Morgunblaðið - 18.07.2006, Page 41

Morgunblaðið - 18.07.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 41 eeee V.J.V, Topp5.is FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI eeee KVIKMYNDIR.IS STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI SUPERMAN kl. 3:50 - 4:50 - 7 - 8 - 10:10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. SUPERMAN LUXUS VIP kl. 4:50 - 8 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 3:50 - 6 - 8 - 8:15 - 10:20 - 10:30 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA. BÍLAR M/ÍSL TALI kl. 3 - 5:30 CARS M/ENSKU TALI. kl. 3:30 SHE´S THE MAN kl. 6 SUPERMAN kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN. THE BREAK UP kl. 8:20 - 10:30 BÍLAR M/ÍSL TALI kl. 3:30 - 6 CARS M/ENSKU TALI kl. 3:30 DIGITAL SÝN. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNIMESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU S.U.S. XFM 91,9„SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee FRÁBÆR SUMARMYND HLAÐIN SPENNU OG MÖGNUÐUM ATRIÐUM. Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á glæsilegri íbúðagistingu í Króatíu í ágúst. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað við frábæran aðbúnað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sértilboð til Króatíu 16. og 23. ágúst frá kr. 54.990 m.v. 2 Sértilboð – Laguna Bellevue **** Glæsileg gisting Verð kr. 54.990 m.v. 2 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíóíbúð á Laguna Bellevue **** í viku. Sértilboð 23. ágúst. 16. ágúst er kr. 5.000 dýrara á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Rokkævintýri Magna í Á móti sólheldur áfram annað kvöld eftir miðnætti. Eins og aðdáendur og allir þeir sem fylgjast með Rockstar: Supernova-þáttunum á Skjá einum þekkja hefur Magni staðið sig vel í þáttunum og stefnir ótrauður í hlut- verk aðalsöngvara hljómsveit- arinnar með þeim Jason Newsted, Tommy Lee og Gilby Clarke. Nú er ljóst að lagið sem Magni syngur verður Stone Temple Pilots slagarinn „Plush“ af fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Magni verður númer 10 í röðinni af flytjendum og munu án efa margir fylgjast með honum í beinni útsendingu annað kvöld.    Fólk folk@mbl.is Enn á ný heyrast fréttir af því aðhugsanlega séu bandarísku Vinirnir að koma saman á nýjan leik. Í þetta sinn er það Jennifer Aniston sem ber ábyrgð á því að fjallað er um málið en hún lét þau orð falla í breska sjónvarpsþætt- inum Richard and Judy að hún sakni að leika Rachel Green og bætti við að sér myndi finnast gam- an að taka upp einn þakkargjörð- arþátt af Vinum til viðbótar.    Og meira afAniston en hún er stödd í Bretlandi um þessar mundir til að kynna mynd- ina The Break Up. Mótleikari hennar er Vince Vaughn en sögusagnir hafa lengi ver- ið á kreiki um það að þau séu par og jafnvel trúlofuð. En í sama sjónvarps- þætti og hún ræddi um mögulega endurfundi Vinanna vildi Aniston ekkert kannast við sambandið. Hún sagði að Vaughn væri skemmtilegur, frábær maður, leikari og vinur. BRESKA plötuútgáfufyrirtækið Moshi Moshi Records verður með sérstakt kvöld á Iceland Airwaves hátíðinni í ár og verður það annað árið í röð sem að slíkt kvöld verður haldið. Samtarf Airwaves og Moshi Moshi hófst í kjölfar vel heppnaðra tónleika bresku raf- poppsveitarinnar Hot Chip, sem gefur út hjá Moshi Moshi, á Airwaves-hátíðinni 2004. Í fyrra ákváðu aðstandendur hátíð- arinnar að gefa plötuútgáfunni heilt kvöld þar sem hljómsveitir á þeirra snærum væru í forgrunni. Sveitirnar Metronomy, Au Revoir Sim- one, Architecture in Helsinki og Stórsveit Nix Noltes, sem gefur reyndar ekki út hjá Moshi Moshi, stigu á svið á þessu kvöldi og hlutu verðskuldaða athygli innanlands