Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Verkstjóri óskast
Traust verktakafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
leitar að verkstjóra. Mikil vinna framundan. Góð
laun í boði fyrir réttan aðila. Umsækjandi skal
vera eldri en 25. ára.
Upplýsingar í síma 898 4202.
Raðauglýsingar
Til leigu
Hólmaslóð – Grandar
Höfum til leigu um 67 fm vinnustofu/skrifstofu
við Hólmaslóð. Húsnæði í góðu ástandi.
Laust nú þegar. Nánari uppl. veitir:
Fasteignamarkaðurinn ehf.,
Óðinsgötu 4,
s. 570 4500.
✝ Magnús Jónssonfæddist í Vest-
mannaeyjum 11.
september 1929.
Hann lést á heimili
sínu á Hrafnistu í
Reykjavík 16. ágúst
síðastliðinn. Kjör-
foreldrar hans voru
Jón Ólafsson út-
gerðarmaður frá
Hólmi í Vest-
mannaeyjum og
fyrri kona hans
Stefanía Ein-
arsdóttir. Þau áttu
dæturnar Önnu og Eygló. Jón átti
soninn Ólaf með síðari konu sinni,
Guðrúnu Helgadóttur. Blóðfor-
eldrar Magnúsar voru Pálína Jó-
hanna Pálsdóttir f. 29.9. 1890, d.
23.11 1980, og Símon Guðmunds-
son útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum f. 21.5. 1883, d. 2.4.
Lóa, f. 29.7. 1971, sambýlismaður
Ingvar Helgason, f. 3.2. 1965,
börn þeirra eru Jón Helgi, Sindri
og Hrefna Dögg. b) Ágúst, f. 29.1.
1974, sambýliskona Erla Guð-
finna Jónsdóttir, f. 30.1. 1977,
sonur þeirra er Jón. c) Hafsteinn
Jónsson, f. 29.7. 1975, unnusta
Kristín Svandís Jónsdóttir, f.
25.5. 1978. d) Þórunn Jónsdóttir,
f. 16.1. 1977, sonur hennar er
Ágúst Aron Guðjónsson. e) Hafdís
María, f. 17.2. 1982, sambýlis-
maður Örvar Arason f. 17.8.
1978, börn þeirra eru Ívar Ari og
Soffía Ýr.
Seinni kona Magnúsar var
Katrín Héðinsdóttir, f. 1.4. 1927,
d.1.4. 2004.
Magnús stundaði sjómennsku
frá unga aldri, bæði á bátum og
togurum og var eftirsóttur sjó-
maður. Eftir að Magnús hætti til
sjós starfaði hann í Húsdýragarð-
inum í Reykjavík.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Áskirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
1955. Þau bjuggu á
Eyri í Vest-
mannaeyjum og
eignuðust 14 börn, 4
dóu í bernsku og 10
komust til fullorðins-
ára. Systkini Magn-
úsar eru: Sigríður, f.
10.2. 1914, d. 27.4.
1994, Fjóla, f. 9.9.
1918, Guðmundur
Einar, f. 8.9. 1920, d.
6.11. 1998, Margrét,
f. 11.5. 1923, Helga,
f. 4.7. 1925, Karl, f.
16.11. 1926, d. 12.4.
1976, Sigríður Svanborg, f. 6.12.
1927, Sverrir, f. 19.12. 1930 og
Sveinbjörg, f. 18.1. 1934.
Fyrri kona Magnúsar var
Soffía Alfreðsdóttir frá Fáskrúðs-
firði. Dóttir þeirra er Hrefna, f.
7.5. 1952, maki Jón Ágústsson, f.
18.5. 1942. Börn þeirra eru: a)
Elsku pabbi, í dag kveðjum við þig
í hinsta sinn. Ljúf er minningin sem
við eigum er þú komst í heimsókn um
síðustu mánaðamót. Þá varstu svo
hress og ánægður. Þú fórst í afmæli
og við fórum saman í heimsókn til
Lárusar og Bjargar í Indriðakoti.
Þar var nú heldur betur rifjað upp
frá liðinni tíð í Vestmannaeyjum.
Síðan fórum við austur að Skarðshlíð
þar sem þú varst mikið sem barn. Í
marga daga á eftir talaðir þú um
hvað þetta hefði verið gaman.
Síðustu ár hafa verið okkur mik-
ilvæg. Við höfum bæði reynt að bæta
upp þann tíma sem við misstum af á
árum áður. Á hverju kvöldi hringdir
þú til að fylgjast með hvernig við
hefðum það. Mikið á ég eftir að sakna
þess að heyra glaðlegu röddina þína.
Ávallt endaði símtal okkar á því að
þú sagðir: „kysstu litlu stelpurnar
mínar, hana Soffíu Ýr og Hrefnu
Dögg frá mér.“ Þú varst svo glaður
og stoltur þegar þú varst nærri litlu
langafabörnunum þínum og þau
nutu þess þegar þú varst í heimsókn.
Árið 2004 fluttir þú úr Stórholtinu,
þar sem þú varst búinn að búa í rúm
þrjátíu ár, að Jökulgrunni við Hrafn-
istu. Þar hittir þú marga gamla vini
og eignaðist stóran vinahóp. Þú und-
ir hag þínum vel og varst ánægður.
