Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 9 FRÉTTIR Mánudagur 28. ágúst Marókóskur pottur og buff Þriðjudagur 29. ágúst Grænmetislasagna m/pestó Miðvikudagur 30. ágúst Dahl indverskur pottur m/litlum samó- sum Fimmtudagur 24. ágúst Sítrónukarrý & Spínatbuff Föstudagur 1. sept. Orkuhleifur með rótargrænmetis- mús Helgin 2.-3. sept. Pottréttur í appelsínusósu & buff Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Buxnadragtir og sportleg buxnadress iðunn tískuverslun Laugavegi 40, s. 561 1690 Síðasta vika lagersölunnar POLO RALPH LAUREN Byrjendanámskeið: Hefst 25. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23. Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að koma með „makker“. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa og lærðu brids í góðum félagsskap. Framhaldsnámskeið: Hefst 27. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Viltu verða betri spilari? Á framhaldsnámskeiði Bridsskólans gefst þér gott tækifæri til að bæta við kunnáttuna. Þú lærir nútíma sagnir, hvassa spilatækni og samvinnu við makker í vörninni. Örugg og skemmtileg leið til framfara. Ítarleg kennslugögn fylgja báðum námskeiðum. Kennari: Guðmundur Páll Arnarson. Innritun á haustönn BRIDSSKÓLINN Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37, Reykjavík. Sjá nánar á netinu: Bridge.is (undir „fræðsla“) Hlíðarsmára 11 Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Nýjar vörur frá EINA einvígið í átta manna úrslitum Íslandsmótsins í skák 2006, sem lykt- aði með bræðrabyltu eftir tvær kapp- skákir, var viðureign stórmeistarans Henriks Danielssonar (2.517) og al- þjóðlega meistarans Arnars E. Gunn- arssonar (2.432). Arnar bar sigur úr býtum í fyrri atskákinni sem tefld var sl. föstudag en Henrik jafnaði metin jafnharðan í þeirri næstu. Þá var gripið til þess ráðs að tefla tvær hrað- skákir og þær vann Arnar báðar. Í undanúrslitum mætti Arnar nú- verandi Íslandsmeistara, stórmeist- aranum Hannesi Hlífari (2.569) og í fyrri kappskákinni hafði Hannes hvítt og eftir byrjunina náði hann hægt og sígandi undirtökunum. Upp kom endatafl þar sem hvítur hafði hrók og riddara gegn hróki og bisk- upi svarts. Vígstaða manna hvíts var sterkari ásamt því sem frípeð á e- línunni var öflugt. Arnar varðist fim- lega og í sumum stöðum hafði hann jafntefli í hendi sér. Það fór hins veg- ar endanlega forgörðum þegar and- stæðingurinn leiddi hann í gildru með næsta leik sínum: (sjá stöðumynd1) 66. Hd5+! Kxe4? Svartur hefði þurft að berjast fyrir lífi sínu eftir 66. … Kf4 67. Rxg5 en í þeirri stöðu hefðu verið góðir hag- nýtir jafnteflismöguleikar. Eftir textaleikinn vinnur hvítur skiptamun og stuttu síðar taflið. 67. He5+ Kf3 68. Hxe1 g4 69. Hf1+ Ke3 70. Hf8 Ba4 71. Ha8 Bb5 72. Hb8 og svartur gafst upp þar sem eftir 72. … Ba4 73. Hb4 fellur g-peð svarts. Hugsanlega hefur Arnari orðið of mikið um eftir þennan ósigur eða orð- ið þreyttur þegar samið var um ör- stutt jafntefli í síðari kappskák ein- vígisins. Þetta tryggði stórmeistaranum sæti í úrslitum mótsins og í því einvígi mætir hann sigurvegaranum í einvígi alþjóðlegu meistaranna Héðins Steingrímssonar (2.449) og Braga Þorfinnssonar (2.379) en þar var hart barist. Í fyrri kappskákinni þjarmaði Héðinn með hvítu hægt og sígandi að Braga þar til taflið var orðið afar