Morgunblaðið - 28.08.2006, Page 33

Morgunblaðið - 28.08.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 33 Kær samstarfskona og félagi, Ása Þuríður Ottesen, er fallin frá. Ása vann er við kynntumst að fóstur- og ættleiðingarmálum barna hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar. Þar hnýtti hún af gaumgæfni þræði sem Ása Þ. Ottesen ✝ Ása ÞuríðurOttesen fæddist í Reykjavík 12. júní 1918. Hún lést 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorlákur G. Ottesen og Þuríður Friðriksdóttir. Ása var ein sex systkina og voru þau auk hennar: Hulda, Sig- urlaug og Friðrik sem öll eru látin og tvíburasysturnar Kristín og Sigríður. Ása giftist 1940 Hermanni Ágústi Hermannssyni, d. 4. febr- úar 1978. Ása og Hermann eign- uðust börnin Herdísi, Þorlák og Þuríði. Ása verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins og hefst athöfnin klukkan 15. er dýrmætt í slíkum málum. Enda þótt Ása væri formföst og ákveðin gætti hún þess að ígrunda og bera vafamálin upp við sam- starfsfólk sitt. Á skrif- stofunni átti hún til, glöð í bragði, að draga upp og sýna okkur ljós- mynd af barni með þökk frá foreldrum þegar vel hafði tekist til. Virðing, staðfesta og hlýja eru orð sem koma fyrst í hugann er ég minnist þín, Ása, sem samstarfs- og vinkonu. Að samstarfinu loknu umgengumst við en þú hafðir hnýtt mörg vinabönd- in meðfram starfi. Margs er að minnast af samver- unni við þig, Ása, ekki síst spjallsins um stjórnmál þar sem starfsfélagarn- ir spönnuðu allt hið pólitíska litróf. Þú lést ekki undan í kappræðunum og ýttir öllu nema vinstrirökum út af borðinu. Oft varstu sérlega skarp- skyggn og hnyttin í greiningu þinni á málefnum líðandi stundar. Þú varst þínu trú, stolt yfir fortíðinni sem sósí- alisti og minntist oft Keflavíkur- gangnanna með ánægju. Að sumar- leyfum loknum voru gönguferðir rifjaðar upp og einkum finnst mér þér hafa verið tíðrætt um kærar Horn- strandaferðir sem þú stundaðir með vinkonum þínum. Þá vil ég minnast hinna sérstöku, þunnu og hlýju skjól- flíkna, Hornstrandapeysanna sem þú prjónaðir og gafst vinum og við höf- um notið góðs af í fjallaferðum til margra ára. Aðrar góðar heimatil- búnar gjafir varstu tilbúin með í des- ember þegar við hittumst allt fram að þínum síðustu jólum. Minnisstæður er rausnarskapur- inn þegar þú bauðst til veislu. Einnig er mér kært að rifja upp góðar stund- ir í sumarbústaðnum í Miðfellslandi sem þú komst þér upp með dyggum stuðningi barnanna talsverðu áður en að starfslokum kom. Þar var frá upp- hafi einstaklega fallega búið. Glögg sem þú varst vannstu að ræktun landsins í nokkur ár áður en bústað- urinn reis og dvölin veitti þér og öðr- um ánægju. Í hugann kemur margt spjallið yfir góðum málsverði, hljóð- látar gönguferðir með vatninu og fjörlegt afmælisskvaldur. Ása mín, undir lokin varstu orðin ferðamóð. Í síðustu heimsókninni í sumar lifnaði yfir þér við komuna og mér fannst þú tjá gleði þína með ein- staka orði og bros í auga þrátt fyrir augljósa þreytu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig, Ása, að vini og starfs- félaga og kveð þig með söknuði og af mikilli virðingu. Dýpstu samúðar- kveðjur sendi ég til barna þinna, Her- dísar, Þorláks og Þuríðar og til fjöl- skyldunnar allrar. Guðrún Kristinsdóttir. Nú er hún Ása farin. Margs er að minnast. Við hittumst fyrst er ég kom úr námi erlendis frá og hún starfaði að fóstur- og