sem utan. Á kvöldi Moshi Moshi á Iceland Airwaves í ár koma fram fimm hljómsveitir frá Bretlandi og ein frá Bandaríkjunum. Þarna verða hljómsveitirnar Tilly and the Wall sem fengið hefur mikið lof gagnrýnenda fyrir breiðskíf- una Wild Like Children sem kom út í byrjun árs og Hot Club de Paris sem hefur farið mikinn í tónleikahaldi í London og nágrenni undanfarið og margir bíða spenntir eftir fyrstu breiðskífu þeirra Winners sem er væntanleg í september. Einnig verða þarna índí-harðkjarna-reif- rokkararnir í Klaxons, popp dúóið Mates of State og Semifanlists sem fyrir skemmstu gaf út sína fyrstu breiðskífu samnefnda sveitinni sem líkt hefur verið við verk Wayne Coyne, Fleetwood Mac og Arcade Fire. Líklegt er að 1–2 innlendir flytjendur muni síðar bætast við dagskrá kvöldsins. Moshi Moshi-kvöld á Airwaves Morgunblaðið/Árni Torfason Stórsveit Nix Noltes spilaði á Moshi Moshi- kvöldinu á Airwaves-hátíðinni í fyrra. ÞAÐ ER ekkert slor að fá bassaleikara eins og Carol Kaye til liðs við sig þegar taka á upp plötu. Ekki eru hinir samverkamennirnir af verri end- anum en orðspor Kaye er líklega eitt það athyglisverðasta innan tón- listariðnaðarins. Þegar hlustað er á þessa plötu fer ekki á milli mála hvers vegna svo er. Um það ætla ég ekki fleiri orð að hafa. Þessi lög eru ágæt. Ég hlustaði á plötuna mjög oft en þau náðu aldrei neitt sérlega vel til mín. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað væri að þeim, því léleg eru þau ekki. Mér sýnist það vera út- setningarnar. Hljómur plötunnar er svo hreinn og tær að persónuleiki laganna, ef lög geta haft persónu- leika, týnist. Hljóðfæraleikurinn er svo góður að hann rennur saman í heild sem er svo góð að hún verður samskeytalaus. Mér finnst það ekki endilega jákvætt en sér er hver smekkurinn. Lögin flæða svo vel að ekkert kemur á óvart og fátt virðist tilviljanakennt. Þetta hefur þó sínar jákvæðu hliðar. Í stað þess að þurfa að hlusta á viðvaningslegan hljóðfæra- leik og hallærislega texta, fær hlustandinn að njóta þess að þarna er einvalalið tónlistarmanna á ferð- inni. Öll framsetning tónlistarinnar er smekkleg, lagasmíðar vandaðar og hressleikinn í fyrirrúmi. Ég get vel séð fyrir mér hvernig þessi plata getur notið hljómgrunns hjá þeirri kynslóð sem Frummenn til- heyra og ekki bara þeim, heldur hjá öllum þeim sem hafa gaman af átakalítilli og vandaðri tónlist. Ég hef ekki sérstaklega gaman af þess- um diski, en ég skal alveg við- urkenna að hann er ágætis tónlist. Mér þykja lög Valgeirs Guðjóns- sonar skemmtileg. Þau sverja sig algerlega í hans stíl og minna mig á það sem hann hefur haft til mál- anna að leggja í íslensku tónlistar- lífi. Ég hefði gaman af því að fara á ball með Frummönnum, tónlist á borð við þessa nýtur sín best á þeg- ar hún er lifandi. TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geislaplata Frummanna, hinna upp- runalegu Stuðmanna, Tapað/Fundið. Frummenn eru Valgeir Guðjónsson sem spilar á gítar, Jakob Frímann Magnússon á hljómborð, Gylfi Kristjánsson, söngur og Ragnar Danielsen spilar einnig á gítar og syngur í Passing Through. Aðrir tón- listarmenn: Carol Kaye á bassa, Jim Kelt- ner leikur á trommur, Jimmy Ripp á gítar og Warren D. blæs í munnhörpu. Hljóðritað í Track Record Studios í North Hollywood í Kaliforníu. Um hljóðupptöku sá Tom Murphy. Sam Frank og Frummenn sáu um upptökustjórn. Upp- tökumenn voru Haffi Tempó, Addi 800 og Aron. Um hljóð- blöndun sá Eddie Delena og um stafræna tónjöfnun sá Bjarni Bragi Kjartansson. Reykjavík Music gefur út. Frummenn (Hinir upprunalegu Stuðmenn) – Tapað/Fundið  Helga Þórey Jónsdóttir Átakalítið og vandað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.