Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 13

Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan lækkaði um 1,54% og var 5.429 stig við lokun markaða. Við- skipti námu tæpum 1,3 milljörðum, þar af 358 milljónum með bréf Landsbankans, sem lækkuðu um 2,3%. Krónan veiktist um 0,6%, úr 131,05 stigum í 131,8 stig. Hún veiktist nokkuð eftir að Standard og Poor’s færði lánshæfismat Íbúða- lánasjóðs úr AA+ í AA-. Veltan á milli- bankamarkaði nam 13 milljörðum króna. Gengi dollars var við lokun bankanna 76 kr., gengi evru 95,2 kr. og gengi punds 138,4 kr. Lækkun á gengi hlutabréfa og krónu ● VERÐ á hráolíu hækkaði í gær á heimsmarkaði og er það rakið til hernaðarátakanna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Sérfræðingar segja að átökin hafi engin áhrif á olíu- framleiðslu, þau auki þó á spennuna sem ríki á olíumarkaðnum, en sá markaður er þegar yfirspenntur. Verð á tunnu af hráolíu hækkaði um 55 sent í viðskiptum í Asíu í gær- morgun og var 77,58 dalir þegar líða fór á morguninn. Olíuverð fer enn hækkandi STJÓRNIR kaup- hallanna í Tallinn í Eistlandi, Ríga í Lettlandi og Vilníus í Litháen hafa sam- þykkt umsókn MP Fjárfestingarbanka um aðild að kauphöllunum. Bankinn er þannig fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið með aðild að kauphöllunum og er tólfta fjármálafyrirtækið með aðild að öllum mörkuðum Eystrasalts- ríkjanna. Virk í Austur-Evrópu Í tilkynningu segir Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka, að aðild að kauphöllum Eystrasaltsríkjanna veiti aðgang að mjög áhugaverðum tækifærum, styrki starfsemi bank- ans á erlendri grund og opni tæki- færi fyrir fjárfesta og fyrirtæki sem vilji hasla sér völl á þessu svæði. „Við höfum verið virk í Austur- Evrópu síðustu misserin og aðildin styrkir okkar viðskiptavini á þeim slóðum enn frekar. Aðildin er enn- fremur í samræmi við stefnu bank- ans um vöxt erlendis.“ MP Fjárfestingarbanki, sem hefur starfsleyfi í Eystrasaltslönd- unum þremur, undirbýr opnun úti- bús í Litháen og rekur útibú í Englandi. Fær aðild að kauphöllum Eystrasalts- ríkjanna FJÁRMÁLATÍMARITIÐ Eurom- oney útnefndi Glitni besta banka á Íslandi í árlegri skýrslu sinni sem kom út í gær. Í umsögn Eurom- oney segir að viðskiptamódel Glitnis sé frekar fallið til að ýta undir áframhaldandi arðsemi en viðskiptamódel samkeppnisað- ilanna. Blaðið lítur meðal annars til já- kvæðrar þróunar tryggingaálags á skuldabréfum Glitnis í samanburði við aðra íslenska banka og segir hana bera merki um vandaða bankastarfsemi og endurspegla styrk bankans og markvissa stjórn í þeim hremmingum, sem íslenskar fjármálastofnanir lentu í á fyrsta ársfjórðungi. Jafnframt end- urspegli þróunin skýrt þau al- mennu viðhorf markaðarins, að viðskiptamódel Glitnis sé betur fallið til áframhaldandi arðsemi en viðskiptamódel keppinautanna. Brugðust fyrr við Blaðið segir einnig að hlutfall kostnaðar af tekjum sé lágt hjá Glitni, eða 38%, og lánasafnið vel dreift. Um 60% af hagnaði bankans komi frá starfsemi erlendis og áframhaldandi sókn á norska markaðnum geri bankanum betur kleift að dreifa áhættu í rekstr- inum. Mögulegir veikleikar felist í því hve háður Glitnir sé heildsölu- fjármögnun þótt það sé ekki í sama mæli og hjá KB banka. En bankamenn séu sammála um að Glitnir hafi brugðist mun fyrr við þeim þrýstingi sem myndaðist í byrjun ársins og leitað annarra fjármögnunarleiða, til að mynda á mörkuðum í Kanada og Ástralíu. Euromoney útnefnir Glitni besta íslenska bankann    !""                 