ættleiðingarmálum hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Frá fyrstu stundu urðum við vinkonur og ekki spillti fyrir að við vorum frænkur, en Ása var bæði frændrækin og ættfróð. Upp frá því fléttaðist líf okkar saman í leik og starfi. Við unnum saman – t.d. að viðamikilli könnun á högum fóstur- barna, en enginn var betur að sér á því sviði en Ása, en einnig áttum við mikil persónuleg samskipti og kynnt- umst fjölskyldum hvor annarrar. Ótal myndir koma upp í hugann, Ása í sumarbústaðnum, Ása heima á Miklubraut að bjóða upp á jólasúk- kulaði, Ása afmælisbarn á Þingvöllum með vinum og samstarfsfélögum, Ása að segja okkur sögu af einni af fjöl- mörgum gönguferðum sínum um landið, Ása í jólaföndurklúbbnum okkar sem lifði í mörg ár, Ása á að- fangadagsmorgun, konfekt í skál og heimaprjónaða jólagjöfin á sínum stað, Ása að segja frá árunum í Sví- þjóð. Ása að gleðjast yfir barna- og barnabörnunum sínum. Ása að sam- gleðjast vegna þess sem vel gekk hjá börnunum, bæði mínum og annarra. Þær eru margar myndirnar sem koma upp í hugann og ómetanlegar stundirnar. Ása var frumkvöðull á mörgum sviðum, þær voru ekki margar kon- urnar á þessum tíma sem fóru í margra daga gönguferðir um fjöll og firnindi – en það gerðu Ása og vinkon- ur hennar. Þær voru heldur ekki margar konurnar á þessum tíma sem fóru á heimsþing til fjarlægra landa fyrir Menningar- og friðarsamtök kvenna – það gerði Ása líka. Hún sýndi einnig frumkvæði á starfsvett- vangi sínum, þar sem hún leiddi og mótaði starf að fóstur- og ættleiðing- armálum hjá Reykjavíkurborg. Þannig var Ása – hún var einhvern veginn leiðandi, réttsýn, vissi hvar hún stóð og stóð fast á sínu. Ég er miklu ríkari fyrir þær sakir að hafa kynnst Ásu, hún var mér og fjölskyldu minni kær. Um leið og ég þakka henni fyrir allt það góða sem við áttum saman, sendi ég börnunum hennar og fjölskyldum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigríður Jónsdóttir. ir, tónlist og glaðværð. Einnig geymi ég og varðveiti margar fallegar minn- ingar um ykkur pabba að Syðri- Reykjum og í Kaupamannahöfn. Um ævi þína má segja að þú hafir hugsað, lært og tjáð þig með mikilli tilfinningalegri dýpt. Þannig endur- speglaði tilfinningalegt innsæi þitt sem veitti þér oft aðra sýn á hluti og málefni sem við hin komum oft ekki auga á fyrr en þú orðaðir það. Áhugi þinn á listum hvort heldur leiklist, tónlist eða myndlist varð til þess að glæða áhuga okkar systkina almennt á listum og þar með auka hæfileika okkar til að skapa og njóta. Fyrir mér eru þetta forréttindi og aukinn skiln- ingur á tjáningarform, mannlega eig- inleika og innsýn í fjölbreytilegan hugarheim og þar með aukin lífsgæði í mínu eigin lífi. Mamma, ég er þér svo ævinlega þakklátur fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig. Þú vildir okkur öllum vel og þú framkvæmdir allt í góðri trú, lífstrú sem var oft bæði draumóra- kennd en að sama skapi praktísk. Þú hafðir stórt hjarta og mikla sam- kennd sem smitaði alla í nærveru þinni. Ég vona svo innilega að ég hafi náð að sýna þér í verki þakklæti fyrir allt sem þú gafst mér og þeim sem okkur þótti sameiginlega vænt um. Megi guð og englar ávallt vernda þig. Þinn sonur, Alfreð. Elsku mamma, nú ertu búin að kveðja okkur. Þú sem varst svo ákveðin í að sigrast á þínum veikind- um og lækna þig sjálf. Þú varst minn klettur, góður vinur og elskuleg og kærleiksrík mamma. Okkar