Morgunblaðið - 28.08.2006, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 7
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
9
3
3
Laugavegi 172 • Reykjavík • sími 590 5700
KIA umboðið er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
3 ára ábyrgð.
KIA Sportage er sigurvegari í sínum flokki,
samkvæmt gæðakönnun hins virta alþjóðlega
rannsóknarfyrirtækis JD Power. Könnunin náði
til 115 þúsund bíleigenda í Bandaríkjunum.
*M.v. 30% útborgun og 84 mán. bílasamning hjá SP fjármögnun með blandaðri myntkörfu.
KIA umboðið á Íslandi er í e igu Heklu hf.
Vegna sérlega hagstæðra samninga við framleiðendur getum við nú
boðið örfáa KIA Sportage á þessu frábæra verði. KIA Sportage nýtur
sívaxandi vinsælda á Íslandi, enda framúrskarandi og margverðlaunaður
sportjeppi. Byltingarkennd 2ja lítra dísilvélin er einstaklega hljóðlát og
umhverfisvæn en skilar engu að síður 140 hestöflum og eyðir aðeins
7,1 lítra á hundraðið í blönduðum akstri.
SértilboðKIA Sportage dísil 140 hestöfl
eða 27.720 kr. á mánuði*
2.690.000 kr.
Hólmavík | Það ríkti mikil eftirvænting en
jafnframt kátína hjá þeim fjölmörgu sem
voru komnir í Sævang við Steingrímsfjörð
í gær til að fylgjast með og taka þátt í
meistaramóti í hrútadómum.
Um fjörutíu manns skráðu sig til leiks í
hrútaþuklinu og skiptust nokkuð jafnt í
flokk vanra þuklara og flokk óvanra og
hræddra þuklara. Þeir vönu einbeittu sér
að atriðum eins og hryggbreidd, læradýpt
og öðru slíku meðan hinir óvönu mátu
hrútana frekar eftir útliti, hegðun og kyn-
þokka. Á meðan þuklararnir athöfnuðu sig
héldu svokallaðir íhaldsmenn hrútunum í
skefjum. Svo var að sjá sem hrútaþukl
væri mikil fræðigrein og útheimti miklar
spekúlasjónir.
Það var líka til mikils að vinna því í
verðlaun voru handverksmunir úr hér-
aðinu ásamt því sem vönu hrútaþukl-
ararnir fengu að launum nokkra skammta
af hrútasæði frá Búnaðarsamtökum Vest-
urlands.
Til að fullkomna sveitastemninguna var
svo boðið upp á kjötsúpu að hætti Stranda-
manna og drekkhlaðið kaffihlaðborð. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Vanir og óvanir
þukluðu hrúta
SENN styttist í að sjósundkappinn
Benedikt S. Lafleur reyni við Erm-
arsundið. Í samtali við Morg-
unblaðið segist hann hafa synt sitt
síðasta stóra æfingasund rétt fyrir
helgi þegar hann synti í alls 8 klst.
Segist hann afar ánægður með hve
auðvelt það hafi í reynd verið og
tekur fram að sér hafi jafnvel liðið
betur eftir 8 klst. í sjónum en á
fyrstu tímunum.
Aðspurður segir Benedikt algjört
lykilatriði að matast nægilega vel
og alltaf á klukkutíma fresti meðan
á sjósundinu standi til þess að við-
halda nægum líkamshita og orku.
Bendir hann á að hann hafi prófað
sig áfram með næringu í sjósundum
sínum hér heima og finnist langbest
að drekka Herbalife-hristing, sem
sé bæði saðsamur og bragðgóður,
auk þess sem hann drekki Herba-
life-te og aloe vera-safa. „Síðan hef
ég fengið góð ráð frá erlendum sjó-
sundköppum sem hér eru staddir
og þannig bentu þeir mér á duft
sem heitir Maxime, sem gott er að
blanda út í sódavatn með rifs-
berjabragði, en bragðið af drykkn-
um veitir gott mótvægi við seltuna
og vinnur því vel á ógleðinni sem
fylgir því að velkjast um í sjónum í
lengri tíma,“ segir Benedikt og tek-
ur fram að sjórinn virki mun saltari
við Bretlandsstrendur en heima.
Syndir kannski til baka líka
Aðspurður segist Benedikt munu
æfa styttri sundspretti næstu daga
þangað til hann leggur í hann.
Einnig segir hann mikilvægt að
undirbúa sig vel andlega. Að sögn
Benedikts kemur jafnvel til greina
að hann syndi til baka aftur þegar
hann hefur lokið við sundspölinn
yfir Ermarsundið. Segir hann í
raun aðeins vont veður eða ónóga
krafta geta komið í veg fyrir það.
Eins og áður hefur komið fram er
sjósund Benedikts yfir Erm-
arsundið liður í því að vekja athygli
á mansali. Allar nánari upplýsingar
um sundið og upplýsingar um
hvernig heita má á Benedikt má
nálgast á vef hans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilbúinn Benedikt S. Lafleur reynir
senn að synda yfir Ermarsundið.
Síðasta stóra
æfingasundið
að baki
TENGLAR
..............................................
www.ermasund.is