Morgunblaðið - 01.08.2006, Side 2

Morgunblaðið - 01.08.2006, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HS KREFST EINGREIÐSLU Forsvarsmenn Hitaveitu Suð- urnesja (HS) hafa sent fulltrúum varnarliðsins kröfur hitaveitunnar þar sem krafist er eingreiðslu vegna tapaðra viðskipta sökum meints brots á samningi vegna brotthvarfs varnarliðsins. Sú upphæð sem kraf- ist er fæst ekki uppgefin. Næsti fundur Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf verður haldinn í Washington dagana 3. og 4. ágúst. Veikindi takmarka þjónustu Veikindi hjá flugumferðarstjórum og mikil flugumferð ollu því að ekki reyndist unnt að veita fulla flugum- ferðarþjónustu í gær. Umferð var takmörkuð við ákveðna hæð og til- tekin svæði fyrir vikið. Flugumferð- arstjórar neita að taka aukavaktir. Hefja starfsemi í Finnlandi Heimsferðir hafa keypt stærstu ferðaskrifstofukeðju Finnlands, Matka Vekka Group, en innan hennar starfar jafnframt fjórða stærsta ferðaheilsala Finnlands, Lomamatka. Útilokar vopnahlé Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að ekki kæmi til greina að fallast á vopnahlé í Líb- anon á næstu dögum og að hernaði Ísraela yrði haldið áfram uns Ísrael stafaði ekki lengur hætta af Hizboll- ah-hreyfingunni. Tugir þúsunda íbúa Suður-Líbanons flúðu norður á bóginn í gær eftir að stjórn Ísraels tilkynnti að hlé yrði gert á loft- árásum á Líbanon í tvo daga. Ísr- aelskar herflugvélar gerðu þó árásir á nokkur skotmörk í gær. Segja stríð hafið á Sri Lanka Allt að 67 menn hafa fallið í átök- um stjórnarhersins á Sri Lanka og uppreisnarmanna úr röðum tam- ílsku Tígranna. Talsmenn Tígranna sögðu í gær að stríð væri hafið í landinu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 24/26 Fréttaskýring 8 Bréf 26 Úr verinu 11 Minningar 27/29 Viðskipti 14 Skák 30 Erlent 15/16 Dagbók 32/35 Minn staður 17 Víkverji 32 Akureyri 18 Velvakandi 33 Austurland 18 Staður og stund 34 Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42 Menning 20 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %       &         '() * +,,,                            E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is HEIMSFERÐIR tóku í gær við rekstri finnska fyrirtækisins Matka Vekka Group, sem er stærsta ferðaskrifstofukeðja Finnlands. Innan keðjunnar starfar jafnframt fjórða stærsta ferðaheildsala Finnlands, Lomamatkat. Starfsmenn eru allt í allt 280. Áætluð velta finnsku fyrirtækjanna í ár er um 12,4 milljarðar króna. Heimsferðir eru nú fjórða stærsta ferðaskrifstofa Norðurlandanna með starfsemi í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Samanlögð velta Heimsferða og dótt- urfyrirtækja er áætluð um 35 milljarðar á þessu ári og er þá Matka Vekka tekið með í reikninginn. Gríðargóður markaðsaðgangur Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir fyrirtækið vera eitt af þeim best reknu í Finnlandi og að bæði vörumerkin, Matka Vekka og Lomamatkat, séu mjög sterk á finnska markaðnum. „Það hefur mjög breitt vöruúrval, býður bæði hefðbundnar sólarlandaferðir en líka mikið af borgarferðum og ferðum til Eystrasalts- landa, siglingar og annað slíkt. Fjárfestingasjóð- urinn CapMan, sem átti fyrirtækið, hefur í raun búið það til úr mörgum smærri fyrirtækjum og má segja að fyrirtækið í núverandi mynd hafi orðið til á undanförnum þremur árum.“ Andri segir styrk fyrirtækisins liggja í gríðar- lega góðum aðgangi að mark- aðnum og að fyrirtækið hafi mjög gott orðspor. „Okkar sóknarfæri hér er að við eigum tilbúna samninga á tugum áfangastaða sem við fljúgum til annars staðar frá úr Skandin- avíu, svo það er mjög auðvelt fyrir okkur að koma inn með nýjar áherslur.“ Andri segir Matka Vekka hafa vaxið myndarlega síðustu fjögur ár en Heimsferðir sjái fram á að geta aukið sérstaklega Lomamatkat-hlutann, þar séu mjög miklir hagræðingarmöguleikar og margt sem hægt sé að leggja fyrirtækinu til sem hafi ef til vill skort hingað til. Aðspurður um hvort ráðgert sé að skipt verði um stjórnendur og hvort einhverjir Ís- lendingar muni koma að daglegum rekstri fyr- irtækisins segir Andri svo ekki verða því annað hafi gefist honum best. Áfram finnskir stjórnendur „Reglan hjá mér er að hafa stjórnendur frá við- komandi landi í hverju fyrirtæki. Hver markaður hefur sín sérkenni. Ég vil endilega hafa finnska stjórnendur hér í Finnlandi. Þeir hafa öðruvísi auga fyrir markaðnum en við sem erum utanað- komandi getum haft.