Ég hef margsinnis hitt menn sem
voru með þér til sjós eða þekktu til
þín, allir bera þeir þér sömu söguna:
Með eindæmum duglegur og
skemmtilegur félagi.
Ég kveð þig þá, elsku pabbi minn,
með söknuð í hjarta.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning þín.
Þín,
Hrefna.
Nú er ástkær afi minn, Magnús
Jónsson eða afi Maggi, skyndilega
fallinn frá. Á yngri árum þekkti ég
afa Magga lítið. Síðustu ár naut ég
þeirra forréttinda að búa í nágrenni
við afa og kynnast honum mun betur
en ég hafði áður haft tækifæri til.
Þessi ár eru mér dýrmæt og ég verð
ævinlega þakklát fyrir þær góðu
stundir sem við áttum saman. Í sum-
ar áttum við til dæmis ógleymanlega
stund á fótboltaæfingu þar sem við
fylgdumst með langafabarni hans,
syni mínum, skora mark. Bæði lifð-
um við okkur mikið inn í leikinn. Við
fögnuðum innilega þegar litli sex ára
drengurinn setti boltann í netið. Mér
er minnisstætt að afi hnippti í þjálf-
arann, benti á þann stutta og sagði
hreykinn; ,,Sjáðu þennan, þetta er
alvöru Valsari!“
Afi Maggi var gjafmildur og ljúfur
maður sem kunni að tjá væntum-
þykju sína. Hann var mikil fé-
lagsvera og naut sín vel innan um
fólk á öllum aldri. Hann var glað-
lyndur og hnyttinn að eðlisfari.
Ásamt því að horfa á fótbolta var
dans eitt aðaláhugamál hans og ekki
skaðaði að dansinum fylgdu sam-
skipti við fólk. Einn af þeim þáttum í
fari hans sem mér fannst áberandi
var hversu gott lag hann hafði á að
láta fólki, hvort heldur kunnugu eða
ókunnugu, líða vel í návist sinni. Það
náði þó ekki bara til fólks. Afi Maggi
var mikill dýravinur og hafði margar
sögur að segja af þeim. Ég heyri því
stundum fleygt að við afi hefðum
verið nokkuð lík. Við áttum mörg
sameiginleg áhugamál og náðum vel
saman, svo mikið er víst. Hann var
ekki bara afi minn og langafi sonar
míns heldur jafnframt vinur okkar
og félagi.
Elsku afi Maggi.Við Ágúst Aron
geymum minninguna um þig í hjarta
okkar alla tíð. Guð geymi þig og
varðveiti.
Þórunn Jónsdóttir.
Hann Maggi bróðir okkar er dá-
inn.
Þannig hljómuðu orðin milli okkar
systkinanna þegar við fréttum um
lát hans. Við litum alltaf á hann sem
bróður okkar og hann á okkur sem
systkini sín og móður okkar kallaði
hann mömmu. Við þökkum samveru
liðinna ára og biðjum honum Guðs
blessunar.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu hans.
Systkinin frá Eyri
í Vestmanneyjum.
Það að deyja er jafneðlilegur hlut-
ur og að fæðast. Munurinn er sá að
annar atburðurinn er gleðilegur en
hinn svo sannarlega sorglegur. Mig
langar með nokkrum orðum að
minnast afa míns, afa Magga, sem
lést hinn 16. ágúst síðastliðinn.
Léttur í lund og spori, hlýlegur,
glaðlegur, brúnn og huggulegur
kemur hann upp í minningu minni og
ekki má gleyma hvað hann var alltaf
flottur í tauinu. Já, hann afi var kátur
og skemmtilegur og alltaf leið manni
vel í návist hans.
Afi var duglegur að koma í heim-
sókn síðastliðin ár í Akurey. Þar átt-
um við margar skemmtilegar sam-
verustundir með honum og munum
við Örvar og börnin okkar ætíð
geyma minninguna um þær í hjarta
okkar alla tíð.
Hann vildi alltaf vita hvernig öll-
um gengi í því sem verið var að gera
hverju sinni. Hann var stoltur og
sæll af okkur barnabörnunum og
barnabarnabörnunum öllum sem og
mömmu sem honum þótti mikið vænt
um.
Sérstaklega er mér minnisstæð
koma hans í skírn litlu stelpunnar
minnar, hennar Soffíu Ýrar. Nafnið
hennar hitti hann í hjartastað, það
þótti mér sérlega skemmtilegt og lét
hann mig vita að þetta hefði nú verið
gott val á nafni og brosti sína glað-
lega brosi með blik í augunum.
Við höfum hlegið saman og átt
góða tíma saman þegar við höfum
hist. Þeir tímar sem ég hef átt með
afa eru svo sannarlega dýrmætir,
tímar sem ekki koma aftur. Í dag
kveðjum við þig í hinsta sinn, þín
verður sárt saknað.
Elsku afi minn, ástarþakkir fyrir
allar þær stundir sem við höfum átt
saman. Þær mun ég ávallt geyma í
hjarta mínu.
