Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 41

Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 41 KVIKMYNDIR.IS SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. S.U.S. XFM 91,9 „SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY eeee “ARR...SANNKÖLLUÐ BÍÓVEISLA FYRIR ALLA, DEPP SJALDAN BETRI, ÞESSI TRÍLOGÍA ENDAR Í SÖMU HILLU OG HINAR ÓDAUÐLE- GU INDIANA JONES MYNDIR.” S.U.S. XFM 91,9. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 2 - 3 - 5 - 6 - 8 - 9 - 10:30 - 11 B.I. 12.ÁRA PIRATES OF CARIBBEAN 2 LUXUS VIP kl. 6 - 9 B.I. 12.ÁRA BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 3 - 5:30 Leyfð SUPERMAN kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 10 ÁRA SUPERMAN LUXUS VIP kl. 3 B.I. 10 ÁRA OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL.. kl. 2 - 4 - 6 Leyfð OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 8 - 10:30 Leyfð THE BREAK UP kl. 8 Leyfð PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 2:15 - 5:15 - 8:15 - 10 - 11:15 B.I. 12.ÁRA. DIGITAL SÝN. POWERSÝNING Á PIRATES KL. 11:15 B.I. 12.ÁRA DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 2 - 4 - 6 Leyfð DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 6 - 8 - 11:15 Leyfð DIGITAL SÝN. SUPERMAN kl. 3 - 8:15 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN. VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI 23.500 MANNS Á 5 DÖGUM V.J.V. TOPP5.IS eeee “MAÐUR HREINLEGA GARGAR AF GLEÐI VIÐ ALLT ÞETTA SJÓNARSPIL! POTTÞÉTT SUMARMYNDIN Í ÁR SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR.” eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Smeg gaseldavél - 70 sm 4 gashellur með pottjárnsgrindum 65 ltr ofn með 8 kerfum Verð: kr. 198.500 Tilboð: kr. 158.800 SMEG gaseldavélar á tilboði Smeg gaseldavél - 90 sm 5 gashellur með pottjárnsgrindum 97 ltr ofn með 8 kerfum Verð: kr. 247.500 Tilboð: kr. 198.000 AFSLÁTTUR 20% Smeg gaseldavélar eru ítalskar gæðavélar fyrir alla þá sem unna glæsileika og góðum mat. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Smeg gaseldavélar í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins. Hljómsveitin Greifarnir fagnarþví um þessar mundir að tutt- ugu ár eru frá því að fyrsta plata sveitarinnar, Blátt blóð, kom út. Á plötunni var meðal annars að finna lagið „Útihátíð“ sem er fyrir löngu orðið klassískt og iðu- lega leikið í kringum verslunar- mannahelgina. Af því tilefni hefur sveitin sent frá sér nýja útgáfu af lag- inu, en að henni koma ýmsir val- inkunnir tónlistarmenn eins og Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson, Gunnar Þór Jónsson (Sóldögg) og Vignir Snær Vigfússon (Írafár). Ný plata er væntanleg frá Greif- unum í haust en um verslunarmanna- helgina verða þeir á Rokkó á Akur- eyri á föstudags- og laugardagskvöld. Þar sem nýja útgáfan af Útihátíð hef- ur enn ekki komið út á geisladiski er aðeins hægt að nálgast lagið á Tón- list.is.    Tónlistarmaðurinn Damon Albarnhefur stofnað hljómsveit með Paul Simonon, fyrrverandi bassaleik- ara sveitarinnar The Clash. Hef- ur sveitin fengið nafnið The Good and The Bad and The Queen. Hafa Albarn og Simonon fengið tvo aðra til liðs við sig og er stefnt á útgáfu smáskífu með haustinu. Albarn er Ís- lendingum að góðu kunnur en auk þess að hafa starfað með hljómsveit- unum Blur og Gorillaz hefur hann dvalið mikið á Íslandi og smíðaði meðal annars tónlistina við kvik- myndina 101 Reykjavík með Einari Erni Benediktssyni sem vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við danska Extrabladet.    Heyrst hefur að framleiðendurnýju Batman-myndarinnar eigi nú í viðræðum við Heath Ledger og vilji fá hann til að taka að sér hlut- verk Jókersins í myndinni. Aðrir leikarar sem hafa verið orðaðir við hlutverkið eru Jude Law og Paul Bettany en svo virðist sem þeir séu neðar á óskalistanum sem stend- ur. Hinn nýi Súpermanleikari, Brand-on Routh, fyllir að sögn vel út í búninginn og þurftu búningahönn- uðir að hanna rauðu buxurnar sem hetjan hefur utanyfir þrönga bláa samfesting- inn með sérlega rúmri klofbót. En það dugði ekki til. Sérsníða þurfti búninginn og minnka bunguna stafrænt til að fólki svelgdist ekki á poppkorninu. „Þetta er örlítið kómískt, sagði Ro- uth sjálfur um málið. „Ég er sént- ilmenni og ég lofaði móður minni að tala ekki um slíka hluti, sagði Routh Fólk folk@mbl.is LÖGREGLAN í Los Angeles hefur hafið rannsókn á því hvort leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hafi haft í frammi andgyðingleg ummæli þegar hann var handtekinn í Kaliforníu rétt fyrir helgi grunaður um ölvunar- akstur. Gibson hefur síðan sent frá sér afsökunarbeiðni þar sem hann segist harma hegðun sína og orð sem hafi verið bæði „fyrirlitleg og ósönn“. Fréttir af því að Gibson hafi farið niðrandi orðum um gyðinga hafa vak- ið hörð viðbrögð víða um heim og ekki síst í heimalandi Gibsons, Ástralíu, og hefur gyðingaráðið í New South Wales lýst furðu sinni á ummælum Gibsons. Leikarinn, sem er strangtrúaður kaþólikki, sagði eftir að honum var sleppt að hann hefði barist við áfengisfíknina í mörg ár og að hann hefði þegar leitað ráða til að koma lífi sínu á réttan kjöl. Hann hefði hegðað sér eins og stjórnlaus maður og sæi mikið eftir þessu öllu. Innra eftirlit lögregluembættisins sem stóð að handtöku Gibsons rann- sakar nú hvort reynt hafi verið að fela lögregluskýrsluna sem inniheldur andgyðingleg ummæli Gibsons. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem segir að engum verði hlíft og að sannleik- urinn muni koma í ljós. Gibson vinnur nú að kvikmyndinni Apocalypto en hún segir frá 3.000 ára gömlum atburðum í Mið-Ameríku og munu öll samtöl í myndinni fara fram á lítt þekktri mállýsku Maya- þjóðflokksins. Reuters Mel Gibson hefur áður tilkynnt að hann ætli að gera mynd um Helförina. Fólk | Mel Gibson vekur hneykslun Harmar hegðun sína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.