sam- band var okkur svo dýrmætt. Við sem töluðum saman á hverjum degi og gátum skilið hvort annað. Þú sem varst svo bjartsýn með allt og varst alltaf til í að njóta stundarinnar. Og þegar eitthvað bjátaði á barstu höf- uðið hátt með þitt sterka sjálfstraust og lést hlutina ganga upp. Ég man sem barn að þú hvattir mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Einnig man ég eftir öllum þeim kvöldum sem ég var með þér í skátaheimilinu og þar sem ég lærði alla skátasöngvana sem þar voru sungnir. Þar tók ég fyrst eftir þínum frábæru stjórnunarhæfileikum með yndislegri ástúð sem þú barst til starfsins. Ég man aldrei eftir þér nema sem mjög félagslegri mömmu og þér leið best með allt húsið fullt af vinum. Þú kenndir okkur hvað lífið væri mikils virði og hvað ákveðni skiptir miklu máli í lífinu. Að sýna skilning á hlutum og brjóta þá til mergjar. Allt- af varst þú minn besti vinur í blíðu og stríðu. Ég man eftir góðu stundunum í sumarfríunum hvort sem það var í sveitinni hjá afa og ömmu, sumarbú- staðnum ykkar pabba eða á ferðalagi með þér í útlöndum. Ég man sérstak- lega eftir stundunum fyrst í hjólhýs- inu á Syðri Reykjum og seinna í sum- arhúsinu sem þú og pabbi reistuð, en þar ætluðuð þið pabbi að njóta ykkar sælustunda á efri árum. Ég vildi óska að þið hefðuð átt lengri tíma saman. En þú varst vön að segja „… að mað- ur verður að sætta sig við lífið eins og það er“. Það var mikið áfall fyrir þig þegar pabbi kvaddi okkur 2003, en það var líka mikið áfall fyrir okkur öll hin. En við vorum varla búin að jafna okkur á því áfalli þegar Sigga Stína kvaddi okkur 2004. Þetta voru mjög erfiðir tímar fyrir okkur öll. Núna þegar þú hefur kvatt okkur líka er hálf fjölskyldan farin á svona örstutt- um tíma. Ég man vel eftir mér á Skólaveg- inum í Keflavík þegar þú lést útbúa heilan leikvöll bak við húsið. Þannig útbjóst þú þitt dagheimili svo þú gæt- ir orðið dagmamma, sem þú gerðir með stakri prýði. Einnig man ég eftir þér í bakaríinu og því góðgæti sem þú komst með heim. Þú hafðir mikið fyrir því að láta okkur læra enda tókst þér það með miklum ágætum. Og þegar okkur vantaði eitthvað varst þú fyrst til hjálpar. Þegar við vorum öll komin í skóla í Reykjavík var það enginn vafi í þínum huga að þú vildir einnig búa í höfuðborginni. Eftir að þið pabbi fluttuð í Rauðagerðið hélt gleðin og kærleikurinn áfram. Ég get seint lýst þakklæti mínu til ykkar pabba á fyrstu árunum í Rauðagerðinu þegar andstreymið var hvað mest í mínu lífi. Ég minnist einnig margra góðra stunda í Rauðagerðinu, þegar öll fjöl- skyldan hittist á hátíðisdögum, í mat- arboðum, afmælum eða af öðru til- efni. Þá var virkilega gaman að hafa lifandi tónlist sem Sigga Stína og Björn sáu iðulega um ásamt barna- börnunum þínum. Það er von mín og trú að við viðhöldum því andrúmslofti sem einkenndi samkomurnar í Rauðagerðinu. Ég man þegar þú komst í matar- boð til okkar í hverri viku með ís og ávexti. Þú komst með mikinn kær- leika og ástúð til okkar og varst vön að kenna börnum eitthvað nýtt eða hlæja með okkur. Stundirnar þegar ég keyrði þig heim í Rauðagerðið voru mér dýrmætar en þá gátum við bæði létt af okkur og talað um hvað samband okkar væri dýrmætt og þá okkar allra í fjölskyldunni. Elsku mamma, ég mun alltaf sakna þess að heyra ekki í þér, þú sem gafst mér mikið af ástúð, kærleika og holl ráð. Ég veit að þú verður alltaf hjá okkur og nú veit ég að