Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 27 MINNINGAR ✝ Helgi Valdi-marsson húsa- smíðameistari fædd- ist í Reykjavík 7. ágúst 1928. Hann andaðist á líknar- deild Landakotsspít- ala 25. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Valdimar Guð- laugur Runólfsson, f. 14. maí 1899, d. 24. janúar 1991, og Rannveig Helgadótt- ir, f. 5. október 1897, d. 22. apríl 1991. Þau bjuggu í Hólmi í Landbroti í V- Skaftafellssýslu. Faðir Helga sem var húsasmíðameistari stofnaði smíðaskóla í Hólmi sem var vísir að fyrsta verkmenntaskóla á Íslandi. Bræður Helga eru Runólfur, f. 23. nóvember 1929, og Sverrir, f. 18. ágúst 1938. Helgi kvæntist 13. nóvember 1954 Þóru Gísladóttur, f. 22. ágúst 1932. Börn þeirra eru: 1) Rannveig, f. 21. ágúst 1954, gift Einari Pálssyni, börn þeirra eru: Þóra, hún á tvö börn, Einar Helga og Þór- dísi Gyðu; Páll og Ævar. 2) Þröstur, f. 23. febrúar 1960, kvæntur Eyrúnu Húnfjörð Árnadótt- ur, börn þeira eru: Elínborg, Sólrún, Rakel, Svandís og Helgi. Helgi var menntaður sem húsa- smiður og síðar sem húsasmíða- meistari og starfaði hann við þá iðn lengstan hluta starfsævi sinnar. Helgi var virkur félagi í frímúr- arareglunni. Útför Helga verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Jarðsett verður á sama stað. Elsku pabbi. Mig langar að skrifa nokkur orð til þín. Það er sárt að hugsa til þess að þú skulir ekki vera hérna lengur hjá okkur en þínar þjáningar eru á enda og þér líður vel núna þó svo enginn viti hvað taki við eftir dauðann. Þú hafðir þá trú að þú myndir koma aftur heim til mömmu og ég trúði því líka. Þú stóðst þig frábærlega til síðasta dags. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna símhringinganna frá þér, þú sem hringdir nánast á hverjum degi og oftar, stundum til að spjalla um eitt og annað eða gefa mér ráðlegging- ar. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki frá þér í næsta veiðitúr því þú vildir alltaf fylgjast með hvort við værum búnir að veiða eitthvað, hvort sem það var fiskur eða gæs og alltaf brýndirðu fyrir okkur félögun- um að passa okkur á byssunum. Þetta sýndi hvað þér var umhugað um okkur. Já, elsku pabbi, það er stórt tóma- rúm sem myndast og enginn fyllir í eftir að þú ert farinn. Ég hugsaði ekki um það þegar þú varst hérna hjá okkur. Mér er minnisstætt eftir veiðiferð sem þú tókst mig með í. Ég var lítill gutti þegar þú kenndir mér að veiða. Sú ferð var norður í Mývatnssveit. Mér er svo minnis- stætt að þegar ég var að kasta mín- um fyrstu köstum hélt ég að sá stóri hefði bitið á en óhljóðin skýrðu það nánar. Þegar ég leit við sá ég að ekki hafði viljað betur til en sá stóri værir þú, pabbi, flugan hafði lent í efri vörinni á þér en við náðum henni með smá basli. En ferðin end- aði ekki fyrr en þú bakkaðir yfir allt veiðidótið og eitthvað af því skemmdist, en allt fór vel að lokum. Ég gæti rifjað upp margar skondnar sögur um þig, mig og mína æskufélaga á Marargrundinni. Elsku pabbi minn, takk fyrir alla hjálpina og stuðninginn. Þegar ég stofnaði mitt fyrirtæki, Blikkhellu, áttir þú stóran þátt í því. Ég mun alltaf sakna þín. Fyrst hann er farinn, faðir minn kæri, er sál hans frjáls á ný. Við síðasta andvarp losnaði úr læðingi lífsandinn hans lagði af stað inn í ljósið til fundar við þá sem sárast var saknað. Þinn sonur, Þröstur Helgason. Mér brá þegar móðir mín hringdi og lét mig vita að afi væri látinn, þó hann hefði verið veikur. Ég hafði heimsótt hann sunnudeginum áður og virtist hann hinn hressasti þrátt fyrir erfið veikindi. Áttum við gott spjall og talaði afi um að honum liði betur en síðustu