Morgunblaðið - 28.08.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 11
Laugalækur 58
105 Reykjavík
Verð: 54.900.000
Stærð: 239,1 fm
Fjöldi herbergja: 7
Byggingarár: 1973
Brunabótamat: 29.950.000
Bílskúr: Já
Fallegt og sígilt og einstaklega vel við haldið raðhús með bílskúr í einu af vinsælustu hverfum borgarinnar.
Vandað handverk, öll efni af vönduðustu gerð og viðhald til fyrirmyndar. Á fostofu, borðstofu og í eldhúsi
eru fallegar flísar en gegnheilt parket á stofu og er þaðan útgengt á verönd og út í garð. Gegnheill
eikarstigi upp á efri hæð þar sem eru 4 svefnherbergi og baðherbergi m/baðkari og sturtu. Sérinngangur
er í kjallara en þar er rúmgott sjónvarpsherbergi, þvottahús o.fl.
Jóhanna Kristín
Sölufulltrúi
698 7695
jkt@remax.is
Jónas Örn
Jónasson hdl.
lögg. fasteignasali
520 9550
MJÓDD
Opið hús í kvöld kl. 19:30-20:30
RÚMLEGA 500 gestir frá 18 lönd-
um sóttu Ísland heim vegna nor-
ræna hjarta- og lungnaskurðlækna-
þingsins sem fór fram í Reykjavík.
Meðal þeirra voru heimsfrægir er-
lendir fyrirlesarar á sviði hjarta- og
lungnaskurðlækninga. Ýmis álita-
efni sem snerta þessar ört vaxandi
greinar innan læknisfræðinnar voru
rædd í fyrirlestraröðum og mál-
stofum, auk þess sem nýjasta tækni
var kynnt á ráðstefnunni. Breski
hjartaskurðlæknirinn Steven Wes-
taby er einn þeirra lækna sem
sóttu ráðstefnun, en hann er einn
af brautryðjendum nýrrar tækni á
sviði hjartabilunar.
Batahorfur verri en
krabbameinssjúklinga
Steven Westaby á að baki langan
starfsferil við hjartaskurðlækningar
í Oxford. Westaby segir að hann
hafi fljótt fengið áhuga á alvarlegri
hjartabilun og segir hann ástæður
þess einfaldar: „Hjartabilun er eitt
stærsta heilbrigðisvandamál hins
vestræna heimshluta, sé tillit tekið
til dauðsfalla af völdum sjúkdóms-
ins. Batahorfur þeirra sem kljást
við alvarlega hjartabilun eru verri
en batahorfur krabbameins- og
eyðnisjúklinga og margir kljást við
vandann, ekki bara háfullorðið fólk,
heldur börn og einstaklingar á
besta aldri sem fá óvænta veirusýk-
ingu,“ segir Westaby. Hann segir
að hingað til hafi eina svarið við
mjög alvarlegri hjartabilun verið
hjartaígræðsla. Sú aðferð takmark-
ast hins vegar mjög við líf-
færagjafavandann, einungis 4.000
hjörtu eru til reiðu fyrir hjartaíg-
ræðslu á hverju ári og um helm-
ingur ígræðslna ár hvert er fram-
kvæmdur í Bandaríkjunum. „Ég
vann við hjartaígræðslu til skamms
tíma og vonbrigðin jukust með
hverjum sjúklingi sem ég þurfti að
horfa á eftir,“ segir Westaby. „Þá
fór ég að leita að öðrum úrræðum
fyrir þá sem kljást við sjúkdóm-
inn.“
Dæla á stærð við þumal gegnir
hlutverki vinstra hjartahvolfs
Westaby hóf að kanna möguleika
á því að koma rafknúnum búnaði
fyrir í hjartanu og á vegi hans varð
Robert Jarvik, bandarískur verk-
fræðingur, sem mikið hafði unnið
með gervihjörtu og fundið upp
fyrsta nothæfa gervihjartað. Upp-
finningin stóð ekki undir vænt-
ingum verkfræðingsins og þegar
þeir hittust var Jarvik að leita
nýrra leiða til að þróa tæki sem
hjálpað gæti hjartveikum. „Afrakst-
urinn var rafknúin dæla á stærð við
þumalinn á mér. Dælan stuðlar að
stöðugu blóðflæði með jöfnum
þrýstingi og henni er komið fyrir í
vinstra hjartahvolfi, þar sem trufl-
un á starfsemi hjartans á sér stað í
vinstra hvolfinu í 95% tilvika,“ segir
Steven. Þegar tilraunir með tækið
hófust kom í ljós sú merkilega stað-
reynd að þegar hið lasburða hjarta
fær hvíld, lagast það. „Það sem
gerist er að vöðvafrumur hjartans
breytast við hjartabilun. Frum-
urnar stækka og efnaskiptin rask-
ast,“ segir Steven. „Þegar hjartað
fær hvíld virðist ástandið þó batna
til muna.“
Fyrsti sjúklingurinn sem tækið
var grætt í fór undir hnífinn fyrir
um sex árum og þó að ýmislegt hafi
bjátað á í fyrstu, lifir maðurinn til-
tölulega eðlilegu lífi, miðað við þá
sem hlotið hafa ígræðslu og stöðugt
þurfa að vera undir eftirliti læknis
og vera á stífri lyfjameðferð gegn
höfnun líffærisins. „Eftir því sem
þróun tækisins heldur áfram og við
verðum færari í að koma í veg sýk-
ingar og tæknilega örðugleika fær-
umst við nær því að hafa í höndum
örsmátt tæki sem getur komið í veg
fyrir að fólk þurfi á hjartaígræðslu
að halda“ Westaby segir að með
þessari tækni verði hægt að grípa
til fyrirbyggjandi aðgerða og græða
tækið í þá sem eru með lasburða
hjarta áður en sjúkdómurinn hefur
dregið þá að dauðans dyrum. Tæk-
ið hefur notið vaxandi athygli fag-
fólks og fyrir þremur vikum fjallaði
New England Journal of Medicine
um árangurinn af notkun þess.
Steinar í götu hugsjónamanns
Eins og oft vill verða með góðar
hugmyndir hefur þróunarvinna
Westaby oft strandað á fjármunum.
Hver hjartadæla kostar 50.000
pund og segir Westaby að erfitt
hafi verið að koma heilbrigðisyf-
irvöldum í Bretlandi í skilning um
hagkvæmni þess að fjárfesta í tæk-
inu. Hann viðurkennir fúslega að
tækið sé mjög dýrt, en þegar upp
er staðið kosti það jafnmikið og
hjartaígræðsla, með öllum þeim eft-
irmálum sem ígræðslu fylgja.
„Munurinn er hins vegar sá að að-
eins brotabrot af hjartabilunar-
sjúklingum á kost á ígræðslu auk
þess sem hjartadælan gerir sjúk-
lingnum auðveldara að hverfa aftur
til hefðbundins lífernis.“
Westaby lét ekki deigan síga þótt
skilningur breskra stjórnvalda á
vinnu hans væri takmarkaður.
Hann ýtti úr vör styrktarsjóði fyrir
þá sjúklinga sem þörfnuðust tæk-
isins og safnaði samtals 1,5 millj-
ónum punda. Westaby þurfti að
sníða sér stakk eftir vexti í starfs-
mannamálum skurðstofu sinnar, til
þess að gera ísetninguna sjúkling-
um sem ódýrasta. Hann nýtur að-
eins aðstoðar hjúkrunarfræðings og
eins annars starfsmanns þegar
hann framkvæmir meginþorra
skurðaðgerðanna. „Sjáðu til, ég er
jafnframt með gráðu í lífefnafræði
og er doktor í lífverkfræði,“ segir
Westaby og bætir við að menntun
sín færi sér ákveðið forskot og það
sé ótrúlega gagnlegt að geta bæði
verið verkfræðingurinn sem tekur
þátt í þróun tækisins og læknirinn
sem kemur því fyrir.
