Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 33 DAGBÓK Boðið er upp á fjölbreytta fræðsludagskráá Þingvöllum í sumar. Næstkomandifimmtudag, 20. júlí, mun Sverrir Tóm-asson, prófessor við Árnastofnun, flytja erindið „Sögur og staðreyndir á Þingvöllum“. Í er- indi sínu fjallar Sverrir um elstu heimildir um Þing- velli og hvernig megi túlka þær og gerir jafnframt grein fyrir helstu skoðunum fræðimanna um þingið og þinghald: „Ég mun fjalla um heimildir um Þing- velli í fornum ritum og hvaða ályktanir má draga af þeim. Nánar tiltekið munum við skoða heimildir um Þingvelli allt frá miðöldum og fram á 19. öld og ræða heimildagildi þeirra og merkingu,“ segir Sverrir. „Þetta eru heimildir á borð við Grágás, Njáls- sögu, Sturlungu, Jarðabók Árna Magnússonar og frásögn Jóns Grunnvíkings. Síðan kemur að túlkun þessara heimilda á 19. öld og ritgerðum Kristjáns Kålund og Matthíasar Þórðarsonar,“ útskýrir Sverrir. Skortir á nákvæmar lýsingar Erindi sitt flytur Sverrir í fræðslumiðstöðinni við útsýnisskífuna á Hakinu þaðan sem gengið er niður í Almannagjá: „Ég mun lesa úr heimildunum, fara í einstaka liði og fjalla um hversu vel má treysta þeim og draga af þeim ályktanir.“ Eftir fyrirlesturinn verða heimsóttir þeir staðir sem fjallað hefur verið um: „Við höldum niður Al- mannagjá að þeim sögustöðum sem þar er getið og athugum hvernig heimildum ber saman. Þaðan verður gengið að Flosagjá, Nikulásargjá og upp á Spöng og komið við í Þorleifshólma,“ segir Sverrir. Þó Þingvellir hafi verið miðpunktur miðalda- bókmennta Íslendinga segir Sverrir nokkuð skorta á nægilega góðar lýsingar af svæðinu: „Þingvellir hverfa því sem næst úr rituðum heimildum á síðari helmingi 13. aldar þegar þjóðveldistímanum lýkur og staðurinn fær annað hlutverk. Í þeim lýsingum sem finna má skortir upplýsingar svo við getum vit- að með vissu hvar vissir atburðir hafa átt sér stað,“ útskýrir Sverrir. Sverrir bætir við að margir hafi sýnt því áhuga að reyna að velja sögufrægum stofnunum stað á Þingvölum: „Sumt hefur tekist sæmilega og annað miður, og verður að gæta að því hvaða heimildir er stuðst við.“ Gangan og fyrirlesturinn á fimmtudag er ókeyp- is og er áætlað að dagskráin taki um hálfan annan tíma. Gengið verður á þægilegum hraða og eru gestir beðnir að klæða sig og skóa eftir veðri. Sem fyrr segir hefst dagskráin kl. 20 og eru allir vel- komnir. Nánari upplýsingar um sumardagskrá þjóð- garðsins á Þingvöllum má finna á slóðinni www.Thingvellir.is Sagnfræði | Sverrir Tómasson fjallar um áreiðanleika ritaðra heimilda um Þingvelli Sögur og staðreyndir á Þingvöllum  Sverrir Tómasson fæddist í Reykjavík 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961, cand. mag. í íslensku frá Há- skóla Íslands 1971 og doktorsprófi í mið- aldabókmenntum 1988 frá sama skóla. Sverrir hefur síðan starfað sem prófessor og síðar rann- sóknarprófessor við Stofnun Árna Magn- ússonar. Sverrir hefur meðal annars annast út- gáfu Íslendingasagna og Sturlungu og hefur verið ritstjóri Griplu frá 1994. Sverrir hlaut ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1992 fyrir „Ís- lenska bókmenntasögu“. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Rc6 7. Bd3 0-0 8. Re2 b6 9. e4 Re8 10. Be3 Ba6 11. Rg3 Ra5 12. De2 Hc8 13. Hc1 Rd6 14. e5 cxd4 15. Bxd4 Rf5 16. Dg4 Rxd4 17. Rh5 Rf5 18. Bxf5 g6 19. Rf6+ Kg7 20. Be4 Rxc4 21. f4 d5 22. Bd3 d4 23. O-O dxc3 24. Hf3 Hh8 25. Dh4 Dd4+ 26. Kh1 Staðan kom upp í AM-flokki Fyrsta laugardagsmótsins sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Guðmundur Kjartansson (2.291) hafði svart gegn Jim Dean (2.232). 