Morgunblaðið - 28.08.2006, Side 26

Morgunblaðið - 28.08.2006, Side 26
26 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EITT sinn var ég að undirbúa kennslu vetrarins með öðrum kenn- ara. Við höfðum ekki unnið saman áður og hann var svolítið afsakandi þegar hann sagði að sér fyndist best að byrja alveg á byrjuninni, semsé að spyrja sjálfan sig um tilgang þess að hafa börnin í skólanum þessa tíma sem við ættum að bera ábyrgð á þeim. Ég var himinlifandi yfir þess- ari nálgun. Mér finnst nauðsynlegt að staldra við öðru hvoru og vega og meta það sem þykir sjálfsagt og allir eru löngu hættir að spyrja sig um. Spurninga eins og til hvers börnin séu yfirleitt í skóla. Þótt íslenskur grunnskóli sé á marg- an hátt vel á vegi staddur er of margt í skólamálum sem af- greitt er með svarinu sem við þekkjum úr bernsku okkar: Af því bara. Af hverju viðgengst að fluglæs börn séu látin sitja undir stafa- kennslu og eigi svo að lesa óteljandi texta sem eru langt undir lestr- argetu þeirra? Af því bara. Af hverju eru börn enn látin skrifa stafsetningaræfingar þar sem snún- um orðum er hrúgað saman í setn- ingar sem voru torskildar fyrir þrjá- tíu árum og óskiljanlegar nútímabörnum? Af því bara. Af hverju er í öðru orðinu talað um ein- staklingsmiðaða kennslu en í hinu gert ráð fyrir að allir þurfi að til- einka sér sama námsefnið? Af því bara. Ég er orðin leið á afþvíbara- skólanum. Ég tel að nemendur og foreldrar eigi skýlausan rétt á ýtr- ustu fagmennsku í skólastarfinu. Það þýðir að starfið eigi sífellt að endurmeta í takt við nýja vitneskju og aðstæður. Engar lausnir eru endanlegar og heldur ekki ásætt- anlegar ef eina röksemdin fyrir val- inu er að svona hafi alltaf verið gert. Skólar eru íhaldssamar stofnanir og samræmd próf þrisvar á grunn- skólastiginu hafa eflaust orðið til þess að meiri tregða er til breyt- inga. Þegar álag eykst þykir mörg- um best að halda sig við það sem þeir þekkja. Að sjálfsögðu ber að geta þess að víða er unnið frábært starf í skólum landsins. Ég hef heimsótt marga skóla á undanförnum árum og fyllist oft gleði yfir því sem ég sé. En hitt er þó of algengt, að mér finnist ég ganga áratugi aftur í tímann og sýn- ist að fátt hafi breyst. Veröldin utan skóla- stofunnar hefur breyst, þekking okkar á greind og þroskaferli barna hefur breyst. Því hlýtur skólinn líka að þurfa að breytast. Skólarnir vita líka að breytinga er þörf. En eins og annars staðar í nútímaþjóðfélagi hneigjast sumir til skyndilausna. Kaupum pakka sem leysir mál- ið. Komum í veg fyrir einelti með því að taka upp skóla- búninga. Tökum upp agastýring- arkerfi frá Ameríku og leysum aga- vandamálin. Aðskiljum drengi og stúlkur til að leysa jafnréttismálin. Skiptum í hraðferðar- og hægferð- arhópa til að mæta einstaklings- þörfunum. Málið er afgreitt. En þetta er ekki svona einfalt. Einelti hverfur ekki við að allir gangi í sams konar fötum. Rætur vandans liggja dýpra en svo. Aga- vandamál verða ekki leyst öðru vísi en að rækta með börnunum sjálfs- aga sem tengist sjálfsmynd þeirra og vellíðan. Flokkun eftir kynjum getur kallað fram yfirborðskenndar staðalmyndir kynjanna; strákar eru svona, stelpur svona. Skipting eftir getu er afturhvarf til fortíðar þegar mjög einhæf sýn á mannlega greind var ráðandi. Kennsla og uppeldi er flókið ferli. Skyndilausnir eru ekki til – bara ást, alúð, virðing, víðsýni, þolinmæði. Skólaskylda er tvíhliða sam- komulag skólans og forráðamanna fyrir hönd nemendanna; foreldrar senda börnin sín í skólann og sjá um að þau skili því sem þeim ber, skól- inn á að uppfylla sinn hluta með því að bjóða lögboðna fræðslu sem snið- in er að þroska barnanna. Ég er orðin leið á því að skólar komist