Morgunblaðið - 28.08.2006, Side 10

Morgunblaðið - 28.08.2006, Side 10
10 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er óboðlegt og óþolandiað margra vikna bið séeftir afgreiðslu kenni-talna hjá Þjóðskrá og hafa fyrirtæki sem eru í vanda vegna þessa snúið sér til Samtaka ferðaþjónustunnar, að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að biðin eftir því að fá kennitölur af- greiddar sé nú um fjórar til fimm vikur, en slíkum umsóknum fjölgi mjög á sumrin. Þær séu oft mjög illa unnar, sem sé vandamál. Erna Hauksdóttir segir Samtök ferðaþjónustunnar hafa frétt af fyr- irtækjum sem eigi í vanda vegna þess hve langan tíma tekur að fá kennitölur fyrir erlent starfsfólk. Þau fyrirtæki sem hafi leitað til samtakanna vegna málsins vilji „hafa allt í röð og reglu og kunna afar vel að fylla út umsóknir og skila þeim inn á réttum tíma. Þar á meðal er fyrirtæki sem skilaði inn [umsóknum] í kringum miðjan júlí og það er verið að afgreiða það núna“, segir Erna. Hún segir þá stöðu sem uppi er algerlega óboðlega fyrir atvinnulíf- ið og það hljóti einnig að vera það fyrir skattkerfið. „Ef fyrirtækin fá ekki kennitölu fyrir starfsfólkið, geta þau ekki skilað skatti vegna fólksins. „Ég verð að segja að þetta hlýtur að skapa hættu á því að einhverjum detti í hug að eina leiðin sé að skila ekki skatti,“ segir Erna. Kanna þarf fjárlagaheimildir ef fjölga á starfsfólki Skúli Guðmundsson bendir á að hingað til lands komi „ótrúlegur fjöldi útlendinga til starfa miðað við áður og margir atvinnurekendur hafi ekki mikla reynslu af því að sækja um kennitölur fyrir þá. Um- sóknir til okkar um kennitölur eru oft mjög illa unnar. Tími okkar fer þá í að reyna að ná í þessa vinnu- veitendur og biðja þá um að fylla þetta betur út“. Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um hversu margir eru á biðlista eftir kennitölu hjá Þjóðskrá. Á bilinu 40 til 50 umsókn- ir séu afgreiddar á dag og biðin sé nú um fjórar til fimm vikur. Spurður um hvort ekki sé hugs- anlegt að fjölga þurfi starfsfólki Þjóðskrár vegna aukins fjölda um- sókna, segir Skúli að það sé ein möguleg leið. Umsóknum um kennitölur fjölgi mjög á sumrin þegar vanasta starfsfólk þjóðskrár fari í leyfi og sumarafleysingafólk sé að störfum. „En ef það á að fjölga fólki þurfa menn að kanna hvort þeir hafi fjárlagaheimildir og annað,“ segir hann. Skúli segir stærsta vanda máls- ins í sjálfu sér ekki snúast um kennitölurnar heldur „hversu illa vinnuveitendur eru að skila af sér ráðningarsamningum“. Hann hafi nýlega fundað með starfsmönnum Vinnumálastofnunar vegna þessara mála og þar hafi komið skýrt fram að vandamálið væri fyrst og fremst það að ekki gengi nógu vel að skila ráðningar- samningum. Þegar útlendingar komi hingað til starfa beri vinnu- veitanda að skila ráðningarsamn- ingi til stofnunarinnar innan tíu daga. „Ef menn gerðu það væri í raun allt önnur staða í þessum málum. Þó svo að kennitalan sé ekki komin geti menn sagt frá því að búið sé að ráða útlending í vinnu til þeirra. Vinnumálastofnun geti fengið upp- lýsingar hjá Þjóðskrá og hafi á fyrrgreindum fundi verið rætt hvernig stofnunin geti betur nýtt sér gögn Þjóðskrár, en hún sé upp- færð einu sinni á dag. Mun færri ráðningarsamn- ingar en kennitöluumsóknir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ekkert samhengi milli þess fjölda umsókna sem Þjóðskrá berst um kennitölur og fjölda ráðningarsamninga fyrir erlent vinnuafl sem Vinnumála- stofnun fær í hendur. Vinnuveit- endur virðist muni seinni á ferð með að skila ráðningarsamningum en umsóknum um kennitölur. Nefn- ir hann sem dæmi að í júní hafi ver- ið sótt um 1.500 kennitölur til Þjóð- skrár en á þeim tíma hafi Vinnumálastofnun borist tilkynn- ingar um það bil 300 ráðningar. „Ef við tökum um 500 manns af þessum 1.500 frá, sem gætu verið börn, makar og aðrir sem ekki eru að fara á vinnumarkaðinn, þá eru samt þús- und eftir. 