Morgunblaðið - 28.08.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.08.2006, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Norðmenn hafa nú ákveðið mikla markaðssóknfyrir fiskafurðir, einkum þurrkaðan saltfisk íBrasilíu. Hyggjast þeir verja til þess um 36 millj- ónum íslenzkra króna og nýta sér sambadansinn og kjöt- kveðjuhátíðir til kynningarinnar. Norðmenn selja þurrkaðan saltfisk árlega til Brasilíu fyrir um 8,4 milljarða íslenzkra króna. Nú er stefnan sett hærra og miklu fé varið til mark- aðssóknar. Í henni felst meðal annars að styrkja einn af sambaskólum höfuðborgarinnar Rio de Janeiro. Skólinn telur allt að 4.000 manns sem dansa á hverri kjötkveðjuhátíð. Búningar, leiktjöld og dansar verða undir áhrifum norrænnar goðafræði og sögunnar um út- breiðslu saltfisksins. Undirbúningur fyrir kjötkveðjuhátíð næsta árs er þegar hafinn og verða búningar sýndir í haust. Þar sem 70 til 80 milljónir Brasilíumanna fylgjast með kjöt- kveðjuhátíðinni er fulltrúi norska fiskútflutningsráðsins bjartsýnn á að boðskapurinn um að borða norskan salt- fisk skili sér vel til fólksins. Á síðustu kjötkveðjuhátíð stóðu Danir að baki einum sambaskólanum með þema um H.C. Andersen. Skoð- anakannanir sýndu að eftir hátíðina könnuðust 70% að- spurðra við danska skáldið, en aðeins 30% fyrir hátíðina. Því þykir Norðmönnum eftir nokkru að slægjast. Þeir eru vissir um að kynningin muni skila sér í auk- inni sölu, þrátt fyrir að mörgum Brasilíumanninum finn- ist soðningin orðin fulldýr. Fyrir þurrkaðan saltfisk úr þorski þurfa þeir að greiða allt að 3.500 krónum fyrir kílóið. En sé um ufsa að ræða er verðið mun lægra, eða 700 krónur. Það dugir í mat fyrir sex. Norðmenn eru einnig með kynningar í verzlunum í stærstu borgum landsins og hafa í því tilefni ráðið kyn- þokkafullan sjónvarpskokk til að hafa áhrif á neytendur. Auðvitað þarf að auglýsa og kynna alla vöru og það er hægt að gera með ýmsum hætti. Norðmenn eiga ógrynni fjár til slíkra hluta og geta leikið sér með það á ýmsan hátt. Bryggjuspjallara finnst engu að síður að þessi hug- mynd sé svolítíð fáránleg. Hann sér ekki alveg fyrir sér að þurrkaður saltfiskur geti verið sexí. Sér ekki alveg fyrir sér hvað fáklæddar sambadansmeyjar og saltfiskur eigi sameiginlegt. Hann sér heldur ekki fyrir sér að Óð- inn og Þór eigi mikla samleið með sambadönsurunum, en kannski gætu Freyja og Frigg verið þar í einhverju hlut- verki. Líklega er Bryggjuspjallari bara þröngsýnn aft- urhaldspungur, sem skilur ekki snilldina í þessari hug- mynd. Kannski þarf einhvers konar geggjun til að slá í gegn og ná athyglinni. Auglýsingar nú til dags snúast til dæmis stundum lítið eða ekkert um það sem verið er að auglýsa. En allt virðist rjúka út eins og heitar lummur. Við ættum kannski að fara að auglýsa sambasíld í Bras- ilíu eða rauðmagarúmbu. Hver veit? Sambasíld eða rauðmagarúmba Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is BRYGGJUSPJALL ANNA Heiða Ólafsdóttir sem stundar doktorsnám í fiskifræði við Memori- al University of Newfoundland, Kanada, hlaut að þessu sinni námsstyrk LÍÚ til framhaldsnáms í fiskifræði. Doktorsverkefni Önnu felst í að rann- saka hvernig umhverfisþættir hafa áhrif á dreifingu og útbreiðslu loðnu á Íslandsmiðum og við Nýfundnaland. Verkefni Önnu er unnið í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina. Námsstyrkur LÍÚ er veittur árlega og var fyrst veittur 1998. Fær námsstyrk LÍÚ HB GRANDI hefur selt uppsjáv- arskipið Svan RE-45 til skoska útgerðarfélagsins North Bay Fish- ing Company Ltd. Svanur bættist í flota HB Granda þegar félagið sam- einaðist útgerðarfélaginu Svani RE-45 ehf. Sala Svans er liður í því að laga uppsjávarflota HB Granda að aflaheimildum félagsins. Svanur hefur verið afhentur nýj- um eigendum og hefur haldið frá landinu. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Svanur seldur STJÓRN Marels hf. hefur ákveðið að nýta heimild í samþykktum til að hækka hlutafé félagsins um lið- lega 127 milljónir hluta. Þar af verða um 52 milljónir afhentar seljendum Scanvægt International A/S sem hluti af greiðslu fyrir alla hluti þeirra í Scanvægt, samanber til- kynningu til Kauphallarinnar frá 8. ágúst síðastliðnum. