Morgunblaðið - 18.07.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.07.2006, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hannes Jónsson,fv. sendiherra, fæddist í Reykjavík 20. október1922. Hann varð bráð- kvaddur 10. júlí 2006. Foreldrar Hannesar voru Jón Guðmundsson, sjó- maður í Reykjavík og síðar bóndi að Bakka í Ölfusi, f. 15.11 1890, d. 15.1.1926, og k.h. María Hannesdóttir, f. 5.4. 1902, d. 4.6., 1992. Hún giftist aftur 11.10. 1937 Ingimari M. Björnssyni, vélstjóra, f. 5.7. 1904, d. 14.2. 1967. Systir Hannesar er: Herdís Jóns- dóttir, kennari, f. 13. janúar 1924. Hálfsystkin: Bragi Ingimarsson, f. 9.12. 1939, d. 24. 12. 1950 og Jó- hanna Þórunn Ingimarsdóttir, kennari, f. 18.12. 1947. Hannes kvæntist 4.9. 1948 Karinu Waag, f. 16.8. 1926. Hún er dóttir Hjálmars Waag, skólastjóra í Færeyjum, og konu hans, Krist- ínar Árnadóttur, Þórarinssonar frá Stóra-Hrauni, Snæf. Börn Hannesar og Karinar eru 1} Hjálmar Waag Hannesson, f. 5.4., 1946, sendiherra hjá SÞ í New York, kvæntur Önnu Birgis og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn; 2} María Inga Hann- esdóttir, f. 30.5., 1950, sérkennari í Reykjavík, gift Ólafi Georgssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvo syni og þrjú barnabörn; 3} Jón Halldór Hannesson, f. 22.5., 1952, d. 27.4., 1997, heimspekingur, kennari og bóndi að Hjarðarbóli, Ölfusi, kvæntur Guðrúnu Andrés- dóttur og áttu þau þrjá syni; 4} Jakob Bragi Hannesson, f. 5.9., 1956, uppeldis- og sérkennslu- fræðingur í Reykjavík og á hann þrjú börn og eitt barnabarn; 5} Kristín Hanna Hannesdóttir, f. 5.9., 1956, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Páli Torfa Önund- arsyni lækni og eiga þau tvö börn; 6} Glódís Karin E. Hannesdóttir, f. 1.1., 1960 leikskólakennari og á hún þrjár dætur og þrjú barna- börn og 7} Guðmundur Hannes Hannesson, f. 25.3., 1965, banka- maður, ókvæntur og barnlaus. Kaupfélags Kópavogs 1952–55 og Byggingarsamvinnufélags Kópa- vogs sama tímabil og trúnaðar- maður landeigandans í Kópavogi 1952–55. Hann var kjörinn í hreppsnefnd og byggingarnefnd Kópavogshrepps 1954, gerði 26.2, 1955, ásamt Jósafat Líndal, tillögu um að Kópavogur yrði gerður kaupstaður, sem varð 11.5, 1955. Kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Kópa- vogs 2.10, 1955. Hann rak Félags- málastofnunina (eigið útgáfufyrir- tæki o.fl. frá 1961, frístundastarf). Hann sat ímiðstjórn Alþjóðasam- bands félagsfræðinga 1966–69. Hannes samdi ýmis rit, m.a. Ice- land and the Co-operative Trend, MA-ritgerð við University og North Carolina, USA 1949; Fram- leiðslusamvinna, Reykjavík 1953; Iceland’s Unique History and Cult- ure (landkynningarrit) 1960 (4. út- gáfa 1988), Félagsstörf og mælska 1963, Fjölskylduáætlanir og sið- fræði kynlífs 1964; Samskipti karls og konu 1965; Lýðræðisleg fé- lagsstörf 1969, 2. útg. 1989; Ice- land and the Law of the Sea, 1972; Iceland’s 50-miles and the reasons why, febrúar 1973, önnur útg. maí 1973; Grunnene for utvidelsen av den islandske fiskerigrensen 1973; The Evolving Limit of Coastal Jur- isdiction 1974; Framsóknarstefn- an 1974; Fischereiwesen und Aus- senpolitik