upp með að sleppa kennslu í ákveðnum greinum, þá helst list- og verk- greinum, eða skera hana svo við nögl að lítið gagn er að henni. Ef skólinn segir að ekki sé hægt að veita árganginum lögboðna tón- menntakennslu í ár, get ég þá ekki líka sagt að barnið mitt geti ekki mætt á föstudögum? Ég er líka orð- in langeyg eftir því að skólinn sjái sér fært að uppfylla ákvæði grunn- skólalaganna um kennslu við hæfi nemenda. Það er ekki einstaklings- miðuð kennsla að allir læri allt það sama og á sama hátt, bara mishratt. Mikið skortir enn á að hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín, að skólinn leiti að styrk hvers nemanda í stað þess að einblína á veikleika hans. Varla er hægt að segja að um- ræða um skólamál á Íslandi sé fjörug og málefnaleg. Hún blossar upp öðru hvoru og þá helst þegar ís- lensk börn standa sig ekki nógu vel í alþjóðlegum könnunum, lesa ekki eins vel og Finnar eða reikna ekki eins vel og börnin í Singapúr. Þess á milli er fátt sagt og skólastarfið gengur sinn vanagang – af því bara. Ég lýsi eftir heitri umræðu, um það sem skiptir meira máli en flest ann- að í okkar þjóðfélagi, um börnin okkar, menntun þeirra og líðan á sínum lögboðna vinnustað. Segið endilega að ég hafi rangt fyrir mér, að skólinn sé lifandi, skapandi og skemmtilegur. Eða nefnið dæmi um stöðnun og afturhald. Hvort tveggja er örugglega satt og rétt. Ef til vill finnst ykkur að skólinn eigi ekki að breytast, að hann eigi að standa sem traust og óhagganlegt vígi í straumi tímans. Segið það þá. Skrif- ið um skólamál! Af því bara Ragnheiður Gestsdóttir skrifar um skólamál » Mikið skortir enn áað hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín, að skólinn leiti að styrk hvers nemanda í stað þess að einblína á veikleika hans. Ragnheiður Gestsdóttir Höfundur er rithöfundur, kennari og námsefnishöfundur, móðir og amma. Í ÁRSSKÝRSLU OECD um Ís- land sem birt var nýlega benda skýrsluhöfundar á að miðað við það fjármagn sem lagt er í íslenskt skólakerfi mætti gera kröfu um betri árangur Nota þeir útkomu í al- þjóðlegu PISA rannsókninni 2003 sem viðmið. Í kjölfar birtingar skýrslunnar varð nokkur umræða um áhrif aga á náms- árangur þar sem m.a. heyrðist sú skoðun að íslenskir nemendur væru agalausir og það kæmi frá heimilunum. Uppeldi sem samvinnuverkefni Í skólasamfélaginu hefur verið umræða um aga- og virðing- arleysi nemenda og margir foreldrar heyra börn sín kvarta yfir því að það ríki ekki nægi- legur vinnufriður í skólanum. Ljóst er að foreldrar bera ábyrgð á upp- eldi barna sinna og að þeim ber að kenna þeim að haga sér vel og bera virðingu fyrir öðrum. Hafa ber í huga að margir þættir hafa áhrif á hegðun barns. Rétt eins og full- orðnir geta börn hegðað sér mjög ólíkt í mismunandi aðstæðum. Nem- endur dvelja drjúgan hluta dagsins innan veggja skólans og þeir þurfa að fá mjög skýr skilaboð frá kenn- urum og skólanum til hvers er ætl- ast af þeim. Þeir þurfa að vita hvaða reglur gilda í skólanum og hvað ger- ist ef þær eru brotnar. Kennarinn gegnir lykilhlutverki í að stuðla að jákvæðum bekkjaranda þar sem virðing og umburðarlyndi fyrir öðr- um ræður ríkjum. Agavandamál nemenda stafa oft af því að nem- endur fá ekki verkefni við hæfi þannig að mjög mikilvægt er að skólinn komi til móts við þarfir og getu hvers nemanda. Til þess þarf að skapa kennurum svigrúm sem byggist m.a. á því að bekkjardeildir séu ekki of fjölmennar og að börnum sem greind eru með námserfiðleika eða hegðunarvandamál fylgi markviss stuðn- ingur. Samfélagið ber einnig ábyrgð á því að styðja við uppeldis- hlutverk foreldra sem er nú mun flóknara en áður. Fleiri sveit- arfélög og skólar þurfa að bjóða for- eldrum upp á uppeldisnámskeið og ráðgjöf. Foreldrar og kennarar þurfa að læra að nota sömu aðferðir og gefa börnum sömu skilaboðin. Reynslan sýnir að þar sem slík nám- skeið eru haldin fyrir foreldra og uppeldisstarfsfólk hefur agavanda- málum fækkað í skólum. Samstarf skiptir máli fyrir námsárangur Margir þættir hafa áhrif á náms- árangur þannig að fjármagn eitt og sér tryggir ekki góðan árangur og eins skiptir máli hvernig fjármagnið er nýtt, fer það t.d. að mestu í ytra eða innra starf skólanna? Rann- sóknir hafa sýnt að margir þættir utan skólans hafa áhrif á náms- árangur s.s. viðhorf og stuðningur foreldra, jafningjahópurinn o.fl. Fjölmargar rannsóknir sýna að samstarf heimila og skóla hefur já- kvæð áhrif á námsárangur, hegðun og viðhorf nemenda. Er því mjög markvisst horft til eflingar foreldra- samstarfs í mörgum löndum til þess að bæta námsárangur. Ábyrgð á samstarfi þarf að liggja hjá skól- unum þar sem sýnt hefur verið fram á að foreldrar hafa sjaldan frum- kvæði að samstarfi. Skólinn og skólasamfélagið þarf að bera ábyrgð á samstarfinu og fræða foreldra um hlutverk þeirra í námi barna sinna sem og hvaða ávinnings má vænta af markvissu og gagnkvæmu sam- starfi. Þegar samstarf er öflugt eru foreldrar einnig tilbúnari til að koma að lausn vandamála sem upp koma. Slík samvinna foreldra og kennara leiðir til skjótari úrlausnar vanda- mála. Samstarf er lykill að lausn Elín Thorarensen skrifar um agaleysi í skólum » Fjölmargar rann-sóknir sýna að sam- starf heimila og skóla hefur jákvæð áhrif á námsárangur, hegðun og viðhorf nemenda. Elín Thorarensen Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. EMIL Thorarensen fram- kvæmdastjóri ritar grein í Morg- unblaðið 21. júlí undir fyrirsögninni „Sjaldan launar kálfur ofeldið“. Greinin fjallar um það mikla og góða starf sem Framsóknarflokkurinn hafi unnið fyrir land og þjóð og eigi drýgstan þátt í þeirri miklu velsæld sem Ís- lendingar búi nú við. Þrátt fyrir þetta hafi allir formenn Fram- sóknar mátt sæta per- sónulegum árásum og svívirðingum andstæð- inganna á ómaklegan hátt og sé það áreiti með ólíkindum. Ég myndi ekki blanda mér í þessa umræðu ef ekki vildi svo til að Emil lætur falla nokkur orð um þá sem stóðu að undir- skriftasöfnun Varins lands, en sjálfur var ég í þeim hópi. Emil segir: „Ísland átti auðvitað fyrst og fremst að vera vörn og fyrsta skotmark ef til árásar á Bandaríkin kæmi. Enda hafa engir tals- menn Varins lands sig í frammi um þessar mundir þegar herinn hefur verið kvaddur heim og fjöldi Íslend- inga er, vegna þess, að missa atvinnuna fyrirvaralaust. Hvar eru þessar íslensku hækjur Bandaríkjamanna núna? Auðvitað í felum og velja að þögnin geymi nöfn sín.“ Eitt er það sem ekki breytist þótt árin líði, en það er orðbragð and- stæðinga Varins lands. Ummæli Emils Thorarensens mega að vísu heita mildileg miðað við þær for- mælingar sem forvígismenn Varins lands máttu þola á sínum tíma. En það er óneitanlega einkennilegt að lesa þessi ummæli Emils í beinu framhaldi af kvörtun hans yfir ómaklegum árásum og svívirðingum í annarra garð. En hvað er það sem Emil Thor- arensen ætlast til af fyrrum forvíg- ismönnum Varins lands? Eiga þeir að biðja afsökunar þá starfsmenn Varnarliðsins sem nú missa vinn- una? Ég verð að minna Emil á að undiskrifasöfnun Varins lands sner- ist ekki um það að varnarliðið yrði hér áfram til að halda uppi atvinnu á Suðurnesjum. Undirskriftasöfnunin 1974 beindist gegn þeirri stefnu rík- isstjórnarinnar undir forystu fram- sóknarmannanna Ólafs Jóhann- essonar forsætisráðherra og Einars Ágústssonar utanríkisráðherra, að varnarsamningnum yrði sagt upp og herinn látinn fara. Þetta var hin op- inbera stefna Framsóknarflokksins