Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 23

Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 23 ss að leggja út í nað á jarð- usvæði með tvísýn- ðingum. Það er að komist verði hjá annfalli.“ ur hversu lengi rði ráð fyrir að bar- yndu standa yfir rfinnur stjórnina a að hætta aðgerð- en hún hefði náð gum yfirráðum yfir dum á svæðinu. nin vill tryggja að ti ekki gerst aftur.“ Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson johaj@mbl.is HEIMILT verður að einrækta fósturvísa til stofnfrumurannsókna verði drög að frum- varpi um breytingu á lögum um tækni- frjóvgun samþykkt, auk þess sem heimilt verður að nota til stofnfrumurannsókna fósturvísa sem búnir eru til með glasa- frjóvgun í æxlunarskyni en nýtast ekki í þeim tilgangi. Stofnfrumurannsóknir eru unnar á stofn- frumulínum, stofnfrumuuppsprettum sem ræktaðar eru í rannsóknarstofu úr stofn- frumum sem ýmist hafa verið einangraðar úr vefjum mannslíkama eða úr fósturvísum. Fela heimildirnar því með öðrum orðum í sér að tvær nýjar leiðir til að verða sér úti um stofnfrumur verða lögleyfðar. Unnt er að nálgast stofnfrumur á þrjá aðra vegu og hefur hér á landi verið heimilt að einangra stofnfrumur úr ýmsum vefjum líkamans auk þess sem ekki hefur verið bannað að flytja inn stofnfrumulínur úr fósturvísum sem búnar hafa verið til er- lendis. Loks er hægt að búa til fósturvísa í rannsóknarskyni eingöngu en það hefur verið bannað á Íslandi og er í frumvarps- drögunum ekki gert ráð fyrir afnámi þess banns. Aukinn þungi færist í rannsóknir Stofnfrumur eru uppspretta allra vefja í fósturþroska og jafnframt nauðsynlegar til viðhalds fullþroskaðra vefja. Grunneig- inleikar þeirra eru annars vegar hæfni þeirra til að endurmynda sjálfar sig og hins vegar hæfni til að gefa af sér sérhæfðar vefjafrumur. Uppskrift að uppbyggingu vefja er að finna í stofnfrumum og hafa vísindamenn í auknum mæli gert sér grein fyrir því að með rannsóknum á þessum frumum sé mögulegt að auka þekkingu á samsetningu einstakra líkamsvefja jafnframt því að auka skilning á því hvað fer úrskeiðis í vefjum við upphaf og framþróun ýmissa sjúkdóma. Niðurstöður dýratilrauna benda ótvírætt til þess að hægt sé að lina eða lækna ýmsa alvarlega sjúkdóma með stofnfrumu- ígræðslu og hefur það rennt stoðum undir þá trú manna að þær nýtist við lækningar á mönnum þó stofnfrumur hafi enn ekki verið notaðar til vefjalækninga í mönnum. Segir í frumvarpsdrögunum að líklegt sé að aukinn þungi færist í grunnrannsóknir á ræktun þessara frumna á næstu misserum og að víst sé að aukin þekking á sviðinu muni nýtast við að skilgreina ferli sjúkdóma og þar með auka líkur á að hægt verði að bregðast við þeim fyrr með markvissari hætti. Geta myndað frumugerðir allra vefja líkamans Stofnfrumur er að finna í ýmsum vefjum líkamans og þaðan hafa þær verið einangr- aðar, en þær eru sérstaklega áberandi í vefjum þar sem á sér stað hröð ummyndun, svo sem í húð og blóði. Stofnfrumur úr fóst- urvísum hafa einnig verið einangraðar og ræktaðar en fósturvísar eru frjóvguð egg á öllum þroskastigum þeirra, allt frá því að þau eru frjóvguð og þar til þau komast á fósturstig. Ræktun vefjastofnfruma utan líkamans er frekari erfiðleikum bundin en ræktun stofnfruma úr fósturvísum og takmarkar það verulega möguleika á notkun þeirra fyrrnefndu til rannsókna og beinna vefja- lækninga. Stofnfrumur úr fósturvísum hafa það enn fremur fram yfir vefjastofnfrumur að þær geta við réttar kringumstæður myndað frumugerðir allra vefja líkamans. Helsti kostur þess að rannsaka vefjastofn- frumur í stað stofnfruma úr fósturvísum er að komist er hjá þeim siðfræðilegu álita- málum sem tengjast notkun þeirra síð- arnefndu. Rannsóknir á vefjastofnfrumum hafa far- ið fram á