3   45%&  % :- ;,'<.% . :.% -,$;,'<.% ,(;,'<.% =$$/;,'<.%  >1(.% 5;,'<.% ;-(>($.% 8'<0(>($.% 5(* >($) (* .% .% , :  ,( .% ?+  -(-:?-,'" -'"'@='  #.%>($.% A '.% 6 -5 7 ;,'<.% B=;(*.% C:(*:;,'<.% D#.% EF(" -/(.% G(( ' -/(.% 8-  *9 -'.3 ''(*  .% *:# + CHIJ 2 -  $%   +         +          + + +   + + =F-(. .F $% @  @ @ @ @ @ @ @  @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ K@ &L @ K&L K@&L K@ &L K@ &L K@ &L K@ &L K@&L K@&L @ K@ &L K&L K@ &L @ @ @ @ @ @ @ @ @ B* $<- * ( E>,2,$* M 8'<  % @ % % % %  %  % % %  @ % %  % % %  % @ @ @ % @ @                @ @                    @  G $<-201 %$% EB%N -''( - #/*  $<- @   @     @ @ @  @ @ STÆRSTA fjármálafyrirtæki heims, Citigroup, hagnaðist um 5,3 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi, sem er aukning um 4% frá sama ársfjórðungi í fyrra, að því er kemur fram í Vegvísi greining- ardeildar Landsbankans. Tekjur fé- lagsins jukust um 10% á milli ára og námu alls 22,2 milljörðum dala. Hagnaður á hlut nam 1,05 banda- ríkjadölum, en greiningaraðilar höfðu að meðaltali spáð hagnaði upp á 1,06 – 1,10 dali á hlut og er upp- gjörið því eilítið undir væntingum. Segir í Vegvísinum að hagnaðar- aukninguna á milli ára megi að mestu rekja til bættrar afkomu fjár- festingabankastarfsemi félagsins. Gengi hlutabréfa í Citigroup lækkaði um rúmlega 2% í kauphöllinni í New York í kjölfar birtingar uppgjörsins. Frá áramótum hefur gengið lækkað um hátt í 4% og síðastliðna tólf mán- uði hefur það staðið í stað. Afkoma Citigroup undir væntingum ENN ER töluverður vöxtur í einka- neyslu samkvæmt tölum um greiðslukortanotkun landsmanna en Seðlabankinn birti nýlega tölur um notkun greiðslukorta og tékka í júní. Kemur þar fram að kortanotkun jókst frá fyrri mánuði um 4,5% og var aukningin svipuð hvort sem um er að ræða debet- eða kreditkort. Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis segir að sé miðað við sama mánuð í fyrra sé þó þróunin ólík milli þessara greiðslukortategunda. 12 mánaða aukning debetkortanotk- unar var þannig 5,5% en aukning notkunar kreditkorta á sama tíma- bili hins vegar 23,5%. Færslur á vegum fyrirtækja gera túlkun talna um debetkortanotkun erfiða, og því gefa tölur um notkun kreditkorta gleggri mynd af þróun einkaneyslu. Fara sér hægar erlendis Heildarvelta vegna kreditkorta var 22,7 milljarðar króna í júní. Af því voru 18,6 milljarðar vegna notk- unar innanlands en 4,1 milljarður vegna notkunar erlendis. Á föstu verðlagi nam aukning á innanlands- notkun 12,5% frá sama mánuði í fyrra. Aukning erlendis var hins vegar nokkuð minni, sé miðað við fast gengi, eða 10,9% milli ára. Mjög hefur dregið úr raunaukn- ingu kreditkortanotkunar erlendis, en á seinni hluta síðasta árs og fyrstu mánuðum þessa árs var aukning milli ára oftast á bilinu 30– 50%. Í Morgunkorninu segir að það kunni að vera vísbending um að landsmenn fari sér nú hægar en áð- ur í neyslu í utanlandsferðum sín- um. Töluverður vöxtur í einkaneyslu Íslendinga Morgunblaðið/Jim Smart Kreditkort Notkun kreditkorta hefur aukist mun meira en notkun debet- korta milli ára, eða um 23,5% miðað við 5,5% aukningu.  *O P?     , & & E I  Q   , , & & H H Q   , , & & Q8/.( $$   ,  & & CHIQ ,R,(   , - & &

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.