Islands, Ihr Einfluss auf das Seerecht, fjölrituð doktorsrit- gerð varin við Vínarháskóla 12. mars 1980; Friends in Conflict 1982; Íslensk sjálfstæðis- og utan- ríkismál, 1989; Evrópumarkaðs- hyggjan 1990; Sendiherra á sagna- bekk I, 1994 og II, 2001. Hann var ritstjóri eftirfarandi bóka og höf- undur að hluta: Verkalýðurinn og þjóðfélagið, 1962; Fjölskyldan og hjónabandið, 1963; Efnið, andinn og eilífðarmálin, 1964; Kjósand- inn, stjórnmálin og valdið, 1965. Auk þess höfundur fjölda greina í innlendum og erlendum blöðum og tímaritum, einkum um fé- lagsfræðileg efni, milliríkja- og al- þjóðamál. Hannes var kjörinn félagi í Alpha Kappa Delta, heiðursfélagi afburðanemenda við University of North Carolina 1948, varð stór- riddari Hinnar íslensku fálkaorðu 1976 og stórkrossriddari þýsku Verdienst-orðunnar 1986. Útför Hannesar Jónssonar verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hannes lauk iðn- skólaprófi í Reykja- vík 1942, samvinnu- skólaprófi 1944 og sveinsprófi í prentiðn sama ár, bandarísku stúdentsprófi (CBEE) til inntöku í Rutgers University 1946 eftir undirbún- ingsnám í Rider Col- lege, N.J. Á árinu 1948 lauk hann BA- prófi í félagsfræði og hagfræði við Rutgers University og 1949 MA-prófi í sömu greinum frá Uni- versity og North Carolina, Chapel Hill. Hann lauk doktorsprófi í þjóðfélagsfræði og þjóðarétti frá Vínarháskóla í Austurríki 1980. Hannes var sendill og síðar úti- bússtjóri við Vesturgötuútibú Silla og Valda 1935–40, prentnemi og prentari í Ríkisprentsmiðjunni Gu- tenberg 1940–45, blaðamaður á Vísi 1948, fulltrúi hjá SÍS 1949–52, starfsmaður Framsóknarflokksins 1952–53, embættismaður í utan- ríkisþjónustunni frá 1953–1989, starfaði þá m.a. sem sendiráðsrit- ari í Bonn og London, fulltrúi og deildarstjóri í utanríkisráðuneyt- inu í Reykjavík, sendiráðunautur og viðskiptaráðunautur í Moskvu, varafastafulltrúi hjá SÞ og ræðis- maður í New York og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971–74. Hann var sendiherra í Moskvu og jafnframt í Búkarest, Berlín, Búdapest og Soffíu 1974– 80, og í Úlan Bator í Mongólíu 1977–80, sendiherra og fasta- fulltrúi hjá EFTA (formaður fast- aráðsins 1982), GATT, SÞ og öðr- um alþjóðastofnunum í Genf 1980–83, jafnframt sendiherra í Egyptalandi, Eþíópíu, Kenýa og Tansaníu sama tímabil, sendiherra í Bonn og jafnframt sendiherra í Austurríki og Sviss 1983–86 og loks heimasendiherra 1986–89 og þá sendiherra á Kýpur, Indlandi, í Pakistan , Bangladesh og Túnis, með aðsetri í Reykjavík. Hannes var formaður Prent- nemafélagsins í Reykjavík 1942– 43, formaður alþjóðaklúbbs stúd- enta við University of North Car- olina 1948–49, formaður Kallið kom skyndilega; leit á þig sem eilífan, enda ótrúlega ungur í anda. Á leiðinni til Stykkishólms inn- an fárra daga og svo til Spánar í sól- ina. Hafðir látið skipta um auga- steina og sagðist ekki hafa séð jafnvel síðan þú varst unglingur. Keyrðir eins og herforingi, hratt og örugglega. Skýrleiki, rökfesta og réttlætiskennd lýsti lundarfari þínu best allt fram á síðasta dag. Trúðir á hrausta sál í hraustum líkama og ræktaðir hvort tveggja af kostgæfni. Hugsjónamaður