Morgunblaðið - 28.08.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.08.2006, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í UPPHAFI júlímánaðar héldu fjór- ar íslenskar listakonur til Japans til þátttöku á alþjóðlegu sýningunni Giftex sem haldin er árlega þar í landi í hinni risavöxnu sýningarhöll Tokyo Big Sight. Ísland hefur aldrei áður átt fulltrúa á sýningunni en að sögn eins Japansfarans, leirkera- smiðsins Koggu, var sýningaraðilum hennar mikið kappsmál að íslenskir listamenn tækju þátt þetta sinnið. Kogga fullyrðir að þrátt fyrir að það hafi kostað mikla vinnu að und- irbúa sýninguna hafi ferðin verið fyllilega þess virði. „Það var satt best að segja alveg gífurlegur áhugi á verkum okkar,“ segir hún en með henni í för voru Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður, Elísabet Ásberg hönn- uður og skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir. „Sýn- ingarsvæði okkar var troðið frá morgni til kvölds, en sýninguna sóttu um 50.000 manns. Við urðum jafnvel varar við öfund annarra sýn- enda vegna áhugans.“ Til að útskýra áhugann upplýsir hún að Íslendingarnir hafi haft ákveðna sérstöðu. „Okkar hönnun var öðruvísi.“ Hún getur sér til um að ástæða þess skrifist að einhverju leyti á annars konar nálgun vegna smæðar. „Við erum svo ung á þessu sviði.“ Seldi Tokyo Modern Museum verk Ferðalagið var styrkt af Útflutn- ingsráði og segir Kogga að án að- ildar þess hefði lítið orðið úr ferð- inni. „Fyrst barst einfaldlega boð frá Japan til okkar listamannanna. Sýn- ingaraðilarnir úti gáfust svo ekki upp þótt við værum allar búnar að afþakka sökum kostnaðar og settu sig í samband við íslenska sendiráðið úti. Starfsmenn sendiráðsins höfðu svo samband við Útflutningsráð til að kanna hvort þar væri vilji til að aðstoða okkur. Sem þeir og ákváðu að gera. Annars hefði þetta aldrei getað átt sér stað.“ Kogga, sem hafði ekki áður sýnt verk sín í Asíu, segir að það hafi ver- ið sérstaklega gaman að sjá við- brögð fólks frá þeim heimshluta þar sem menn spyrji allt öðruvísi spurn- inga og skoði verkin öðruvísi en hún á að venjast. Hún segir einnig að fyrir sig sem leirkerasmið hafi ferðin verið einstaklega áhugaverð, eins konar pílagrímsferð. „Keramik á að baki árþúsunda hefð í Japan og er sú listgrein sem er hvað hæst metin.“ Hún nefnir til gamans að teskálar geti í sumum til- fellum selst á húsverði. „Við sáum reyndar ekki sjálfar slíka teskál en við fundum eina sem kostaði eina og hálfa milljón íslenskra króna.“ Aðspurð segir hún að verkum sín- um hafi verið ákaflega vel tekið í Japan. Tekin voru við hana viðtöl í þarlendum tímaritum og eitt helsta nútímalistasafn Japans, Tokyo Mod- ern Museum, keypti eftir hana verk. Hönnun | Fjórir íslenskir listamenn á alþjóðlegri sýningu í Japan Í landi leirkerasmíðinnar Ljósmynd/Jónas Hallgrímsson Áhugi Kogga segir að Japanir hafi verið mjög áhugasamir um verk sín. Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Í VIKUNNI munu nokkrar íslenskar hljómsveitir spila í Kaupmannahöfn. Þessi útrás í tónlistargeiranum er annars vegar í tengslum við nýja verslun 12 tóna í Fiolstræde í gömlu höfuðborginni okkar Íslendinga, og hins vegar kynning fyrir Iceland Airwaves. Þannig mun Hudson Wayne spila í nýju versluninni nk. miðvikudag, og síðar um kvöldið á Loppen í sjálfri Kristjaníu. Föstudaginn 1. sept- ember sjá svo Jeff Who? og Eberg um Airwaves-kynninguna á Vega. Lárus Jóhannesson er meðeigandi 12 tóna og segir að tónleikarnir í næstu viku séu liður í útrásarstefnu verslunarinnar: „Við höfum verið með talsvert mikið af tónleikum í búðinni frá því við opnuðum. Þeir eru ekkert bundnir við föstudaga eins og hér í Reykjavík, enda er Kaupmanna- höfn stærri borg og það er hægt að bjóða upp á tónleika hvenær sem er í vikunni. Við erum búnir að tengja okkur við nokkra tónleikabókara í Kaupmanna- höfn og víðar á Norðurlöndum. Mein- ingin er að besta leiðin til að kynna þá listamenn sem við erum að vinna með sé að fá þá til að koma og setja upp tónleika. Þannig að þetta er bara hluti af heildarmyndinni, sem er að koma þessum listamönnum á kortið í Danmörku.“ Þetta er semsagt eitthvað sem þið ætlið að gera meira af? „Já, það er það. Við erum með svo marga frábæra listamenn á okkar snærum að við bara skuldum þeim að vinna með þeim að því að koma þess- ari músík áfram. Núna um daginn voru Apparat og Trabant að spila. Það eru fleiri hljómsveitir á leiðinni í haust: Singapore Sling og vonandi Úlpa. Þetta eru hvort tveggja hljóm- sveitir sem við erum að gefa út. Síðan erum við að vinna að því að Flís fari út. Svo verður Eivör Pálsdóttir með stóran konsert í Tívolí 9. september. Ef einhverjir Íslendingar eru á ferð- inni verður hægt að sjá hana þar með danskri sveit. Þannig að jújú, það er nóg framundan.“ Fyrst Reykjavík, svo Kaupmannahöfn, þá Berlín? Hvernig hefur gengið að reka nýju verslunina í Kaupmannahöfn? „Búðin fer bara vel af stað. Henni hefur verið vel tekið og það hefur ver- ið stígandi. Við erum með ótrúlega reyndan verslunarstjóra, Þórhall Jónsson sem var í Skífunni, og hann veit alveg hvað þarf að gera til að „stimpla sig inn“, eins og maður seg- ir. Dreifingin er síðan langtímaverk- efni en fer eðlilega af stað.“ Kemur til greina að færa út kvíarn- ar í fleiri borgir í Evrópu? „Ég sagði um daginn að það væri stefnan mín að opna búðir jafnt og þétt þangað til ég væri kominn að Miðjarðarhafinu. Þá væri kominn tími til að setjast í helgan stein (hlær). Við erum að gæla við Berlín mest. En það er auðvitað miklu stærra skref, því þó að Kaupmanna- höfn sé miklu stærri en Reykjavík þá er hún smáborg miðað við Berlín. Við erum náttúrulega búnir að plana þetta Danmerkurdæmi í kannski tvö ár þegar maður tekur allt saman. Dönum fannst sérkennilegt að við værum að opna nýja plötubúð árið 2006, því plötubúðum fækkar víðast hvar. En við sjáum ákveðna möguleika, þetta er ákveðin aðferð. Við erum með búðina fyrir opnum tjöldum sem andlit út á við fyrir miklu stærri hlut. Það er frábær leið til að skapa tengsl sem nýtast fyrir tónleikahald og ýmislegt annað.“ Ásgeir Valur Flosason er gítarleik- ari og einn fimmmenninganna í Jeff Who? sem spilar á Vega. Hann segir tónleikaferðina framundan verða mjög stutta: „Þetta verður hreint eins og að fara út á land. Við komum þarna á föstudeginum, verðum eitt- hvað smá í Köben, spilum um kvöldið og förum heim strax næsta dag. Við bara komum, spilum og förum. Rokk og búið, bless.“ Áttu von á því að tónlistin höfði til Dana? „Já alveg eins. Ég gæti alveg trúað því. Það bara kemur í ljós. Ég læt þig vita á föstudaginn.“ Er von á meiri landvinningum? „Framtíð þessarar hljómsveitar er alls óráðin. Við bara tökum hverja tónleika í einu. Við erum ekkert að stefna á frekari utanlandsferðir, bara aðeins hérna á Íslandi, en það á eftir að sýna sig.“ Tónlist | Jeff Who?, Hudson Wayne og Eberg í útrás Íslenskum hljóm- sveitum komið á kortið í Danmörku Morgunblaðið/Sverrir Á flugi Ásgeir Valur Flosason, Þormóður Dagsson, Elís Pétursson og Bjarni Lárus Hall í Jeff Who? Þorbjörn Sigurðsson vantar á myndina. Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is ÞÝSKI danshöfundurinn Pina Bausch er væntanleg hingað til lands, en hún er einn af virtustu danshöf- undum heims. Hún kemur hingað til lands ásamt Wuppertal-leikhúsinu, sem er undir hennar stjórn, og mun hópurinn sýna verkið Aqua sem var unnið í samráði við borgaryfirvöld í Sao Paolo í Brasilíu. Alls koma um 50 manns til landsins vegna sýning- arinnar sem verður sýnd fjórum sinn- um, dagana 17.,18.,19. og 20. sept- ember. Pina Bausch fæddist í Þýskalandi árið 1940 og byrjaði 15 ára gömul dansnám við Folkwang-skólann í Essen, meðal annars undir hand- leiðslu Kurts Joos, en hún lauk þar námi árið 1959. Þaðan lá leiðin til New York þar sem hún nam við hinn virta Juilliard-skóla. Þegar hún sneri heim tveimur árum síðar dansaði hún við Folkwang-ballettinn sem sóló- dansari um nokkurra ára skeið, þar á meðal undir stjórn Kurts Joos. Feril sem danshöfundur hóf hún með verkinu Fragmente eða Brot ár- ið 1968 og skömmu síðar Im Wind der Zeit eða Í golu tímans sem vann til verðlauna í danshöfundakeppni Kölnar. Hún tók fljótt við listrænni stjórn Folkwang-ballettsins og starf- aði þar jafnt sem stjórnandi, danshöf- undur og dansari þar til henni var boðin staða stjórnanda Wuppertal- óperuballettsins. Pina tók með sér dansara úr gamla flokknum sínum og hóf að byggja upp þennan öfluga flokk sem að hluta starfar enn með henni. Frá því Pina tók við stjórn ballettsins í Wuppertal hefur hróður hans vaxið og hefur hún unnið til ótal verðlauna og viðurkenninga um heim allan og flokkur hennar verið einn af eftirsóttustu dansflokkum heims. Pina Bausch kemur til landsins Eftirsóttur Wuppertal sýnir fjórum sinnum hér á landi. Einn af virtustu danshöfundum heims DANSKA mynd- listarkonan Birthe Jörgensen verður fyrsti fyrirlesarinn í fyrirlestraröð sem opni Listaháskólinn stendur fyrir í vet- ur. Birthe mun fjalla um skapandi iðnað í London og þau nýju tækifæri og margþættu hlut- verk sem hafa skapast í kjölfarið fyrir unga lista- menn. Fyrirlest- urinn fer fram í húsnæði LHÍ í Laugarnesi klukk- an 12.30 og stendur yfir í rúman klukkutíma. Fyrirlestur Ný tækifæri fyrir unga listamenn Fjallað verður um skapandi iðn- að í fyrirlestrinum. Bókabúð Ný- hils, Gallerí Humar eða frægð, Smekkleysa og Elvis eru nú öll komin undir sama þak að Klapp- arstíg 27 í miðbæ Reykjavíkur, en efnt var til samkvæmis í tilefni af sameiningunni á fimmtu- daginn. Þar er því að finna sannkallaða menning- armiðstöð þar sem fólk getur notið tónlistar, bók- mennta og myndlistar, auk þess sem hægt er að kaupa notuð föt í Elvis. Fólk Bækur, tónlist, föt og myndlist Elvis er kominn á Klapparstíg. ÍSLANDSATLAS Eddu út- gáfu, fékk þrenn gull- verðlaun á ESRI-ráðstefn- unni sem haldin var í San Diego í Bandaríkjunum, en um er að ræða stærstu ráð- stefnu heims á sviði korta- og landupplýsingakerfa. Íslandsatlas Eddu vann verðlaun sem besti kortaat- lasinn, en meðal keppenda í þeim flokki var Nat- ional Geographic. Atlasinn vann einnig vinsælda- verðlaun fólksins, Peoples choice, og að lokum var hann valinn „Best Overall“, sem þýðir að hann var valinn fremstur þeirra 10 verka sem verðlaunuð voru. Á myndinni eru þeir Hans H. Hansen korta- gerðarmaður og Örn Sigurðsson, kortaritstjóri Eddu útgáfu, með verðlaunin. Bókmenntir Íslandsatlas vinnur til verðlauna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.