Morgunblaðið - 28.08.2006, Side 20
ÞAÐ er engin ástæða að skilja gæludýrin út undan þegar gæða húsgagnahönnun er annars veg-
ar. Í Bretlandi er að finna fyrirtæki sem heitir Lila Paws, sem hefur sérhæft sig í að framleiða
sófa og bæli fyrir hunda og ketti. Það eru Anna Iskander, fyrrverandi hattagerðarmeistari, og
húsgagnahönnuðurinn Barnaby Reynoldssem sem ákváðu að smíða fallegt bæli fyrir hundinn
sinn Charlie, til þess að fá hann til að liggja annars staðar en í þeirra eigin sófa. Það gekk ekki
fyrr en fætur voru settir undir bælið og það gert að „alvöru sófa“, að Charlie lét segjast og nú
unir hann sæll í sínum eigin sófa.
Smám saman fréttist af fallegu hunda- og kattasófunum og nú hefur fram-
leiðslan undið upp á sig. Lila Paws framleiðir nokkrar stærðir af sófum og úr
mismunandi efnum. Undir sófana eru settir fætur, ýmist úr tré eða málmi og
er öll framleiðslan handgerð. Sigrún Sandra Ólafsdóttir fór á stúfana og
skoðaði skemmtilega hluti fyrir hunda..
Morgunblaðið/ÞÖK
Litagleði Stundum er hægt að nota skálar sem ætl-
aðar eru mannfólkinu undir mat gæludýra. Skál-
arnar eru úr Habitat og kostuðu á útsölu 240 kr.
Morgunblaðið/ÞÖK
Glysgjarn Snati getur fengið nafnið sitt í skrautstöfum á ólina
sína og annað skraut með. Ólin kostar 1.590 krónur og hver
stafur 390 krónur og aukaskraut 490 krónur. Fæst í Dýrabæ.
Traustir Keramikdallarnir eru frá framleiðandanum
Dog On. Þeir fást hjá Fiskó. Stór dallur kostar 790
krónur og sá minni er seldur á 330 krónur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Morgunsopinn Þessir bollar eru tilvaldir fyrir kaffi hundaeigandans
þegar búið er að fara út og viðra. Þeir voru á útsölu í Habitat, sá stærri
á 234 krónur og espressóbollinn með undirskál á 294 krónur.
Hágæða hundasófar
Skemmtilegt Lila Paws fram-
leiðir nokkrar stærðir af sófum
fyrir hunda og ketti.
Notalegt Það getur verið erfitt fyrir
hvolpa þegar þeir eru teknir frá mæðr-
um sínum og þeir fara á nýtt heimili. Þeir
sakna hlýjunnar frá móðurinni og hinum
hvolpunum. Til að láta þeim líða betur í
bælinu er hægt að kaupa hitapoka með
grjónum sem settur er í örbylgjuna í
stutta stund. Pokinn fæst í Dýrabæ,
Smáralind, og kostar 980 krónur.
Mo
rgu
nbl
aði
ð/Á
rni
Sæ
ber
g
FLESTIR hundar sofa þegar
þeir eru einir heima en sumir
eiga við aðskilnaðarvanda að
stríða og verða vitlausir einir;
gelta, urra, naga og bíta í ýmsa
hluti og gera stykki sín út um
allt. Vandamálið er hægt að leysa
en það krefst þjálfunar segir á
vefsíðunni www.forskning.no.
Ekki þarf að vera nein sérstök
ástæða fyrir því að hundurinn vill
ekki vera einn heima en það get-
ur komið upp á hverjum degi
þegar eigandinn fer í vinnuna,
vegna flutninga, vegna óvenju-
lega langs aðskilnaðar, breytinga
á félagslegu umhverfi eða að
hundurinn upplifir sálrænt áfall.
Það er hægt að kenna hund-
inum að vera einn heima og auð-
veldast er að vera með fyr-
irbyggjandi aðgerðir heldur en að
reyna að leysa vandamálið þegar
það er komið upp. Lítill hvolpur
er ekki fær um að vera aleinn
heima en það er best að byrja að
kenna honum það ungum.
Aðalatriðið er að byrja
snemma, taka eitt skref í einu,
forðast neikvæðar upplifanir og
refsa hundinum aldrei fyrir eitt-
hvað sem hann hefur gert af sér
einn heima. Sumir
hundar
kunna líka
bara að vera
einir heima á daginn en ekki á
kvöldin og þarf að venja þá á það
líka segir á norsku vefsíðunni.
„Aðalatriðið er að kenna hund-
inum að vera í búri þegar hann
kemur inn á heimilið,“ segir Atli
Þorsteinsson eigandi K-9 hunda-
skólans og hundahótels. „ Það
tekur að öllu jöfnu þrjá til fjóra
sólarhringa að venja hund við
búr og þegar hann er orðinn van-
ur því fer hann sjálfur inn í búrið
þegar eigandinn fer að heiman.
Vandræðahundar hafa yfirleitt
aldrei verið settir í búr og það
eru þeir sem eru hlaupandi út í
glugga og eru geltandi þegar eig-
andinn er ekki heima.“
Atli segir að hundar af öllum
stærðum og gerðum séu settir í
búr. „Fólk á ekki að fá sér stóran
hund nema það hafi hýbýli til að
hafa hann svo það hafi m.a pláss
fyrir stór búr.“
Allir hundar sætti sig við það í
nokkra klukkutíma að vera lokaðir
inni í búri að sögn Atla. „Það eru
oft eigendurnir sem sætta sig ekki
við þetta en þeir eru yfirleitt rótin
að öllum vandamálum hjá hund-
um. Áður en hundurinn er lokaður
í búrinu á að fara með hann út að
pissa og ekki láta matar- eða
drykkjarskálar inn til hans því þá
er fólk að búa sér til vandamál.
Reyndar una margir eldri hundar
sér vel heima án þess að vera lok-
aðir í búri. Mjög unga hunda á
ekki að skilja eftir lengur eina
heima en í hámark tvo tíma.“
Að sögn Atla á fólk að fá sér
búr um leið og það fær sér hund-
inn og fara strax að kenna hund-
inum að nota búrið og virða það.
„Ef það þarf að koma hundinum
fyrir á hundahóteli er líka mik-
ilvægt að hundurinn sé búrvanur.
Hundarnir sjálfir sækja oft í að
vera í búrinu og fá frið frá eigend-
unum og þá eiga þeir að virða
þann vilja hundsins.“
Atli segir að sem betur fer sé
fólk í auknum mæli að sækja sér
aðstoð í þjálfun og uppeldi á hund-
um. „Við bjóðum upp á hvolpa- og
hlýðninámskeið og svo kemur fólk
mikið í viðtalstíma til að fá ráð-
gjöf, jafnvel áður en það fær sér
hund.“
Morgunblaðið/Eggert
Hundalíf Getur örugglega verið skemmtilegt stundum.
Morgunblaðið/Ingó
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Það á að kenna hundum að vera í búri
gæludýr
20 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