Morgunblaðið - 28.08.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 28.08.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 25 lok hvers lags og enn meira í lok tónleikanna. Á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var óperutónlist, aríur og dúett- ar, m.a. úr Carmen eftir Bizet, Machbeth og Rigoletto eftir Verdi, Faust eftir Gounod, og Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Ein- söngvarar voru Arndís Halla Ásgeirsdóttir, sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir, messósópr- an, Kolbeinn Ketilsson, tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson, baritón og Kristinn Sigmunds- son, bassi. Stjórnandi á tónleikunum var Guð- mundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir voru í boði BM Vallár, í tilefni 60 ára afmælis fyrirtækisins, en dagskráin var hin sama og á fyrri tónleikum sveit- arinnar og söngvaranna fimm á Klambratúni á Menningarnótt í Reykjavík viku áður. Að tónleikunum loknum kallaði kynnir kvöldins, Arnar Jónsson leikari, á svið mann- inn sem hafði þann stórhug að gefa þjóð sinni þessa tónleika – eins og leikarinn orðaði það; Víglund Þorsteinsson forstjóra BM Vallár. Víglundur ávarpaði samkomuna, en sú tala var reyndar mjög stutt. Hann tilkynnti ein- göngu að hann myndi ekki syngja! Orgel eða hross? Tónleikunum lauk klukkan laust fyrir hálftíu og um það bil klukkustund síðar hófst loka- atriði Akureyrarvöku á Ráðhústorgi þar sem fjöldi fólks var saman kominn og ekki var stemningin síðri þar en á Kaupfélagshorninu sem einu sinni var. Hluti torgsins hafði verið þökulagður og á iðjagrænu grasinu var boðið upp á tískusýn- ingu þar sem sýndur var fatnaður og hár- greiðslur, gerðar af meistara höndum. Lát- bragðsleikarinn Kristján Ingimarsson gerði mikla lukku með óborganlegu atriði þar sem hann dró gamalt orgel langa leið – eða var þetta hross? Kristján skellti alltjent hnakki á orgelið auk þess að járna skepnuna. Áður en yfir lauk hafði hann reyndar kveikt í kvik- indinu, sem líklega var orgel eftir allt saman. Um leið voru tendruð blys sem sýningarstúlk- urnar gengu með um svæðið undir fögrum karlaröddum félaga í Karlakór Akureyrar – Geysis, sem söng Brennið þið vitar, og fé- lagar í björgunarsveitinni Súlum settu svo punktinn yfir i-ið með glæsilegri flugeldasýn- ingu. Blys voru þá tendruð á þökum nokkurra nærliggjandi húsa og dökkur ágústhimininn veggfóðraður með margslungnu og marglitu munstri. Atriði var kynnt sem „ævintýraleg blanda tísku, látbragðs, kórsöngs og sprenginga“, og víst er að það voru engar ýkjur. Fyrr um daginn hafði margt verið í boði, sem fyrr segir, fyrir unga sem aldna. Fólki var boðið í sund um morguninn; gat rennt fyrir fisk, skoðað báta og bíla, keppt á fjalla- hjólum og skoðað sérkennileg sjávardýr, svo fátt eitt sé nefnt. Tónlistaratriði voru hér og hvar og myndlistarsýningar opnaðar; til dæm- is var opnuð í Listasafninu sýning á verkum þeirra sem tilnefndir eru til Íslensku sjón- listaverðlaunanna 2006. Þeir eru Hildur Bjarnadóttir, Katrín Sigurðardóttir og Mar- grét H. Blöndal myndlistarkonur, hús- gagnahönnuðurinn Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir og fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir, auk arkitektanna Margrétar Harðardóttur og Steves Christers hjá Stúdíói Granda. Þá var síðla kvölds boðið upp á svokallaða draugagöngu í umsjá Minjasafnsins og Leik- félags Akureyrar. Alls þáðu um 300 manns göngugerð með þeim draugum en leiðin lá frá Minjasafninu út að Samkomuhúsi. Það voru ekki bara heimamenn sem skemmtu sér í miðbænum á laugardags- kvöldið því töluverður fjöldi fjöldi útlendinga var bæði á sinfóníutónleikunum og annars staðar. Mikið var að gera á veitingastöðum og fjöldi fólks á kaffihúsum, inni og úti. Gjöf til friðar Mikil fjöldi fólks mætti á fjölskylduhátíð skáta að Hömrum við Kjarnaskóg á Akureyri á laugardaginn og þar var raunar nánast um- ferðaröngþveiti um tíma. Hátíðin var hluti dagskrár Akureyrarvöku, og þar var einnig haldinn húsgagna- og flóamarkaður þar sem á boðstólum var alls kyns smádót og notuð hús- gögn og ný. Margir gerðu þar góð kaup og studdu í leiðinni gott málefni, því allur ágóði af hátíðinni rennur milliliðalaust til þróun- arhjálpar í Mósambík. Þetta verkefni er þátt- ur í Gjöf til friðar, verkefni sem skátar um allan heim eru að vinna að í tilefni 100 ára af- mælis skátastarfs í heiminum. rúmslofti og við finnum að bæjarbúar kunna mjög vel að meta þetta.“ Veður var gott framan af degi en undir kvöld tók að rigna, en fólk virtist ekki láta það skemma fyrir sér. Einn og einn dró upp regnhlíf en svo stytti upp á ný skömmu eftir að stóru tónleikarnir hófust og fólk skemmti sér greinilega konunglega; margir sungu með og dönsuðu á staðnum og vel var klappað í við Morgunblaðið. Aðstandendur Akureyr- arvöku auglýstu hana í ríkisútvarpinu með slagorðinu „Menningarsnobb fyrir alla“, og sagði Þórgnýr ástæðu þess að „við vildum gera mátulegt grín að okkur sjálfum. En það segir þó ákveðna sögu; við viljum að þetta sé rómantískt, stemningin róleg og að rökkrið njóti sín. Afskipti okkar hjá bænum snúast fyrst og fremst um að koma á ákveðnu and- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson við hljóðfæraleik og söng. Veðurguðinn stríddi fólki ögn í byrjun með nokkrum dropum en síðan var afbragðsveður á meðan tónlistarveislan stóð yfir. Akureyrarvaka Sigríður Aðalsteinsdóttir, Kristinn Sigmunds- ttir komu fram með Sinfóníuhljómsveitinni. Orgelhestur? Kristján Ingimarsson látbragðsleikari fór á kostum í atriði þar sem hann dró gam- alt orgel um Ráðhústorgið, settist á bak því, járnaði það eins og hest og kveikti í því á endanum. Takk! Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár, sem bauð upp á tónleikana í tilefni 60 ára afmælis fyrirtækisins, heilsar upp á Guð- mund Óla Gunnarsson, stjórnanda Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands. Til vinstri er Kristinn Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.