Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 232. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
HÖNNUN FYRIR HUNDA
VANTAR HVUTTA EKKI SÓFA EÐA TÍSKULEGAN DALL?
GÆLUDÝR OG UMÖNNUN ÞEIRRA Í DAGLEGU LÍFI >> 20
FLUGA Á VEGG
SAMKVÆMISLÍFIÐ
UM HELGINA
HVERJIRVORUHVAR?>>39
HÁLFÁTTRÆÐ kona lést eftir að
hún varð fyrir bíl í Keflavík seinni-
partinn í gær. Eftir slysið var hún
flutt á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja en vegna þess hversu alvarleg
meiðsli hennar voru var ákveðið að
flytja hana á slysadeild Landspítala
– háskólasjúkrahúss í Fossvogi.
Fljótlega eftir komuna þangað var
hún úrskurðuð látin. Slysið í Kefla-
vík er sjöunda banaslysið í umferð-
inni í þessum mánuði.
Ágúst Mogensen, formaður rann-
sóknarnefndar umferðarslysa, segir
að yfirleitt verði flest banaslys í
ágúst og algengt sé að um fimmt-
ungur banaslysa falli á þann mánuð.
„Ágústmánuður hefur alltaf verið
verstur en þetta er nú að verða eins-
dæmi,“ sagði hann. Ágúst segir að
ástæðan fyrir miklum fjölda bana-
slysa í ágústmánuði sé margþætt;
mörg slys verði gjarnan um versl-
unarmannahelgi, m.a. vegna ölvun-
ar, margir erlendir sem innlendir
ferðamenn séu á ferðinni í júlí og
ágúst og mikið sé um hátíðir og
skemmtanir.
Hálfáttræð kona lést á sjúkrahúsi eftir að hún varð fyrir bifreið í Keflavík
Morgunblaðið/Júlíus
Slysstaður Lögreglumenn rannsaka vegsummerki eftir banaslysið á Faxabraut í Keflavík.
Sjö
látnir
í ágúst
FANGAVÖRÐUR á Litla-Hrauni var á laug-
ardag handtekinn í fangelsinu með umtalsvert
magn fíkniefna sem hann hugðist afhenda
föngum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins leikur grunur á að maðurinn,
sem hefur starfað sem afleysingafangavörður í
sumar, hafi farið fleiri en eina ferð með fíkni-
efni inn í fangelsið en mikið magn fíkniefna
hefur verið þar í umferð í sumar.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Sel-
fossi, staðfesti að einn maður hefði verið úr-
skurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna
fíkniefnamisferlis á Litla-Hrauni og fleiri
hefðu verið yfirheyrðir vegna málsins. Meira
vildi hann ekki segja um gang rannsóknarinn-
ar.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var
fangavörðurinn handtekinn með verulegt
magn af fíkniefnum, tugi eða einhver hundruð
gramma, en ekki fékkst staðfest af hvaða teg-
und fíkniefnin eru.
Voru ráðþrota vegna smygls
Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismála-
stofnunar, sagði að fangelsisyfirvöld hefðu ver-
ið mjög uggandi og í raun ráðþrota yfir því
mikla magni fíkniefna sem virðist hafa verið í
umferð á Litla-Hrauni í sumar. Töluvert magn
af fíkniefnum, sterum og sprautum sem not-
aðar höfðu verið við fíkniefnaneyslu fannst inni
á fangadeildum. „Við áttum bágt með að trúa
að svo mikið magn kæmist inn eftir hefð-
bundnum leiðum, það er að segja með gestum
eða föngum sem koma til baka úr dagsleyfum.
Það var farið að kanna fleiri möguleika og það
leiddi til handtökunnar á laugardag. Það er
viss léttir að þetta var ekki fastráðinn starfs-
maður og að það hafi ekki verið svona auðvelt
fyrir fangana eða aðstandendur þeirra að
smygla fíkniefnum inn. Á hinn bóginn er málið
grafalvarlegt og sýnir hörkuna í fíkniefnaheim-
inum og hversu vandmeðfarin baráttan gegn
fíkniefnum er,“ sagði Valtýr.
Endurskoða eftirlit
Aðspurður sagði Valtýr að handtakan yrði
til þess að efla þyrfti fíkniefnaeftirlit í fangels-
inu. Það væri þekkt, m.a. á Norðurlöndunum,
að fangar reyndu að þvinga starfsmenn fang-
elsa til að smygla þangað inn fíkniefnum eða
jafnvel vopnum. Stíft eftirlit væri því í raun og
veru fangavörðum til hagsbóta því þá myndu
fangar síður reyna þvinganir.
