Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 25 UMRÆÐAN Sagt var: Ræðumaður lét í það skína, að honum stæði á sama. RÉTT VÆRI: . . . að sér stæði á sama. (Hið fyrra væri rétt, ef ræðumaður hefði átt við annan en sjálfan sig.) Gætum tungunnar ÞVÍ er spáð að innan fárra ár verði ferðamannastraumurinn til Ís- lands nærri einni millj- ón manns á ári. Ekki verður betur séð en að þeir sem vit hafa fyrir þjóðinni að þessu leyti séu fullir tilhlökkunar og þakki þessa þróun sjálfum sér og aurum sem hefur verið varið í kynningar á Fjallkon- unni og mögum henn- ar út um allar trissur. Vafalaust hið besta mál. Við sem eigum af- komu okkar undir sjálfbærni ferðaþjón- ustunnar til frambúðar hljótum samt að velta því fyrir okk- ur hvert er stefnt, hvert er verið að fara. Það er út af fyrir sig ekki áhyggjuefni dagsins í dag hvað á að gera við milljón gesti í framtíðinni, það er hins vegar óhjákvæmilegt áhyggjuefni hvað þessir milljón gestir koma til með að hafa fyrir stafni. Mér vitanlega eru illu heilli engar ESB-reglugerðir um um- hverfismat vegna umferðar fólks um fjöll og firnindi. Þær eru hins vegar til hvað varðar álver, vega- gerð og yfirleitt allt sem snertir umgengni okkar við náttúrulegt umhverfi okkar í tengslum við mann- virkjagerð. Þannig fáum við mat á um- hverfisáhrifum hótels á fjöllum en enga um- ræðu um afleiðingar þess að 15.000 til 20.000 manns þrammi fram og aftur í mos- anum á þeim slóðum árlega. Mér er eig- inlega fyrirmunað að skilja hvaðan einhverju fólki kemur umboð til að selja landið til út- lendinga án þess að um það fari fram vitræn umræða. Ferðaþjónusta er nefnilega lands- sala af alvarlegasta tagi, ekki endi- lega vond en grafalvarleg. Við þekkjum öll kröfur ferðamanna um ódýra en góða þjónustu og enda- lausan samanburð við heimahagana, við vitum hvernig við fölsum sögu okkar og neysluvenjur til að vera athygli verðir í augum gestanna. Við verðum afkomendur víkinga sem gengu um með horn upp úr hausnum, étum úldinn hákarl og drekkum brennivín með, erum elsta lýðræði í veröldinni og eigum okkur óskabrunna um víða velli, erum í stöðugu samneyti við álfa og tröll, höldum uppi safni um drauga og finnst það afspyrnu greindarlegt að skipuleggja ferðir um huliðsheima án nokkurra lyfja. Allt þetta gerum við til að uppfylla lýsingar ferða- bæklinganna, það er fyndið að verða fórnarlamb eigin skáldskapar. Þetta er sjálfsagt hið besta mál á meðan við stöndum klár á því að þetta er allt í plati. Þegar við hins vegar erum orðinn staðfastur skrýt- inn minnihluti í landinu, fyrst og fremst hér til að uppfylla væntingar fólks sem kemur til að þefa af há- karli og skoða hálfvita sem trúa á stokka og steina, hættir þetta að vera skemmtilegt og breytist í endalausa niðurlægingu. Mér finnst að milljón ferðamenn eigi að fara í umhverfismat, ekki bara nátt- úrulegt heldur og menningarlegt. Það er fullkomlega grínlaust að breyta forfeðrum mínum í ofbeldis- fulla drykkjurúta eða þá að gera úr þeim hetjur sem þeir voru ekki. Mér hrýs hugur við þeim degi sem barnabörnin mín skunda á Þingvelli að kasta tíkalli í Peningagjá til að óska sér einhvers. Er bara ekki í góðum gír að Nikulás sýslumaður drekkti sér í gjánni sem er vitn- isburður um náttúrunafnavenjur okkar. Og kannski var Friðrik átt- undi sá fyrsti sem kastaði danskri krónu í gjána. Sú ömurlega mengun hugarfarsins sem leiðir af þjónkun við uppdiktaðar væntingar ferða- fólks er jafnslæm eða jafnvel verri en umhverfismengun vegna mann- virkja. Flestir sem heimsækja Ís- land af yfirlögðu ráði, þ.e. eru ekki hluti af Norðurhjarapakka, vita bet- ur, í þeirra augum verður leið- sögumaðurinn sem með samhrist- ingi af þjóðrembu og stolti segir þeim frá elsta lýðræði og þjóðþingi í veröldinni á Þingvöllum pínulítið brjóstumkennanlegur. Þeirri aðför sem ferðaþjónustan stendur fyrir gegn uppruna okkar, sögu og venj- um á að linna, það hefur enginn gef- ið þessu fólki opið veiðileyfi hvorki á landið né fólkið sem býr í því. Land- ið og fólkið stendur fyllilega fyrir sínu og þarf ekki á skáldskap eða trúðslátum að halda. Það er greini- lega eitthvað meira en lítið bogið við starfsþjálfun fólks á þessum vettvangi. Ég tel sjálfur tímabært að hug- leiða þann kost að setja á ítölu ferðamanna til landsins. Hleypum t.d. inn 500.000 gestum á ári, látum þá greiða kostnaðinn af heimsókn- inni. Í árum sem eftirspurnin fer fram úr þessari tölu verða til bið- listar, þeir sem ekki komast í ár verða fyrstir næsta ár. Komum í veg fyrir sjóræningjaútgerðir sem selja aðgang að náttúru okkar og vegakerfi án endurgjalds. Það þykir víðast á byggðu bóli sjálfsagt að krefjast starfsleyfa og veita þau gegn greiðslu. Mörg Evrópuríki hafa innleitt sérstakan ferða- mannaskatt, skoðum það mál. Ef menn kjósa að trúa því að á hverju ári vilji milljón manns koma hingað er ekki ósennilegt að helmingurinn hafi nægilegan áhuga til að leggja eitthvað á sig og borga það sem heimsóknin kostar. Milljón manns í umhverfismat? Kristófer Már Kristinsson varar við of mörgum ferðamönnum ’Ég tel sjálfur tímabærtað hugleiða þann kost að setja á ítölu ferðamanna til landsins. Hleypum t.d. inn 500.000 gestum á ári, látum þá greiða kostn- aðinn af heimsókninni. ‘ Kristófer Már Kristinsson Höfundur er leiðsögumaður og kennari við Ferðamálaskóla Íslands. UNGIR sjálfstæðismenn eru mót- fallnir því að skattskrár liggi frammi öllum opnar og þeir kunna því illa að fjölmiðlar skýri frá því hvaða aðilar greiði hæstu skatta á Íslandi. Þessa stefnu hafa þeir haft í nokkur ár og ganga nú enn lengra með því að freista þess með hand- afli að aftra fólki frá því að kynna sér fram- lagðar skattskrár eins og gerðist sl. föstudag og skýrt var frá í fjöl- miðlum. Í samfelldri valdatíð Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 hafa forystumenn flokksins gert sér sérstakt far um að koma á löggjöf til að gera þjóðfélagið opnara og gegnsærra. Upplýs- ingalögin eru besta dæmið um það en með þeirri löggjöf lögðu stjórn- völd mun ríkari skyldur á herðar valdhöfum en áður hafði þekkst um að veita landsmönnum stóraukinn aðgang að upplýsingum sem áður höfðu verið lokaðar inni í stjórnkerf- inu. Aðhald eða illgirni? Skattskrár hafa verið lagðar fram á Íslandi í áratugi, væntanlega í þeim tilgangi að veita upplýsingar og ekki síður aðhald. Á sama tíma og forystumenn Sjálfstæðisflokksins velja að beita sér fyrir opnara og gegnsærra sam- félagi, fara ungliðarnir í baráttu gegn þeirri stefnu þegar kemur að upplýsingum um álagða skatta. Þessu ætti að vera öfugt