Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ LOKASPRETTURINN í A-flokki opna tékkneska mótsins í Pardubice varð Hannesi Hlífari Stefánssyni (2.569) ekki happadrjúgur. Í áttundu umferð atti hann kappi við alþjóðlega meistarann Nikita Maiorov (2.490) frá Hvíta-Rússlandi. Upp kom staða sem var með afbrigðum leiðinleg og hélt Hvít-Rússinn sér fast með hvítu mönnunum. Hannes missti þolin- mæðina og glataði þar með undirtök- unum sem leiddi til þess að Hvít- Rússinn sveið hann í drottningar- endatafli með peði meira. Þessi ósigur gerði að verkum að með sína fimm vinninga hafði Hannes enga mögu- leika til að ná toppsæti á mótinu og til að bæta gráu ofan á svart tapaði hann í síðustu umferðinni með hvítu gegn þýska Fide-meistaranum Martin Kraemer (2.434). Stórmeistarinn ís- lenski tapaði 13 skákstigum á mótinu og lenti í 115.–168 sæti en eftir nánari útreikninga varð hann í 121. sæti af 406 keppendum. Hjónunum Lenku Ptácníkovu og Omar Salama gekk betur á mótinu en Hannesi þar sem þau hækkuðu bæði á stigum, Lenka græddi 22 stig en Omar tvö stig. Lenka gerði jafntefli í 8. umferð og lagði svo Rússa að velli í síðustu umferð 2.290 stig sem þýddi að hún lauk keppni með helmings vinningshlutfall, fékk 4½ vinning af níu mögulegum. Hún lenti í 169.–247 sæti en Omar fékk 3½ vinning og lenti í 291.–348. sæti. Feðgarnir Sigurður Eiríksson og Tómas Veigar Sigurðs- son tefldu í B-flokki mótsins, Sigurð- ur í flokknum b1 og Tómas í flokknum b2. Sigurður fékk þrjá vinninga af níu mögulegum og lenti í 325.–363. sæti af 392 keppendum en Tómas hlaut fimm vinninga og hafnaði í 104.–150. sæti af 361 keppanda. Tómas hefur ekki al- þjóðleg stig en ætti að fá prýðileg byrjunarstig. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess, http://www.czechopen.net. Góður árangur Rimaskóla- piltanna Hjörvars og Ingvars í Politiken Cup Sjö íslenskir skákmenn tóku þátt í Politiken Cup sem lauk nýverið í Kaupmannahöfn og yngstur þeirra var Hjörvar Steinn Grétarsson (2.130) og þrátt fyrir það fékk hann flesta vinninga íslensku keppend- anna. Hjörvar átti sérstaklega góðan endasprett þar sem í sjöundu umferð mætti hann Dana sem hafði 2.272 stig og gerði við hann jafntefli. Þetta var fyrsti punkturinn sem Hjörvar fékk á mótinu gegn stigahærri andstæðingi og var hann í raun og veru óheppinn að vinna ekki skákina með svörtu mönnunum. Í næstu umferð mætti hann Dananum Jakob Aabling- Thomsen (2.271) og þegar Íslending- urinn ungi lék sínum 37. leik kom eft- irfarandi staða upp: Sjá stöðumynd Í stað að leika 37. … Hg7 og standa þá betur að vígi lék Daninn 37. … Kh5?? og eftir 38. Kh3! gafst svartur upp enda er hann óverjandi mát. Þessi óvænti sigur gerði að verkum að Hjörvar hafði 5½ vinning fyrir loka- umferðina og í henni gerði hann jafn- tefli við danska alþjóðlega meistarann Ole Jakobsen (2.387). Með sína sex vinninga af níu mögulegum lenti Hjörvar í 20.–46. sæti af 260 kepp- endum en efstir á mótinu urðu stór- meistararnir Vadim Malakhatko (2.594) frá Úkraínu, Nigel Short (2.676) frá Englandi og Jonny Hector (2.508) frá Svíþjóð með 7½ vinning. Líkt og Hjörvari gekk Ingvari Ás- björnssyni mjög vel á mótinu og hækkar jafnvel enn meira á stigum en félagi hans úr Rimaskóla. Ingvar gerði jafntefli við nokkra sterka skák- menn og fékk 5½ vinning og lenti í 47.–71. sæti. Hafsteinn Ágústsson, Bjarni Sæmundsson og Daði Ómars- son fengu 4½ vinning og lentu í 103.– 145. sæti. John Ontiveros fékk 3½ vinning og lenti í 187.–213. sæti en Lárus H. Bjarnason fékk þrjá vinn- inga og lenti í 214.–230. sæti. Nánari upplýsngar um mótið er að finna á heimasíðu þess, http://www.politiken- cup.dk/. Lenku gekk vel en Hannesi illa SKÁK OPNA TÉKKNESKA MÓTIÐ 2006 21.