Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÍKISSTJÓRN Íslands hefur sent utanríkisráðherra Ísraels bréf þar sem Ísraelsstjórn er hvött til að „leita leiða“ til að láta af árásum í Líbanon þegar í stað. Í mörgum fjölmiðlum hefur verið vísað í bréfið á þann hátt að það sé mjög harðort og í fréttum Sjónvarps sl. föstudag sagði Valgerður Sverr- isdóttir utanrík- isráðherra að ef til vill væri nokkuð „langt gengið“ með þessu bréfi. Ekki veit ég í hvaða heimi ríkisstjórn Íslands lifir og þar með talinn utanrík- isráðherrann. Ísr- aelsstjórn hefur stundað stórfelld mannréttindabrot um áratugaskeið, haldið heilli þjóð hernuminni og um- lukið hana kynþáttamúrum, brotið gegn ákvæðum og samþykktum Sam- einuðu þjóðanna, margoft ráðist inn í grannríkin, nú síðast í Líbanon með þeim afleiðingum að ein milljón manna er komin á vergang, mörg hundruð manns, flestir óbreyttir borgarar drepnir, sjúkrahús, sam- göngumannvirki, vatnsveitur og skól- ar jafnaðir við jörðu, samdóma álit að með þessu séu framdir stórfelldir stríðsglæpir; allt þetta og ríkisstjórn Íslands vill að Ísraelar „leiti leiða“ til að stöðva stríðsglæpina og telur að þar með gangi hún hugsanlega of langt! Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur ut- anríkisráðherra er uppi sama fram- setningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: „Rétt- ur“ Ísraels til að verja sig. Þessi „rétt- ur“ er rækilega tíundaður í hinu „harðorða“ bréfi. Hvergi er minnst á „rétt“ Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palest- ínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangels- aðir af ísraelska her- námsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðislega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjón- ustu. Allt þetta og utan- ríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu sam- hengi að „aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila“, eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjón- varpið þegar bréfið „harðorða“ var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hafa gengið of langt með bréfi sínu til ísraelskra stjórnvalda. Ríkisstjórnin mætti hins vegar ganga lengra og sýna í verki vilja Íslands til að koma þegar í stað á vopnahléi. Í nýlegri samþykkt þing- flokks VG er hvatt til þess, að með hliðsjón af ályktun Sameinuðu þjóð- anna númer 377, verði óskað eftir því að Allsherjarþing SÞ verði kvatt sam- an til að setja fram kröfu um taf- arlaust vopnahlé. Ályktun 377 á rúm- lega hálfrar aldar sögu og er upphaflega runnin undan rifjum Bandaríkjamanna um miðja síðustu öld, til þess að komast fram hjá neit- unarvaldi Sovétmanna í Öryggisráði SÞ. Ákvæðinu hefur verið beitt nokkrum sinnum, en frægast varð þegar Bandaríkjastjórn hafði for- göngu um að kalla Allsherjarþingið saman árið 1956 eftir að Bretar og Frakkar höfðu beitt neitunarvaldi í Suez-stríðinu. Þá samþykkti Alls- herjarþingið kröfu á hendur innrás- arherjum Breta, Frakka og Ísraela um tafarlausan brottflutning innrás- arherja þeirra frá Egyptalandi. Þessi samþykkt myndaði svo mikinn þrýst- ing alþjóðlega og heima fyrir að inn- rásarherirnir höfðu sig á brott. Það er á valdi allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að óska eftir því að Allsherjarþingið komi saman á grundvelli ályktunar 377. Ríkisstjórn Íslands á að gera þetta. Þá mun eng- inn velkjast í vafa um að alvara er á bak við kröfuna um tafarlaust vopna- hlé og stöðvun stríðsglæpanna í Líb- anon og Palestínu. Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal Ögmundur Jónasson veit ekki í hvaða heimi ríkisstjórn Íslands lifir ’Ísraelsstjórn hefurstundað stórfelld mann- réttindabrot um áratuga- skeið, haldið heilli þjóð hernuminni og umlukið hana kynþáttamúrum, brotið gegn ákvæðum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna, margoft ráðist inn í grannríkin, nú síðast í Líbanon …‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður þingflokks VG. UPP er komið undarlegt brengl á nafngiftum í Reykjavík. Á korti á hinni vafalaust mjög nytsamlegu borgarvefsjá á netinu þar sem Reykjavík er skipt niður í nokkra aðalhluta er einn þeirra nefndur „Laugardals- og Háaleitishverfi“. Þessi nafngift á sér mjög skamma sögu og önnur nöfn eiga hér fremur heima. Hér er um að ræða þann hluta Reykjavíkur sem liggur milli Sund- anna og Foss- vogs annars veg- ar en hins vegar Rauðarár og Ell- iðaáa og Elliðavogs. Á þessu svæði voru frá fornu fari og langt fram eftir 20. öld þrjú býli: Laugarnes, sem náði yfir stærstan hluta þess, Bústaðir og Kleppur. Ef nota á eitt nafn um þetta svæði hæfir Laug- arnes best ef þau mega vera tvö er vel við hæfi að hafa það Laugarnes- og Kleppshverfi. Háaleiti þekktist ekki sem ör- nefni fyrr en á sjöunda áratugnum, eftir að farið var að reisa íbúð- arblokkir og lögð gata sem nefnd var Háaleitisbraut. Það er því alls- endis ófært að taka það nafn fram yfir nöfn sem hafa verið notuð um þessar slóðir því sem næst frá land- námi. Laugardalur var hins vegar nafn á húsi sem Eiríkur Hjartarson raf- magnsverkfræðingur og Valgerður Halldórsdóttir, kona hans, reistu í Þvottalaugamýri og fluttu í árið 1929. Húsið fékk nafn af æskuheim- ili Valgerðar, Laugardal í Árnes- sýslu, en þarna voru auk þess þvottalaugarnar í næsta nágrenni. Þau hjón lögðu grunn að skrúð- garði, sem Reykjavíkurborg á nú og sér um og kallast grasagarðurinn í Laugardal, hinn fegursti garður. Laugardalsnafnið trúi ég að hafi ekki tekið að festast í sessi sem nafn á þessu svæði fyrr en eftir miðja 20. öld, eftir að íþróttahöllin Laug- ardalshöll var reist. Nafnið á sér ekki dýpri rætur í sögu Reykjavíkur en þetta. Til fróðleiks læt ég það fylgja að landamerki Laugarness lágu frá Hangandkletti í Fossvogi, sem enn sést að því er ég best veit, sjónhend- ing norður um Kringlumýri að Fúla- læk og fylgdu honum til sjávar við Kirkjusand þar sem athafnasvæði strætisvagnanna er nú. Austari mörkin lágu upp eftir Fossvogslæk, um Bústaðamela, þar sem enn sést landamerkjasteinn sem nefndur var söðulsteinn og varðveittist fyrir til- verknað árvökulla bæjarstarfs- manna, norður yfir Sogin svo eftir há Laugarholti, sem heitir nú Laug- arás, til sjávar fyrir sunnan Vatna- garða, við Gunnarshóla. Örnefni þessi eru nú flest týnd og með þeim horfin tengsl við alda- gamla sögu frá þeim tíma þegar sér- stök kirkjusókn var í þessari sveit, með kirkju sem reist var fyrir árið 1200 og stóð í Laugarnesi. Það bæj- arstæði er nú óðum að týnast úr vit- und borgarbúa, fáir vita hvar gamli Laugarnesbærinn og kirkjan stóðu. Þó eru bæjarhóllinn og kirkjugarð- urinn friðaðar borgarminjar en þessar vikurnar er verið að leggja mikla götu fast við þennan forna stað og stórhætta virðist vera á að hann verði að eins konar umferð- areyju. Við þetta má bæta að nafninu Kleppsvegur var í raun útrýmt með Sæbraut þegar hann var gerður að húsagötu með fram blokkunum sem þar eru. Þegar þetta allt er lagt saman og svo sem ýmislegt fleira verður úr því menningarlegt slys. En hafi menn áhuga á að kynna sér þetta landsvæði og sögu þess get ég ekki annað gert en að benda á bók mína Mannlíf við Sund, sem kom út 1998, og er byggð á áralöngum rann- sóknum mínum, eina fræðiritið sem tekið hefur verið saman um hina fornu jörð Laugarnes. ÞORGRÍMUR GESTSSON, blaðamaður og rithöfundur. Slysalegt nafnabrengl Frá Þorgrími Gestssyni: Þorgrímur Gestsson BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SIGUR Rós og harðsnúið lið tón- leikahaldara sýndi okkur nýja vídd í mannlífinu á sunnudagskvöldið með einstæðum tónleikum á Miklatúni. Og túnið lifnaði við, reyndist hafa til að bera nátt- úrulegan halla niður að vel stað- settu sviði þannig að þúsundir voru í heiðursstúku í hágrænu grasinu. Umferðin gekk eins og í sögu. Fólk faðmaðist frekar en slóst. Reykjavík og Ísland geta varla fengið betri kynningu en væntanlega tónleikamynd Sigur Rósar. Augljóst er að tónleikahald á Miklatúni er komið til að vera. Auk snilldar okkar þekktasta tón- listarfólks á sviði rokks, popps og raftónlistar þarf ekki mikið hug- myndaflug til að sjá fyrir sér sum- aróperur, kammertónleika og ár- lega stórtónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands undir berum himni. Túnið mun fyllast, viti menn. Sáralítið þarf til. Rafmagns- köplum og öðrum nauðsynlegum innviðum hefur þegar verið komið í varanlegt horf á túninu, þökk sé Sigur Rós og röskum starfs- mönnum Reykjavíkurborgar. Næst verður gerð tilraun til að nýta túnið fyrir stórviðburð á Menningarnótt. Sumarsvið í lík- ingu við það sem borgarbúar börðu augum á sunnudag er það eina sem þarf að fjárfesta í til að slá upp tónleikum með litlum til- kostnaði og fyrirhöfn. Á næsta fundi borgarráðs Reykjavíkur mun Samfylkingin flytja tillögu um að leiðir til samstarfs um kaup eða leigu á slíku sviði verði kannaðar til að gera sumartónleika á Mikla- túni að föstum lið í borgarlífinu. DAGUR B. EGGERTSSON, oddviti Samfylkingarinnar Sumartón- leikar á Miklatúni Frá Degi B. Eggertssyni: Morgunblaðið/ÞÖK Þúsundir gesta hlustuðu á Sig- urRós á Klambratúni í fyrrakvöld. NÚ líður að því að bandaríski her- inn hverfi af landi brott og augljóst að lítið verður hér um hermenn eftir þann tíma í haust. Engin innlend stofn- un er í stakk búin til þess að taka við því hlutverki sem banda- ríski herinn hefur gegnt hér með ærnum tilkostnaði og augljóst að stjórn George W. Bush er tilneydd að spara, þar eða dag- legur kostnaður í Írak er nú 5.400.000.000 bandaríkjadollarar. Það skyldi því enginn lá ríkisstjórn Banda- ríkjanna, þótt hún vilji draga saman seglin, þar sem sýnilegar ógn- ir eru ekki til staðar. Bandaríkjamenn geta vel reiknað út að Íslendingar hafa vel efni á 500-1000 manna landher og sjóher, þó þeir hafi ekki á að skipa orrustuþotum af nýjustu gerð. Ef litið er til kostnaðar ís- lenskra fyrirtækja vegna útrásarinnar, þá eru þar slíkar stjarn- fræðilegar tölur á lofti að kostnaður við smá-her væri lít- ilfjörlegur miðað við þær upphæðir. Spurningin er því sú hvort til séu ógnir í dag, sem íslensku þjóðinni gæti hugsanlega stafað hætta af. Ytri hættur: Mengun á hafi úti og á sjó, víkingaárásir hraðbáta á skip í landhelgi Íslands og jafnvel upp á land. Slíkt gerðist 1627 þótt ótrúlegt sé, og hugarfarið og hugmynda- heimurinn, sem stóð að baki þeim árásum, lifir enn góðu lífi meðal vissra þjóða. Þessar þjóðir eru í krafti olíugróðans að koma sér upp kafbátaflotum. Vissar