Minningin er mild og góð,
man ég alúð þína,
stundum getur lítið ljóð,
látið sorgir dvína.
Drottinn sem að lífið léði,
líka hinsta hvílu bjó,
dýrð sé yfir dánarbeði,
dreymi þig í friði og ró.
(Bjarni Kristinsson.)
Guð blessi minningu þína.
Þín dótturdóttir,
Hafdís María.
Magnús Jónsson
✝ GuðmundurAdam Ómarsson
fæddist í Reykjavík
11. október 1984.
Hann lést af slysför-
um 16. ágúst síðast-
liðinn. Móðir hans
er Svanhvít Sigríð-
ur Jóhannsdóttir og
fósturfaðir hans Jón
Kristjánsson. Systk-
ini Guðmundar sam-
mæðra eru: a) Haf-
steinn Már, f. 1976,
unnusta Anna Elín,
dætur þeirra eru Al-
dís Vala og Hildur Ýr, b) Helgi
Sævar, f. 1979, unnusta Jóhanna
Ótta, börn þeirra eru Halldór Ingi
og Aþena Rún, c) Kristján, f. and-
vana 1993, og d) Kristín Sig-
urbjörg, f. 1994. Systir Guð-
mundar samfeðra
er Eva Sigurrós, f.
1975, unnusti Árni
Ólafsson, börn
þeirra eru Jóhann
Ingi, Róbert Fannar
og Andrea Mist.
Guðmundur lauk
grunnskólaprófi frá
Grunnskólanum í
Sandgerði, en síðan
lá leiðin út á vinnu-
markaðinn. Starfaði
hann m.a. við sjó-
mennsku og fisk-
vinnslustörf, bygg-
ingarvinnu og nú síðast við
pípulagnir.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Safnaðarheimilinu í Sand-
gerði í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku Gummi bróðir, ég elska þig
af öllu hjarta. Ég mundi ekki vilja
skipta á þér og neinum öðrum. Ég
man þegar við fórum í tívolí og við
fórum í eitthvað tæki sem snýst og
ég varð svo hrædd og fór að gráta,
þá tókstu skóinn þinn og kastaðir
honum í stjórnklefann, þannig að
maðurinn í stjórnklefanum stoppaði
tækið og við fórum úr tækinu. Þú
varst svo góður við mig að þú hélst á
mér og huggaðir mig og svo eftir það
fórum við að reyna að vinna Bang-
símonbangsa en það gekk ekkert svo
vel hjá okkur. Ég elska þig Gummi
af öllu hjarta.
Gummi, manstu þegar þú varst
alltaf að taka nammið mitt svo ég
faldi það og þú varst alltaf að spyrja
mig um nammið mitt en ég gaf þér
aldrei, en bara svo þú vitir, þá var
nammið mitt inni í skápnum mínum.
Ég elska þig Gummalíus, ég mun
sakna þín alveg rosalega mikið og ég
vildi að þú gætir verið hjá mér en
hefðir ekki þurft að fara. Þín verður
sárt saknað, takk fyrir þessi 12 litlu
ár. Minning þín lifir að eilífu í litla
hjartanu mínu.
Sofðu vel, ég elska þig, elsku
Gummalíus, góða nótt.
Þín elskandi litla systir
Kristín Sigurbjörg.
Elsku vinur og bekkjarbróðir, við
kveðjum þig með söknuði. Margar
eru þær minningar sem rifjast upp í
huga okkar. Þú varst góður vinur
okkar allra og nú er búið að höggva
stórt skarð í hópinn okkar. Þér við
munum aldrei gleyma.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið,
í huganum kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo vinur kæri vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu og vina Gumma.
Þínir vinir og gömlu bekkjarfélag-
ar,
árgangur ’84.
Elsku Gummi minn, hjarta mitt
brast, er síminn hringdi miðviku-
dagskvöldið 16. ágúst, og mér var
tjáð að þú hefðir lent í alvarlegu bíl-
slysi og værir látinn. Ekki hvarflaði
það að mér þegar að við hittumst
seinast, að það væri okkar allra síð-
asta samtal í þessu lífi.
Upp í huga minn fljúga margar
minningar, eins og þegar ég var ný-
flutt frá Hvammstanga, til Keflavík-
ur og fékk vinnu í Sandgerði. Ég var
einungis búin að vinna í viku, þegar
þú fékkst þar líka vinnu. Fyrsta
minningin um þig kemur upp í huga
mínum, þegar við sátum tvö ein í
kaffitímanum inni í kaffistofu, og
þorðum ekki að tala við hvort annað.
En það liðu ekki margir dagar, þar
til ég var farin að fara með þér heim
í kaffitímanum, þar fengum við okk-
ur alltaf það sama, samloku með
skinku og osti. Stuttu seinna flutti
ég heim til þín, við bjuggum í her-
berginu þínu á neðri hæð, en
mamma þín og pabbi og Kristin litla
voru uppi á hæðinni. Þau tóku mig
strax inn í fjölskylduna, með opnum
Guðmundur Adam
Ómarsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningargreinar