Morgunblaðið - 28.08.2006, Page 17

Morgunblaðið - 28.08.2006, Page 17
Víghólastígur – Kópavogi www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Í einkasölu fallegt 157 fm einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr á frábærum stað í austur- bænum með glæsilegum suðurgarði og verönd. Húsið og þak nýmálað að utan. Bíl- skúrinn allur nýstandsettur, ný bílskúrshurð og þak. 5 svefnherbergi, skemmtilegar stofur, nýstandsett baðherbergi. Göngufæri í alla þjónustu, sundlaug, skóla, fram- haldsskóla o.fl. Verð 43 millj., sjá myndir á mbl.is. Sími 588 4477 PINOTEX Wood Protection From storage in Denmark we offer a selection of Pinotex products for export. We have 40.000 L. packed in 1 - 2.5 - 5 and 10 L. cans. The goods will be sold as one lot for Eur. 1.20 pr. L. FOT Denmark Contact : Dansk Genbrug Import/Export ApS Tel.+45 75127144 Fax.+45 75127879 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 17 VESTURLAND GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 E N N E M M / S IA • N M 22 92 7 Beint morgunflu g Fuerteventura frá 37.895 kr.* 37.895 kr. * Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 30. jan., á Oasis Royal íbúðahótelinu ***. Netverð á mann. * 59.890 kr. - allt innifalið Gisting í tvíbýli í viku á Jandia Mar hótelinu **** með allt innifalið. 30. janúar. Netverð á mann. - Kanaríeyjan sem sló í gegn hjá Íslendingum í sumar Ótrúlegt verð! „ÞAÐ er ekki langt síðan mér var treyst til þess að halda á hamri hérna í Noregi,“ segir húsasmiðurinn Guð- björg Elva Jónasardóttir sem hefur undanfarin þrjú ár starfað við fag sitt í Noregi. „Ég er því miður eina kon- an sem starfar í fyrirtækinu sem tel- ur um 100 manns. Það er eini ókost- urinn við starfið en að öðru leyti líður mér gríðarlega vel hér í Noregi. Ég ætlaði bara að vera í eitt ár, árin eru orðin þrjú og það er aldrei að vita hvað ég geri á morgun. Kannski verð ég flutt til Íslands áður en langt um líður en það er mjög gott að búa hérna í Mosby. Það er sumar þegar það á að vera sumar, og vetur þegar það á að vera vetur,“ segir Guðbjörg en hún er 36 ára gömul og ólst upp á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Það eru þrjú ár síðan Guðbjörg ákvað að leita á vit ævintýra er hún réð sig í vinnu í Mosby rétt utan við bæinn Kristiansand. „Ég lauk bók- lega náminu í húsasmíðinni árið 1998 en sveinsprófinu lauk ég árið 2003. Ég var því ekki með mikla reynslu þegar ég mætti til starfa hér í Noregi og það tók langan tíma að sýna fram á að ég gæti smíðað. Í dag er þetta ekkert vandamál.“ Fyrirtækið sem Guðbjörg starfar hjá sinnir ýmsum verkefnum, stórum sem smáum, og er meira en nóg að gera. „Það er samt ekki eins mikill asi á lífinu hér í Noregi, það er vissu- lega hægt að vinna mikið en það er ekki mikið um að vinna langt fram eftir kvöldi og um helgar líkt og við þekkjum heima á Íslandi.“ Vantar fleiri konur í fagið Guðbjörg segir að það hafi tekið langan tíma hjá henni að ákveða hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði „stór“. „Ég var lengi að vinna hjá föður mínum, Jónasi Guðmundssyni, sem er verktaki, og ég hef því verið í „kar- laumhverfi“ mjög lengi. Það venst en vissulega vildi ég að það væru fleiri konur í húsasmíðinni. Starfið er að mínu mati hentugt fyrir konur, við erum nákvæmar og útsjónarsamar. Það er vissulega líkamlegt erfiði til staðar í þessu starfi en ekkert sem við getum ekki ráðið við.