vænlegt. Bragi varðist þá hins vegar af mikilli hörku og dugði það til að bjarga jafnteflinu. Í síðari skákinni jafnaði Héðinn taflið fljótlega með svörtu og náði síðan undirtökunum með rökrænum og eðlilegum leikjum en taflmennska hvíts var fálmkennd. Þegar útlit var fyrir að svartur myndi auðveldlega brjótast í gegn og landa sigri fór Bragi að verjast af skyn- semi. Sennilega hefði Héðinn getað knúið fram sigur en það sóttist erf- iðlega og að lokum þurfti hann sætta sig við að vera peði yfir með riddara gegn biskupi hvíts. Hvítum tókst að virkja kóng sinn og hugsanlega hefði hann getað haldið jafntefli með því að virkja stöðu sína sem mest. Hvítur kaus hins vegar að halda að sér hönd- um og á meðan bætti svartur stöðuna á kóngsvængnum og þegar svartur lék sínum 54. leik kom eftirfarandi staða upp: (sjá stöðumynd2) 55. Bb5+?! Það er auðvelt að vera vitur eftir á en sennilega hefði 55. Bc2 Re2 56. Bd3 Rd4 57. Bc4 veitt hvítum betri möguleika á að ná jafntefli. 55. … Rxb5! Hárrétt ákvörðun. Svartur hafði reiknað dæmið til enda og metið möguleika sína góða í drottning- arendataflinu. 56. Kxb5 Kd6 57. Kxa5 Kc5 58. Ka4 Kd4 59. Kxb4 Kxe4 60. Kc3 Ke3! Svartur tryggir með þessu að e- peðið sitt komi upp á sama tíma og b- peð hvíts. Þar sem peð svarts rennur upp í borð með skák voru sigurlíkur svarts umtalsverðar þar sem peð hvíts á kóngsvæng eru illverjanleg. Lok skákarinnar urðu þessi: 61. b4 e4 62. b5 Kf2 63. b6 e3 64. b7 e2 65. b8=D e1=D+ 66. Kd3 De2+ 67. Kd4 Kg2 68. Db1 Df2+ 69. Ke4 Kxh2 70. Db5 Df3+ 71. Kd4 Df6+ 72. Ke3 De6+ 73. Kf2 Df7+ 74. Ke3 Kxg3 75. Db8+ Kh3 76. Da8 De6+ 77. Kf4 Df6+ 78. Ke3 De5+ 79. Kd2 Df4+ 80. Ke2 Dh2+ 81. Kf1 Df4+ 82. Kg1 De3+ og hvítur gafst upp. Þessi úrslit þýða að Héðinn Stein- grímsson mun gera tilraun til að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Hannesi Hlífari Stefánssyni í fjög- urra skáka einvígi og stöðva þar með fimm ára samfellda sigurgöngu Hannesar á Íslandsmótinu. Áhuga- menn um skák eru hvattir til að mæta á skákstað en úrslitaeinvígið hefst á þriðjudaginn kl 17 í höfuðstöðv- umOrkuveitu Reykjavíkur að Bæj- arhálsi 1. Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í beinni útsendingu á Netinu á heimasíðu mótsins, www.skaksamband.is. Hannes og Héðinn tefla til úrslita Eftir Helga Áss Grétarsson daggi@internet.is SKÁK Skákhöllin Faxafeni 12 Íslandsmótið í skák 2006 20. ágúst – 2. september 2006 Á LAUGARDAGINN var hin árlega flugsýning Flugmálafélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli en að þessu sinni var 70 ára afmælis félagsins sérstaklega minnst. Meðal flug- atriða voru fallhlífarstökk, hjáflug á Þristinum, listflug, flugtak og há- flug Boeing 757-áætlunarþotu Ice- landair, hópflug, fisflug og svif- vængjaflug. Talið er að gestir sýningarinnar hafi verið á annað þúsund og gafst þeim kostur á að skoða sögufrægar flugvélar í návígi og setjast upp í nokkrar þeirra. Einnig sýndi félagið Þytur glæsi- leg flugmódel. Endað var á sýning- aratriði Þyrluþjónustunnar en að því loknu varð skýfall og hlupu sýn- ingargestir þá undir vængi flugvél- anna til að skýla sér gegn regninu. Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson Þristurinn Margir skoðuðu þjóninn þarfa á flugsýningunni. Flugsýning á flugdegi Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.