Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 36

Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þriðjudagstónleikar í kvöld kl. 20.30 J.S. Bach Nicole Vala Cariglia selló og Árni Heimir Ingólfsson semball Sónöturnar þrjár sem Bach samdi fyrir gömbu og sembal, (nr. 1 í G dúr, nr. 2 í D dúr og nr. 3 í g moll). Einnig sarabande úr partítu nr. 5 í G dúr fyrir sembal og allemande úr svítu nr. 6 í d dúr fyrir selló. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvk. www.lso.is - lso@lso.is DaLí er nýr myndlistarsýning- arsalur á Akureyri í eigu myndlist- arkvennanna Dagrúnar Magn- úsdóttur og Sigurlínu M. Grétarsdóttur. Fyrsta opnun í gall- eríinu var í sumar með pomp og prakt á verkum Sigurðar Árna Sig- urðssonar að viðstöddu fjölmenni. Annar til að sýna í hinum nýja og bjarta sýningarsal er listamaðurinn Joris Rademaker sem er heima- mönnum góðkunnur enda er þetta sjötta eða sjöunda einkasýning hans á Akureyri þar sem hann einnig býr. Sýning Joris er í grunninn óður til rýmisins þar sem hinir stóru gluggar gallerísins spila stóran þátt sem hin óljósu mörk ytra og innra rýmis. Það er aðeins gegnsætt gler sem aðskilur inni og úti en birtan sem kemur að utan teiknar sig á veggi gallerísins og verður listamanninum tilefni sólgulra veggjamálverka. Jor- is er upptekin af skurðarpunkti lá- réttra og lóðréttra lína, bæði í geó- metrískum línum manngerðs umhverfis og lífrænum línum lík- amans og náttúrunnar. Hann hefur raðað kræklóttum birkigreinum í krossformum af mismunandi þétt- leika í glugga salarins sem andstæðu við þráðbeinar línur arkitektúrsins og sólgulu ferninganna á veggj- unum. Samkvæmt texta sýning- arinnar er jafnmikilvægt að upplifa sýninguna utan frá eins og innan frá en einnig að glerið geri það að verk- um að mögulegt sé að upplifa úti og inni næstum samtímis. Undirrituð bjóst við að greinarnar í gluggunum myndu varpa mismunandi skugga- spili á sólgul gluggaformin á veggn- um en sá ekkert slíkt gerast enda loftljós kveikt inni og sólin hátt á lofti. Ekki er loku skotið fyrir að slíkt eigi sér stað á öðrum tímum dagsins og hugmyndin ein er svolítið spennandi. Við hliðina á hverjum máluðum ferningi á veggjunum hefur Joris komið fyrir málningarhrærispýtu af þeirri sort sem hægt er að kaupa í byggingarvöruverslunum. Það skír- skotar til verkanna sem hluta af inn- anhússmálningu frekar en til vegg- málverka og gæti ýtt undir þá hugmynd að verkin séu samofin arkitektúrnum eða rýminu frekar en að þau séu innsettir listhlutir. En Joris hefur komið tannstönglum fyr- ir í hliðum hrærispýtnanna svo úr myndast hinir frumlegustu kambar sem um leið rugla áhorfandann í ríminu. Ef gluggað er í fyrri verk Joris Rademaker þá má sjá að hann vinnur gjarnan með tilbúna hluti sem fá nýtt hlutverk með viðbótum eða óvenjulegum samsetningum. Á sýningu hans í fyrra í salnum Popu- lus Tremula í Listagili mátti einmitt sjá sérstæð verk unnin úr fundnu efni á borð við útbrunnar flug- eldatertur, sag og tannstöngla. Sýningin í DaLí er björt og falleg og ástæða til að óska Akureyringum til hamingju með nýja sýningarsal- inn sem verður vonandi varanleg viðbót við sýningarflóruna á Ak- ureyri. Innra og ytra rými MYNDLIST Joris Rademaker Sýningin stendur til 26. ágúst Opið alla daga nema sunnudaga í sumar frá kl. 