Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Terra Nova býður 5 nátta helgarferð til þessarar spennandi borgar á
Balkanskaganum. Einstaklega spennandi kynnisferðir í boði um miklar
söguslóðir. Vinsældir þessarar höfuðborgar Búlgaríu fara mjög vaxandi
enda er Sofia heillandi borg sem býður ferðalöngum fjölskrúðugt mannlíf,
menningu, skemmtun og fleira. Þú velur milli góðra hótela í borginni og
nýtur dvalarinnar undir öruggri
leiðsögn fararstjóra Terra Nova. Kr. 59.990
Sofia
28. september
frá kr. 59.990
- SPENNANDI VALKOSTUR
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 5 nætur á Hotel Lozenetz
með morgunmat.
PRESTAR Grafarvogskirkju, þeir séra Vigfús
Þór Árnason og séra Bjarni Þór Bjarnason, voru
óhræddir við að halda guðsþjónustu úti í guðs-
grænni náttúrunni í gærmorgun þrátt fyrir að
Þegar guðsþjónustunni var lokið og andans
málefnum hafði þannig verið sinnt var leikið á
harmóniku og boðið upp á grillaðar pylsur og
gos til að skola veitingunum niður.
vætusamt hafi verið í sumar. Ekki var veðrið
heldur óhagstætt söfnuðinum en messað var að
Nónholti við Grafarvog, í skógarreit nærri
sjúkrahúsinu Vogi.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Í guðsgrænni náttúrunni
LÖGREGLAN á Hvolsvelli fékk
þyrlusveit Landhelgisgæslunnar til
liðs við sig í gær til að leita að
stórum hópi torfærumótorhjóla-
manna sem mikið hafði verið kvart-
að yfir á hálendinu að Fjallabaki,
m.a. fyrir utanvegakstur skammt
frá Hvanngili. Þyrlan TF-LÍF
stöðvaði hópinn skammt fyrir ofan
Hrauneyjar en enginn í hópnum
vildi kannast við að hafa ekið ógæti-
lega, hvað þá að hafa ekið utan
vega.
Samkvæmt upplýsingum frá
skálaverði Ferðafélags Íslands í
Hvanngili fóru um 30 manns á tor-
færumótorhjólum þar um á laug-
ardag. Á um 100 metra kafla, eftir
að akvegur og göngustígur greinast
í sundur, voru ummerki eftir ut-
anvegaakstur fimm til sex mótor-
hjóla. Einu þeirra hafði verið spólað
í hring skammt frá göngubrúnni yf-
ir Kaldaklofskvísl og voru förin eft-
ir það bæði djúp og ljót. Það var
hótinu skárra að förin voru öll í möl
og sandi en ekki í mosa eða grasi.
Skálavörður lét lögreglu vita af
ferðum mannanna og raunar barst
lögreglu töluverður fjöldi af kvört-
unum vegna stórs hóps mótorhjóla-
manna á þessum slóðum. Ýmist var
tilkynnt um ofsaakstur eða utan-
vegaakstur, nema hvort tveggja
væri.
Að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli urðu þessar tilkynningar til
þess að ákveðið var að fá þyrlu
Landhelgisgæslunnar til aðstoðar
enda erfitt að hafa uppi á hópnum
með öðrum hætti. Tveir hópar
komu í leitirnar, annars vegar 30
manna hópurinn sem reyndist hafa
verið í helgarferð um hálendið en
hins vegar þriggja manna hópur í
dagsferð. Flestir voru þeir á svo-
kölluðum Enduro-hjólum sem eru
fyllilega lögleg á öllum þjóðvegum
en þrír voru á Motocross-hjólum
sem ekki er hægt að skrá til akst-
urs á vegum og voru þau því koló-
lögleg. Viðkomandi ökumenn verða
kærðir, að sögn lögreglu.
Engin ummerki sáust um utan-
vegaakstur í þessari ferð en að
sögn lögreglu er mikið um för eftir
torfærumótorhjól á söndunum
norðan við Heklu. Enginn ökumað-
ur hefur þó enn verið staðinn að
verki við utanvegaakstur þar.
Þyrla stöðvaði stóran
hóp torfæruhjólamanna
Morgunblaðið/Golli
BÁTSVERJAR á Sigurvini GK,
sem sökk síðastliðið föstudags-
kvöld, þurftu að bíða nokkra stund
eftir að vera bjargað þrátt fyrir að
margir bátar væru í nágrenninu.
Fjölskylda á sportbátnum Svölunni
kom mönnunum til bjargar um
þremur klukkustundum eftir að
neyðarkall var fyrst sent.
