Morgunblaðið - 01.08.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 01.08.2006, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Stormbreaker kl. 6, 8 og 10. Silent Hill kl. 8 og 10.20 B.i. 16.ára. Stick It kl. 6 Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára Silent Hill LÚXUS kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7 og 9 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3 og 5 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3 og 5 Ultraviolet kl. 4.50 og 8 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 10.10 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 3 ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR TIL AÐ DEYJA HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND Magnaður spennutryllir eftir höfund „Pulp Fiction“ VELKOMIN TIL SILENT HILL.VIÐ ÁTTUM VON Á ÞÉR! Með frábærum úrvalsleikurum eins og Sean Bean, Deborah Kara Unger og Radha Mitchell (Pitch Black og Melinda & Melinda) FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN TRAILER VERÐLAUNANNA Í FLOKKNUM BESTA HRYLLINGSMYNDIN eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. eeee P.B.B. DV ÉG bakaði súkkulaðiköku í fyrradag, nokkuð sem ég hef ekki gert í mörg ár. Þegar ég var að útbúa kremið, um fjögurleytið, eftir upp- skrift sem ég fann á netinu heyrði ég í Sigur Rós inn um eldhúsgluggann minn frá Mikla- túni. Sándtékkið var byrjað. Surg úr boga- stroknum gítarstrengjum heyrðist um alla Norðurmýrina, líkt og verið væri að þeyta al- mannavarnaflautur. Það var eitthvað ein- staklega heimilislegt og þægilegt við þetta. Þessi andi var enn í gangi þegar ég rölti svo út á tún um kvöldið, svo gott sem yfir götuna. Mér fannst eins og ég væri að fara niður í bæ á 17. júní. Fólk streymdi í rólegheitum í átt að tónleikasviðinu, sem var aftan við Kjarvals- staði, og það var undarleg værð yfir öllu. Meðlimir Sigur Rósar ákváðu að ljúka þrettán mánaða löngu tónleikaferðalagi sínu, sem er það yfirgripsmesta í sögu sveitarinnar, með nokkrum tónleikum á Íslandi. Staðarval hefur verið óvenjulegt en tónleikarnir hafa átt það sammerkt að ókeypis er fyrir gesti og gangandi. Þetta útspil verður að teljast ein- staklega „Sigur Rósarlegt“ og er til vitnis um hvernig sveitin hefur frá fyrsta degi sniðgeng- ið venjur og hefðir „bransans“. Þessi hug- myndafræði – ásamt stórkostlegri tónlist – er það sem hefur fært gulldrengjunum frægð og frama; heimurinn stendur á öndinni yfir heil- indunum og heiðarleikanum sem stýrir gjörð- um meðlima og við Íslendingar erum þar í engu undanskildir. Strengjasveitin Amiina, sem hefur reyndar sprengt þá skilgreiningu utan af sér, hóf tón- leikana en sveitin er einnig undir- og meðleik- ari hjá Sigur Rós og hefur svo verið allt síðan að Sigur Rós kynnti plötu sína Ágætis byrjun sumarið 1999. Í upphafi mátti heyra loft- kennda, „ambient“-lega hljóma, hægstreym tónlistin leið upp í himininn og sveipaði um- hverfið kyrrlátri, notalegri stemningu sem átti eftir að einkenna tónleikana alla. Það viðraði að sönnu vel til Sigur Rósar-tónleika þennan daginn, loftið var hvorki hlýtt né kalt og stór- eflis ský yfir. Amiinu-liðar drógu fram glös og sög og þessi tilraunaglaði strengjakvartett hagnýtti sér auk þess kjöltutölvu í hljómagald- ur sinn. Sum lögin voru sveimkennd, önnur taktbundin og síðasta lagið braut þetta allt saman upp, einkennilega sprelligosalegt (í mjög svo jákvæðum skilningi). Síendurtekin dáleiðandi druna barst frá tómu sviðinu meðan Sigur Rósar-menn komu sér fyrir. Upphafsstef Takk … hóf svo að hljóma og mannskapurinn fór að hrópa og klappa. Greinilegt var að Sigur Rós er búin að þaul- spila efnisskrána – var eins og vel smurð draumavél frá fyrstu mínútu til hinnar síð- ustu. Aldrei fékk ég þó á tilfinninguna að menn væru orðnir pirraðir eða þreyttir, menn hlógu og brostu og gerðu að gamni sínu. Hljómur á sviði angraði þó Jónsa, söngvara og gítarleikara, reglubundið en það sakaði okkur hin ekki vitund. Ríflega var þá veitt af tónlist en sveitin var á sviðinu í rúma tvo tíma. Sam- úel