–29. júlí 2006 Lenka og Hjörvar stóðu sig vel á sterkum alþjóðlegum mótum. daggi@internet.is HELGI ÁSS GRÉTARSSON Atvinnuauglýsingar Sölufulltrúar óskast Remax heimili og skip óskar eftir 2-3 reyndum sölufulltrúum til starfa ásamt starfandi sölu- fulltrúum í nýju útibúi miðsvæðis í Reykjavík. Áhugasamir sendi inn umsóknir í gegnum tölvupóst: stefanp@remax.is eða pantið viðtal hjá Huldu í síma 420 0800. JetX er íslenskt flugfélag í örum vexti sem býður uppá bæði krefjandi og skemmtilegt vinnuum- hverfi með góðu samstarfsfólki og sanngjörn laun. Félagið er með þrjár flugvélar í rekstri í Evrópu og frá og með október nk bætist við flugvél sem starfrækt verður frá Keflavík. Vorið 2007 verður JetX einnig með flugvélar sem fljúga út frá Kaupmannahöfn, Billund, Gautaborg og Stokkhólmi. Eftirfarandi stöður eru í boði: Aðstoðarmaður flugrekstrarstjóra Starfið býður upp á að koma að flestöllum þáttum flugreksturs. Starfssvið er fjölbreytt; dagleg samkipti við yfirvöld, viðskiptavini og flugáhafnir sem og skilgreining vinnuferla og uppfærsla á handbókum flugfélagsins. Auk þess sinnir aðstoðarmaður flugrekstrar- stjóra mörgum öðrum málum sem upp koma í rekstri og stjórnun flugfélags. Leitað er eftir starfsmanni sem er: Framtakssamur, nákvæmur og ábyrgðarfullur. Sjálfstæður og getur tekið mikilvægar ákvarðanir óstuddur. Lipur í samskiptum þar sem samskipti við breiðan hóp fólks er stór þáttur af starfinu. Hæfniskröfur: Traust reynsla úr flugrekstri. Starfsreynsla á stjórnunarsviði er kostur. Góð kunnátta á Microsoft Office forrit sem og góð almenn tölvukunnátta. Gott vald á ensku, bæði í ritun og máli. Umsóknarfrestur er til 13. ágúst 2006. Vinsamlega fyllið út umsóknareyðublað á heimasíðu okkar www.jetx.is JetX flugliðar Leitað er eftir starfsmönnum sem: eru með ríka þjónustulund og eiga gott með að tjá sig vinna vel með öðrum eiga gott með að vinna undir álagi er annt um öryggi eru tryggir, með opinn huga og bera hag fyrirtækisins fyrir brjósti. Til að sækja um þarf að: hafa þegar lokið byrjendaþjálfun flugliða (Inital Training) og hafa starfsreynslu tala góða ensku og að minnsta kosti tvö önnur tungumál og telst íslenska þar með hafa góða menntun og góða hagnýta kunnáttu í stærðfræði hafa hreint sakavottorð hafa góða sjón og vera í góðu líkamlegu og andlegu ástandi vera 160-185 cm á hæð og þyngd skal vera í réttu hlutfalli við hæð geta synt 200 metra. Þeir flugliðar sem ráðnir verða munu aðallega vinna um borð í vél þeirri sem flýgur út frá Keflavík. Til þess að sækja um starf flugliða og fræðast meira um JetX, vinsamlegast lítið á heimasíðu okkar, www.jetx.is. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 4. ágúst 2006 og umsækjendur verða að geta hafið þjálfun í seinni hluta september 2006. Öllum umsóknum verður svarað með tölvupósti innan tveggja vikna frá því að skilafrestur rennur út. Fullum trúnaði er heitið. Viðtöl við umsækjendur fara síðan fram á aðalskrifstofum okkar í Kópavogi. Hafirðu einhverjar frekari spurningar geturðu hringt í okkur í síma 517 6000. Fasteignasala — sölumenn Traust fasteignasala óskar eftir samstarfi við reynda sölumenn. Ýmsir möguleikar. Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins eða á box@mbl.is merktar: „F — 18845“. Raðauglýsingar 569 1100 Bátar/Skip Fiskiskip til sölu Ársæll Sigurðsson HF 80 sskrnr. 2468, sem er 94,7 brúttórúmlesta stálskip smíðað í Kína 2001. Skipið var yfir- byggt, kaldzinkað og búið veltitanki í Póllandi árið 2005. Skipið er selt með veiðileyfi en án veiðiheimilda. Skipið er vel búið til netaveiða, og auðvelt er að búa skipið til línuveiða. Aðalvél Cummins 609 hö. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, sími 552 3340, Reykjavík. FRÉTTIR Fundur um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs UTANRÍKISMÁLANEFNDIR Heimdallar og SUS boða til opins umræðufundar í dag, þriðjudag, kl. 20 í Valhöll um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Framsögumenn verða þau Guð- rún Guðmundsdóttir mannfræð- ingur, en hún bjó á svæðinu til fjölda ára og hefur þekkingu á málefnum Mið-Austurlanda og Örn Arnarson, MA í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskólanum, blaðamaður á Blaðinu og stundakennari í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Þau munu fara yfir bakgrunn átakanna, ræða hvernig alþjóðasamfélagið geti gripið inn í atburðarásina og hvað þurfi til að koma á varanlegum friði milli stríðandi fylkinga á þessu svæði. Eftir stuttar framsögur verða um- ræður og þau Guðrún og Örn sitja fyrir svörum. ÞAU mistök urðu við vinnslu reynsluakstursgreina á Audi A3 Sportback og Mercedes Benz Viano í bílablaðinu sl. föstudag að ekki komu fram upplýsingar um umboð bílanna. Hekla hefur umboð fyrir Audi og Askja hefur umboðið fyrir Mercedes Benz. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.