300 koma til okkar og hvar eru þá hinir 700?“ spyr Gissur. Hann bendir á að vinnuveitendur geti sótt um kennitölu og beðið eftir henni, en sent Vinnumálastofnun jafnframt afrit af ráðningarsamn- ingnum. „Þess vegna höfum við verið að hvetja fyrirtæki til þess að gera það þrátt fyrir að þau séu að bíða eftir afgreiðslu á kennitölum,“ segir Gissur. Vinnuveitendur kunni að halda að með því að sækja um kennitölu og bíða eftir henni hafi þeir uppfyllt skyldur sínar gagn- vart Vinnumálastofnun, en svo sé ekki. Nauðsynlegt sé að ráðning- arsamningum sé skilað á tilsettum tíma, innan 10 daga eftir ráðningu, svo stofnunin fái upplýsingar um hvaða vinnuveitandi hafi ráðið hvern og hversu margir hafi verið ráðnir. Allt að fimm vikna bið eftir nýjum kennitölum Umsóknirnar oft illa unnar, segir skrifstofustjóri Þjóðskrár Morgunblaðið/Golli Kennitölur Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að fyrirtæki hafi lent í vanda vegna seinnar afgreiðslu kennitalna fyrir erlent starfsfólk. Myndin er tekin á veitingahúsinu Indian Mangó í Reykjavík, en það tengist þessari umfjöllun ekki sérstaklega. Fréttaskýring | Fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna óboðlega og óþolandi fyrir atvinnu- lífið. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is »Umsóknum um kennitölurfjölgar mjög á sumrin. »Biðin eftir kennitölum hefurundanfarið verið fjórar til fimm vikur en 40 til 50 umsóknir eru af- greiddar daglega hjá þjóðskrá. »Ef fyrirtækin fá ekki kennitölufyrir starfsfólkið geta þau ekki skilað skatti vegna fólksins. »Ekkert samhengi er milli fjöldaumsókna um kennitölur og fjölda ráðningarsamninga fyrir er- lent vinnuafl. Í HNOTSKURN elva@mbl.is ORRI Vigfússon, formaður Norður- Atlantshafslaxasjóðsins (NASF) hef- ur ritað John Browne, sjávarútvegs- ráðherra Írlands, bréf vegna rek- netaveiða Íra á laxi. Í bréfinu segir meðal annars að nóg sé komið af óheiðarlegum vinnubrögðum Íra, en þeir eru eina þjóð heimsins sem enn hefur ekki hætt reknetaveiðunum. NASF hefur undafarin 10–15 ár gert laxaverndarsamninga um heim allan og segir Orri samingagerðina hafa gengið vel í flestum löndum, en Írska lýðveldið standi hins vegar eftir. Írar hafi af póli- tískum ástæðum streist á móti en allir vísindamenn, þar á meðal írsk- ir, hafi viðurkennt að veiðar úr óað- greindum laxa- stofnum séu slæmar. Í fyrra hafi komið í ljós að írsk stjórnvöld höfðu fengið vott- unarfyrirtækið Slow Food til þess að votta írskan lax úti um allan heim. Bent var á að það gengi ekki upp því veiðarnar væru ekki sjálfbærar og hafði Orri þá samband við Carlo Petrini, stjórnarformann Slow Food. Hann skoðaði málið og í kjölfarið var notkun írskra stjórnvalda á Slow Fo- od vottuninni afturkölluð. Að sögn Orra brugðust írsk stjórn- völd ókvæða við og sökuðu Orra í jan- úar sl. um að fara með rangt mál. Sögðu Írar að þeir væru stöðugt að minnka veiðarnar og að þeir væru