Íslandi og gefið góða raun. Til- búningur stofnfrumulína úr fósturvísum hefur aftur á móti verið bannaður með lög- um hingað til en verði frumvarpsdrögin óbreytt að lögum verður breyting á því. Mannlegt lífsform á frumstigi Einangrun stofnfruma úr fósturvísum hefur í för með sér eyðingu fósturvísanna en þeir eru vísar að mannsfóstrum og þar með að mönnum. Í frumvarpsdrögunum segir að almennt sé litið svo á að fósturvísar hafi vegna eðlis síns og eiginleika siðferðilega stöðu umfram önnur lífsýni sem notuð séu til rannsókna. Því séu ákvæði frumvarpsins grundvölluð á hagsmunamati þar sem tekin sé afstaða til þess hvort og þá í hvaða tilvikum sé rétt- lætanlegt að raska þeirri siðferðilegu stöðu. Þrennt komi einkum til álita þegar metið sé hvort réttmætt sé að gera undantekn- ingu frá meginreglunni um að umgangast beri fósturvísa með aðgát og almennt eigi ekki að nota þá alfarið sem hráefni til rann- sókna. Í fyrsta lagi hvort umtalsverður læknisfræðilegur ávinningur geti orðið af stofnfrumurannsóknum, í annan stað hvort sömu þekkingar sé hægt að afla með rann- sóknum þar sem ekki séu sambærileg sið- ferðileg verðmæti í húfi og loks hvort við- komandi fósturvísir, sem kemur til álita að nota til rannsókna, sé lífvænlegur í þeim skilningi að líkur séu á að hann gæti orðið að manneskju. Í ljósi þessa voru þeir kostir sem til álita komu við setningu laga um efn- ið metnir. Rannsaka frekar en að eyða Á grundvelli hagsmunamatsins sem getið er að ofan kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að réttlætanlegt geti verið að nota svokall- aða umframfósturvísa – fósturvísa sem verða til við glasafrjóvgunarmeðferðir en nýtast þar ekki – til að búa til stofn- frumulínur. Við glasafrjóvgunarmeðferð er eggfruma, sem numin hefur verið úr líkama konu, frjóvguð með sæðisfrumu utan líkamans. Tilfallandi hliðarverkun af slíkri meðferð er að einhverjir fósturvísar ganga af þó æski- legt sé að sem fæstir umframfósturvísar verði til við glasafrjóvgunarmeðferð og aldrei fleiri en nauðsynlegt er til að tryggja árangur hennar. Fósturvísar sem ekki eru valdir til upp- setningar eru frystir og geymdir til hugs- anlegrar notkunar síðar. Samkvæmt núgild- andi lögum skal eyða ónotuðum fósturvísum að loknum hámarksgeymslutíma þeim sem ráðherra ákveður í reglugerð. Sá tími er fimm ár nú. Verði frumvarpið að lögum verður heimilt að ráðstafa fósturvísum að þessum tíma loknum til stofnfrumurann- sókna í stað þess að þeim sé eytt. Slíkt er þó háð ýmsum nánar tilteknum skilyrðum í lögunum. Til að mynda má ekki rækta fóst- urvísa utan líkama lengur en í fjórtán daga, því um það leyti myndast svokölluð frum- rák en hún er fyrsti vottur um myndun taugakerfis hjá fósturvísi. Löggjöf í Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð er sambærileg að þessu leyti en í Noregi er lagt bann við rannsóknum á fósturvísum. Áfram verður bannað að framleiða fóst- urvísa eingöngu í rannsóknaskyni enda væri þá, líkt og segir í drögunum, um að ræða framleiðslu á mannlegu lífsformi sem hefði erfðaefni tveggja einstaklinga og gæti orðið að manneskju ef sú ákvörðun væri tekin að nota fósturvísana ekki sem efnivið til rannsókna, heldur koma þeim fyrir í legi konu. Svíþjóð er eina norræna landið þar sem ekki er lagt bann við því að framleiða fósturvísa í þessu skyni. Einræktun heimiluð – refsingar þyngdar Einræktun fósturvísa felur í sér að fóst- urvísar eru búnir til og hafa erfðaefni úr frumukjarna eins einstaklings. Samkvæmt núgildandi lögum er einræktun fósturvísa skilyrðislaust óheimil en í frumvarpsdrög- unum sem nefndin skilaði af sér er lagt til að heimilt verði að tilteknum skilyrðum uppfylltum að einrækta fósturvísa, enda sé ekki talið unnt að ná sama árangri eða afla sömu