trúargreinar og öfgahópar í þessum löndum eru taldar hafa staðið fyrir ránum á risa- olíuskipum og undirbúa árásir á önn- ur lönd í kyrrþey. Á vissum svæðum í heiminum gera hraðbátar árásir inn á baðstrendur og ræna fólki og krefjast lausn- argjalds. Annars er höfuðið skorið af við- komandi. Í Miðjarð- arhafi er talið að árásir hraðbáta muni hefjast á skemmtisnekkjur, eftir 5-15 ár, sér- staklega ef vissum nýj- um hópum innan Evr- ópu tekst að veikja svo stoðir samfélaganna þar að ekki verði hægt að halda úti eðlilegum vörnum og löggæslu. Innri hættur: Á Ís- landi eru nú um 20.000 aðfluttir einstaklingar, sem flestir eru duglegt og vinnusamt fólk, sumt þess er jafnvel frábær vinnukraftur, og mikil búbót fyrir land og þjóð að hafa það fólk innanborðs. Það þyrfti þó að leggja ríkari áherslu á að kenna öllu þessu fólki íslensku, íslenskar bók- menntir, menningu og hefðir, ef það hyggst í- lendast. Það ættu því að vera ein- hverjar hömlur á innflutningi fólks til landsins, þannig að öruggt sé að tekið sé sómasamlega á móti því. T.d. að skólakerfið geti uppfyllt al- þjóðlegar skyldur um skólaskyldu barna. Samt eru hópar meðal þeirra sem hafa allt aðrar hugmyndir um rétt- arkerfi og stjórnarfar heldur en Ís- lenska lýðveldið byggist á, þótt ótrú- legt sé, því að flestu skynsömu fólki sýnist hið íslenska kerfi sanngjarnt. Þar vakna því spurningar um holl- ustu, við hinn íslenska fána, stjórn- arskrá og lög. Það væri ekkert óeðli- legt við það að útlendingar sem vilja setjast hér að undirriti yfirlýsingu um hollustu við land, stjórnarskrá og þjóð. Það ætti varla að standa í þeim flestum ef þeir vilja setjast hér að og njóta samfélags við hið menning- arríka íslenska samfélag og auðuga. Það verður að segjast eins og er að hérlendis eru nú allt of miklar eignir saman komnar til þess að almennt óvopnað lögreglulið geti skapað ör- yggi fyrir íbúana, jafnvel þó að smá léttvopnuð sérsveit sé til staðar. Hún hefur engan kraft til að eiga við stór verkefni, eins og t.d. hryðjuverka- ógnina. Vel vopnum búin innlend hersveit, vel þjálfuð, er það eina sem getur komið að gagni við slík verk- efni. Og skapað kjölfestu í örygg- isgæslu landsins. Lagaheimildir til þessa verkefnis skortir algerlega, svo og almenna umræðu. Vopnlaus auðug þjóð mun vera of mikil freist- ing fyrir ýmsa glæpahópa og það eru orðnar fljótfarnar vegalengdirnar milli landa í dag. Hugsið ykkur eftirfarandi at- burðarás: Meðal ferðamanna sem koma til landsins koma 200 vel vopnfærir ferðamenn og dreifa sér á helstu hót- el bæjarins. Daginn eftir kemur togari til að sækja birgðir samkvæmt tilkynn- ingu til hafnaryfirvalda. Um borð eru nýjustu gerðir af hríðskota- byssum, sprengjuvörpum, sprengi- efni, miðunartækjum og svo til ótak- markaðar skotfærabirgðir. Þeirra fyrsta verk væri að taka yf- ir stjórnarráðið, allar stjórn- sýslubyggingar, samskiptakerfið og samgöngukerfið. Spurning: Hvað mundi fámennt lögreglulið höfuðstaðarins og sér- sveit hafa að gera í þessa menn? Ég mundi leggja til að við leit- uðum hjálpar og aðstoðar Banda- ríkjamanna við að byggja upp ný- tískulegan her og það sem fyrst. Varnarlaust Ísland? Skúli Skúlason vill byggja upp nýtískulegan her ’Vopnlaus auðugþjóð mun vera of mikil freisting fyrir ýmsa glæpahópa og það eru orðnar fljótfarnar vega- lengdirnar milli landa í dag.‘ Skúli Skúlason Höfundur er verslunarmaður og áhugamaður um varnarmál landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.