Morgunblaðið - 01.08.2006, Side 1

Morgunblaðið - 01.08.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 207. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skráðu þig núna á www.glitnir.is Geldings- röddin Jarðneskar leifar Farinellis grafn- ar upp og rannsakaðar | Af listum Sofna ekki á verðinum Mæðrastyrksnefnd flytur í nýtt húsnæði | Daglegt líf Íþróttir í dag  Örn tvíbætti Íslandsmetið  Garðar Jóhannsson með þrennu  HK fær rússneskan varnarmann EKKI reyndist unnt að veita fulla flugumferð- arþjónustu vegna veikinda hjá flugumferðar- stjórum og mikillar flugumferðar í gær. Var umferð takmörkuð við ákveðna hæð og tiltekin svæði fyrir vikið, að sögn Hjördísar Guðmunds- dóttur, upplýsingafulltrúa flugmálastjórnar. Hún segir að ástæða þessa séu veikindi meðal flugumferðarstjóra og að málið sé angi af deilu þeirra við flugmálastjórn þar sem flugumferðar- stjórar fáist ekki til að taka aukavaktir eða vinna yfirvinnu þegar forföll verða. „Það komu upp veikindi og þá er ekki hægt að fá flugumferðarstjóra til að taka vaktir í stað- inn,“ segir Hjördís en bætir við að unnt hafi verið að lengja vaktir hjá þeim sem voru í vinnu í staðinn og bjarga málunum með þeim hætti. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, sagði að takmarkanirnar hefðu ekki haft nein áhrif á flugvélar félagsins í gær. Það hefði hins vegar komið upp um þarsíðustu helgi að til slíkra takmarkana hefði þurft að grípa og þurftu nokkrar af vélum Icelandair að lækka flug sitt af þeim sökum með tilheyrandi kostn- aði, að sögn Guðjóns, en eldsneytisnotkun eykst þegar vélar þurfa að lækka flugið. Hann segir til skoðunar hjá fyrirtækinu að fá endurgreidd- an þann aukakostnað sem þessi aukna eldsneyt- isneysla skapaði. Ekki hafi þó verið tekin end- anleg ákvörðun um hvort slík krafa verði sett fram. Hluti af stærri vanda Loftur Jóhannsson, formaður Félags flugum- ferðarstjóra, segir að þetta sé hluti af þeim vanda sem fylgi nýju og umdeildu vaktakerfi flugumferðarstjóra. Slík atvik hafi komið upp nokkuð oft eftir að kerfið var tekið upp. Flugumferðarstjórar neita að taka aukavaktir Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is LOFTUR Jóhannsson, formaður Félags flug- umferðarstjóra, segir að flugumferðarstjóri sem hafi tilkynnt veikindi hafi verið neyddur til þess að mæta til vinnu. „Trúnaðarlæknir flugmálastjórnar mætti heim til mannsins og sagði við hann að það væri allt í lagi með hann. Það var sama þótt maðurinn hefði lýst því yfir að sér liði illa og hefði tekið parkódín forte. Stuttu síðar hringdu yfirmenn mannsins í hann og skipuðu honum að mæta, sem hann og gerði,“ segir Loftur. Aðspurður hvort manninum hafi verið hótað einhvers konar viðurlögum segir Loftur svo ekki vera en menn viti hins vegar að það komi niður á þeim ef þeir neiti slíku. „Menn ráðast á einstak- lingana hjá svona stofnun,“ segir Loftur. Segir veikan mann neyddan til vinnu Morgunblaðið/Eggert Skýrari sýn á mannlífið ÞAÐ þarf að gæta að því að gluggar séu þvegnir af og til, þá sérstaklega gluggarnir sem sýna mannlífið í sinni víðustu mynd líkt og hægt er að ímynda sér að gluggar Kaffitárs í Bankastræti geri. Gluggaþvottamaðurinn sér til þess að útsýnið fyrir þá sem inni sitja sé eins og best verður á kosið. STJÓRN Ísraels varð í gærkvöldi við beiðni hersins um heimild til að auka landhernaðinn í Suður-Líb- anon. Áður hafði Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, sagt að hern- aðinum í Líbanon yrði haldið áfram þar til Ísrael stafaði ekki lengur hætta af Hizbollah-hreyfingunni. „Átökin halda áfram,“ sagði Olm- ert. „Það verður ekkert vopnahlé á næstu dögum.“ Kviknað hafði von um að vopnahlé væri í sjónmáli eftir að stjórn Olm- erts tilkynnti í fyrrakvöld að gert yrði hlé á loftárásum Ísraela á Suð- ur-Líbanon í tvo daga eftir árás á þorpið Qana sem kostaði a.m.k. 54 manns lífið, þar af yfir 30 börn. Ísraelskar herflugvélar skutu þó flugskeytum á nokkur skotmörk í gær og Ísraelsher kvaðst ætla að halda áfram loftárásum á menn sem teldust ógna öryggi Ísraela. Þúsundir liðsmanna varahers Ísr- aels hafa verið kallaðar út og hófu í gær æfingar til að undirbúa hugs- anlega stórsókn í Suður-Líbanon eft- ir að herinn óskaði eftir heimild til að auka landhernaðinn. Markmið hers- ins verður að eyðileggja bækistöðvar Hizbollah við landamærin að Ísrael, að sögn fréttavefjar ísraelska dag- blaðsins Haaretz. Þótt hléið á loftárásum Ísraela væri skammvinnt notuðu tugir þús- unda Líbana tækifærið til að flýja norður á bóginn frá Suður-Líbanon. Stjórn Ísraels heimilar aukinn landhernað AP Fréttaljósmyndarinn Wael Ladiki heldur á aldraðri konu sem hann bjargaði úr kjallara í líbanska bæn- um Bint Jbail þar sem hún hírðist í viku vegna árása Ísraela. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is  Höfðum hvorki mat né vatn | 15 SKÝRT var frá því í gærkvöldi að nítján hermenn stjórnarinnar á Sri Lanka hefðu beðið bana í sprengju- árás á rútu þeirra á norðausturhluta eyjunnar. Allt að 67 menn hafa fallið í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna úr röðum tamílsku Tígranna síðustu daga og lýstu talsmenn Tígranna því yfir í gær að stríð væri hafið í landinu. Fréttastofan AFP hafði þó eftir Ulf Ericsson, yfirmanni norrænu eft- irlitssveitanna á Sri Lanka, SLMM, að hann teldi ekki að allsherjarstríð væri skollið á. „Hvorki ráðamennirnir né upp- reisnarmennirnir eru tilbúnir að heyja allsherjarstríð sem myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir alla,“ sagði Ericsson. Skýlaus brot Þorfinnur Ómarsson, talsmaður norrænu eftirlitssveitanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að átök tamílsku Tígranna og stjórn- arhersins væru skýlaus brot á skil- málum vopnahlésins frá árinu 2002. „Tígrarnir stöðvuðu dreifingu vatns til svæða þar sem einkum býr fólk sem tilheyrir þjóðflokki sinhala,“ sagði Þorfinnur. „Að stöðva dreifingu vatns með þessum hætti er brot á Genfar-sáttmálanum.“ Segja stríð hafið á Sri Lanka  Stríðið er hafið | 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.