Morgunblaðið - 18.07.2006, Page 18

Morgunblaðið - 18.07.2006, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Jökuldalur | Veitinga- og gististað- urinn Á hreindýraslóð var opnaður á Skjöldólfsstöðum nýverið. Eig- endur eru bræðurnir Hrafnkell og Aðalsteinn Jónssynir, frá Klaust- urseli og dóttir Hrafnkels, Fjóla. Staðurinn er rekinn í gömlu skóla- húsnæði sem tekið var í notkun 1947 en skólastarfsemin lagðist af undir seinustu aldamót. Í tvö ár var rekið þar meðferðarheimili fyrir unglinga og svo gisti- og veitinga- staður. Segja má að á Skjöldólfsstöðum hafi verið unnið hratt því þremenn- ingarnir keyptu staðinn í lok júní. Á Skjöldólfsstöðum eru einnig til sýn- is munir úr hreindýraafurðum og veggspjöld um sögu hreindýra á Austurlandi. Aðalsteinn segir að á næstu árum ætli menn sér að leggja frekari áherslu á hreindýrin. „Við vonumst til að geta byggt upp safn, helst hreindýrasetur með nánum tengslum við þær stofnanir sem til- heyra og koma nálægt hreindýrum í landinu, þar sem fólk getur komið og skoðað sögu hreindýranna í land- inu.“ Aðalsteinn segir að Austfirðingar hafi ekki mátt bíða öllu lengur með að nýta hreindýraauðlindina til að laða til sín ferðamenn. „Það er nauðsynlegt fyrir okkur Austfirð- inga að vera fyrstir til að stofna svona safn. Í Húsdýragarðinum í Reykjavík eru lifandi dýr og safn á Stokkseyri er komið með tvö upp- stoppuð svo við erum að missa af lestinni til að geta nýtt okkur sér- stöðu Austurlands hvað varðar ferðaþjónustu og hreindýr. Mér finnst nauðsynlegt að koma upp svona safni í beinum tengslum við það svæði sem dýrin hafa gengið á.“ Saga hreindýranna samofin sögu fólksins Aðalsteinn sat í starfshópi á veg- um Þróunarstofu Austurlands, sem kom fyrst saman haustið 2004 og skilaði af sér skýrslu í fyrra. Fjallaði hún um nýtingu hreindýra á Austurlandi. „Ég hélt því fram að hreindýrasetur ætti að vera ann- aðhvort í Fljótsdal eða á Jökuldal því saga hreindýranna er svo sam- ofin sögu fólksins sem hefur búið í dölunum. Dýrin hafa gengið hér á Vesturöræfum, sem eru við Jökulsá á Dal, en í umsjá Fljótsdalshrepps og þess vegna fannst mér að setrið ætti að vera í öðrum hvorum daln- um. Á fyrsta fundi þeirrar nefndar var einmitt rætt um að í uppbygg- ingu á hreindýrasetri ætti að vera hægt að fá fullt af pening. Ein- staklingar hafa ekki bolmagn til að koma upp slíku dæmi. Við verðum að fá Þróunarstofuna eða slíkan að- ila til að koma að skipulagsvinnunni og ég býst við að það verði mjög auðvelt,“ segir Aðalsteinn og bendir á fleiri möguleika að starfsemi á Skjöldólfsstöðum. „Mér hefur verið bent á að það vanti staði undir námsstefnur um hreindýr. Við vildum opna staðinn núna til að fá inn einhverjar tekjur í sumar og ef við gætum nýtt húsið eitthvað í vetur myndi það létta okkur mjög kaupin. Húsin hér eru í mjög góðu ásigkomulagi og þegar byggð var ný sundlaug á Egils- stöðum keypti Jökuldalshreppur gömlu laugina, flutti hingað upp eft- ir og byggði hús með sturtum og allri aðstöðu. Hér er gamall íþrótta- völlur þar sem hægt er að koma upp aðstöðu fyrir húsbíla, fellihýsi, tjöld og leiktæki til að gera staðinn fjölskylduvænni. Það er nóg af möguleikum en spurning hvernig tekst að spila úr þeim og fjármagna dæmið. Við stefnum að því að vera komin með vísi að safni næsta sum- ar og prjóna síðan í kringum það. Ef okkur tekst að byggja staðinn upp án þess að setja okkur á haus- inn þá hef ég trú á að fólk staldri hér við,“ segir Aðalsteinn. Á Klausturseli hefur undanfarin ár verið rekinn dýragarður þar sem hreindýr hafa verið til sýnis, en Að- alsteinn fékk fyrir nokkrum árum sama í heimsókn sem kenndu hon- um umhirðu dýranna. Að auki hefur kona hans, Ólafía Sigmarsdóttir, verið þar með vinnustofu fyrir hreindýraafurðir. „Með vinnustofunni í Klausturseli hefur fólki verið gefið tækifæri til að kynna sér hvaða möguleikar eru í nýtingu á stofninum. Hvað varðar dýrin þá hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort við flytjum þau hingað. Það er ekki sjálfgefið, þar sem Jökulsáin er varnarlína og þau lifa á fóðri sem ég afla fyrir sauðféð mitt. Ég hirði þau samhliða því þó það sé enginn beinn samgangur þar á milli,“ segir Aðalsteinn og bætir við að Jökuldælingar taki því fagn- andi að kominn sé starfsemi á gang á ný í skólahúsnæðinu. „Maður skynjaði það strax að sveitungunum og þeim sem hafa tengst þessum stað er ekki sama um staðinn og vilja sjá rekstur á honum. Áður en við opnuðum var haldið hér ættarmót. Það var gist í svefnpokaplássi daginn sem skrifað var undir kaupsamninginn svo það hefur verið stöðug umferð frá fyrsta degi.