14–18 DaLí gallerí, Brekkugötu 9 Akureyri Þóra Þórisdóttir „Sýning Joris er í grunninn óður til rýmisins þar sem hinir stóru gluggar gallerísins spila stóran þátt sem hin óljósu mörk ytra og innra rýmis,“ seg- ir í umsögn um yfirstandandi sýningu hans í galleríinu DaLí á Akureyri. ÞAÐ ER ekki eingöngu hér á Ís- landi að merkar skruddur frá mið- öldum finnast við uppgröft. Á dög- unum gerðist hið sama á Írlandi, þó ekki við fornleifauppgröft eins og á Skriðuklaustri. Verkamaður vann að uppgreftri í mýrlendi í Írlandi og rak þá augun í sálmabók, sem talin er vera frá 800– 1000 e.Kr. Handritasérfræðingar frá Trinity College í Dublin segja fundinn einstakan, og fyrstu upp- götvun á írsku miðaldahandriti í tvær aldir. Sálmabókin er nú geymd í frysti og við taka áralangar rannsóknir áður en hún verður til sýnis fyrir al- menning. Fundurinn þykir krafta- verki líkastur fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi er ótrúlegt að svo við- kvæmur hlutur skuli ekki hafa eyðst í mýrlendinu. Bókin var til allrar mildi varin með leðurbindingu. Í annan stað þykir merkilegt að verkamaðurinn skuli hafa orðið bók- arinnar var áður en hún eyðilagðist, en unnið var með stórvirkar vinnu- vélar á svæðinu. Bókin fannst opin á sálmi númer 83 þar sem sagt er frá að Guð heyri umkvartanir annarra þjóða yfir til- raunum til að eyða Ísrael. Þetta hef- ur ýmsum dómsdagsspámönnum þótt merkilegt í ljósi núverandi ástands fyrir botni Miðjarðarhafs. Sérfræðingar segja þó ekkert bein- línis sagt um heimsendi, og telja hér eingöngu um enn eina tilviljunina að ræða í þessum ótrúlega fundi. Líkt og Ísland er Írland auðugt að merkum miðaldahandritum. Meðal annarra handrita hefur Keltabókin (The Book of Kells), sem er skreytt mörgum lýsingum, verið til sýnis við Trinity College í Dublin frá 19. öld. Undrum sætir hversu vel handritið er varðveitt, en það er talið vera 1000 til 1200 ára gamalt. Írsk sálmabók frá miðöld- um finnst við uppgröft Á CAFÉ Cultura verða djass- tónleikar í kvöld með tríóinu Ut- hlendish kl. 21. Tríóið skipa tveir erlendir hljóðfæraleikarar auk Ósk- ars Guðjónssonar saxófónleikara, þeir Scott McLemore trommuleik- ari frá Bandaríkjunum og Simon Jermyn rafbassaleikari frá Írlandi. Þeir Simon og Scott eru reyndar báðir mægðir íslensku tónlistarlífi í gegnum íslenskar konur, en Scott er kvæntur Sunnu Gunnlaugs- dóttur djasspíanista og Simon er kærasti Heiðu Árnadóttur söng- konu. Þeir hafa því sín tengsl við landið, og fást við sama „hark og tónlistarmenn hérlendis“, að sögn Óskars. „Það er að segja við kenn- um og spilum þess á milli.“ Óskar segir að þar sem tríóið hafi ekkert hljómahljóðfæri heldur bara trommu, bassa og svo laglínu- hljóðfærið saxófón, hafi þessi eina rödd mikið frjálsræði. Það breytist að hans sögn ekki þó að með tríóinu leiki að þessu sinni sér- stakur gestaspilari, Joachim Ba- denhorst frá Belgíu, sem spilar á klarínett og bassaklarínett. Joac- him býr í Brussel og starfar þar í ýmsum djassgrúppum, ásamt því að spila í tangóhópi og leiða klez- mertríó. Á skylt við nýdjass og fer í ýmsar áttir eftir því „Það sem gerist við að fá inn nýjan mann er að það bætist við önnur rödd sem kemur inn í laglín- ur og annað. Það gerir þetta bara enn skemmtilegra.