Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 17

Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 17
Reyðarfjörður | Andapollurinn á Reyðarfirði er vinsæll veiði- staður hjá veiðimönnum á öllum aldri en í hann er sleppt spræk- um fiski. Alvar Logi Helgason, fjögurra ára drengur frá Egils- stöðum, var ánægður með væn- an silung sem hann fékk á nýju veiðistöngina sína. Alvar Logi notaði flotholt og var með appelsínugulan nobbler sem agn og dró rólega inn. Og það var ekki að sökum að spyrja, því nánast um leið og agnið lenti í vatninu var fiskur kominn á. Mikill hugur var í veiðimanninum unga því hann kastaði strax fyrir næsta fisk. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vænn silungur í fyrsta kasti Veiðihugur Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Liðlega 150 manns tóku þátt í Jök-ulsárhlaupi og göngu sem framfór sl. laugardag. Flestir hlupu frá Dettifossi í Ásbyrgi, 32,7 km. Jakob Þorsteinsson úr Reykja- vík og Auður Aðalsteinsdóttir frá Sauð- árkróki komu fyrst í mark. Einnig var hlaupið úr Hólmatungum í Ásbyrgi, 21,2 km. Thomas Reidick frá Þýskalandi og Sif Jónsdóttir úr Reykjavík sigruðu. Stysta leiðin var úr Vesturdal í Ásbyrgi, 13,2 km. Fyrst urðu Heiðar Smári Þor- valdsson frá Húsavík og Elsa Guðrún Jónsdóttir úr Ólafsfirði. Mikil veðurblíða var í Jökulsárgljú- frum og háði hitinn hlaupurunum. Ljósmynd/Aðalsteinn Örn Snæþórsson Jökulsárhlaup í himneskri blíðu Friðrik Stein-grímsson vinnurvið náttúruböðin í Mývatnssveit. Vísur hans geta haft góð áhrif á starfsandann: Ekki kemst hann Frikki í feitt frekar er því bitur upptekinn við ekki neitt í afgreiðslunni situr. Oftast nær er þó yfrið nóg af gestum: Gekk ég inn í gufubað gert víst höfðu fleiri það. Þar stóð mærin mjó og löng sem minnti helst á fánastöng. Friðrik orti afmæl- isvísu til Kollu, samstarfs- konu sinnar: Hvimleið ellin sérhvert sinn sína hrelling þylur yfir hellist aldurinn eins og fellibylur. Útlendingur bað Heiðu að standa kyrra því hún væri falleg eins og blóm. Sumir öðlast aldrei neitt ævi þeirra grá er Heiða getur brosað breitt „beautiful like a flower“. Falleg eins og blóm pebl@mbl.is ♦♦♦ Ísafjörður | Hreinn Friðfinnsson mynd- listarmaður og Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, undirrituðu síðastliðinn föstudag sam- komulag um kaup skólans á útilistaverkinu „Ljós“ sem Hreinn Friðfinnsson vinnur nú að. Verkið verður sett upp í minningu Jóns Sigurðssonar „forseta“ á lóð menntaskól- ans og verður afhent 1. desember næst- komandi. Upphaf máls þessa má rekja til þess, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, að fyrir nokkrum árum stofnuðu hjónin Marí- as Þ. Guðmundsson og Málfríður Finns- dóttir Minnisvarðasjóð Jóns Sigurðssonar. Lögðu þau í sjóðinn eina milljón króna til þess að koma upp listaverki í minningu Jóns Sigurðssonar forseta á lóð Mennta- skólans á Ísafirði. Sjóðinn afhentu þau skólanum til varðveislu og fólu Ólínu Þor- varðardóttur skólameistara forgöngu málsins ásamt Gunnlaugi Jónassyni, Jóni Páli Halldórssyni, Konráði Jakobssyni og Gunnari Jónssyni. Var þá hafist handa og sótt um styrki til ýmissa aðila. Listskreyt- ingasjóður ríkisins svaraði kalli og veitti 1,5 milljónir kr. til verksins ásamt bæjar- stjórn Ísafjarðarbæjar sem ætlar eina milljón til verksins á fjárhagsáætlun. Samningur Menntaskólans á Ísafirði við Hrein Friðfinnsson um gerð og uppsetn- ingu listaverksins var síðasta embættis- verk Ólínu Þorvarðardóttur í starfi skóla- meistara, en hún lét af starfi í gær. Hreinn Friðfinnsson er fæddur árið 1943 og hefur verið búsettur í Amsterdam undanfarin 35 ár. Kaupa minn- isvarða um Jón forseta Reykjavík | Skákfélag Vinjar, eitt athvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, hélt afmælismót til heiðurs Róberti Harðarsyni fyrir skömmu. Grænlandsþema var á mótinu, í tilefni af ferð Hróksfélaga til Grænlands nú í byrjun ágúst. Fimm umferðir voru tefldar. Tómas Björnsson, FIDE-meistari, skákaði öllum og náði fullu húsi vinninga. Í öðru sæti varð Henrik Danielsen stórmeistari með fjóra vinninga og þriðji varð Hrafn Jökulsson með þrjá og hálfan vinning. Árni B. Jó- hannsson og Birgir Berndsen voru með þrjá vinninga og afmælisbarnið sjálft, Ró- bert Harðarson, með tvo og hálfan. Sigraði á skák- móti Vinjar Hér í Skagafirði hefur sumarið verið ágætt, að minnsta kosti fyrir þá sem ekki þurfa að eiga sitt undir sól og regni. Um þetta hefur lítið verið fjallað enda hér eng- in útvarpsstöð fremur en víða annars stað- ar á landsbyggðinni, þar sem þáttagerð- arfólk sem lítið hefur að segja getur lúbarið lóminn vegna voðalegs veðurfars á höfuðborgarsvæðinu.    Hins vegar er nýr sveitarstjóri kominn í hérað og tekinn til starfa, og heilmikið um að vera í sveitarfélaginu. Unnið er að gerð nýrrar trébryggju við Sauðárkrókshöfn og mun þá öll aðstaða smábáta batna til muna. Þá munu þegar eftir versl- unarmannahelgi hefjast framkvæmdir við útlagningu þvergarðs út frá hafnargarð- inum til vesturs og einnig gerð ytri sand- fangara, en þessum framkvæmdum er ætlað að auka kyrrð í höfninni og hefta sandburð, sem verið hefur til vandræða.    Heima á Hólastað eru á lokastigi bygg- ingar, þrjú fjölbýlishús með 22 nem- endaíbúðum og bygging að hefjast á rúm- lega 3.000 ferm. hesthúsi með 200 básum, tamningaaðstöðu og þjónusturými. Við Varmahlíð er verið að byggja á annan tug sumarhúsa og í gangi eru viðræður við lægstbjóðanda um verulegar endurbætur og breytingar á félagsheimilinu Miðgarði.    Á Sauðárkróki eru í byggingu allmörg ein- býlis- og parhús og víða í héraðinu eru að rísa ný íbúðarhús en eins og á síðasta ári eru margir bændur að stækka og end- urbæta fjós vegna uppsveiflu í landbúnaði um þessar mundir.    Í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varma- hlíð fengust upplýsingar um aðsóknarmet í júní, þá varð 12% fjölgun gistinátta á Fosshóteli Áningu á Sauðárkróki og Val- geir Þorvaldsson hjá Vesturfarasetrinu á Hofsósi sagði sumarið hafa verið gott til þessa og stefndi í svipaðan fjölda gesta, 9 til 10 þúsund, og undanfarin ár. Úr bæjarlífinu SAUÐÁRKRÓKUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.