Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 4
ÞAÐ verður sannkallaður stórmeistaraslagur á heima- velli Arsenal, Emirates Stadi- um, laugardaginn 2. septem- ber. Þar mætast Brasilía, sem hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í knattspyrnu – 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002, og Argentína, sem hefur tvisvar orðið heimsmeistari – 1978 og 1986. Þessar ná- grannaþjóðir í Suður-Ameríku léku síðast til úrslita í heima- álfukeppninni í Þýskalandi í fyrra, en þá fögnuðu Brasilíu- menn sigri, 4:1. Leikurinn verður fyrsti leik- ur Argentínumanna síðan þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum í víta- spyrnukeppni á HM, en Bras- ilíumenn leika gegn Norð- mönnum í Ósló 16. ágúst næstkomandi. Stórmeistara- slagur hjá Arsenal FÓLK  ENSKI landsliðsmaðurinn Michael Carrick mun klæðast treyju númer 16 hjá Manchester United, eða sama númer og Roy Keane hafði hjá liðinu.  MICHAEL Ballack hefur fengið treyju nr. 13 hjá Chelsea, eða sama númer og hann hefur haft hjá Lever- kusen, Bayern München og þýska landsliðinu. Hingað til hefur franski varnarmaðurinn William Gallas bor- ið þetta númer á bakinu en svo virðist sem dagar hans hjá félaginu séu tald- ir.  GALLAS mætti ekki á æfingu hjá Chelsea síðastliðinn mánudag og var honum sagt að hans væri ekki þörf í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna. Umboðsmaður Gallas segir að félag- ið hafi ekki ráðfært sig við leikmann- inn áður en Ballack, sem upphaflega átti að leika í treyju nr. 19, fékk af- henta treyju nr. 13.  SÆNSKI landsliðsmaðurinn Zlat- an Ibrahimovic mun líklega yfirgefa Juventus að sögn umboðsmanns hans.  KEN Bates, stjórnarformaður Leeds United, hefur sagst ætla að kæra enska úrvalsdeildarliðið Chel- sea fyrir að bera víurnar í tvo leik- menn félagsins á ólöglegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvart- að er undan vinnubrögðum Chelsea en félagið var sektað um háar fjár- hæðir fyrir að tala við Ashley Cole án samþykkis Arsenal. Bates var stjórnarformaður Chelsea áður en Roman Abramovich keypti félagið.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, greindi frá því í dag að hann hafi íhugað að kaupa franska miðjumanninn Pat- rick Vieira sem gekk í fyrradag til liðs við Inter Milano. Hann hefði hins vegar ákveðið að kaupa Michael Car- rick frá Tottenham.  THOMAS Gravesen mun að öllum líkindum ekki spila með Real Madrid á komandi leiktíð eftir að honum lenti saman við hinn brasilíska Robinho á æfingu félagsins. Umboðsmaður Danans sagði að Gravesen hefði hug á að leika á Englandi og hefur hann meðal annars verið orðaður við New- castle. Gravesen lék um fimm ára skeið með Everton áður en hann hélt til Real Madrid, en Everton hefur forkaupsrétt á leikmanninum. Þá hafa skosku meistararnir Celtic einnig sýnt honum áhuga.  READING hefur gert franska lið- inu Rennes tilboð í landsliðsmann Gana, John Mensah. Mensah er 23 ára varnarmaður og stóð sig vel á HM í Þýskalandi. Mér líst vel á að mæta bílasal-anum frá Selfossi í 16 manna úrslitum. Sá leikur verður eflaust skemmtilegri en veðurspáin fyrir næstu tvo daga,“ sagði Magnús Lár- usson úr Kili í gær eftir að hafa lagt Karl Andrésson úr GR í 32 manna úrslitum. „Það var búið að þreyta Karl fyrir mig, hann lék 19 holur áður en hann mætti mér, en ég fékk að sitja yfir í fyrstu umferð,“ bætti Magnús við í léttum tón. Magnús er alveg með það á hreinu hvar veikleikar Hlyns liggja. „Það er einfalt. Hann er lágvaxinn og það á eftir að nýtast mér vel,“ sagði Magnús Lárusson. Aðstæður á Grafarholtsvelli í gær voru með ágætum að sögn Magnús- ar. „Það var meiri vindur síðdegis en fyrr um daginn. Við slógum með 5- járni gegn vindinum þar sem maður tekur 7-járn í logni. En völlurinn er í fínu ástandi og það verður bara gam- an að leika á morgun í rigningunni.