Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 29

Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 29 MINNINGAR Líklega er fátt mik- ilvægara þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í vinnu hjá stóru fyrirtæki eða stofnun en að finna að störf þeirra og geta eru einhvers virði á nýja vinnu- staðnum og að vera treyst fyrir áhugaverðum og krefjandi verkefn- um. Ég varð þeirrar lukku aðnjót- andi að starfa undir þinni stjórn á jarðhitadeild Orkustofnunar (OS) meðal annars í verkefnum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, þar sem þú varst yfirverkefnisstjóri fram undir miðjan níunda áratuginn, auk þess að vera á stundum staðgengill for- VALGARÐUR STEFÁNSSON ✝ Valgarður Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 2. júní 1939. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi hinn 10. júlí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 20. júlí. stöðumanns. Þetta var margra hluta vegna óróatími á OS þar sem stjórnvöld höfðu mikinn hug á því að minnka umfang stofnunarinnar, sem þau reyndar gerðu með því að segja upp um 25 af um 100 manna starfsliði í árs- lok 1987. Þá varst þú reyndar í leyfi frá störfum frá OS vegna starfa hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hafðir verið í um tveggja ára skeið. Við upprifjun á bréfasam- skiptum okkar frá þeim tíma sé ég að þú hefur skrifað í bréfi frá 5. desember 1986 eftir að ég hafði eitt- hvað verið að kvarta undan stjórn- unarháttum á OS: „Ekki veit ég hvort þér er huggun í því að það var ekki fyrr en ég fór að vinna fyrir SÞ sem ég uppgötvaði hvað OS er góð- ur vinnuveitandi.“ Enda hafðirðu greint frá því á öðrum stað að starf- ið hjá SÞ snerist mest um það að ýta pappírum fram og til baka, sem þér að vonum þótti ekkert sérstak- lega merkileg vinna! Þótt samskipti okkar hafi ekki verið ýkja mikil sl. 20 árin, þá var alltaf gott að eiga við þig uppbyggi- legt spjall, þegar færi gafst. Og þar sem þú varst oft frekar gagnorður en margorður, þá dettur mér í hug samlíkingin við tónlist, sem einn ágætur kórstjóri og píanóleikari viðhafði stundum þegar hann benti okkur kórfélögum á að í tónlistinni væru þagnirnar ekki síður mikil- vægar en nóturnar sem verið var að syngja. Það var nefnilega þannig í samtölum við þig, Valgarður, að þagnirnar voru órjúfanlegur hluti samræðunnar og stundum eins gott að nýta þær vel til þess að hugsa næsta leik og setningar, því oft var það svo að það var aðeins að manni saumað og ekki auðvelt að komast upp með of mikla einföldun á hlut- unum. En þetta kenndi manni margt og samvinnan og kynnin af þér hafa reynst gott veganesti. Fyr- ir þetta er ég þakklátur nú er leiðir skilja, vil að lokum segja: Vertu sæll, gæskur. Eiginkonu og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ómar Bjarki Smárason. Guð er góður. Hann leysti þig undan þess- ari óbærilegu kvöl sem þú varst í. Þegar enga lausn var að fá tók Drottinn þig heim. Við kvöddumst svo vel og er ég þakklát fyrir þá stund. Þú sagðir við mig tveim vikum áður en þú fórst heim til Drottins: „Mamma, mínu hlutverki er lokið.“ „Nú?“ svaraði ég og þú sagðir að þitt hlutverk hafi verið að leiða fjölskyldu þína til frelsis og trú- ar á Jesúm Krist. Síðan fórstu yfir lífshlaup þitt á þinn einstaka hátt, þú talaðir um sumrin á Kringlumýri, hversu vel þér leið þar og hvað þér þætti vænt um Maju, Sigga og alla þar. Þú tal- aðir um félaga þína á Akureyri og rifjaðir upp skemmtileg uppátæki ykkar. Við hlógum mikið og þú sagð- ist sakna strákanna. Þú brostir og rifjaðir upp samskipti þín og Magn- eu á Stuðlum og talaðir um hvað hún væri góð kona og að þú værir þakk- látur fyrir að hafa kynnst henni. Þér þótti mikið vænt um alla á Hvítárbakka og undraðist hvernig fjölskyldan þar réð við ykkur í skrímslahópnum (þú kallaðir ykkur í hópnum það með réttu). Það sem stóð upp úr veru þinni þar var kær- leikur, umburðarlyndi og væntum- þykja fjölskyldunnar í þinn garð. Margar skemmtilegar