Brýnt að fylgjast með
nýjungum hér á landi
Ein dæla af þeirri tegund sem
fjallað hefur verið um er komin til
landsins og eiga íslenskir læknar
einungis eftir að fara í eina starfs-
ferð áður en mögulegt verður að
nota tækið til þess að bregðast við
hjartabilun hér á landi. Bjarni
Torfason, yfirlæknir hjartaskurð-
deildar LSH, segir að tækið sé
komið til Íslands fyrir tilstuðlan
þjóðarátaksins „Í hjartastað“ sem
efnt var til í kjölfar fráfalls Þor-
bjarnar Árnasonar sem lést vegna
hjartabilunar í nóvember árið 2004.
Hann tekur undir orð Westaby og
segir að kostnaður við dæluna sé
lítill miðað við það hvað hver gervi-
hjartaígræðsla geti sparað í umönn-
unarkostnaði og annarri þjónustu
sem sjúklingar með hjartabilun á
endastigi þurfa annars á að halda.
„Þessi nýjung kemur til með að
borga sig fyrir samfélagið þegar
upp er staðið auk þess sem hún
dregur verulega úr þjáningum
hjartabilunarsjúklinga og lengir líf
þeirra,“ segir Bjarni.
Bjarni telur mjög brýnt í fagi
sem sífellt tekur breytingum vegna
tækninýjunga að fylgjast með því
sem er að gerast hverju sinni, því
sé ráðstefna eins og nú fari fram á
Hótel Nordica gríðarlega mikilvæg
fyrir íslenska lækna, ekki síður en
erlenda starfsbræður þeirra.
Breski hjartaskurðlæknirinn Steven Westaby er brautryðjandi á sviði hjartabilunar
Með lífið í lúkunum
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbli.is
Morgunblaðið/Ásdís
Hjartaskurðlæknar Steven Westaby, til vinstri, og Bjarni Torfason.
Morgunblaðið/Ásdís
Tækninýjungar Á ráðstefnunni bauðst fagfólki að kynnast nýjustu tækni.
írska fiskveiðilögsögu, en þar sé
stærstur hluti hans drepinn.
Orri segir að á dögunum hafi Joey
Murrin, yfirmaður laxamála hjá írsku
stjórninni, játað í írskum ríkisfjöl-
miðlum að sér hafi verið greitt fyrir
að fara rangt með staðreyndir. „Í
millitíðinni var írska ríkisstjórnin bú-
in að setja á stofn þriggja manna
óháða nefnd til þess að gera tillögur
um hvernig ætti að vinna úr mál-
unum. Ég fór á fund hennar um miðj-
an júlí og lagði fram tillögur um það
og greindi frá því hvernig þetta hefði
verið gert í öðrum löndum. Svo fékk
ég bréf frá sjávarútvegsráðherranum
á dögunum þar sem hann ítrekaði að
þeir væru ekki að taka lax frá öðrum
þjóðum,“ segir Orri. Hann hafi því
sent ráðherranum bréf, en það er
dagsett 21. ágúst sl. Í bréfinu bendir
Orri meðal annars á að yfirmaður
laxamála á Írlandi hafi viðurkennt að
hafa farið með rangt mál og beðist af-
sökunar á því. Jafnframt segir í bréfi
Orra til Browne að Írum beri að hlíta
alþjóðasamningum. Þegar hafi verið
unnið að lausn málsins í 10–15 ár, en á
þeim tíma hafi Írar meira og minna
brotið alla samninga.
Spurður um hvort hann telji að Ír-
ar muni senn láta af reknetaveið-
unum kveðst Orri óttast málinu verði
ekki lokið fyrir næstu þingkosningar
í landinu, en þær eiga að fara fram
eigi síðar en í maí á næsta ári. Það
geti þýtt að veiðunum verði haldið
áfram í nokkur ár til viðbótar.
Þriggja manna nefndin, sem írsk
stjórnvöld skipuðu fyrr á árinu, eigi
reyndar að skila tilllögum á næstu
vikum. „Ég veit ekki hvernig sú til-
laga verður en ég hef heyrt að það sé
verið að reyna að fá ráðherrann til
þess að breyta nöfnunum á reknetum
í draftnet og halda þannig áfram að
hluta til með þessar veiðar,“ segir
hann. Brýnt sé hins vegar að Írar
hætti reknetaveiðum
svo loks verði hægt að hrinda í
framkvæmd stóru alþjóðlegu verk-
efni um endurreisn allra laxastofna.