á þeim tíma. Hin mikla þátttaka í undirskriftasöfnun Varins lands sýndi að þjóðin óttaðist þessa stefnu og stefnan kom ekki til fram- kvæmda. Þótt undirskriftasöfnun Varins lands snerist eingöngu um það að landið yrði ekki látið óvarið, átti hún óneitanlega þátt í því að starfsmenn Varnarliðsins héldu atvinnu sinni áfram eftir 1974. Þeir sem áhuga hafa á atvinnumálum og peningahlið þessa máls geta reiknað út hve marga milljarða þetta hefur fært þjóðarbúinu á síðustu þrjátíu árum. Ekki hef ég heyrt nokkurn mann þakka Vörðu landi fyrir þann skerf, enda gera söguritarar nú sitt besta til að gleyma undirskriftasöfnuninni og þeim áhrifum sem hún hafði. Þá kem ég að þeirri fullyrðingu Emils að starfsmenn Varnarliðs- ins hafi misst atvinnuna fyrirvaralaust. Öllum hugsandi mönnum hefði átt að vera ljóst að þörfin fyrir þessa öfl- ugu herstöð var ekki lengur fyrir hendi eftir að Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin liðuðust í sundur. Það verður að teljast merkilegt að Bandaríkjamenn skuli hafa haldið uppi svo mikilli starfsemi hér sem raun ber vitni í hálfan annan áratug eft- ir að ógnin úr austri var horfin. Bendir það ekki til nokkurrar tillitssemi við Íslendinga sem bandamenn? Og þegar herinn loksins hugsar sér til hreyfings, hver eru þá viðbrögð Íslend- inga? Þeir heimta að orrustuþotur skuli vera hér áfram til að halda uppi „sýnilegum vörn- um“. Enginn hefur sýnt fram á að þessar þotur gætu komið að gagni til að verjast þeim hættum sem nú steðja að í veröldinni. Var hug- myndin kannski sú að Íslendingar gætu losnað við kostnað af rekstri Keflavíkurflugvallar ef þoturnar yrðu hér áfram? Mér er ekki grun- laust um að Bandaríkjamenn hafi dregið þá ályktun og ekki viljað taka þátt í slíkum látaleik. Ef krafan um herþoturnar hefði verið lögð til hlið- ar, er ekki ólíklegt að Íslendingar hefðu getað náð samningum við Bandaríkjamenn um áframhaldandi veru fámenns herliðs sem búið væri þyrlum til varnar- og björg- unarstarfa. En hin óraunsæja krafa um þoturnar, sem ef til vill var mót- uð af peningasjónarmiðum, hefur líklega spillt þeim möguleika. Þörfin fyrir varnarlið, innlent eða erlent, verður ávallt fyrir hendi, þótt dregið hafi úr hættunni um sinn. Jón Sigurðsson, frelsishetja Íslendinga, komst svo að orði í Nýjum fé- lagsritum árið 1843: „Það setja sumir fyrir sig, að land- ið hafi engar varnir, og megi því svo fara að útlendar þjóðir veiti Íslend- ingum yfirgáng og ofríki; segja þeir og að slíkt hafi sannazt á miðöld- unum á Íslandi, og beri við enn á sumum stöðum í Noregi. Því verður ekki neitað að það er hinn mesti galli að engar varnir eru á landinu … Það er alkunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög það dirfir menn og hvetur að kunna að fara með vopn, og að sama skapi mundi það lífga þjóðaranda og hug manna, að vita, að sá liðskostur væri í landinu að það væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu eða fáeinum vopnuðum bófum …“ Þessi orð Jóns Sigurðssonar eru enn í gildi, þótt tímar og tækni hafi breyst. Þau eiga sérstakt erindi til þeirra manna sem gera gys að hug- myndinni um innlent varnarlið og vilja helst hafa landið varnarlaust með öllu. Varið land og brottför varnarliðsins Þorsteinn Sæmundsson skrifar um varnir Íslands og svarar grein Emils Thorarensen Þorsteinn Sæmundsson » … það eróneitanlega einkennilegt að lesa þessi um- mæli Emils í beinu framhaldi af kvörtun hans yfir ómaklegum árásum og svívirðingum í annarra garð. Höfundur er stjörnufræðingur og var einn af forvígismönnum undir- skriftasöfnunarinnar „Varið land“. Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú og vísindi. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.