Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jú, jú, Árni minn, nú máttu sko spila gamla lagið þitt eins oft og þú vilt, ég er líka kominn með eyrnaskjól. Um miðjan síðastamánuð kynntiGísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykja- víkurborgar, áætlanir ráðsins um að Miklatún gengi í endurnýjun líf- daga og yrði að þeim stað sem fjöldi fólks hefur óskað sér í mörg ár. Skömmu áður hafði hljómsveitin Sigur Rós tilkynnt að hún myndi halda útitónleika á sama svæði, en notað annað nafn: Klambratún. Nokkuð hefur verið um það rætt hvort nafnið sé rétt að nota og vilja ýmsir meina að Klambratún sé hið eina rétta nafn. En ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Ekki mikið meiri saga á bak- við Klambratún en Miklatún Í samtali við Morgunblaðið sagði Stefán Pálsson sagnfræðing- ur að nafnið Miklatún væri ekki mikið yngra en nafnið Klambra- tún: „Þegar almenningsgarður var skipulagður í tengslum við bygg- ingu Kjarvalsstaða þá var haldin nafnasamkeppni til að velja nafn á svæðið,“ en Kjarvalsstaðir voru opnaðir árið 1973. Í þessari nafna- samkeppni hefði nafnið Miklatún verið valið en í seinni tíð hefðu ýmsir byrjað að draga fram nafnið Klambratún og viljað meina að það væri örnefni, dregið af bænum Klömbrum sem stóð á svæðinu á fyrri hluta síðustu aldar. Stefán vill hins vegar meina að það nafn sé jafngallað og nafnið Miklatún þar sem það sé ekki mik- ið eldra. Í bókinni Reykjavík – Sögustaður við sund eftir Pál Lín- dal kemur fram að árið 1925 hafi Maggi Júl. Magnús, læknir og bæjarfulltrúi, verið erfðafestuhafi á landinu Norðurmýrarbletti 4 og hafi hann verið mikill áhugamaður um búskap líkt og afi hans, Hall- dór Kr. Friðriksson yfirkennari. Maggi rak þar búskap um nokkurt skeið og nefndi hann býlið Klömbrur eftir samnefndu býli og fæðingarstað sínum í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Stefán segir að þetta hafi verið venjan, að ábúendur á erfðafestu- löndunum hafi nefnt býli sín eftir fæðingarbæjum sínum: „Menn tóku nöfn „hist og her“ úr sinni heimasveit og settu á bæi í borg- inni,“ en talsvert var um að menn stunduðu búskap innan borgar- markanna, allt fram á níunda ára- tuginn. Því sé nafnið Klambratún ekkert fremur upprunalegt en Miklatún, þar sem búskapur hafi einungis verið í 2–3 áratugi á Klömbrum. „Það er því hálfhvimleitt þegar „besservisserar“ koma fram og hneykslast á því þegar Miklatúns- nafnið er notað,“ sagði Stefán og bætti því að nafnið Klambratún ætti ekki mikið sameiginlegt með sögu borgarinnar: „Ekki nema mönnum þyki mikið til tóm- stundabúskapar koma.“ Klambratúnsnafnið mögu- lega notað með Miklatúni Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs Reykjavík- urborgar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að Miklatún væri opinbert nafn svæðisins: „Þetta heitir Miklatún í dag. Það var ákveðið á fundi borgarráðs árið 1964 að nefna þetta Miklatún. Það var eftir tillögum nafnanefndar borgarinnar, sem lagði til ýmis nöfn, enda fannst þeim Klambra- tún vera full sveitó fyrir stórborg- ina Reykjavík,“ og bætti Gísli Marteinn því við að á þeim tíma hefði verið mikill uppgangur í borginni, stórborgarbragur hafi verið að færast yfir borgina með malbikuðum götum og fleiru. Gísli sagði að á fundi nafna- nefndarinnar hefðu verið lögð til ýmis nöfn: „Meðal annars var lagt fram nafnið Mikligarður, af því að þeim fannst endingin -tún vera lummuleg. Nafnið Miðgarður var líka lagt til, svolítið í anda Central Park. En á fundi borgarráðs tveimur dögum síðar ákvað ráðið að koma til móts við þessar hug- myndir og kalla svæðið Miklatún.