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi og formaður Menntaráðs
Reykjavíkurborgar, segir að styrkja
megi fræðslu kennara vegna þjón-
ustu við sérgreind börn í grunnskól-
um og að fjárúthlutanir til mála-
flokksins verði teknar til skoðunar. Í
Morgunblaðinu á fimmtudag birtist
viðtal við Ásgeir Beinteinsson, skóla-
stjóra Háteigsskóla, þar sem hann
varpaði fram hugleiðingum um stöðu
málaflokksins og hvað betur mætti
fara í samskipt-
um skólanna og
borgaryfirvalda.
„Mér þykir
vænt um að lesa
þetta viðtal við
Ásgeir, ég tel það
endurspegla þá
umhyggju sem
hann ber fyrir
málaflokknum og
þeim nemendum í
hans skóla sem
eru sérgreindir. Það sem hann er að
benda á er margt alveg rétt. Það má
gera miklu betur í þessum mála-
flokki. Hann bendir t.d. á að kenn-
arar finni til þekkingarleysis við
umönnun og kennslu þessara barna
og það er eflaust rétt hjá honum. Ég
dreg það ekki í efa enda má eflaust
styrkja þennan hluta námsins hjá
Kennaraháskóla Íslands enn frek-
ar,“ segir Júlíus Vífill.
Fötluð börn fái tækifæri
„Við sjáum það líka að það hefur
e.t.v. ekki enn gengið sem skyldi að
láta þjónustumiðstöðvarnar sinna
þessum málaflokki að hluta, eins og
ráðgert er. Það verður að fara betur
yfir þessa þætti,“ segir Júlíus og
bætir við að málefni sérgreindra
barna séu viðkvæmur málaflokkur:
„Öll viljum við að fötluð börn fái
tækifæri til jafns við alla aðra, sama
hver þeirra fötlun er,“ segir hann.
Spurður um umfjöllun Ásgeirs um
fjárúthlutanir til málaflokksins segir
Júlíus Vífill að gagnrýni Ásgeirs
varðandi rammaúthlutanir borgar-
innar sé rétt. „Vinnuferli þroska-
þjálfa breyttist í síðustu kjarasamn-
ingum Rammarnir hafa fylgt launum
kennara, þroskaþjálfa og stuðnings-
fulltrúa. Fyrirkomulag vinnutíma
þeirra síðastnefndu breyttist hins-
vegar á móti sem gerði það að verk-
um að það getur verið nokkuð erf-
iðara að rekja framlag borgarinnar
að þessu leyti. Þetta er eitt þeirra at-
riða sem við munum fara vel yfir. Ég
mun setja af stað vinnuhóp til að fara
yfir þennan málaflokk. Það er
ástæða til þess að við köllum saman
þá sem þekkja þessi mál best og þá
sem þessi mál brenna á. Það gerum
við til að fá þessa umræðu inn á
menntasviðið,“ segir Júlíus sem ætl-
ar sér jafnframt að nýta næstu daga
til að heimsækja skóla sem sinna
sérgreindum börnum sérstaklega.
Styrkja má
fræðslu og
endurskoða
fjárúthlutanir
Júlíus Vífill
Ingvarsson
»Hjartabilun er eitt stærsta heil-brigðisvandamál hins vestræna
heimshluta, sé tillit tekið til dauðs-
falla af völdum sjúkdómsins.
»Dælan stuðlar að stöðugu blóð-flæði með jöfnum þrýsingi og
henni er komið fyrir í vinstra
hjartahvolfi, þar sem truflun á sér
stað í 95% tilvika.
Í HNOTSKURN
» …kostnaður við dæluna sé lítill miðað við þaðhvað hver gervihjartaígræðsla geti sparað í
umönnunarkostnaði og annarri þjónustu.