þú er komin til Siggu Stínu, pabba og Siggu Árna og fleiri. Ég veit að þið munuð ávalt fylgjast með okkur. Mamma, ég á eftir að sakna þín svo mikið að erfitt er að lýsa því. Elsku mamma, megi almáttugur guð ávallt vernda þig. Þinn sonur. Valdimar. Kynni mín af Fjólu tengdamóður minni hófust fyrir rétt rúmum þrem- ur árum, þegar við Alfreð fórum að vera saman. Fjóla hafði sterka nær- veru og var hrókur alls fagnaðar í öll- um afmælum og fjölskylduboðum. Síðastliðin ár hafa verið fjölskyldunni erfið fyrst við fráfall Halldórs haustið 2003 og síðan fráfall Siggu Stínu vorið 2004 og settu þau mark sitt á Fjólu. Í byrjun júlí veiktist Fjóla af lungna- bólgu og við héldum öll að hún yrði komin heim í Rauðagerðið eftir nokkra daga, en svo fór nú ekki. Heldur tók við rúmlega 6 vikna erfið sjúkrahúslega. Þessar sex vikur voru Fjólu erfiðar og þó hún væri líkam- lega vel á sig komin náði hún ekki að vinna á lungnabólgunni. Það er stórt skarð sem höggvið hefur verið í fjölskylduna og við sem eftir erum verðum að læra að lifa með þessum mikla missi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Fjóla, ég veit að Halldór og Sigga Stína hafa tekið á móti þér þar sem þú ert núna. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir Elín. Elsku Fjóla, nú hefur þú kvatt okk- ur og þínu hlutverki er lokið hér hjá okkur og annað tekur við annars staðar og þá með Halldór og Siggu Stínu þér við hlið, í sameiningu getið þið fylgst með okkur sem eftir erum og leiðbeint okkur áfram. Matthildur Jóna spurði mig; af hverju er guð að taka svona marga frá okkur, er það af því að þau voru svo hress, skemmtileg og alltaf að syngja og dansa og hann hefur vantað þau til að halda uppi stuðinu? En við vitum að þú varst fegin að fá að fara því þú varst orðin svo veik. Vilbert Árni skilur þetta ekki, heldur að þú sért bara á spítalanum ennþá. Birnu Fjólu finnst þetta erfitt því þú færð ekki að upplifa ferminguna hennar. En við erum búin að segja þeim að þú fylgir þeim hvert fótspor sem þau taka. Elsku Fjóla mín, ég vil þakka þér fyrir alla samveruna, allar ferðir sem við fórum saman og alla hjálpina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir, þín tengdadóttir, Sigríður Sólveig. Elsku amma, ég á mjög erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið og minnast allra stundanna okkar sam- an. Alveg frá því ég man eftir mér varstu alltaf svo góð við mig. Heimili ykkar afa var eins og mitt annað heimili og oftar en ekki var ég sendur í pössun til ykkar. Ég eignaðist góða leikfélaga í hverfinu þar sem þið bjugguð og ég fann alltaf fyrir hlýju og ástúð frá ykkar garði. Ég hlakkaði alltaf til að koma til ykkar og vera með ykkur. Ég á ótal minningar um okkur og afa gera ýmislegt saman. Ég minnist þess oft þegar við fórum saman upp í Bláfjöll og þið biðuð eftir mér með heitt kakó og kleinur meðan ég renndi mér niður brekkurnar. Einnig fórum við oft saman austur til Hvera- gerðis í sund og Tívolí. Þessar stund- ir okkar saman mun ég alltaf geyma í minningunni minni um ykkur. Heldur mun ég aldrei gleyma hversu vel þið studduð mig á þeim erfiða tíma þegar ég flutti til Dan- merkur. Ég man hvað ég saknaði ykkar rosalega mikið. Fyrstu vikurn- ar hringduð þið oft í mig og stöpp- uðuð í mig stálinu og það hjálpaði mér mjög mikið. Sumarið eftir kom ég til Íslands og fékk að búa hjá ykk- ur og hitta íslenska vini mína. Ég minnist líka