Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILJI er meðal borgarstjórnar Reykjavíkur til að taka á þeim vanda sem upp kemur í miðborg Reykjavíkur um helgar með því að efla löggæslu. Björn Ingi Hrafns- son, formaður borgarráðs, segir að borgaryfirvöld hafi mikinn áhuga á að koma að löggæslu í miðbæ Reykjavíkur enda gangi núverandi ástand ekki til lengdar. Gísli Mar- teinn Baldursson tekur í sama streng og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að aukin miðborgarvakt lögreglu hljóti að koma til skoðunar. Eins og fram hefur komið í fréttum var mik- ið um slagsmál í miðbænum um helgina og átta sem gistu fanga- geymslur lögreglu. Vinnuhópur skipaður Borgarráð skipaði á fimmtudag þá Gísla Martein og Dag B. í vinnu- hóp um löggæslumálefni ásamt Þor- steini Davíðssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, og Stefáni Ei- ríkssyni, lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins, en Stefán mun leiða starf hópsins. Sambærilegur hópur var starf- andi fyrr á árinu og skilaði tillögum til framfara í löggæslumálum í höf- uðborginni í apríl síðastliðnum. Hópurinn, sem nefndist þá viðræðu- hópur dómsmálaráðuneytis, lög- reglu og borgaryfirvalda, lagði meðal annars til að samvinna lög- reglu og borgaryfirvalda yrði auk- in, hverfalöggæsla þróuð áfram í hverfum borgararinnar, eftirlits- myndavélum í miðbænum fjölgað og samstarfi við dyraverði komið á. Ekki hefur orðið af fjölgun myndavéla enn sem komið er en samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur samstarf við dyraverði verið gagnlegt. Glæpum ekki að fjölga í heild Aðspurður hvort borgaryfirvöld væru reiðubúin að leggja fram fé í tengslum við aðild sína að löggæslu- málum segir Björn Ingi að borgin sé tilbúin að skoða það. Ljóst sé hins vegar að ná þurfi til þeirra til- tölulega fámennu hópa ungra manna sem standi að baki áflogum í miðbænum. Björn tekur fram að glæpum sé ekki að fjölga í það heila en svo virðist sem tilefnislaust ofbeldi hafi færst í aukana og að taka verði á því, t.d. með hertum viðurlögum við slíkum glæpum. Aðspurður hvort til greina komi að breyta afgreiðslutíma skemmti- staða í miðbænum segir Björn Ingi að það hafi ekki sérstaklega verið rætt en farið verði eftir umsögn lögreglu hvað það varðar. Skoða þurfi hvort orsakasamband sé á milli afgreiðslutíma og þess ástands sem skapist í miðbænum og sé svo verði það að sjálfsögðu skoðað. Gísli Marteinn Baldursson borg- arfulltrúi tekur í sama streng og Björn Ingi og segir að sjálfstæð- ismenn hafi lengi haldið þeirri hug- mynd á loft að borgin kæmi að lög- gæslu með ríkisvaldinu. Aukin miðborgarvakt Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir á heima- síðu sinni að ofbeldisfréttir úr mið- borg Reykjavíkur lýsi óviðunandi ástandi og að aukin miðborgarvakt hljóti að koma til skoðunar. Hann rifjar upp að árangur hafi náðst á undanförnum árum og út- tektir afbrotafræðinga sýni að of- beldisverkum hafi fækkað. Það hafi byggst á því að brugðist hafi verið við neikvæðri þróun og tekið á mál- um af festu þegar á hefur þurft að halda. „Í ljósi nýjustu frétta er því aug- ljóst að kalla þarf eftir gögnum um þróun mála og fara yfir viðbún- aðarstig lögreglu í miðborginni. Á þessu gefst færi í nýjum hópi um löggæslumál sem dómsmálaráðu- neytið og Reykjavíkurborg hafa komið á fót,“ segir Dagur. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn segir að þótt fjölgun lögreglumanna sé í sjálfu sér æski- leg megi ekki gleyma því að ofbeldi muni eiga sér stað í miðbænum, í heimahúsum og annars staðar jafn- vel þótt 100 lögreglumenn væru á vakt í borginni. Vandinn sé einfald- lega fyrir hendi meðan þessi mikli fjöldi safnist saman í miðborginni hverja helgi. Þá sé ekki óalgengt að þeir sem lenda í áflogum þekkist og líti svo á að þeir séu að gera upp ákveðin mál sín á milli. Þeir sem verði fyrir árás- um leggi því ekki alltaf fram kærur. Geir Jón segist hafa fylgst með því hvernig þessi mál hafa þróast undanfarin 15 ár og að ástandið sé mun skárra núna en áður. Mál sem þessi muni hins vegar alltaf koma upp þótt lögreglan leggi sig fram við að bæta ástandið eins og kostur er. Vilja að borgaryfirvöld komi að löggæslu í miðborginni Morgunblaðið/Eggert Lögreglan telur að meðan mannfjöldi safnast í miðborgina um hverja helgi sé hætta á ofbeldisverkum fyrir hendi. Ástandið sé þó skárra nú en áður. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is LÖGREGLAN á Selfossi hefur yf- irheyrt á annan tug manna eftir lík- amsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardags. Deilur hóf- ust milli nokkurra manna fyrir utan veitingastaðinn Pakkhúsið en seinna um nóttina kom til slags- mála í heimahúsi. Að sögn lögreglu liggur málið nokkuð ljóst fyrir en þó vantar upp- lýsingar um með hvaða hætti einn mannanna fékk högg með þeim af- leiðingum að hann hlaut höfuð- kúpubrot. Ekki er ljóst hvort hlut, flösku eða steini, var kastað í höfuð hans. Skorar lögregla á vitni að átökunum að gefa sig fram við lög- reglu í síma 480 1010. Yfir 10 yfirheyrðir eftir líkamsárás VALNEFND í Kirkjubæjarklaust- urprestakalli ákvað á fundi í síð- ustu viku að leggja til að Ingólfi Hartvigssyni cand. theol. verði veitt embætti sóknarprests í Kirkjubæj- arklaustursprestakalli, Skafta- fellsprófastsdæmi. Fimm umsækjendur voru um embættið, en það er veitt frá 1. ágúst. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára, að fenginni niðurstöðu valnefndar. Valnefnd skipuðu fimm fulltrúar úr prestakallinu auk vígslubiskupsins í Skálholti. Ingólfur Hartvigsson er fæddur árið 1972 í Hafnarfirði. Hann lauk embættisprófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2001. Hann starf- aði síðast í Grafarvogskirkju. Prestur á Kirkju- bæjarklaustri MAÐURINN sem sagður var hafa lent í lítils háttar átökum við unga sjálfstæðismenn á skattstofunni í Reykjavík þegar hann hugðist fletta möppu með álagningarskrám og sagt var frá í frétt á bls. 6 í Morgunblaðinu á laugardag sl. vill leiðrétta að ekki hafi verið um að ræða nein átök af hans hálfu. Mapp- an hafi einfaldlega verið hrifsuð af honum mótþróalaust þegar hann hugðist neyta sinna borgaralegu réttinda og glugga í álagningar- skrána. Leiðréttist þetta hér með. Engin átök ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 3 5 3 6 0 7 /2 0 0 6 SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND REYKJAVÍK GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓAMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6-16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert 80 börnum og fjölskyldum þeirra kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Landsbankinn annast fjárhald sjóðsins. Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is Umsóknarfrestur er til 1. september 2006. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrsta vetrardag, 21. október 2006. UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR SKILTI sem sett var upp á opinberum vegi í norðurdal Fljótsdals, og gefur til kynna að vegurinn sé lok- aður, verður áfram á þeim stað sem það var sett upp og ekki gerðar á því breyt- ingar, segir Gunnar Guð- mundsson, verkefnisstjóri fyrir byggingarvirkjum og aðstoðarverkfræðingur á stöðvarhússvæði Fljótsdals- stöðvar. Á skiltinu er veg- farendum tilkynnt að veg- urinn sé lokaður sjö kílómetrum áður en vegur- inn er raunverulega lokaður með leyfi Vegagerðarinnar. Í Morgun- blaðinu í gær kom fram að sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni var skiltinu komið upp án leyfis frá stofnuninni. Varðandi vegarkaflann sem í raun á að vera opinn almenningi segir Gunnar: „Það eiga í sjálfu sér ekki aðrir að eiga þarna erindi en þeir sem búa þarna og þeir vita af þessu.“ Sagði augljóslega þurfa að breyta skiltinu „Skilti af þessari tegund á ekki við þarna. Þetta er skilti sem er framleitt til að setja við mörk framkvæmdasvæðis. Þannig að það þarf augljóslega að breyta þessu skilti, enda er það staðsett utan við framkvæmdasvæðið,“ sagði hins vegar Þorsteinn Hilm- arsson, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, í gær, aðspurður um skiltið. „Ef menn, þ.e. Vegagerðin, þau sem búa þarna og fram- kvæmdaaðilar, eru sammála um að það geti verið gagnlegt að vara fólk við svo það sé ekki verið að senda það fyrir misskilning 15 km leið, þá munu menn leita eðlilegra leiða til þess að koma þeim skila- boðum á framfæri.“ Skiltið umdeilda í Fljótsdal. Skiltið verður áfram á sama stað og í sömu mynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.