Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga MargrétSigtryggsdóttir fæddist í Kumblavík á Langanesi 5. ágúst 1916. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi hinn 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Frið- riksdóttir, f. 3.5. 1887, d. 1971, og Sigtryggur Helga- son, f. 13.9. 1878, d. 1964. Systkini Helgu voru: Svava, f. 1910, d. 2000; Valgerður, f. 1912, d. 1920; Kristrún, f. 1914, d. 2002; Friðrik, f. 1919, d. 1997; Olgeir, f. 1922, d. 1961; Valgerður, f. 1926, d. 1977; og Sigtryggur, f. 1928, d. 1974. Hinn 26. desember 1942 giftist Helga Jóhanni Dalberg Sigurðs- syni, f. 3. nóvember 1920 á Skálum á Langanesi, d. 30.9. 1994. Þau hófu bú- skap sinn á Húsavík í Þingeyjarsýslu. Eftir tveggja ára bú- skap þar fluttist þau til Innri-Njarðvíkur, bjuggu þar í þrjú ár, en hafa síðan búið í Keflavík. Þau hjónin eignuðust þrjár dæt- ur. Þær eru: Dagný, f. 1944, maki Jóhann Hákonarson, búsett í Reykjavík; Erna, f. 1945, maki Jón Pét- ursson, búsett í Mosfellsbæ; og Lilja, f. 1951, maki Hreggviður Hermannsson, d. 8.4. 2006, búsett í Keflavík. Barnabörn eru níu, barnabarnabörn sextán og barna- barnabarnabörn tvö. Útför Helgu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin 14. Ástkær móðir okkar hefur lokið þessari jarðvist. Þegar hugurinn reikar til baka er margs að minnast og margt að þakka: Minningin um umhyggjuna á uppvaxtarárunum, tryggðina, ást- úðina og kærleikann við okkur og fjölskyldur okkar allra. Minningin um hnyttnina og kímnina óborganlegu. Minningin um allar útilegurnar og hve mikil veiðikló hún var. Minningin um gestrisnina og gestaganginn á heimilinu. Mamma var okkur kletturinn í tilverunni. Hún bar okkur á hönd- um sér þegar við vorum litlar, gladdist með okkur þegar við uxum úr grasi. Sársaukinn nísti hana þegar einhverjum í fjölskyldunni leið illa. Mamma var mjög gefandi mann- eskja, sál sem ekkert aumt mátti sjá. Minnisstæð eru jól frá bernsku- og uppvaxtarárum þegar hún sótti þá sem hún vissi að væru einir og gaf þeim hlutdeild í jóla- haldi fjölskyldunnar. Þar sáði hún fræjum sem lifað hafa með okkur systrum alla tíð síðan Á uppvaxtarárum mömmu voru margir sem liðu sára fátækt. Fá- tæktin kenndi fólki nýtni. Mamma mótaðist af þessum tímum og ætíð var ríkt í henni að láta aðra njóta góðs af öllu sem hægt var að nýta. Mamma var alla tíð mikil dama. Hún var fríð sínum og hafði yndi af fallegum fötum og naut þess að klæðast þeim. Vart er hægt að hugsa sér mynd- arlegri húsmóður en hana mömmu. Maturinn hennar var sannkallaður mömmumatur með stóru M. Mikil hannyrðakona var hún sem prjón- aði og saumaði allt sem hugsast getur. Við dætur hennar minnumst allra jólakjólanna sem hún saumaði á okkur, en fyrir hver jól fengum við tvo kjóla. Henni var einkar hugleikið að við værum miklar dömur eins og hún sjálf. Fannhvít- ur þvottur fallega upp hengdur bar húsmóðurinni fagurt vitni. Sjómannskonan, hún mamma, helgaði sig svo sannarlega fjöl- skyldu sinni. Eins og oft var og er hlutskipti sjómannskvenna kom það í hlut mömmu að stýra öllu sem viðkom heimilinu og fjölskyld- unni. Mamma dvaldi á öldrunar og hjúkrunarheimilinu Hlévangi síð- ustu átta árin þar sem hún naut ástríkis og umönnunar starfsfólks- ins þar. Aðstandendur þakka starfsfólki Hlévangs af alhug ástúð alla og kærleika við hana. Þegar aldnir fá hvíld er auðveld- ara að líta á dauðann sem upphaf einhvers nýs og betra. Síðustu mánuði var mamma orðin fangi í lúnum líkama Hún kvaddi fallega á 75 ára af- mælisdegi Hreggviðs, ástkærs tengdasonar síns. Við vonum að hún hafi skynjað væntumþykju okkar og þakklæti á dánarstundu, er við héldum í hönd hennar. Það er okkur ómetanlegt að hafa verið hjá henni síðustu stundirnar í lífi hennar. Við trúum því að nú sé hún komin til pabba og sjáum fyrir okk- ur langþráða endurfundi. Sú sýn gefur lífinu eilífðargildi. Hún var sátt og södd lífdaga og það var frið- ur yfir henni Okkur langar til að tileinka mömmu orð Páls postula um kær- leikann: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góð- viljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega; leitar ekki síns eigin; Hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Elsku mamma. Vertu Guði falin. Hjartans þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Þínar Dagný, Erna og Lilja. Elsku amma. Okkur bræður langar til að kveðja þig með þess- um fallegu erindum Hallgríms Pét- urssonar með hjartans þakklæti fyrir allt sem þú varst okkur: Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmungá og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. ... Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú (Hallgr. Pét.) James og Jóhann. HELGA MARGRÉT SIGTRYGGSDÓTTIR Á sólbjörtum sum- ardegi hinn 19. júlí síðastliðinn lauk til- vist Auðar frænku minnar og vin- konu eftir tiltölulega stutta og erf- iða baráttu við krabbamein sem ekkert fékkst við ráðið þótt hetju- lega væri barist með dyggum stuðningi eiginmanns og sona. En huggun harmi gegn og ljósið í myrkrinu er minningin um nær- veru þeirra við dánarbeð hennar en hana skynjaði hún nánast þar til yfir lauk. Seint og snemma var Auður vakandi yfir velferð Palla og sona þeirra þriggja sem hún annaðist af einstakri umhyggju með ívafi festu og aga. Henni fylgdi mikill lífskraftur og gekk hún til verka og viðfangsefna sinna með eldmóði en öll einkenndust þau af myndarbrag með hagsýni í fyrirrúmi og gilti þá einu hvað hún tók sér fyrir hendur. Auður var hreinskilin og lá ekki á skoðunum sínum þegar því var að skipta en ávallt með réttsýni að leiðarljósi, hún var mannvinur og vönd að virðingu sinni. Leiðir okkar lágu saman um árabil þegar við bjugg- AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Auður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. september 1947. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 19. júlí síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 27. júlí. um í foreldrahúsum á Suðurgötunni í Hafn- arfirði. Þótt síðar skildu leiðir lágu þær saman á nýjan leik fyrir hartnær tuttugu árum, við þá báðar giftar sjómönnum og mæður sona sem góður vinskapur tókst með. Alltaf var eitthvað sem tengdi okkur en meðal sam- eiginlegra áhugamála voru ferðalög og minnist ég þess þeg- ar Palli sagði okkur hjónunum með mikilli tilhlökkun frá fyrir- hugaðri siglingu þeirra Auðar með viðkomu meðal annars á Madeira en þar höfðum við fjölskyldan dvalist og farið heim með góðar minningar í farteskinu. En ferð þeirra hjóna leiddi til áframhald- andi spítalavistar Auðar og fljót- lega upp frá því var ljóst hvert stefndi og hennar hinsta ferð var óumflúin. Þegar menn þekkja móðurina, vita þeir, hvers vænta má af börnunum. Hver, sem þekkir móðurina og fetar eins og barn í fótspor hennar, hefur ekkert að óttast, þótt líkaminn farist. (Lao-Tse.) Við hjónin og synir okkar vott- um systrum Auðar og öðrum að- standendum samúðar. Kæri Palli og synir, margs er að minnast og margs er að sakna. Ykkar „auður“ var Auður. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Gunnarsdóttir.Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRK SIGRÚN TIMMERMANN, Ljárskógum 2, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 26. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Andrés Svanbjörnsson, Frímann Andrésson, Sigríður Þóra Óðinsdóttir, Markús Þór Andrésson, Dorothée Kirch, Breki Þór Frímannsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru LÚLLU KRISTÍNAR NIKULÁSDÓTTUR, Kirkjuvegi 5, Keflavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja sem annaðist hana af alúð og virðingu í veikindum hennar. Guð blessi ykkur. Elín Sigríður Jósefsdóttir, Snæbjörn Guðbjörnsson, Ketill G. Jósefsson, Karen Valdimarsdóttir, Jenný Þuríður Jósefsdóttir, Alan Terry Matcke, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN PÁLL VIGFÚSSON, Brekkugötu 23, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 4. ágúst kl. 13.30. Ragnheiður Valdimarsdóttir, Örn Pálsson, Regína Þorvaldsdóttir, Baldur Pálsson, Aðalheiður Eggertsdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Matthías Geir Ásgeirsson, afabörn og langafabörn. Sonur minn, bróðir okkar og mágur, EYJÓLFUR GUÐNI SIGURÐSSON, Austurbergi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Ljósið, endurhæfingarmiðstöð krabbameins- greindra, njóta þess. Unnur Þorgeirsdóttir, Þorgeir Sigurðsson, Þórunn J. Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðfinna Thordarson, Rósa Karlsdóttir Fenger, John Fenger. Systir okkar, mágkona og frænka, EYRÚN STEINDÓRSDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtu- daginn 3. ágúst kl. 11.00. Jarðsett verður í Hrunakirkjugarði. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ágúst Steindórsson. Kærar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur stuðning og vinarhug vegna andláts LILLIAN ANNALISE. Sérstakar þakkir fyrir allar blómakveðjurnar og gjafir til líknarfélaga. Þorvarður Guðmundsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.