Ólafur Helgi Sigþórsson, skip-
stjóri á Sigurvini GK, hafði ásamt
þeim Rúrik Hreinssyni og Leifi
Guðjónssyni verið að veiða skötusel
15 sjómílur norðvestur af Rifi þeg-
ar drapst á vél bátsins. „Ég fer þá
inn og sé að vélarrúmið er hálffullt
af sjó,“ sagði Ólafur við Morgun-
blaðið í gær. Fóru þeir þá þegar í
flotgalla og sendu út neyðarkall úr
sjálfvirka tilkynningabúnaðinum
enda talstöð óvirk sökum raf-
magnsleysis. „Maður taldi að þetta
yrði allt í lagi því það voru bátar í
nágrenninu og haft yrði samband
við þá. Þegar báturinn hélt áfram
að síga og bátarnir sigldu til lands
hentum við björgunarbátnum út.“
Ólafur segist hafa sent neyðar-
kallið klukkan hálfsjö um kvöldið
en þeir félagar fóru í björgunarbát-
inn um einni og hálfri klukkustund
síðar. Þrátt fyrir að báturinn sykki
nokkrum mínútum seinna segir
Ólafur að hann hafi sokkið tiltölu-
lega hægt og ekkert fát verið á
skipverjum þegar hann var yfirgef-
inn.
Í björgunarbátnum var neyðar-
sendir sem bátsverjar gangsettu.
Einnig reyndu þeir að skjóta
neyðarblysum til að vekja athygli
bæði báta og fólks í landi en þegar
farið var að rökkva var þeim hætt
að lítast á blikuna. „Maður vissi
ekki neitt og það kom enginn,“
segir Ólafur. Veður var engu að
síður gott og segir Ólafur að þeir
hafi ekki talið að þeir væru í beinni
hættu. „Það var eins og ekkert
væri að gerast. Maður hefur oft
verið beðinn að svipast um eftir
bátum og ef tilkynningarbúnaður-
inn dettur út er alltaf strax hringt
til að athuga hvort eitthvað sé að.
Af því að maður sá báta þarna í
kring hélt maður að þetta væri
öruggt.“
Þegar klukkan var tuttugu mín-
útur í tíu kom skemmtibáturinn
Svalan að mönnunum þremur og
segir Ólafur að það hafi verið
miklu meira en léttir að sjá bátinn
stefna að þeim. Var síðan flogið
með bátsverjana þrjá til Reykja-
víkur í þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Bátsverjar á Sigurvini GK þurftu að bíða í óratíma eftir því að verða bjargað
Var hætt að lítast á blikuna
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is »Um kl. 18:30: Bátsverjar verðavarir við nokkurn leka í bátnum
eftir að drepst á vél hans. Neyð-
arkall sent og neyðarblysum skotið.
»Um kl. 20: Skipverjar ákveða aðyfirgefa Sigurvin GK og fara
um borð í björgunarbátinn.
»Kl. 20:53: Flugvélar heyra íneyðarsendi björgunarbátsins.
Í HNOTSKURN
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Sökk Sigurvin GK sökk á föstu-
dagskvöld. Mannbjörg varð.
REYKUR frá ofni í Boeing-þotu
British Airways varð til þess að
flugstjóri vélarinnar lýsti yfir
neyðarástandi um borð og til-
kynnti flugturni á Keflavíkurflug-
velli að eldur logaði í farþegarými
vélarinnar, samkvæmt upplýsing-
um frá flugmálastjórn á Keflavík-
urflugvelli. Gerðist þetta á laug-
ardagskvöldið.
Neyðarviðbúnaður var á Kefla-
víkurflugvelli vegna tilkynningar-
innar og var allsherjarútkall vegna
yfirvofandi flugslyss. Gríðarmikið
lið slökkviliðs- og björgunarmanna
dreif því að flugvellinum og fleiri
biðu átekta í Straumsvík.
Þegar betur var að gáð logaði
ekki eldur heldur kom reykur frá
ofni í eldhúsi aftan í vélinni. Þegar
vélin var lent fóru slökkviliðsmenn
um borð í hana og gengu úr
skugga um að ekki væri hætta á
ferðum.
Þá fóru fulltrúar frá flugmála-
stjórn og rannsóknarnefnd flug-
slysa einnig um borð, að sögn Stef-
áns Thordersen, yfirmanns
öryggissviðs flugmálastjórnar á
Keflavíkurflugvelli.
Stefán sagði að boðun vegna at-
viksins hefði gengið vel að mestu
leyti. Boðunin fer fram hjá Neyð-
arlínu með sms-skeytum og er í
mismunandi stigum, að sögn Stef-
áns. Sumir hefðu fengið boðun eft-
ir að greint var frá málinu í kvöld-
fréttum Ríkisútvarpsins og kannað
yrði hverju það sætti. Alltaf væri
haldinn fundur hjá þeim sem koma
að viðbragðsáætlun vegna flug-
slysa og er ætlunin að halda hann í
dag.
Farþegarnir yfirgáfu ekki
vélina á flugvellinum
Ellisif Tinna Víðisdóttir, stað-
gengill sýslumanns á Keflavíkur-
flugvelli, segir að eftir að tilkynn-
ing barst hafi ekki verið um annað
að ræða en boða allsherjarútkall.
Ekki kom til þess að farþegar
yfirgæfu vélina en flugstjórinn
lagði ríka áherslu á að vélin gæti
farið fljótlega aftur í loftið, m.a. til
að brottför myndi ekki tefjast
vegna hvíldartímaákvæða flug-
manna, að sögn Ellisifjar Tinnu.
Rannsókn hefði leitt í ljós að það
væri óhætt og vélinni því verið
hleypt af stað eftir að reykofninn
hafði verið fjarlægður.
Reykur úr
eldhúsofni
hleypti af
stað alls-
herjarútkalli