“ Gísli sagði forskeytið „Mikla“ t.d. vera dregið af Miklatorgi sem hafi verið rétt hjá: „Síðan liggur náttúrlega Miklabrautin þarna við hliðina. Svo voru menn dálítið miklir á þessum tíma og fannst þetta passa þarna. Hins vegar hef- ur Klambratúnsnafnið aldrei gleymst og jafnvel börn í Hlíða- hverfi kalla þetta Klambratún.“ Og Gísli vildi ekki útiloka notk- un Klambratúnsnafnsins í fram- tíðinni: „Í þessari vinnu okkar sem umhverfisráð hefur sett af stað ætlum við að skoða hvort það megi ekki halda nafninu Klambratún á lífi. Þá má velta því fyrir sér að til dæmis í Central Park í New York heita mismunandi hlutar garðsins mismunandi nöfnum. Það getur vel verið að það sé pláss fyrir Miklatún og Klambratún og jafn- vel Miklagarð ef menn eru lauf- léttir,“ sagði Gísli og reifaði hann meðal annars þá hugmynd að nefna svæðið þar sem bærinn Klömbrur stóð Klambratún, en landið náði ekki yfir allt Miklatún- ið í dag. Hann bætti því við að margir teldu nafnið Klambratún betra, en í sinni vinnu hefði hann notað Miklatún þar sem það væri rétt: „En það er bara ein lausn, það er að gera pláss fyrir bæði nöfnin.“ Fréttaskýring | Miklatún eða Klambratún? Bæði nöfnin eiga stutta sögu Klambratúnsnafnið einungis 40 árum eldra en Miklatúnsnafnið Miklatún um miðjan sjötta áratuginn. Býlið Klömbrur er fremst hægra megin á myndinni. Sérstakt tónleikasvæði í norðausturhluta túnsins  Athygli vekur að við hönnun Miklatúns var gert ráð fyrir sér- stöku tónleikasvæði í norðaust- urhorni túnsins. Þar er nokkurs konar skeifa eða hringlaga skál og átti hún að þjóna sem áhorf- endabrekka fyrir uppákomur á flötinni, samkvæmt grein Einars E. Sæmundssen í Morgunblaðinu 11. júlí 2005. Ekki hefur farið mikið fyrir uppákomum þar og hefur brekkan aðallega þjónað sem sleða- og skíðabrekka síð- ustu áratugi. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is FYRSTA skóflustunga að menningarhúsinu á Akureyri verður tekin í dag, þriðjudaginn 1. ágúst kl. 17. Húsið rís á áberandi stað í hjarta bæjarins, á uppfyllingunni við Torfunefsbryggju, og verður eitt af kennileitum Akur- eyrar í framtíðinni. Ávörp flytja Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra og Sigurður Hallgrímsson, arkitekt hússins. Einnig verður skrifað undir samning við ÍSTAK sem byggja mun húsið og loks tekur bæjarstjórinn á Ak- ureyri fyrstu skóflustunguna. Samkvæmt samningi við ÍSTAK sem hljóðar upp á um 750 milljónir króna verður húsið afhent 1. október á næsta ári, 2007. Útlínur hússins verða stikaðar við athöfnina í dag, með fánaborða og böndum til þess að fólk geri sér betur grein fyrir staðsetningu og umfangi þess. Innan í hringnum verða sett upp tvö svið á þeim punktum þar sem þau verða í byggingunni og boðið verður upp á „menning- artertu“ í líki hússins í tilefni dagsins. Þeir sem koma fram og skemmta gestum eru Kristján Kristjánsson, KK einn með gítarinn, látbragðsleikarinn Kristján Ingimarsson, málmblásturssveit úr Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, dansarar úr danssmiðju Sigyn- ar Blöndal og hljómsveitin Tortímandinn. Kynnir verður Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar. Markmið með byggingu menningarhúss á Akureyri er að efla enn frekar fjölbreytt menningarlíf á Norðurlandi. Í húsinu er ráðgert að hvers konar tónlistarflutningur verði í öndvegi en þar verði jafnframt aðstaða til ann- arrar fjölþættrar starfsemi svo sem fyrir ráðstefnuhald, fundi, listdans, dans, leiklist, sýningarhald og fleira. Jafnframt er gert ráð fyrir að upplýsingamiðstöð ferða- manna verði í húsinu, sem og veitingasala. Fyrsta skóflustunga að nýju menningarhúsi Akureyringa Fyrsta skóflustunga að nýju menningarhúsi á Akureyri verður tekin í dag. Húsið á að afhenda 1. október 2007. Heildarkostnaður áætlaður 20-25 milljarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.