“ Veitingastaður opnaður á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal Vilja byggja upp hreindýrasetur Morgunblaðið/GG Aðalsteinn Jónsson hreindýrabóndi „Afi, pabbi og ég hafa lifað á hrein- dýrum svo ég telst vera kominn með þær þrjár kynslóðir sem þarf til að teljast hreindýraafkomandi.“ Staður með sögu Skjöldólfsstaðaskóli var tekinn í notkun árið 1947. Eftir Gunnar Gunnarsson UPPGRÖFTUR er nú nýlega hafinn að Gásum í Hörgár- byggð, en Minjasafnið á Ak- ureyri, Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun hafa stað- ið fyrir fornleifarannsóknum á Gásakaupstað frá árinu 2001. Þetta er síðasta uppgraftar- lotan í þessu verkefni og mun hún standa yfir til 12. ágúst næstkomandi. Leiðsögn um svæðið Í tengslum við fornleifarann- sóknina nú verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið undir leiðsögn Orra Vésteins- sonar á morgun, miðvikudag- inn 19. júlí og svo aftur föstu- daginn 29. júlí kl. 13. Að auki verður boðið upp á kvöldferð fimmtudagskvöldið 3. ágúst næstkomandi með leiðsögn Kristínar Sóleyjar Björnsdótt- ur kynningarfulltrúa Gása- verkefnisins. Farið verður frá bílastæði við Gáseyri. Nú um komandi helgi verður miðaldamarkaður á Gásum, þar mun handverksfólk úr Eyjafirði, frá Danmörku og Noregi reyna að endurskapa lífið á Gásum með ýmsum hætti. Dagskrá stendur yfir frá kl. 10 til 16 báða dagana. Síðasta uppgraftarlotan á Gásum hafin Þrjár ferðir með leiðsögn ÁSTRALSKI listamaðurinn Andrew Rogers hefur sótt um leyfi til upp- setninga listaverka ofan Akureyrar. Hann er einn virtasti nútímalista- maður Ástralíu og hefur haldið fjölda listsýninga víða um heim og vinnur nú að umhverfislistaverkum sem fyr- irhugað er að verði staðsett á 12 mis- munandi stöðum í heiminum og myndi táknræna keðju eða safn tengdra listaverka víðsvegar um heimsbyggðina. Á hverjum stað eru allt að þrjú listaverk og eru þau stærstu allt að 100 x 100 metrar að stærð. Listamaðurinn hefur nú þegar sett upp slík verk í Ástralíu, Bólivíu, Chile, Ísrael og Sri Lanka. Eyjafjörður varð fyrir valinu hér á landi vegna sérstæðs landslags, sögu og menningar. Listaverkin eru unnin úr grjóti og hafa mismunandi form og útlit en mynda tákn og form sem endur- spegla og eiga rætur sínar í náttúru, menningu og sögu þess staðar þar sem þau eru sett upp. Hugmynd listamannsins er sú að verkin verði jákvæð tákn um líf og endurnýjun. Unnið er að alþjóðlegri heimild- armynd um gerð verkanna og meðal annars hefur fréttastofan CNN fylgt listamanninum eftir og fjallað um verk hans. Fyrirhugað er að setja upp tvö til þrjú steinlistaverk í landi Akureyr- arbæjar. Þau eru annars vegar verk sem nefnist „Rhythm of life“, sem er sameiginlegt með öllum stöðunum 12 og hins vegar verk sem Andrew nefnir „Akureyrarörn- inn“, sem er tákn Eyjafjarðar. Þá hefur hann einnig í hyggju að reisa þriðja listaverkið, Rúnastaf eða ann- að fornt tákn sem tengist sögu Eyja- fjarðar, en því verður að líkindum komið fyrir á Vaðlaheiði. Tillögur að staðsetningu úti- listaverkanna ofan Akureyrar, nánar tiltekið neðan Fálkafells og við skíða- göngubraut í Hlíðarfjalli , liggja frammi til kynningar í þjón- ustuanddyri Akureyrarbæjar, fram til föstudagsins 4. ágúst næstkom- andi, en frestur til að gera athuga- semdir við þær rennur út kl. 16 þann dag. Víða um heim Listamaðurinn mun reisa alls tólf stór útilistaverk víða um heim, sem eiga að mynda táknræna keðju, „Rhythm of life“. Aðstæður skoðaðar Listamaðurinn Andrew Rogers, Ingólfur Ármannsson og Hannes Sigurðsson voru á ferðinni fyrr í sumar og litu eftir heppilegum stöðum fyrir útilistaverk Rogers. Eitt þeirra listaverka sem Andrew Rogers hefur gert. Ástralski listamaðurinn Andrew Rogers vill setja upp listaverk ofan Akureyrar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verk á 12 stöðum í heiminum eiga að mynda keðju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.