sögur sagð- irðu af dvöl þinni þar. Nú eru báðir strákarnir úr þessum fyrsta sex manna hópi dánir. Þú fórst í Byrgið fyrir einu og hálfu ári síðan og frelsaðist, þar eignaðistu góða félaga. Haukur Kristófersson, sem var herbergis- félagi þinn um tíma, dó tveim mán- uðum á undan þér. Þið lásuð Biblí- una og báðuð saman. Þið tókuð Jóhönnu systur þína að ykkur þegar hún gekk í gegnum erf- iða tíma og leyfðuð henni að svindla sér á milli herbergja og sofa á gólfinu hjá ykkur. Það lýsir ykkur félögun- um vel. Við börðumst fyrir lífi þínu dag og nótt í mörg ár. Þú varst löngu orðinn uppgefinn en varst samt hættur að reyna að taka eigið líf því þú vissir að Drottinn tæki þig heim fljótlega. Ég vissi það líka en reyndi samt að berj- ast fyrir lífi þínu. Hannes pabbi stóð eins og klettur við hlið okkar. Tveim vikum áður en þú lést fórstu í klippingu til Ingu mágkonu þinnar, þú passaðir alltaf vel upp á að hárið væri í lagi. Þá lékstu við Ið- unni og Rökkva og sagðir að þau væru fallegustu krúttin í heimi og að þig hefði langað til að verða pabbi. HAUKUR FREYR ÁGÚSTSSON ✝ Haukur FreyrÁgústsson fædd- ist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 5. febrúar 1982. Hann lést 9. júní síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Grafarvogs- kirkju 15. júní. Þú varst svo stoltur af Einari bróður þínum og leist svo upp til hans. Ég kvaddi þig í ynd- islegu veðri hinn 26. maí milli hálftíu og tíu á laugardagsmorgni. Við kvöddumst svo fal- lega, tókum utan um hvort annað og smellt- um kossi á kinn og sögðum svo það sem við segjum svo oft í fjölskyldunni: „Love you, Jesús elskar þig og Drottinn blessi þig.“ Svo horfði ég á eftir þér ganga burt frá mér og ég vissi að ég mundi ekki sjá þig á lífi aftur. Tveim vikum seinna sé ég þig aftur látinn. Þakka þér fyrir samfylgdina, elsku strákurinn minn, í 24 ár fjóra mánuði og fjóra daga. Ég hlakka til að hitta þig aftur þegar ég kem til Drottins. Sálmur 143 var uppáhalds sálm- urinn þinn og lesningin þín í Biblí- unni og Efesus 6.10–12: Drottinn, heyr þú bæn mína, ljá eyra grátbeiðni minni í trúfesti þinni, bænheyr mig í réttlæti þínu. Gakk eigi í dóm við þjón þinn, því að enginn er réttlátur fyrir augliti þínu. Óvinurinn eltir sál mína, slær líf mitt til jarðar, lætur mig búa í myrkri eins og þá sem löngu eru dánir. Andi minn örmagnast í mér, hjarta mitt er agndofa hið innra í mér. Ég minnist fornra daga, íhuga allar gjörðir þínar, ígrunda verk handa þinna. Ég breiði út hendurnar í móti þér, sál mín er sem örþrota land fyrir þér. [Sela] Flýt þér að bænheyra mig, Drottinn, andi minn örmagnast, byrg eigi auglit þitt fyrir mér, svo að ég verði ekki líkur þeim, er gengnir eru til grafar. Lát þú mig heyra miskunn þína að morgni dags, því að þér treysti ég. Gjör mér kunnan þann veg, er ég á að ganga, því að til þín hef ég sál mína. Frelsa mig frá óvinum mínum, Drottinn, ég flý á náðir þínar. Kenn mér að gjöra vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um slétta braut. Veit mér að lifa, Drottinn, sakir nafns þíns, leið mig úr nauðum sakir réttlætis þíns. Lát þú óvini mína hverfa sakir trúfesti þinn- ar, ryð þeim öllum úr vegi, er að mér þrengja, því að ég er þjónn þinn. (143. Davíðssálmur.) Kveðja. Mamma. Elsku langafi, ég sakna þín voða sárt. Vona að þér líði bara betur núna uppi í himnaríkinu, þú sem varst alltaf svo hress og sprækur og altaf voða góður við alla, bauðst öllum eitthvað gott. Vona að þér líði bara betur hjá Elísubetu langömmu, konuni þinni, núna. Ég hef hugsað mikið til þín núna síðan þú kvaddir og ég mun aldrei gleyma þér. Það verð- ur skrítið að koma í heimsókn núna út í Tómasarhús og þú ert ekki þar lengur, nema í minningunni. Bless, bless, elsku langafi, og megi Guð varðveita þig. Hetja varst’ til hinstu stundar heilbrigð lundin aldrei brást. Vinamörg því við þig funda vildu allir, glöggt það sást. Minningarnar margar, góðar mikils nutum, bjarminn skín. Bænir okkar heitar hljóðar með hjartans þökk við minnumst þín. (María Helgadóttir.) Þín Kristín Arna Hjaltadóttir. EIRÍKUR HJALTI JÓNSSON ✝ Eiríkur HjaltiJónsson fæddist á Krossi á Beru- fjarðarströnd 21. janúar 1912. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 15. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Eskifjarðarkirkju 24. júní. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin fall heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku langafi, hvað ég sakna þín sárt núna þegar þú ert farinn frá okk- ur. Ég á margar góðar og dýrmætar minningar um þig, ég var elsta lang- afabarnið þitt og þú fékkst að halda á mér þegar ég var skírður, það finnst mér gott að vita og ég trúi því að núna sért þú á góðum stað og hafir það gott. Það verður skrítið að koma í heimsókn núna út í Tómasarhús og þú ekki þar, við fjölskyldan komum alltaf á aðfangadagskvöld saman hjá ykkur Guðjóni og þá var sko gaman, en nú verður það ekki eins en þú verður samt örugglega með okkur þar í huganum, það verður líka skrít- ið að sjá Guðjón frænda alltaf rúnta einan núna en hann var alltaf með þig á rúntinum, þið fóruð saman á rúnt- inn út um allar trissur. Guðjón var óskaplega góður við þig og sá alveg um þig og á hann örugglega eftir að sakna þín mikið eins og við hin. Þú munt lifa í minningunni og ég mun aldrei, aldrei gleyma þér, þú varst svo góður langafi að þeir finnast varla mikið betri. Bless, elsku besti langafi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þinn Einar Andri Hjaltason. Elsku langafi, ég skil ekki alveg af- hverju þú ert ekki lengur hér en mamma og pabbi munu hjálpa mér að muna eftir þér með fallegum sög- um um þig og sýna mér myndir af okkur saman, megi guð vera með þér. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Þinn langafastrákur, Vikar Gauti Hjaltason. Kær vinur er fallinn frá. Sveinn Halldórs- son var kvæntur bestu vinkonu okkar svo okkur er ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Sveinn var mikill heimsmaður og kom víða við á lífs- leiðinni. Hann starfaði í mörg ár fyr- ir skoskt byggingafyrirtæki, sem SVEINN HALLDÓRSSON ✝ Sveinn Hall-dórsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1926. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 18. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 27. júlí. seldi skála til margra landa og Sveinn útveg- aði vinnuafl og fleira til uppsetningar á þeim. Þegar hann svo lét af störfum bauð fyrir- tækið „Butler“ allri fjölskyldunni til Skot- lands og hélt þeim eft- irminnilegt hóf sem þökk fyrir vel unnin störf. Sveinn hafði skoðun á flestum hlutum og vílaði ekki fyrir sér að koma henni á framfæri við hvern sem var. Hann var vel lesinn og fylgdist með þjóðmálum af miklum ákafa. Það má segja að það gustaði af Sveini hvar sem hann kom. Að leiðarlokum viljum við vinkon- urnar þakka Sveini samfylgdina og vináttuna í okkar garð, því hann var sannarlega vinur vina sinna. Nína, Helgi og Guffý biðja Gullu og fjöl- skyldum þeirra guðs blessunar. Minning um góðan dreng mun lifa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guðfinna Gröndal. Í byrjun árs 1995 fundum við syst- ur fjársjóð en þá hittum við fyrst afa okkar hann Svein og fjölskyldu hans. Þar var maður með stórt hjarta og fundust varla þéttari faðmlög en þau sem hann veitti. Sveinn afi var alltaf glaðlyndur og hafði beinskeyttan húmor sem hann beitti óspart og umbúðalaust. Gott dæmi um það er þegar Margrét og Sigurrós hittu hann eitt sinn að hann spurði þær: „Hvernig vogið þið ykk- ur að koma hingað aftur ólofaðar!?“ og bætti síðan við að börnin þeirra yrðu örugglega jafn falleg og hann. Við minnumst hans með þakklæti fyrir það sem hann gaf fjölskyldu okkar. Með honum eignuðumst við ekki bara ástkæran afa og stærri fjölskyldu heldur gaf hann okkur líka hlýrri, einlægari og opnari pabba. Elsku Sveinn afi, minning þín er ljós í lífi okkar. Sigurrós, Margrét og Guðbjörg. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.