fram í fingurgóma; fágætur eiginleiki meðal samferða- manna okkar í dag. Áttir konu sem þú elskaðir og dáðir; sparaðir henni aldrei lofsyrðin. Samheldni ykkar og ást var aðdáunarverð öllum sem kynntust ykkur og til sáu. Þú varst góðhjartaður maður sem sárt verður saknað af öllum eftirlifandi ættingj- um þínum. Guð blessi minningu þína. Þinn sonur, Jakob Bragi Hannesson. Tengdafaðir minn var maður sem lét verkin tala. Hann var mikilvirkur á ýmsum sviðum á viðburðaríkri ævi. Oft hefur hann komið mér í hug þeg- ar ég heyri talað um „self made man“, mann sem lætur ekki sára fá- tækt eða aðra erfiðleika koma í veg fyrir að draumar rætist. Um ferm- ingu var hann farinn að vinna fyrir sér í verslun og leggja björg í bú ekkjunnar móður sinnar og braust svo til mennta þegar langskólanám var ekki algengt, hvað þá háskóla- nám erlendis. Hann var af Bergsætt, sem er fræg fyrir ýmislegt, m.a. dugnaðar- forka, en ekki er hún gallalaus frek- ar en aðrar ættir, t.d. eru í henni óvenju margir með allt of mikla blóð- fitu. Hannes fékk fyrsta hjartaáfallið í Moskvu er hann var innan við fimmtugt og í Genf gekkst hann undir mikla hjartaaðgerð fjórtán ár- um síðar. Náði hann sér að fullu með mikilli elju við sund og aðrar æfing- ar. Sund stundaði hann daglega til æviloka. Í Reykjavík var svo stærsta hjartaaðgerðin framkvæmd 1997. Sjálfur gerði hann varla ráð fyrir að sleppa lifandi frá þeim hildarleik en ekki verður feigum forðað né ófeig- um í hel komið og náði hann sér vel. Tengdafaðir minn lá aldrei á skoð- unum sínum og hann hafði skoðanir á flestum hlutum. Um það vitnar mikill fjöldi blaðagreina hans sem vöktu athygli og oft voru fjörugar umræður í fjölskylduboðum. Þá sendi hann frá sér margar bækur sem hann samdi að hluta eða að öllu leyti. Hann sagði mér oft að mesta ham- ingja lífs síns hefði verið að eignast eiginkonu sína. Karin Waag Hjálm- arsdóttur, tengdamóðir mín, er hálf- ur Færeyingur og hinn helmingurinn er frá Stóra Hrauni, afi hennar var séra Árni Þórarinsson. Hlýtur það að vera einstaklega vel lukkuð blanda því hjá henni fer saman ljúft viðmót, glettni og gáski. Móttökur og veislur þeirra hjónanna víðs vegar um heim- inn þar sem þau héldu uppi risnu fyr- ir erlenda gesti af íslenskum höfð- ingsskap voru annálaðar. Með ráðningu hans í utanríkisþjónustuna náði íslenska ríkið svo sannarlega í „tvo fyrir einn“. Í síðustu tveimur bókum Hannesar, Sendiherra á sagnabekk I og II (1994 og 2001), lýs- ir hann m.a. á skemmtilegan hátt dvöl þeirra í hinum ýmsu löndum og því sem fyrir augu bar. Hannes og Karin eignuðust sjö börn. Næstelsti sonurinn, Jón Hall- dór, lést langt um aldur fram 44 ára og var það þeim báðum mikið áfall. Þau hjónin voru alla tíð einkar samrýnd og gagnkvæm væntum- þykja og virðing einkenndi sambúð þeirra. Það hefur verið falleg fyrir- mynd að sjá til tengdaforeldra minna sem eftirlaunafólks. Þau hafa ötul- lega tekið þátt í félagsstarfi eldri borgara í Kópavoginum. Þau voru farin að hlakka til og undirbúa að skreppa eftir mánuð enn á ný saman á suðræna strönd. Þess í stað fer hann einn óvænt og óumbeðið í enn lengri ferð. Saman