daga. Ég er ánægð- ur með að síðasta minning mín um afa er ekki myrkvuð af sársauka og depurð heldur tengd gleði og hlýju. En af því sem ég kynntist afa þá var hann mjög jákvæður, hress og stutt í hláturinn. Jafnvel þó að þessi erfiðu veikindi tækju sinn toll þá gat afi alltaf séð björtu hliðarnar og þær hjálpuðu mér í þessari sorg. Kannski var hann að vernda okkur í kringum hann. Afi var mikill sögumaður og stoppaði ég alltaf lengur í heimsókn- um en til stóð. Hafði hann frá mörgu að segja og hef ég lært mikið af heimsóknum mínum til hans. Hann lýsti hverfinu sem ég bý í þar sem hann bjó á þessum slóðum í æsku. Hann kunni margar gamansögur um atvik sem hann hafði sjálfur lent í eða var áhorfandi að og man ég þær vel. Sérstaklega man ég söguna um jólatréð í Garðabænum sem var alltaf eins skreytt þar sem það var bara sett inn í skáp á þrettándanum og tekið út á jólunum. Þó að samskiptin væru ekki mikil milli mín og afa þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær þegar ég hitti hann og síðustu mánuði voru sam- skipti okkar orðin náin og góð. Ég á tvo spúna sem afi smíðaði handa mér. Ég geymi þá enn á hill- unni hjá mér og eru þeir mér mjög kærir. Ég hef ekki veitt í mörg ár en eftir að hafa setið hjá afa og rætt um veiði og horft á myndbönd um veiði með honum þá held ég að ég byrji aftur, enda gaf hann mér nokkur góð ráð. Ég vil þakka þér, afi minn, fyrir hlýjar og dýrmætar minningar. Þinn Páll Einarsson. Hinn 25. júlí sl. kvaddi Helgi Valdimarsson þennan heim eftir nokkurra mánaða sjúkralegu. Fyrsta vitneskja mín um tilveru hans var í Finnlandi þar sem vænt- anleg eiginkona mín Auður sýndi mér giftingarmynd af Þóru systur sinni og Helga. Við nánari kynni síðar kom Helgi mér fyrir sjónir sem hávaxinn, grannholda, dökkhærður maður. Reyndist vera smiður, húsasmíða- meistari. Seinna varð ég var við að járn mótaðist í höndum hans, ekki síður en viður. Hann var laginn kunnáttumaður með vélar. Líf Helga á unglingsárunum mun hafa skipst milli sveitabæjarins Hólms og Reykjavíkur. Ekki varð ég var við að hann hefði neinn sér- stakan áhuga á hestum eða öðru skepnuhaldi, en taugarnar austur í Hólm voru engu að síður sterkar. Hersetan og vinnan sem þá bauðst hefur sennilega lokkað hann á möl- ina eins og marga aðra. Helgi var í eðli sínu mjög þjóð- legur. Hafði skoðanir á flestum mál- um sem vörðuðu Ísland. Fastheld- inn var hann, einhver myndi jafnvel segja þrjóskur. Mér er minnisstætt þegar Helgi fór fram á gangbraut- arvörslu í Garðabæ yfir varasaman Hafnafjarðarveg. Beiðni hans bar ekki árangur svo að hann ákvað að keyra dóttur sína í skóla vestur á nes þann vetur. Veiðar voru hans stærsta áhuga- mál og þá í eigin læk, en einnig víða annars staðar. Eitt vorum við ósammála um, það var trjárækt. Hann var á móti henni en ég auðvitað hlynntur enda Finni. Ég skildi þó afstöðu hans eftir ferð okkar hjóna austur að Kirkjubæj- arklaustri og við sáum fagurt um- hverfi Hólms þar sem hann átti ræt- ur. Þar voru græn tún, hólar og hæðir og fallegt bæjarstæði. Þá skildi ég hvernig ólíkt umhverfi get- ur mótað mann. Mér fannst Helgi vera einn af þeim Íslendingum sem hernámsárin náðu ekki að breyta. Mikið af hinu gamla og góða varð eftir í honum og mótaði hann. Við hjónin erum ævinlega þakklát fyrir þær faglegu leiðbeiningar sem hann veitti okkur þegar við stóðum í byggingarframkvæmdum, og vin- áttu í gegnum árin. Þá vottum við Auði Þóru, Rannveigu og Þresti og fjölskyldunni allri samúð okkar. Lauri Henttinen. Elsku afi,við söknum þín, vonandi líður þér vel núna og við vitum að þú ert kominn á góðan stað, en hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur, en svona er nú víst gangur lífsins. Við eigum margar góðar minningar um þig, afi, þú vildir okkur allt svo vel og vildir alltaf hafa öryggið í fyr- irrúmi eins og eitt skiptið þegar við fjölskyldan fórum að skoða jakana eftir skeiðaráhlaupið um árið’96. Okkur stelpunum fannst það svolítið skondið að þú hafðir sent pabba með reipi til að binda okkur fjölskylduna saman í halarófu og nota stafinn þinn til að pota ofan í sandinn og at- huga hvort óhætt væri að ganga áfram. En við vitum að þú gerðir þetta af væntumþykju. Alltaf í jólaboðunum heima hjá þér og ömmu spiluðum við fjölskyld- an Trivial pursuit og aldrei vildir þú taka þátt en vissir samt flest svörin við spurningunum og ljóstraðir þeim upp svona öðru hverju, sem kom sér vel þegar maður var í vanda. Einnig minnumst við þess hversu góður teiknari þú varst eins og þegar við báðum þig að teikna Óla prik og kis- una fyrir okkur þegar við vorum litl- ar, sem okkur þótti voða sniðugt þá. Elsku afi við eigum eftir að sakna þín og eigum alltaf eftir að minnast þín. Þínar afadætur, Elínborg og Sólrún. HELGI VALDIMARSSON Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, BIRKIR HAFBERG JÓNSSON, Öldubakka 19, Hvolsvelli, sem lést af slysförum sunnudaginn 23. júlí verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 13.00. Agnes Lilý Guðbergsdóttir, Einar Ingason, Jón Jónsson, Ieva Marga, Gunnar Svanberg Jónsson, Sólrún Ósk Jónsdóttir, Hjálmey Einarsdóttir, Halldór Leví Björnsson, Karl A. Helgason, Karen Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA KRISTINSDÓTTIR, Stekkjargötu 27, Njarðvík, sem lézt föstudaginn 21. júlí, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Njarðvíkurkirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast Helgu, er vinsamlega bent á líknarfélög. Björn Stefánsson, Stefán Björnsson, Anna Steina Þorsteinsdóttir, Kristinn Björnsson, Erna Björnsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Guðný Björnsdóttir, Grétar Grétarsson, Höskuldur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SIGURTRYGGVADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 33, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 25. júlí á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigríður S. Jóhannsdóttir, Ólafur Ólafsson, Hafliði S. Jóhannsson, Birgir S. Jóhannsson, Sigrún E. Valdimarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURLAUG MARINÓSDÓTTIR, Sóltúni 30, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt sunnudagsins 30. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jens Guðmundsson, Katrín Kristín Ellertsdóttir, Jens Líndal Ellertsson, Elín Bára Birkisdóttir, Marinó Ellertsson, Guðmunda J. Sigurðardóttir, Guðmundur Marías Jensson, Ingibjörg Gísladóttir og ömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, LILJA ÁRNADÓTTIR, Smáratúni 19, Selfossi, sem lést þriðjudaginn 25. júlí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Loftur Jóhannsson, Jónína Loftsdóttir, Haukur Stefánsson, Jóhann B. Loftsson, Elfa Eyþórsdóttir, Gíslunn Loftsdóttir, Hermann Bragason, Heimir S. Loftsson, Stefanía M. Sigurðardóttir, Svana Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, ÁRNI BALDVIN SIGURÐSSON, Kulturgatan 31, Påskallavik, Svíþjóð, andaðist á sjúkrahúsinu í Oskarshamn, Svíþjóð, föstudaginn 28. júlí. Eygló Einarsdóttir, Einar Ómarsson, Arnar Árnason, Rebecka Tholén, Þórunn Gyða Árnadóttir, Erik Lundgren, Sigríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Þórunn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.