farið, þ.e. að yngra fólkið þyrfti að sækja að þeim eldri um framfarir. Enginn vafi leikur á um það að birting upplýsinga um tekjur mik- ilvægra starfshópa í þjóðfélaginu hefur gert gott. Þessar upplýsingar hafa veitt aðhald og þær hafa haml- að gegn skattsvikum. Birting þeirra hefur ekki grundvallast á illgirni eða hnýsni. Fjölmiðlar hafa einungis verið að sinna skyldum sínum og það ber að virða. Frjáls verslun Tímaritið Frjáls verslun hefur gengið lengst í birtingu upplýsinga sem byggðar eru á framlögðum skatt- skrám. Þessar upplýs- ingar hafa vakið vax- andi athygli í áranna rás og þær hafa gert mikið gagn. Ég var rit- stjóri Frjálsrar versl- unar þegar upplýs- ingar af þessu tagi birtust í fyrsta skipti sumarið 1989. Umfang þeirra hefur síðan margfaldast undir for- ystu Jóns G. Hauks- sonar, núverandi rit- stjóra, sem hefur mátt takast á við margháttaða fordóma og hindranir eins og frá hinum ungu sjálfstæð- ismönnum. Sumarið 2005 birti blaðið upplýsingar um tekjur 2.400 Íslend- inga úr framlögðum skattskrám, þannig að umfangið er orðið mikið. Þegar við birtum upplýsingar um tekjur nokkurra hópa árið 1989, í ritstjóratíð minni, fékk ég mikil við- brögð. Margir urðu til að fagna þessu en þeir sem tóku framtakinu illa áttu það flestir sammerkt að hafa talið fram lágar tekjur til skatts – þrátt fyrir að vera um- svifamiklir og áberandi í þjóðfélag- inu. Þar voru einkum á ferðinni ýmsir kunnir athafnamenn – sem því miður virtust ekki hafa úr mikl- um skattskyldum tekjum að spila! Þannig aðilum hefur fækkað mjög á seinni árum og tel ég að birting upp- lýsinga af þessu tagi hafi ráðið þar miklu um. Menn vilja ekki láta gera grín að sér opinberlega með þessum hætti. Ungir sjálfstæðismenn hafa gagn- rýnt að stjórnkerfið sendi fjöl- miðlum fréttatilkynningar með upp- lýsingum um greiðendur mestra opinberra gjalda í umdæmum lands- ins og tilnefni þar með skattakónga- og drottningar. Það er að mínu mati ekkert nema gott um það að segja. Þeir sem greiða mikið til sam- félagsins mega vera stoltir af því og þar þarf ekkert að halda því leyndu. Gegn skattsvikum Skattsvik viðgangast því miður í okkar samfélagi og þeir sem eru að vinna samkvæmt lögum og reglum mega sæta því að keppa við svarta atvinnustarfsemi og kennitöluflakk- ara. Barátta við þennan vanda er viðvarandi hjá samtökum atvinnu- rekenda sem gæta hagsmuna þeirra sem fara að reglum og þurfa að sætta sig við ójafna samkeppn- isstöðu við svindlara. Við þurfum upplýsingar til að vinna bug á skatt- svikum og við stígum ekki skref í þá átt með því að banna birtingu upp- lýsinga úr framlögðum skattskrám. Ungir sjálfstæðismenn þurfa að finna sér verðugri verkefni en þau að hindra fólk í að kynna sér efni úr skattskrám sem lagðar hafa verið fram í samræmi við gildandi lög og reglur. Ungt fólk í stjórnmálum á ekki að þurfa að skorta uppbyggileg við- fangsefni. Helgi Magnússon vill opið og gegnsætt þjóðfélag ’Við þurfum upplýsingartil að vinna bug á skatt- svikum og við stígum ekki skref í þá átt með því að banna birtingu upplýsinga úr fram- lögðum skattskrám.‘ Helgi Magnússon Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Eru ungir sjálfstæðismenn hræddir við upplýsingar? Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.