Morgunblaðið - 28.08.2006, Page 24
24 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VIÐSKIPTI MEÐ JARÐIR
Í Morgunblaðinu í gær var ít-arleg umfjöllun um þróun íjarðakaupum hérlendis, en um
slík viðskipti hafa gengið miklar
sögur manna á meðal. Framhald er
á þeirri umfjöllun í Morgunblaðinu
í dag. Má segja að hér sé um að
ræða fyrstu tilraun til þess að ná
utan um þetta mál að einhverju
leyti og varpa ljósi á það sem er að
gerast á þessu sviði. Ekki fer á
milli mála að kaup á jörðum, ekki
sízt efnamanna, sem sagðir eru
vera að safna jörðum, höfða mjög
til tilfinninga fólks.
Í sjálfu sér er það af hinu góða
að sveitirnar komi til umræðu með
þessum hætti og athygli beinist að
þeim.
Af umfjöllun Morgunblaðsins má
ráða, að nánast allir séu sammála
um að það sé gott, að bændur geti
nú fengið gott verð fyrir sínar
eignir. Það er liðin tíð, að jarðir,
sem tvær til þrjár kynslóðir sömu
fjölskyldu höfðu ræktað upp og
byggt upp, seldust jafnvel ekki
fyrir verð blokkaríbúðar í Reykja-
vík.
Þá er spurningin, hvort það er
ástæða til að skamma kaupendur
fyrir að borga hátt verð fyrir jarð-
ir. Af hverju ætti að skamma þá
fyrir það? Er eitthvað meira at-
hugavert við það en að fasteigna-
verð á höfuðborgarsvæðinu marg-
faldist á skömmum tíma? Hver
skammast yfir því, þótt einbýlis-
hús á völdum stöðum seljist fyrir
býsna háar fjárhæðir?
Það hefur verið skemmtilegt að
fylgjast með þróun kúabúskapar á
undanförnum árum. Þar hefur
framvinda mála verið sú, að
kúabúin stækka stöðugt. Nú er tal-
að um að hagkvæm eining geti ver-
ið kúabúskapur, þar sem 300 þús-
und lítrar af mjólk eru framleiddir
árlega, og að 500 þúsund lítra bú
geti skilað umtalsverðum hagnaði.
Er eitthvað ljótt við það, að ís-
lenzkir bændur feti í fótspor Thors
Jensens, sem setti upp stórt kúabú
snemma á 20. öldinni á Korpúlfs-
stöðum? Er ekki skynsamlegt að
reyna að ná aukinni hagkvæmni í
mjólkurframleiðslu með stærri bú-
um? Neytendur krefjast lægra bú-
vöruverðs og bændur reyna að
mæta þeim kröfum m.a. með því að
auka hagkvæmni í rekstri sínum. Í
því skyni kaupa þeir kannski nær-
liggjandi jarðir til þess að hafa að-
gang að nægilega stóru ræktuðu
landi. Hvað er athugavert við það?
Ef einstaklingar, sem búa í þétt-
býli, stofna hlutafélög til að kaupa
jarðir og reka þar stórbúskap má
spyrja hvort eitthvað sé aðfinnslu-
vert við það.
Ýmislegt bendir til að sama þró-
un sé að byrja í sauðfjárbúskap.
Að vísu var reynt fyrir einum og
hálfum til tveimur áratugum að
hefja stórbúskap í sauðfjárrækt
sem gekk ekki sem skyldi. Nú er
líklega að hefjast ný tilraun til
þess og þá m.a. að byggja tækni-
vædd fjárhús, sem auðveldi slíkan
stórbúskap með sauðfé. Getur ein-
hver haft eitthvað við þá þróun að
athuga?
Í stuttu máli verður ekki séð að
ástæða sé til að gagnrýna þá þróun
að markaðsverð skapist á jörðum,
að jörðum sé steypt saman til þess
að standa undir stórbúskap, hvort
sem er á sviði mjólkurframleiðslu
eða í sauðfjárrækt. Það getur
heldur ekki verið neitt við það að
athuga, að kaupsýslumenn úr þétt-
býli beini kröftum sínum að land-
búnaðarframleiðslu. Af hverju
mega þeir ekki gera það eins og
hver annar?
Það hefur alltaf tíðkazt að fólk
úr þéttbýli hafi áhuga á að kaupa
svonefndar hlunnindajarðir, hvort
sem um er að ræða jarðir, sem
eiga veiðihlunnindi í ám og vötn-
um, eða önnur hlunnindi. Það er í
sjálfu sér ekki ástæða til annars
en óska bændum og öðrum jarð-
eigendum í sveitum landsins til
hamingju með að þeir geti nú
fengið sanngjarnt verð fyrir eignir
sínar.
Hitt er svo annað mál, að það er
hægt að gera þá kröfu til nýrra
jarðeigenda að þeir standi við
skyldur sínar, sem eigendur
jarðanna. Þar nefna bændur, sem
Morgunblaðið hefur talað við, bæði
skyldur þeirra í sambandi við girð-
ingar og smalamennsku. Hinir
nýju jarðeigendur verða að standa
við lögbundnar skyldur sínar.
Margir hafa hins vegar áhyggjur
af félagslegum áhrifum jarðakaup-
anna á sveitirnar. Í því sambandi
er ástæða til að minna á, að sam-
dráttur í búskap á undanförnum
áratugum hefur haft mjög neikvæð
áhrif á sveitirnar. Eftir mikla upp-
byggingu á árunum eftir stríð og
fram undir lok Viðreisnaráratug-
arins, þar sem land var tekið og
ræktað og íbúðarhús og útihús
voru byggð upp, hófst samdrátt-
arskeið í landbúnaði á áttunda og
níunda áratugnum. Það var öm-
urlegt að fylgjast með áhrifum
þess samdráttar, þegar búskap var
hætt á mörgum jörðum, þótt fólk
byggi þar áfram, en jarðir fóru í
eyði annars staðar. Þessar sveitir
urðu fyrir miklu áfalli og það var
sorglegt að fylgjast með því hvern-
ig allur kraftur hvarf úr þeim. Nú
eru sveitirnar að rísa á ný. Eign-
irnar eru orðnar verðmiklar, um-
svif eru að vaxa. Vissulega fylgir
ýmislegt neikvætt þessum breyt-
ingum en er það ekki svo um allar
breytingar?
Engu að síður er full ástæða til
að fylgjast með þessari þróun. Og
það er líka ástæða til að kanna
þær reglur, sem gilda í Noregi,
Danmörku og Bretlandi um jarða-
kaup, eins og vikið er að í umfjöll-
un Morgunblaðsins í gær og í dag.
En það getur ekki verið tilefni
til að harma þá stórkostlegu þróun
að nýr og aukinn kraftur færist í
sveitirnar, að fólkið, sem á rætur í
sveitunum, snúi til baka til heima-
byggða foreldra sinna, afa og
ömmu. Að sveitirnar blómstri á ný
og meira en nokkru sinni fyrr.
T
alið er að hátt í fimm þúsund
manns hafi hlýtt á óperutónleika
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
á Akureyrarvöku undir berum
himni á laugardagskvöldið. Hljóm-
sveitin og valinkunnir söngvarar voru á yf-
irbyggðu sviði sem komið hafði verið fyrir
neðarlega í Kaupvangsstræti – Listagilinu,
eins og það er gjarnan kallað nú til dags – við
suðurenda göngugötunnar, en áhorfendaskar-
inn náði langt upp eftir götunni auk þess sem
kirkjutröppurnar voru fullar af fólki. Segja
má að tónleikarnir hafi verið hápunktur viða-
mikillar dagskrár sem stóð yfir allan daginn.
Fjölbreytni
Með þessari fjórðu Akureyrarvöku lauk fjór-
tánda Listasumri Akureyringa og um leið var
haldið upp á afmæli Akureyrarbæjar sem er á
morgun, þriðjudag.
Boðið var upp á fjölmörg atriði af ýmsum
toga í bænum, frá morgni til kvölds, og voru
allir sem Morgunblaðið ræddi við í gær sam-
v
a
s
s
g
s
r
n
f
mála um að afar vel hefði til tekist.
Lögregla segir allt hafa verið með kyrrum
kjörum og víst er að þessi hátíð var með tals-
vert öðru yfirbragði en ýmsar aðrar.
„Ég held þetta sé besta Akureyrarvakan
hingað til. Dagurinn var ofboðslega skemmti-
legur og mikil þátttaka hvar sem borið var
niður,“ sagði t.d. Þórgnýr Dýrfjörð, deild-
arstjóri menningardeildar Akureyrarbæjar
Frábærar viðtökur Áhorfendaskarinn í Kaupvangsstræti og kirkjutröppum skemmti sér konunglega v
Afbragðsgóð A
Sungu með tilþrifum Ólafur Kjartan Sigurðarson,
son, Kolbeinn Ketilsson og Arndís Halla Ásgeirsdót
Allt að fimm þúsund
manns hlýddu á stór-
tónleikana í miðbænum
á laugardagskvöldið
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is