þekkingar með notkun stofnfrumulína sem búnar eru til úr umframfósturvísum eða með öðrum hætti. Lagaumhverfið í Sví- þjóð og Finnlandi er sambærilegt við það íslenska að því er heimildir til einræktunar fósturvísa snertir. Í Noregi og Danmörku er einræktun fósturvísa bönnuð. Til grundvallar þessari niðurstöðu liggur að miðað við núverandi þekkingu og tækni geta þessir fósturvísar ekki orðið að mönn- um, auk þess sem bannað er í frumvarpinu að rækta þá lengur en í fjórtán daga því þá fer jafnan að móta fyrir frumrákinni. Gert er þó ráð fyrir því í frumvarpinu að ein- ræktun manna verði e.t.v. tæknilega mögu- leg í framtíðinni og af því tilefni er lagt bann við því að einræktuðum fósturvísum á öllum þroskastigum verði komið fyrir í legi konu. Er lagt til að efri mörk refsirammans vegna brota á ákvæðum laganna sem varða einræktun fósturvísa verði önnur og hærri en gildir um önnur brot gegn lögunum til að endurspegla þá afstöðu að sýna beri sér- staka aðgæslu við einræktun fósturvísa og meðferð þeirra. Frumvarpsdrögin voru samin af nefnd sem skipuð var af heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra í október sl. Sveinn Magn- ússon, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, var formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Sig- urður Guðmundsson landlæknir, Magnús Karl Magnússon læknir, Björn Guðbjörns- son læknir, Þórarinn Guðjónsson frumu- líffræðingur, Ingileif Jónsdóttir ónæm- isfræðingur, Vilhjálmur Árnason prófessor, Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur og Jóhann Hjartarson lögfræðingur. Drögin má nálgast á heimasíðu heilbrigðisráðuneyt- isins og rennur frestur til að gera at- hugasemdir við þau út hinn 1. september nk. Heimilt verði að rannsaka og einrækta fósturvísa TENGLAR ....................................................... http://www.heilbrigdisraduneyti.is /frettir/nr/2230 Heimilt verður að nota umframfósturvísa og m.a. einrækta til að afla þekkingar í líf- og læknisfræði ef drög að frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun verða lögfest. á átökunum? nnsakandi hjá onal Peace Coun- gar að bardag- rks um að eðl- ð eiga sér stað á fylkinga í land- róun,“ sagði Pe- r með til þess að efðu fallið í átök- sember á liðnu ylkinganna voru kæruhernaðar. tt til alvarlegri ermenn úr röðum erjast um yfirráð í lengri tíma.“ afið“ Reuters þess á laugardag að opnað yrði aftur fyrir vatnsflæðið. Reuters að Tígrarnir lokuðu áveituskurði í Muthur-héraðinu. SIGURÐUR Gíslason, starfandi yf- irmaður norrænu eftirlitssveitanna (SLMM) á Trincomalee-svæðinu í norðurhluta Sri Lanka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stjórn- arherinn hefði mætt harðari mót- spyrnu uppreisnarmanna úr röðum tamílsku Tígranna en reiknað hefði verið með. „Það var búinn að vera vaxandi þrýstingur á herinn í Muthur-héraði suður af Trincomalee um að bregðast við þeirri ákvörðun Tígranna að loka áveituskurðinum,“ sagði Sigurður. „Tugir þúsunda manna höfðu fundið fyrir vatnsskortinum í rúma viku, enda víða hrísgrjónaakrar á svæðinu sem þurfa mjög mikið vatn. Að auki hefur mikið af fólki tekið að flýja heimili sín af ótta við að átökin kunni að brjótast út á svæðinu.“ Reyndu að hindra átök Að sögn Sigurðar reyndu sjö eftirlits- menn SLMM í Trincomalee að koma í veg fyrir að átökin brytust út. „Við ræddum við Prasad Samaras- inghe hershöfðingja sem var mjög ákafur í að fara með vopn inn á svæð- ið. Stjórnin reyndi hins vegar að gera allt sem hún gat til að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Hún lét und- an öllum kröfum Tígranna, sem hins vegar neituðu að opna fyrir dreifingu vatns á svæðinu að nýju.“ „Vaxandi þrýstingur á herinn“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.