ekki að taka lax frá öðrum þjóðum. „Síðar kom í ljós að þeirra eigin vísindanefnd lagðist gegn þessum veiðum og benti á að ég hefði haft rétt fyrir mér,“ segir Orri. Safnað hafi verið merkjum sem fram hefðu komið í írsku reknetaveiðunum og þau sýndu að fjöldi laxa frá öðrum þjóð- um hefði verið veiddur af Írum. Sér- staklega hafi verið um að ræða lax frá Englandi og Wales, en líka frá Skot- landi, Frakklandi, Spáni og Þýska- landi. „Þetta eru lönd sem eru að reyna að endurvekja laxastofna sína,“ segir Orri. Það sé hins vegar til- gangslaust að gera því að allur sá lax sem gangi út úr þeirra ám og fari á fæðusvæði í Norðurhöfum í eitt til tvö ár gangi heim aftur og fari í gegnum Orri Vigfússon, formaður NASF, hefur ritað sjávarútvegsráðherra Írlands bréf vegna reknetaveiða Íra á laxi Segir nóg komið af óheiðarlegum vinnubrögðum írskra yfirvalda Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Morgunblaðið/Golli Góð laxveiði Veiðimenn eru ánægðir með laxveiðina í sumar þrátt fyrir að vatnsleysi hafi dregið úr veiði í sumum ám. Elliðaárnar í Reykjavík eru meðal þeirra vatnsfalla sem skilað hafa mun fleiri löxum en í fyrra. Orri Vigfússon STJÓRN og þingflokkur Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs hélt fund við Sauðárfoss á laug- ardag og kynnti þá ályktun um að frestað yrði að fylla Hálslón. Ályktunin hljóðar svo: „Frá upp- hafi hefur ríkt óvissa um hve mikil áhætta yrði samfara fyllingu Háls- lóns og starfrækslu Kára- hnjúkavirkjunar. Vísbendingar um þessa áhættu hafa styrkst mjög að undanförnu. Í ljósi þessa skora stjórn og þingflokkur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs á rík- isstjórnina og stjórn Landsvirkj- unar að fresta fyrirhugaðri fyllingu Hálslóns þar til sérstaklega skipuð matsnefnd óháðra aðila hefur verið fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þess verði beðið að nefndin skili áliti áð- ur en aðhafst verður frekar enda hér um gríðarlega afdrifaríka ákvörðun að ræða sem ekki verður aftur tekin. Þeir þingmenn og sveit- arstjórnarmenn, er samþykktu byggingu Kárahnjúkavirkjunar á viðkomandi vettvangi, bera einnig ríka ábyrgð í málinu. Því sam- þykkja stjórn og þingflokkur VG jafnframt að leita eftir stuðningi þessara aðila við ofangreinda kröfu með formlegu erindi.“ Frestað verði að fylla Hálslón Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á fundinum við Sauðárfoss. EF GENGIÐ yrði til kosninga nú fengi Framsóknarflokkurinn 10,7% fylgi, samanborið við 17,7% í síð- ustu Alþingiskosningum. Sjálfstæð- isflokkurinn fengi 39,8%, en fékk 33,7% í síðustu kosningum. Rík- isstjórnarflokkarnir tveir fengju samkvæmt þessu 50,5% atkvæða og 32 þingmenn kjörna, en eru í dag með 35 þingmenn. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins sem birt var í gær. Í sömu könnun kemur fram að 28% aðspurðra myndu kjósa Sam- fylkinguna, en hún fékk 30,9% at- kvæði í síðustu þingkosningum. Vinstihreyfingin – grænt framboð fengi nú 18,8%, en var með 8,8% í síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með 2,1%, en var með 7,4% í síðustu kosningum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var úrtakið í símakönnuninni, sem gerð var sl. laugardag, alls 800 kjósendur. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfalls- lega milli kjördæma. Alls gáfu 60 prósent aðspurðra upp afstöðu sína. VG tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.