sumarsins þegar við Valdi smíðuðum sumarbústaðinn í garðinum þínum árið 2000 og þar áttum við oft góðar stundir saman. Ég mun aldrei gleyma ykkur og þeirri ást og hlýju sem þið veittuð mér. Þið voruð mér alltaf innanhand- ar þegar ég þurfti á ykkur að halda. Þið eigið stóran þátt í því hver ég er í dag og voruð dugleg að leiðbeina mér í rétta átt. Amma, ég þakka þér fyrir allar okkar stundir saman. Megir þú hvíla í friði. Egill Arnarsson. Elsku amma mín, það er skrítið að þú sért farin frá okkur en svo hugsar maður að þú sért komin til Halldórs afa og Siggu Stínu. Þú ert örugglega ánægð að vera komin til þeirra. Mað- ur hugsar um allt sem maður upplifði með þér eins og þegar ég sá þig í fyrsta skipti hlaupa og þegar þú hringdir og ég svaraði, þá spurði þú alltaf hvað ég héti og ég sagði nafnið mitt, Birna Fjóla, og þú sagðir en skrítið ég heiti það líka. Og þú komst alltaf með okkur til Danmerkur. Þú gafst okkur barnabörnum þín- um alltaf eitthvað, alltaf á páskunum gafstu okkur föt og þegar við komum í heimsókn fengum við alltaf kex og svala, þegar ég hjálpaði þér í garð- inum ég fékk pening og þegar þú komst í mat komstu með ís. En nú er það liðið, maður verður að lifa áfram og ég mun alltaf hugsa um þig og ég er svo heppin að heita alveg eins og þú. Ég mun alltaf elska þig, amma mín. Kær kveðja, þín nafna og barna- barn, Birna Fjóla Valdimarsdóttir. Þegar ég hugsa um Fjólu föður- systur mína nú þegar ég skrifa þessi kveðjuorð þá sé ég hana fyrir mér háa og granna unga konu sem alltaf var hlæjandi. Þrátt fyrir að við höfum verið í góðu sambandi allt mitt líf er eins og ég muni hana fyrst og fremst eins og hún var þegar ég var barn. Ef til vill situr þessi mynd af henni í minni mínu vegna þess hve ræktarsöm hún var við okkur systkinin þegar við vor- um börn og hve mikið okkur þótti til hennar koma. Hún var kona sem fylgdist vel með, hafði skoðanir á öllu og var ákaflega rökvís. Ein af þessum kon- um sem maður veltir fyrir sér hvern- ig líf hennar hefði orðið hefði hún fengið menntun í samræmi við greind. Þótt hún hefði ef til vill kosið meiri menntun verður ekki annað sagt en að hún hafi lifað góðu lífi. Hún átti góðan mann og börn sem hún var stolt af. Hún bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, var manni sín- um góð kona og börnum sínum góð móðir, en umhyggjusemi hennar kemur þó hve best í ljós þegar skoðað er hve vel hún reyndist foreldrum sínum. Amma mín og afi voru ekki fólk sem átti heima á elliheimili. Það var þeim því ómetanlegt að fá að búa í skjóli Fjólu og hennar fjölskyldu fram á síðasta dag. Hún var ákaflega jafngeðja og tal- aði jafnan án allrar tilfinningasemi. Fyrir utan glettnina man ég ekki eft- ir að hafa skynjað hana skipta skapi. Við áttum saman góða stund fyrir um það bil ári þar sem hún sagði mér frá ýmsu í sínu lífi, bæði gleði og sorgum, og þrátt fyrir að henni fyndist hún ekki alltaf hafa mætt sanngirni af sín- um meðreiðarsveinum sagði hún frá því án reiði eða biturðar og áfelldist engan. Langrækni var ekki hennar stíll. Stærstu sorgum sínum mætti hún frænka mín undanfarin ár þegar hún missti báða bræður sína, eiginmann og dóttur á fáeinum árum. Nú þarf litla fjölskyldan hennar að takast á við sorgina eina ferðina enn. Ég votta börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Sigríður Árnadóttir Bernhöft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.