblaðið.
Íslendingarnir komust frá
Beirút undan sprengjugný
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Væntanlegir með vél Atlanta til Kaupmannahafnar í dag
Flugvélin sem sótti Íslendingana.
Indónesía. AFP. | Talið er að 105
manns hafi látist og 127 er sakn-
að í kjölfar þess að flóðbylgja
skall á eyjunni Jövu við Indó-
nesíu í gær. Flóðbylgjan fór af
stað eftir að sterkur jarðskjálfti
skók hafsbotn sunnan eyjunnar
og voru öldurnar allt að þriggja
metra háar þegar þær flæddu
yfir strendur Jövu. Gefin var út
flóðbylgjuviðvörun fyrir hluta
Indónesíu og Ástralíu eftir að
skjálftans varð vart en viðvör-
unin náði ekki til eyjunnar þar
sem viðvörunarkerfið var í ólagi.
Fjöldi íbúa hefst við í neyðar-
skýlum en leit stendur yfir að
þeim sem er saknað. Nokkrir
skjálftar urðu í kjölfar þess
stóra, sem mældist 7,7 á Richt-
er. Tvö sænsk börn, 5 og 10 ára,
og fjórir hollenskir ferðamenn
eru meðal þeirra sem saknað er.
Yfir 100
létust í
flóðbylgju
á Jövu