26. … Rxe5! 27. Rh5+ hvítur hefði einnig tap- að tafl eftir 27. Bxa6 Rxf3. 27. … gxh5 28. Dg5+ Rg6 29. Bxa6 Dd2 og hvítur gafst upp þar sem eftir 30. Hff1 Hc5 hefur svartur þrem peðum yfir og gjör- unnið tafl. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Dulin innkoma. Norður ♠ÁD762 ♥K S/AV ♦K5 ♣Á8653 Suður ♠G103 ♥Á7 ♦ÁG109876 ♣K Suður verður sagnhafi í sex tíglum eftir blátt áfram sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 tíglar Allir pass Útspil: Hjartagosi. Hvernig er best að spila? Slemman er sterk og vinnst alltaf ef tíguldrottning fellur eða ef spaðakóng- urinn liggur fyrir svíningu. Líkur á því eru allgóðar, en það má gera betur með því að taka laufið inn í myndina, sem er hægt með fullri nýtingu á inn- komum blinds. Það fer þannig fram: Sagnhafi spil- ar laufi á kóng í öðrum slag. Trompar svo hjartaásinn (!) með tígulhundi og stingur lauf. Innkoman á tígulkóng er notuð til að trompa lauf í þriðja sinn og þá er liturinn frír í 4-3 legunni (62%). Norður ♠ÁD762 ♥K ♦K5 ♣Á8653 Vestur Austur ♠984 ♠K5 ♥G109632 ♥D854 ♦4 ♦D32 ♣G94 ♣D1072 Suður ♠G103 ♥Á7 ♦ÁG109876 ♣K Sagnhafi lýkur verkinu með því að spila tígulás og tígli, en síðan fer hann inn á spaðaás og hendir niður tveimur spöðum í Á8 í laufi. Þessi spilamennska skilar 12 slög- um í allt að 90% tilvika. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is Brúðkaup | Hinn 17. júní síðastliðinn gengu í hjónaband í Ráðhúsinu í Dun- kerque, Claire og Ragnar Þór Ósk- arsson. Heimili þeirra er í París. Hvar er kærleikurinn hjá fólki í dag? HVAR er kærleikurinn hjá fólki í dag? Hvar er virðingin fyrir náung- anum? Erum við algjörlega að tapa glórunni í eiginhagsmunahyggju? Nei, ég bara spyr. Við lifum og hrærumst í þjóð- félagi sem einkennist af sjálfselsku, eigingirni og meðvirkni. Þurfum við ekki aðeins að staldra við, rannsaka sjálfið, og hugsa út í það hverskonar þjóðfélag við erum að skapa, og hver við erum að verða? Þurfum við ekki að fara að hlúa betur að þeim yngstu sem eiga jú eftir að bera þetta þjóðfélag í fram- tíðinni? Hlúa betur að þeim eldri sem að hafa borið okkur inn í þetta þjóðfélag, hlúa að þeim ungu sem að eru að ströggla við að standast hæfniskröfur þjóðfélagsins í dag? Ef allir væru með laun þeirra vel launuðu í dag þá værum við svo sannarlega búin að klára það nám sem við vildum, koma okkur fyrir, og gætum leyft börnunum okkar að njóta þess náms og þeirra áhuga- mála sem þau kysu. Gætum verið áhyggjulaus hvað varðar framtíð- ina, seinni árin og sæmandi athöfn þegar okkar hlutverki er lokið hér á jörðu! Hrukkurnar, áhyggjurnar, tárin, hnútarnir í maganum og svefnlausu næturnar væru færri. Ég vil geta gefið afkomendum mínum góða áhyggjulausa framtíð í kærleiksríkara þjóðfélagi! Valka Riksen. Farsími týndist SUNNUDAGINN 16. júlí um kl. 16 tapaðist Nokia-farsími með mynda- vél fyrir utan Njálsgötu 38 eða flugafgreiðslu Flugfélags Íslands í Skerjafirði. Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 847 6413 eða 899 2009. Fund- arlaunum heitið. Kettlingur í óskilum KETTLINGUR, svört, hvít og gul læða, fannst við Birkihvamm í Kópavogi 12. júlí. Hún er með dökka augn- umgjörð, eins konar grímu, og hvíta „sokka“. Hún er hvorki með ól né eyrna- merkt. Þetta er mjög ljúf og góð læða sem vill endilega komast heim til sín sem fyrst. Endilega hafið samband í síma 554 4091 eða 698 1133 ef þið þekkið til kisunnar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 18. júlí, ersjötug Ásta Ólafsdóttir, Lækj- arsmára 2, Kópavogi. Hún er að heim- an í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.