Fíkniefnaneysla hefur lengi verið vandamál
á Litla-Hrauni þó að keyrt hafi um þverbak í
sumar. Valtýr sagði að í endurbættu fangelsi
yrði að vera til staðar nýjasta tækni til fíkni-
efnaleitar, s.s. gegnumlýsingartæki. Engin slík
tæki væru í fangelsinu nú.
»Fangavörðurinn semvar handtekinn er um
tvítugt, nýútskrifaður úr
framhaldsskóla, og hóf
hann störf sem fangavörð-
ur í sumarbyrjun.
»Forstjóri Fangels-ismálastofnunar segir strangar reglur
gilda um mannaráðningar. Til að fá vinnu sem
fangavörður þurfa menn að hafa hreint saka-
vottorð og allir umsækjendur sem koma til
greina fara í ítarleg starfsviðtöl.
»Fastir starfsmenn á Litla-Hrauni eru 49.Fangaverðir sem ganga vaktir eru 28 en
15 sjá um verkstjórn, eftirlit og vöru- og
fangaflutninga.
Í HNOTSKURN
Beirút. AP, AFP. | Hassan Nasrallah, leiðtogi
Hizbollah-hreyfingarinnar í Líbanon, gaf til
kynna í gær að hann iðraðist þess að hafa
fyrirskipað liðsmönnum sínum að ræna ísr-
aelskum hermönnum í áhlaupi sem varð til
þess að Ísraelsher hóf 34 daga mannskæðan
hernað í Líbanon.
Liðsmenn Hizbollah urðu þremur ísr-
aelskum hermönnum að bana og rændu
tveimur öðrum í áhlaupi sem leiddi til blóðs-
úthellinganna. „Við héldum ekki og höfðum
ekki grænan grun um að þetta myndi leiða
til stríðs,“ sagði Nasrallah í sjónvarpsvið-
tali. „Ef við hefðum vitað að áhlaupið hefði
þessar afleiðingar hefðum við örugglega
ekki gert þetta.“
Samið um fangaskipti?
Nasrallah skýrði ennfremur frá því að
Ítalir og embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna hefðu hafið samningaumleitanir til að
hafa milligöngu um fangaskipti við Ísraela.
Hátt settur embættismaður í Ísrael vildi
ekki svara því hvort slíkar samningaumleit-
anir væru hafnar, en sagði að Ísraelar
semdu ekki við hryðjuverkamenn.
Iðrunartónn
í leiðtoga
Hizbollah
Reuters
Vitur eftir á Hassan Nasrallah, leiðtogi
Hizbollah, í sjónvarpsviðtali í gær.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Fangavörður gripinn
með fíkniefni í fangelsi
Lexington. AP. | Yfirvöld í Bandaríkjunum
sögðust í gær vera að rannsaka hvort flug-
vél, sem fórst í Lexington í Kentucky, hefði
notað ranga flugbraut. Talið er að vélin hafi
notað of stutta braut og því ekki náð nægum
hraða til að hefja sig til flugs.
Flugvélin, sem var af gerðinni CRJ200,
hrapaði um kílómetra frá flugbrautinni. 50
manns voru í vélinni og allir létu lífið nema
aðstoðarflugmaðurinn sem slasaðist lífs-
hættulega.
Vélin hrapaði við mjóa og óupplýsta
braut sem er aðeins 1.066 metra löng, en
vélar af þessari gerð þurfa 1.370–1.520
metra brautir. Aðalbraut flugvallarins í
Lexington er 2.133 metra löng.
Sérfræðingar sögðu að loftmyndir af
slysstaðnum bentu til þess að vélin hefði
ekki notað aðalbrautina. Yfirvöld höfðu ekki
staðfest það í gærkvöldi og sögðu að ekki
væri vitað hvað olli slysinu.
Talin hafa
notað ranga
flugbraut
Flugslys | 15
♦♦♦
Á ÞESSU ári hafa 18 manns farist í 16 banaslysum í
umferðinni og hefur rúmlega þriðjungur banaslys-
anna orðið í þessum mánuði.
Það sem af er ágústmánuði hafa umferðarslys
kostað sjö manns lífið.
Hinn 7. ágúst fórst 36 ára kona í hörðum árekstri á
Suðurlandsvegi við Langsstaði. Rúmlega viku síðar,
hinn 16. ágúst, fórust þrír; 16 ára stúlka í slysi á Kjal-
arnesi og tveir karlmenn í slysi á Garðskagavegi,
annar var 34 ára og hinn 21 árs. Tveir Pólverjar lét-
ust eftir árekstur á Vesturlandsvegi á miðnætti 20.
ágúst, sá eldri var 47 ára en hinn yngri 25 ára.
Gamla konan sem lést í gær var sú sjöunda.
Banaslysið á Álfsnesi á laugardag telst ekki til um-
ferðarslyss þar sem það varð á vinnusvæði sem var
lokað fyrir almennri umferð.
Átján hafa látist í sextán slysum