“ Guðbjörg hefur látið að sér kveða í Noregi í íþróttagrein sem hún vissi ekki að væri stunduð fyrr en hún flutti til Noregs. „Einn vinnufélagi minn bauð nokkrum okkar á skotæfingasvæði hér rétt utan við bæinn. Ég heillaðist gjörsamlega af þessari íþrótt og hef ekki séð eftir því,“ segir Guðbjörg hógvær en hún hefur sigrað á nokkr- um héraðsmótum og stefnir að því að láta að sér kveða á Noregsmeist- aramótinu á næsta ári. „Í mínum huga voru byssur stórhættuleg vopn sem ég vildi sem minnst vita af. Ég er með aðra skoðun á þessu í dag. Ég umgengst byssurnar af virðingu og við förum mjög varlega í þessari íþrótt. Ömmu minni leist ekkert á þetta sport þegar ég var að útskýra þessa íþrótt fyrir henni í gegnum síma. Noregsmeistaramótið er næsta stóra áskorunin fyrir mig en ég verð að keppa þar sem gestur enda er ég með íslenskt ríkisfang. Ég get því ekki sigrað á Noregsmeistaramótinu en ég ætla að sjálfsögðu að gera mitt besta.“ Á eina kúrekabyssu Guðbjörg æfir eins oft hún getur en hún notar mest byssur af hlaup- vídd (cal.) .22 og .32 af Benelli-gerð. „Ég á eina kúrekabyssu, sem ég gat ekki látið fara framhjá mér, en ég er ánægð með þá gripi sem ég hef eignast. Byssurnar keypti ég notaðar af manni sem hafði farið vel með þær.“ Guðbjörg segir að mjög margir stundi skotfimi í Noregi, flestir skjóti af rifflum en færri skjóti af skamm- byssum. „Ég skil það reyndar ekki sjálf þar sem ég er hrifnari af skammbyssum. Ég er í skotfélagi sem er með frábæra æfingaaðstöðu og ég keppi með reglulegu millibili. Það eru frekar fáar konur í þessu sporti en ég það eru margir sem hafa sýnt því áhuga að ég skuli ná fínum árangri sem byrjandi í þessari íþrótt.“ Það tók Guðbjörgu ekki langan tíma að ná tökum á íþróttinni og fór hún að keppa eftir aðeins tvær æfing- ar. „Ég keppti á móti eftir að hafa skotið tvisvar á æfingasvæðinu. Það var allur undirbúningurinn hjá mér og svolítið íslenskt að fara þessa leið. Ég varð ekki síðust á því móti og það var mikil hvatning fyrir mig. Í kjöl- farið fór ég að æfa og það er virkilega gaman að ná tökum á þessari íþrótt. Ég var ekki vön byssum þrátt fyrir að hafa alist upp á sveitabæ. Það er allt önnur byssumenning hér í Nor- egi en á Íslandi. Mun fleiri eiga byssur og mun fleiri stunda skotfimi og ætli það sé ekki herskyldan sem gerir það að verkum að margir fá áhuga á skotfimi.“ Aðspurð um framtíðaráform sín í skotfiminni segir Guðbjörg að það sé allt saman óráðið. „Ég er vissulega tilbúin að takast á við stærri keppnir í framtíðinni. Ég keppi í D-flokki þar sem ég er nánast byrjandi í þessari íþrótt en samt næ ég betri árangri í keppni en margir sem keppa í efsta flokknum eða A- flokki. Þetta á vel við mig og það væri gaman að fá að keppa erlendis og sjá hvar maður er staddur í samanburði við aðra.“ Guðbjörg hefur sent fyrirspurnir á tvö íslensk skotfélög og bíður hún enn eftir svari frá þeim. „Ég var að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert ef ég flytti heim til Íslands. Í bréfi mínu spurði ég um æfingaaðstöðu og hvort ég gæti fengið aðstoð við að flytja byssurnar mínar heim frá Nor- egi. Ég fékk aldrei nein svör og kannski hafa þessi félög haldið að ég væri að grínast í þeim. Þeir vita þá betur núna,“ sagði húsasmiðurinn Guðbjörg Elva Jónasardóttir frá Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Húsasmiður frá Bjarteyjarsandi hittir í mark í Noregi Guðbjörg Elva Jónasardóttir ákvað að leita á vit ævintýranna fyrir þremur árum, þá nýorðin húsasmiður. Umgengst byssurnar af virðingu og fer varlega »Ein kvenna í 100 manna tré-smíðafyrirtæki í Noregi. »Minni asi en á Íslandi og ekkiunnið frameftir eða um helgar. »Heillaðist af skotfimi og stefnirá Noregsmeistaramótið 2007. »Ömmunni leist ekkert á áhugabarnabarnsins á byssum. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.