hafa þau gengið æviveg í rúm sextíu ár. Karin mín: Þinn er missirinn mestur. Megi al- góður Guð styrkja þig og þína á þess- um saknaðartíma. Kallið kom snöggt og óvænt, en eigi má sköpum renna. Nýlega hafði Hannes gengist undir augnaaðgerðir og var afar ánægður með árangurinn og sagðist nú sjá á ný eins og tán- ingur væri. Andlega var hann eins hress til hinsta dags og fylgdist jafn- vel með og þegar ég fyrst hitti hann fyrir 45 árum. Fyrir langa og farsæla ævi þökk- um við sem nú kveðjum með söknuði. Guð blessi minningu Hannesar Jónssonar. Anna Birgis. Líf Hannesar Jónssonar, tengda- föður míns, var dæmi um fágætan ár- angur fátæks íslensks alþýðupilts. Hann missti þriggja ára föður sinn og ekkjan unga sá fyrir börnum sín- um með erfiðisvinnu og prjónaskap til ársins 1937 er hún giftist á ný. Fjárhagur heimilisins leyfði ekki fjárhagsstuðning við langskóla- göngu. Tíu ára gamall var Hannes því farinn að færa heimilinu tekjur og frá 13 til 17 ára aldri vann hann sig upp úr starfi sendils í starf útibús- stjóra við Vesturgötuútibú Silla og Valda meðfram skóla. Árin 1940–45 var hann prentnemi og prentari í Gu- tenberg, lauk Iðnskólaprófi 1942, sveinsprófi í prentiðn 1944 og Sam- vinnuskólaprófi sama ár. Árið 1946 tók Hannes inntökupróf í einn frægasta háskóla Bandaríkj- anna, Rutgers University í New Jer- sey. Samhliða þeim árangri hafði hann eignast lífsförunautinn Karinu Waag Hjálmarsdóttur, hálf-fær- eyska og að hálfu afkomanda séra Árna Þórarinssonar, og með henni fyrsta barnið. Á árinu 1948 lauk Hannes svo BA-prófi í félagsfræði og hagfræði frá Rutgers og MA-prófi í sömu greinum árið 1949 frá Univers- ity of North Carolina í Chapel Hill. Námsárangur þessa unga manns sem hófst upp á sjálfum sér var eft- irtektarverður því hann var kjörinn félagi í Alpha Kappa Delta, heiðurs- félagi afburðanemenda við Univers- ity of North Carolina. Löngu síðar (1980) lauk Hannes doktorsprófi í þjóðfélagsfræði og þjóðarétti frá lagadeild Vínarháskóla í Austurríki en ritgerð hans, sem gefin var út á bók síðar, er merk og fjallar um þorskastríðin við Breta. Að námi loknu gerðust Hannes og fjölskylda hans frumbýlingar í Kópa- vogi. Hann starfaði fyrstu árin eftir heimkomu sem blaðamaður, sem fulltrúi hjá SÍS og í eitt ár var hann starfsmaður Framsóknarflokksins. Að auki sat hann í hreppsnefnd Kópavogshrepps 1954 og gerði ásamt Jósafat Líndal tillögu um að Kópa- vogur yrði gerður að kaupstað, sem varð árið 1955, og sat Hannes í fyrstu bæjarstjórninni. Mestan hluta starfs- ævi sinnar eða í 36 ár (1953–1989) starfaði Hannes þó sem embættis- maður í utanríkisþjónustunni, lengst sem sendiráðunautur og sendiherra. Aðsetur hafði hann í London, í Moskvu (í samtals 10 ár), New York, Genf og Bonn. Meðfram störfum sín- um lagði Hannes sig fram um að læra vel tungumál aðseturslandanna, ekki síst rússnesku. Hann stundaði rit- störf í frítíma sínum og eftir hann liggur aragrúi ritverka, þ.