J. Samúelsson, hinn mikilhæfi útsetjari og blásari, sem þátt tók í Ágætis byrjun, leiddi þá fimm manna málmblásturssveit, Brassgat í bala. Svo kynnti Jónsi þá a.m.k. ef ég heyrði rétt. Lög af nýju plötunni voru eðlilega áberandi, en eldri lög fengu og að hljóma. „Vaka“ („Ónefnt 1“) og „Njósnavélin“ („Ónefnt 4“) af ( ) eða Svigaplötunni. Þá voru „Ný batterí“, „Olsen Olsen“ og „Viðrar vel til loftárása“ – fallegasta lag sem samið hefur verið – leikin. Það var athyglisvert að sjá hvernig Sigur Rós hefur þróast sem tónleikasveit, hljóðfærin eru farin að ganga ótt og títt á milli meðlima og við lok tónleikanna mátti sjá trymbilinn Orra Pál Dýrason einn á píanóinu. Uppklappslög voru tvö, „Hafsól“ af Von var leikið með tilheyrandi látum en lokalokalag var „Popplagið“ eða „Ónefnt 8“. Mikil flug- eldasýning fylgdi því magnaða lagi og Sigur Rós ásamt aðstoðarmönnum kom svo fram í endann, hneigði sig og klappaði áhorfendum lof í lófa. Undir hljómaði „Avalon“, lokalag Ágætis byrjunar. Þessi háttur er táknrænn fyrir það hvernig Sigur Rós hefur leitast við að afhelga hlutverk rokkstjörnunnar, fjar- lægja mæri á milli þeirra sjálfra og áhorfenda og undirstrika með því þá einingu sem er óhjá- kvæmilega á milli hljómsveitar og hlustanda. Það hefði enginn komist upp með annað eins sjónarspil og ég varð vitni að þessa vina- legu kvöldstund, sem líkt og tónlist Sigur Rós- ar einkenndist af hlýju og fegurð sem hafin er yfir smásmugulegt streð og látalæti hvers- dagsins. Það var eins og áhorfendur næðu fyr- ir alvöru að slökkva agnarstund á sér og njóta tónlistar sem stundum virðist ekki vera af þessum heimi. Já, það er engu upp á þessa drengi logið. Heimkoman TÓNLIST Tónleikar á Miklatúni Tónleikar Sigur Rósar og Amiinu á Miklatúni sunnudagskvöldið 30. júlí. Sigur Rós –  Morgunblaðið/Eggert Sigur Rós hélt einhverja mögnuðustu tónleika sem haldnir hafa verið hér á landi. Arnar Eggert Thoroddsen ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst hinn 28. september nk. og stendur yfir í ellefu daga. Í boði verður úrval alls kyns kvik- mynda auk annars konar viðburða. Meðal þeirra má nefna kvikmynda- tónleika, spurt og svarað sýningar, miðnæturbíó, fjölda málþinga og umræðufunda, námskeið fyrir al- menning og fagfólk. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík leggur áherslu á að bjóða upp á nýjar og framsæknar myndir alls staðar að úr heiminum og skipt- ist dagskráin í nokkra flokka. Margt góðra mynda Dagskrá haustsins er óðum að skýrast. Nú hefur verið staðfest að nýjasta kvikmynd Michael Winter- bottoms, The Road to Gunatanamo, verði á hátíðinni en hún segir sanna sögu þriggja Breta sem voru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum í tvö ár án dóms og laga. Myndin er blanda af heimildarmynd og leikinni kvik- mynd og hefur vakið gríðarlega at- hygli. Þá stendur til að sýna finnsku kvikmyndina Frozen City, en hún er eftir leikstjórann Aku Louhimies sem gerði einnig Frozen Land sem var sýnd hér á landi í fyrra. Myndin segir sögu leigubílstjórans Veli- Matti sem hefur glatað fjölskyldu sinni og stendur nú frammi fyrir því að vera dæmdur fyrir morð sem hann man ekki eftir að hafa framið. Myndin var í keppnisflokki Karlovy Vary-hátíðarinnar sem er nýlokið. XXX Rottweiler með lög í mynd Yong Kim og Rust Gray Nýjasta mynd So Yong Kim og Bradley Rust Gray, In Between Da- ys, verður sýnd á hátíðinni. Þau gerðu kvikmyndina Salt hér á landi fyrir þremur árum. Í þeirri mynd voru eingöngu íslenskir leikarar. In Between Days vakti mikla at- hygli á kvikmyndahátíðinni í Berlín í vetur. Þar segir frá kóreskri stúlku í Toronto sem verður ástfangin af besta vini sínum. Sérstaka athygli Íslendinga vekur að hljómsveitin XXX Rottweiler á nokkur lög í myndinni. Kvikmyndir | Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Óðum að koma mynd á dagskrá hátíðarinnar Finnski kvikmyndaleikstjórinn Aku Louhimies. Mynd hans Frozen City verður á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í september og október.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.