“ Heimsferðir eru svo með framkvæmdastjórn sem í eru Íslendingar, Svíar og Danir. „Sú stjórn er yfir öllum fyrirtækjum Heimsferða og hún verður yfir fyrirtækinu og framkvæmdastjóran- um hér í Finnlandi,“ segir Andri. 30% vöxtur í hverju landi Hann segir Heimsferðir nú komnar með frá- bæran grunn í hverju Norðurlandanna. Finnland sé orðið álíka stórt í veltu og Svíþjóð en þar á eftir komi Danmörk, svo Ísland og svo Noregur. Um frekari útrás segist hann „heldur leggja áherslu á að hvert fyrirtæki fái að vaxa innbyrðis en að kaupa einhverja aukna markaðshlutdeild í hverju landi.“ Það hafi tekist mjög vel í ár. „Við er- um með 30% vöxt í öllum okkar löndum það sem af er árinu í ár. Líka á Íslandi, sem við áttum ekki von á. Ef við höldum þeim vexti erum við í af- skaplega spennandi málum.“ Hann segir Heimsferðir hafa borið gæfu til að kaupa eingöngu fyrirtæki sem hafi verið mjög heilbrigð. „Það hefur gefið okkur mikið forskot og við höfum í raun getað keyrt upp vöxt strax í stað þess að eyða miklum tíma í að laga til og breyta. Við höfum horft til Finnlands síðan fyrir ári síðan og það er frábært að þetta skyldi detta inn núna.“ Andri segir að alls staðar verði haldið í gömlu vörumerkin, þau séu það dýrmætasta á hverjum markaði. Hins vegar verði í haust kynnt nafn fyrir móðurfélagið, sem sé regnhlífarfélag fyrir öll fé- lögin, mögulega nafn sem ekki hafi heyrst áður. Heimsferðir kaupa stærstu ferðaskrifstofukeðju Finnlands Andri Már Ingólfsson FJÖLSKYLDUBÚÐUM Íslands- vina við Snæfellsskála nálægt Kára- hnjúkavirkjun lauk formlega í gær en þær stóðu í tíu daga. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælendum í búðunum í gær hyggst þó stór hópur vera þar áfram og hugsanlega alveg fram í september. Í gær voru yfir fimmtíu manns í búðunum. Búðabúar sögðu umferð lögreglu um svæðið hafa aukist mjög eftir mótmælaaðgerðir í fyrradag. Einn þeirra, Ólafur Páll Sigurðsson, segir lögreglumann hafa gert tilraun til að keyra yfir sig og hyggst kæra atvikið í dag. „Þeir voru hérna fyrir framan Snæfellsskálann eins og þeir gera, að taka myndir af fólki og reyna að vera ógnandi. Ég gekk fram fyrir bíl- inn til að sjá þá sem voru inni í jepp- anum. Ég stóð um fimm sentímetr- um frá stuðaranum. Þá gaf maðurinn bara í og keyrði á mig og ætlaði yfir mig. Ég einhvern veginn kútveltist á húddið og tókst að rúlla mér af því og niður af hliðinni á bílnum,“ segir Ólafur og bætir jafnframt við að litlu hafi munað að mun verr færi. Eftir þetta segir hann bílinn hafa „brunað burt“ í átt að Eyjabakkajökli. Seinna hafi hann spurt ökumanninn hvort það hefði verið hann sem hefði reynt að keyra yfir sig. „Hann sagði já, neitaði að gefa mér nafnið sitt en gaf mér númerið sitt.“ Ekki náðist í lögregluna á Egils- stöðum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Umferð lögreglu við búðirnar er sögð hafa aukist eftir mótmæli í fyrradag. „Ætlaði að keyra yfir mig“ TÍU ÁR eru í dag liðin frá því að Ólafur Ragnar Grímsson var settur í embætti forseta Íslands. Hann tók við embætti sem fimmti forseti lýð- veldisins í Alþingishús- inu 1. ágúst 1996. Ólafur Ragnar sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að sú ákvörðun sín að staðfesta ekki fjöl- miðlalögin svonefndu vorið 2004 hefði verið ákveðin nauðvörn fyrir lýðræðið í landinu. Þá sagðist hann ekki hafa haft hug- myndaflug til að láta sér detta í hug að ríkisstjórn og meiri hluti Alþingis myndi ljúka fjölmiðla- málinu á þann hátt að gera forseta lýðveldisins valdameiri en stjórnar- skráin geri ráð fyrir með því að ógilda lögin og leggja fram nýtt frum- varp, en bera ákvörðun forsetans ekki undir þjóðaratkvæðagreiðslu eins og stjórnarskráin mæli fyrir um. Með þessu hefði for- seta „de facto“ verið fært neitunar- vald sem hann hafi ekki samkvæmt stjórnarskránni. Tíu ár frá embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands Vald forsetaembætt- isins jókst með neitun fjölmiðlafrumvarps Ólafur Ragnar Grímsson ÖKUMAÐUR sem fluttur var á Landspítala – háskólasjúkrahús eft- ir útafakstur og bílveltu á Sandgerð- isvegi í gærkvöldi liggur nú á gjör- gæsludeild. Samkvæmt upplýsing- um læknis var hann ekki settur í öndunarvél, en meiðsl hans voru þá ekki fullrannsökuð. Tilkynnt var um slysið til lögreglu klukkan 18.30 en tildrög þess eru enn í rannsókn að sögn lögreglunnar í Keflavík. Maðurinn var einn í bíln- um. Bíllinn fór talsvert langt út af veginum og mun maðurinn hafa „flogið út úr bílnum“. Virðist sem bíl- belti hafi annaðhvort slitnað eða gef- ið sig á annan hátt. Á gjörgæslu eftir bílveltu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.