á m. fræði- bóka, bókarkafla, æviminninga, tíma- ritsgreina, útvarpserinda og greina og greinaflokka í dagblöðum. Það sést af ofangreindri upptaln- ingu, að líf, nám, störf, félagsstörf og fræðastörf Hannesar voru yfirgrips- mikil í meira lagi. Hann fór um heim- inn í starfi sínu og hitti margt mik- ilmennið og með honum fylgdi alla tíð eiginkonan, Karin Waag, sem eins og aðrar konur diplómata vann ósérhlíf- ið, ólaunað starf fyrir land og þjóð auk þess að sinna fjölskyldunni. Sam- band þeirra var einstakt; þau gátu hvorugt af öðru séð fram á síðasta dag. Við embættisstörf erlendis kynnast menn mörgu fólki en flestum bara stutt og oft yfirborðslega. Því getur útlegðin verið einmanaleg í margmenninu ef ekki nýtur við fjöl- skyldunnar. Karin og börnin voru Hannesi því afar mikilvæg, en börnin ólust upp vítt um heiminn auk Kópa- vogsins. En hvað einkenndi þá manninn Hannes Jónsson? Ég held að þar verði að nefna góðar gáfur, afar gott minni, metnað, ótrúlega elju, ósér- hlífni og sérlega sterka réttlætis- kennd. Réttlætiskenndin var kannski hans allra sterkasta einkenni og hana kunnu margir að meta. Hann spilltist ekki af vegtyllum sínum og gleymdi aldrei uppruna sínum. Stundum átti Hannes erfitt með sig sem embætt- ismaður þegar honum líkaði ekki lín- an, sem lögð var fyrir hann. Eitt sinn varð fjaðrafok í þorskastríði þegar hann kaus upp á eigið eindæmi að bjóða ekki sendiherra Breta (reynd- ar góðkunningja sínum) til fullveld- isafmælisveislu 17. júní í Moskvu. Þarna var sannur Íslendingur á ferð og ég held að flestir landsmenn hafi kunnað að meta þetta frumkvæði sem varð blaðamál. Hann var áreið- anlega umdeildur en marga hef ég hitt sem sögðu: „Hannes er minn maður“ vegna þess að þeim líkaði þor hans. Sem ungur maður fylgdi Hann- es ákveðinni „doktrínu“ eins og ungir menn gera en eftir því sem árin liðu urðu skoðanir hans sífellt gagnrýnni og sjálfstæðari enda var hugsun hans fræðileg. Hann var alltaf að hugsa. Síðasta áratuginn eða tvo er mér ekki grunlaust um að atkvæði hans hafi flust til hægri, svo mikill aðdá- andi Davíðs Oddssonar var hann og andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu og alþjóðavæð- ingu. Ég kynntist Hannesi ungur þegar ég fór að sverma fyrir Kristínu Hönnu, dóttur hans, og urðum við Hannes fljótt afar góðir vinir sem hélst alla tíð. Eftir að við Kristín gengum í hjónaband öllum að óvör- um í mars 1980 buðu Karin og Hann- es okkur í brúðkaupsferð til Moskvu þar sem hann var þá sendiherra, en Kristín hafði gengið þar í barnaskóla HANNES JÓNSSON Elskuleg systir okkar, amma og langamma, GUÐNÝ HALLGRÍMSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut laugardaginn 15. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Bogi Hallgrímsson, Jónas Hallgrímsson, Guðný Sævinsdóttir, Haraldur Sævinsson, Sigrún Dóra Sævinsdóttir, Bjarney Sævinsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, RAGNHEIÐUR DANÍELSDÓTTIR, Gnoðarvogi 38, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 16. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Árni Sigurðsson, Sigurður Árnason, Bryndís Alda Jónsdóttir, Ingunn Árnadóttir, Sighvatur Arnarsson, Helgi Árnason, Sigurlína Jóhannesdóttir, Daníel Árnason, Sigurhanna Sigfúsdóttir, Gylfi Árnason, Guðrún Vala Elísdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.