“ Tríóið hefur nánast eingöngu flutt eigin tónlist en minna af stan- dördum. „Tónlistin á mikið skylt við nýdjass og fer í ýmsar áttir eft- ir því. Sum lögin hafa á sér suður- amerískan blæ, og önnur poppblæ,“ segir Óskar. Hluti efnisskrárinnar var leikinn áður þegar tríóið lék á Café Cult- ura í maí. Óskar segir þó lögin verða flutt í nýjum búningi að þessu sinni. Auk þess leggur hljóm- sveitin mikið upp úr frjálsum spuna, t.d. í intróum, sem eðli málsins samkvæmt hljómar aldrei eins á tónleikum. „Spuninn hefur heppnast vel og hefur ekki verið frjáls bara til að vera frjáls. Hann hefur iðulega fundið sér farveg á melódískar tengingar.“ Aðgangseyrir á tónleikana er 1.000 kr. Tónlist | Óskar Guðjónsson leikur með Tríó Uthlendish á Café Cultura Melódískur spuni í fyrirrúmi Djasstríóið Uthlendish leikur ásamt Joachim Badenhorst á Café Cultura í kvöld. Scott McLemore lengst til vinstri, Óskar og Simon Jermyn. Í TILEFNI af útnefningu Rúnars Helga Vignissonar sem bæjarlista- manns Garðabæjar árið 2006 hefur bókaútgáfan Græna húsið sent frá sér skáldsögu hans Feigðarflan í kilju. Seinnipart sumars er jafn- framt von á end- urskoðaðri út- gáfu af skáldsögu hans Nautnastuldi í kilju en báðar fjalla sögurnar um Egil Gríms- son. Í Feigðarflani hefur Egill Grímsson tekið ákvörðun um að stytta sér aldur. Framkvæmdin vefst þó fyrir honum og í leit að stund og stað ferðast hann á tveimur sólarhringum um líf sitt, land og íslenska samtíma- menningu. Yfir öllu vokir kynleg feigð, eins og sveitir jafnt sem sjáv- arpláss riði til falls, og á köflum er engu líkara en íslenska þjóðin sé vegalaus eftir valdatöku jeppakyn- slóðarinnar. Saga Rúnars Helga fékk góð við- brögð hjá gagnrýnendum jafnt sem almennum lesendum, þótti sérlega skemmtileg auk þess að draga upp umhugsunarverða mynd af samtím- anum. Bækur HIN NÝJA hljómsveit Kvintett Ragnheiðar Gröndal leikur á Café Rósenberg í kvöld kl. 22. Á efnis- skránni eru létt djass- og blúslög sem hljómsveitin útsetur sjálf. Sveitin stendur á gömlum merg en hún er byggð á þeirri hljómsveit sem lék á fyrstu sólóplötu Ragn- heiðar frá 2003. Hana skipa nú, líkt og áður, gítarleikarinn og djassgoðsögnin Jón Páll Bjarnason ásamt danska bassaleikaranum Morten Lundsby og Hauki Gröndal á saxófón. Hljómsveitinni hefur borist liðsauki í trommuleik- aranum Erik Qvick sem full- komnar liðskipunina eins og hún er nú. Jón Páll bjó og starfaði um langt skeið í Los Angeles og lék þar með mörgum þekktum djassleikurum. Ragnheiður hefur kallað Jón Pál guðföður sinn í djassinum og segist hafa lært margt af honum. Tónleikarnir eru liður í stuttri tónleikaferð, en auk tónleikanna í kvöld mun hljómsveitin spila nk. fimmtudag á Listasumri á Ak- ureyri kl. 21.30. Hljómsveitin færir sig svo um set yfir í Mývatnssveit og leikur í Gamla bænum í Hótel Reynihlíð kl. 22 föstudagskvöldið 4. ágúst og á sama tíma laug- ardagskvöldið 5. ágúst. Ferðinni lýkur í Fossatúni í Borgarnesi kl. 21 sunnudaginn 6. ágúst. Aðgangseyrir á tónleikana í kvöld er 1.000 kr. Tónlist | Kvintett Ragnheiðar Gröndal leikur á Café Rosenberg Djass- goðsögn á tónleikaferð um landið Morgunblaðið/Golli Jón Páll Bjarnason djassgítarleikari leikur í kvintett Ragnheiðar Gröndal, sem ferðast nú um landið, en hún kallar hann guðföður sinn í djassinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.