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kaup- hallarinnar síðastliðinn föstudag. Fjárfestum verða boðnir til kaups 75 milljónir hluta í útboði. Hlutirnir verða boðnir á genginu 74 krónur fyrir hvern hlut og er heildarsöluvirði nýrra hluta því liðlega 5,5 milljarðar króna. Út- boðið verður þríþætt. Hluthöfum félagsins verða boðnir 30 milljónir hluta til kaups á grundvelli for- gangsréttar þeirra í útboði. Fag- fjárfestum verða boðnar aðrar 30 milljónir hluta í útboði og 15 millj- ónir hluta verða seldar í almennu útboði. Í tilkynningunni segir að til- gangurinn með útboðinu sé að styðja við frekari vöxt Marels. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbank- ans hefur umsjón með útboðinu og hefur bankinn sölutryggt það að fullu miðað við útboðsgengi. Hlutafjárútboðið hefst 13. septem- ber næstkomandi. Hlutafjárútboð í Marel fyrir 5,5 milljarða SPARISJÓÐUR Kópavogs (SPK) hagnaðist um 222 milljónir króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs samanborið við 135 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár er 54,4% á ársgrundvelli en var 39,0% á sama tímabili 2005. Í tilkynningu frá spari- sjóðnum segir að þetta sé mesti hagnaður og hæsta arðsemi á fyrri árshelmingi í sögu SPK. Vaxtatekjur SPK voru 1.212 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs og jukust um 109% frá sama tímabili árið 2005. Hreinar vaxtatekjur námu 225 milljónum samanborið við 215 milljónir í fyrra. Útlán til viðskiptavina jukust um 21% á fyrri helmingi þessa árs í 14.878 milljónir. Innlán jukust um 25% í 10.223 milljónir. Eigið fé í lok júní 2006 var 976 milljónir og hækkaði um 99 milljónir frá áramótum. Eiginfjárhlut- fall samkvæmt CAD-reglum er 11,1%. Vaxtamunur tímabilsins var 2,5% samanborið við 2,8% fyrir sama tímabil 2005. Mesti hagnaður og arðsemi SPK HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) nam 311milljónum króna eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs og jókst um nærri 70% miðað við sama tímabil 2005. Arðsemi eigin fjár var 17,0% á ársgrundvelli sam- anborið við 12,2% á sama tímabili 2005. Vaxtatekjur SPH námu 3.048 milljónum króna og jukust um 69% frá fyrra ári. Hreinar vaxtatekjur námu 693 milljónum króna og hækkuðu um tæp 5% milli ára. Útlán til viðskiptamanna jukust um 19% frá áramótum til loka júnímán- aðar, og námu heildarútlán þá 39.408 milljónum króna. Innlán jukust um tæp 18% frá áramótum og námu 21.394 milljónum króna í lok júní Eigið fé SPH nam 4.108 milljónum króna 30. júní sl. og CAD-hlutfall var 11,3% en það var 15,1% um síðustu áramót. Í tilkynningu frá SPH segir að staða sjóðsins sé sterk og að stjórnendur hans geri ráð fyrir að afkoman fyrir árið í heild verði góð. Hagnaður SPH eykst um 70% FRJÁLSI fjárfestingarbankinn, dótturfélag SPRON, var rekinn með 580 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrri helmingi ársins sam- anborið við 230 milljónir á sama tímabili í fyrra og jókst hagnaðurinn um 152%. Þetta er mesti hagnaður í sögu bankans og raunar var afkoman fyrstu sex mánuðum ársins betri en allt árið í fyrra sem þó var metár. Arðsemi eigin fjár bankans var 32%. Hreinar vaxtatekjur námu 656 milljónum á móti 288 milljónum í fyrra. Eiginfjárhlutfall (CAD) bankans um mitt ár var 14,1% en lágmarkshlutfall samkvæmt lögum er 8%. Í tilkynningu segir Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingarbankans, að mikil útlánaaukning hafi verið á fyrri helm- ingi ársins. Útlánasafn bankans sé traust en af útlánum bankans eru 98% tryggð með fasteignaveði. Vanskil séu í lágmarki en búast má við að vanskilin munu aukast á seinni hluta ársins. Horfur til loka ársins séu góðar og búast megi við áframhaldandi stækkun útlánasafnsins og efnahagsreiknings. Hagnaður aldrei meiri hjá Frjálsa FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) hefur samið við ELKO um að hefja verslunarrekstur í flugstöð- inni. Í tilkynningu segir að gert sé ráð fyrir að verslunin, sem verður rúm- lega 200 fermetrar, muni verða opn- uð um leið og annar hluti af nýju brottfararsvæði flugstöðvarinnar verði tilbúin vorið 2007. ELKO er ein af stærstu raftækja- verslunum landsins og mun bjóða til sölu myndavélar, DVD-spilara, síma, leikjatölvur, Ipod, MP3 og önnur smærri tæki. Hingað til hafa þessir vöruflokkar verið seldir í Frí- höfninni ehf. en með þessu er FLE að stuðla að frekari rekstri einka- aðila á starfssvæði sínu. „Samningurinn er einn þáttur í að bæta þjónustu við flugfarþega með- al annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni en sú stefna var mótuð þegar ráðist var í forval um val á verslunaraðilum,“ segir í tilkynning- unni. Verslun ELKO opnuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.