“ Hlynur var í miklum ham á þriðja keppnisdegi Íslandsmótsins í högg- leik á Urriðavelli um liðna helgi en þar setti hann vallarmet og lék á 67 höggum, eða 5 höggum undir pari vallar. „Ég hlakka til að mæta Magnúsi. Það mun duga að hitta brautir og fá pör til þess að leggja hann að velli. Magnús er með tvo veikleika, hann er hávaxinn og er gríðarlega högg- langur. Hann á það til að slá úr því póstnúmeri sem hann er staddur í þá stundina,“ sagði Hlynur og var hæst- ánægður með sigurinn gegn Stefáni Má Stefánssyni í gær. „Ég hef aldrei náð lengra en í 16 manna úrslitin en það mun breytast eftir leikinn gegn Magnúsi.“ Það er mikið um að vera hjá afrek- skylfingum þessa dagana því að loknu Íslandsmótinu í holukeppni tekur við sveitakeppni sem hefst í lok næstu viku. „Maður er að reyna að vinna eitthvað með þessu blessaða golfi en ég held að margir vinnuveit- endur séu orðnir frekar pirraðir á okkur kylfingunum í þessari törn sem stendur nú sem hæst,“ sagði Hlynur. „Kominn tími á að vinna“ Sigmundur Einar Másson úr GKG og Örn Ævar Hjartarson úr GS mæt- ast í 16 manna úrslitum og verður fróðlegt að sjá hve lengi þeir verða að ljúka við sinn leik enda eru þeir þekktir fyrir að leika hratt. „Ég veit ekki hvað við verðum fljótir með hringinn. Það fer eftir því hvað hinir gera sem verða á undan okkur en ég held að við verðum ekki lengi að klára þetta. Við erum frekar líkir kylfingar,“ sagði Örn Ævar í gær en hann hefur aldrei sigrað á Ís- landsmótinu í höggleik. „Það er kom- inn tími á að vinna þetta mót. Sig- mundur er reyndar mjög góður þessa dagana en það er allt hægt í holukeppni. Þar hugsar maður bara um að ná í fugl á hverri einustu holu, ekki nema andstæðingurinn sé í vandræðum. Golfið er því allt öðru- vísi í holukeppninni hjá okkur öll- um,“ sagði Örn Ævar en hann var ánægður með Grafarholtsvöllinn. „Flatirnar eru reyndar harðar og það getur því verið erfitt að koma boltanum nálægt holunni en þær breytingar sem búið er að gera á vell- inum eru til bóta. Það mætti reyndar gera 4. brautina að par 4-braut, við erum að slá með 8-9-járni í annað högg inn á flöt á par 5-holu eins og hún er leikin í dag,“ bætti hann við. Birgir Már Vigfússon lék vel í gær á heimavelli sínum í Grafar- holti en hann varð annar á Íslandsmótinu í höggleik. Morgunblaðið/Árni Sæberg Atli Elíasson leikur gegn Sigurpáli Geir Sveinssyni í 16 manna úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í dag í Grafarholti. „Fuglarnir lykilatriði“ ÍSLANDSMÓTIÐ í holukeppni í golfi hófst í gær á Grafarholtsvelli í Reykjavík en fátt óvænt átti sér stað í fyrstu tveimur umferðunum í karlaflokki, í 64 manna úrslitum og 32 manna úrslitum. Í dag hefjast 16 manna úrslit og eftir hádegi verður fjórða umferðin leikin, þar sem 8 kylfingar leika um sæti í undanúrslitum. Aðeins 8 konur eru skráðar til leiks og hefja þær leik í dag. Ottó Sigurðsson úr GKG hefur titil að verja í karlaflokki og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR í kvennaflokki. Í dag eru nokkrar athyglisverðar viðureignir á dag- skrá og má þar nefna rimmur Magnúsar Lárussonar og Hlyns Geirs Hjartarsonar. Og Íslandsmeistarinn í höggleik, Sigmundur Einar Másson, leikur gegn Erni Ævari Hjartarsyni. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ■ Úrslit/C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.