Morgunblaðið - 28.08.2006, Page 36

Morgunblaðið - 28.08.2006, Page 36
|mánudagur|28. 8. 2006| mbl.is Staðurstund Ljósmyndari fór á stjá og heils- aði meðal annars upp á fjöl- miðlakonur á föstudegi og kíkti á óperutónleika á Akureyri. » 39 flugan Á fjórða tug tónleika verður haldinn í Tíbrártónleikaröð Sal- arins í Kópavogi og kennir þar ýmissa grasa. » 38 tónlist Stuðmenn kynntu nýja söng- konu á dansleik á Seltjarnarnesi á laugardaginn; Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. » 38 fólk dómur Börnin verða ekki skilin út-undan í Þjóðleikhúsinu ívetur því verk eftir einnástsælasta barnabókahöf- und landsins, Guðrúnu Helgadóttur, verður frumflutt á stóra sviðinu. Alls verða tíu leikverk frumflutt á Íslandi á komandi leikári Þjóðleik- hússins, en þar á meðal eru ný ís- lensk og erlend verk, auk sígilds verks sem ekki hefur verið sýnt hér á landi. Fyrsta frumsýning haustsins á Stóra sviðinu er Sitji guðs englar í leikgerð Illuga Jökulssonar eftir hinum vinsælu barnabókum Guð- rúnar Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, en þríleikurinn byggist á æsku Guð- rúnar og uppvexti í Hafnarfirði. Leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson en Þórarinn Eldjárn gerði söng- texta. Meðal leikara eru Brynhildur Guðjónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson, en verkið verður frum- sýnt hinn 29. september. Í lok október verður gamanleik- urinn Stórfengleg frumsýndur, en verkið er byggt á ævi Florence Foster Jenkins sem hefur verið köll- uð „versta söngkona allra tíma“. Jenkins naut ótrúlegra vinsælda þrátt fyrir afar takmarkaða söng- hæfileika, og sem dæmi má nefna að húsfyllir var á lokatónleikum henn- ar í Carnegie Hall í New York í október árið 1944. Leikstjóri verks- ins er Ágústa Skúladóttir en með aðalhlutverk fara Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Örn Árnason. Um jólin verður einn þekktasti harmleikur grísku gullaldarinnar, Bakkynjur eftir Evrípídes, frum- sýndur í fyrsta sinn á íslensku leik- sviði. Leikstjóri verksins er Giorgos Zamboulakis, en hann beitir sér- stökum vinnuaðferðum sem byggj- ast á forngrískri leikhúshefð í sam- vinnu við Thanos Vovolis sem sér um leikmynd og búninga. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem þeir Zamboulakis og Vovolis koma að uppfærslu í Þjóðleikhúsinu, en þeir unnu með Eddu Heiðrúnu Backman að Mýrarljósi í byrjun árs 2005. Leg er nýr íslenskur vísindasöng- leikur eftir Hugleik Dagsson, en verkið fjallar um unga stúlku á menntaskólaaldri sem verður ólétt. Leg verður frumsýnt í febrúar í leikstjórn Stefáns Jónssonar, en eins og fram hefur komið er þetta í fyrsta sinn sem verk eftir Hugleik er flutt í Þjóðleikhúsinu. Hann hef- ur notið mikilla vinsælda í ár og skemmst er að minnast sýning- arinnar Forðist okkur sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í vetur, auk þess sem nýverið kom í ljós að Penguin- bókaútgáfan mun gefa út eftir hann bók á næstunni. Nýtt íslenskt verk á Smíðaverkstæði Síðasta frumsýning leikársins á stóra sviðinu verður Hjónabands- glæpir eftir Eric-Emmanuel Schmitt, en um er að ræða nýtt verk eftir höfund Abel Snorko býr einn og Gestsins. Edda Heiðrún Back- man leikstýrir en með aðalhlutverk fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Í Kassanum verða tvö verk frumsýnd, Ókannað land eftir Jacob Hirdwall í leikstjórn Maríu Ellingsen og Hálsfesti Helenu eftir Carole Fréchette. Þá verður verðlaunasýn- ingin Pétur Gautur eftir Henrik Ib- sen tekin upp frá síðasta leikári. Á Smíðaverkstæðinu verða svo sett upp verkin Sumardagur eftir Jon Fosse í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar, Patrekur 1,5 eftir Michael Druker í leikstjórn Gunnars Helgasonar og Amma djöf- ull, nýtt íslenskt verk eftir Ásdísi Thoroddsen í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Á litla sviðinu verður sett upp brúðusýning Bernds Ogrodniks, Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, sem var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík í vor. Auk Péturs Gauts og Umbreytingar verða þrjú verk sett upp frá fyrra leikári, Eldhús eftir máli – Hversdagslegar hryll- ingssögur eftir Völu Þórsdóttur sem byggð er á sögum Svövu Jak- obsdóttur, Fagnaður eftir Harold Pinter og barnasýningin Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson. Þá verða einnig gestasýningar frá Japan, Póllandi, Svíþjóð, Frakklandi og Bretlandi á fjölum Þjóðleikhússins í vetur, auk íslenskra gestasýninga. Leikhús | Nýtt leikár Þjóðleikhússins kynnt Bakkynjur, börn og Amma djöfull Morgunblaðið/Kristinn Bernskubrek Sitji guðs englar byggir á bernsku Guðrúnar í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Golli Fjölbreytt Það kennir ýmissa grasa í Þjóðleikhúsinu í vetur. www.leikhusid.is Líf, störf og ástir starfs-manna og viðskiptavina ílíkamsræktarstöð er við-fangsefni nýs íslensks sjónvarpsþáttar sem áætlað er að sýningar hefjist á fyrir jól. Þátturinn hlaut styrk úr Kvikmyndasjóði og var lofaður fyrir sérstaklega vandað og áhugavert handrit. Þættirnir hafa fengið nafnið Venni Páer, eftir aðalsöguhetjunni: „Þetta er frumleg viðbót við íslensku sjónvarpsflóruna. Það má helst líkja þáttunum við hina vinsælu Office- þætti – þeir byggjast á sniðugum samtölum og samskiptum milli fólks án þess að það sé mikið grínast. Það fer kannski best á að lýsa þessu sem gamanþáttum sem leiknir eru án alls gríns,“ segir Sævar Guðmundsson, leikstjóri þáttanna, og bætir við að þó engum stökkvi bros á vör í atrið- unum, sem birtast munu á skjánum, sé hlegið svo mikið á settinu að það gangi á köflum erfiðlega að vinna. Sævar eignar Vernharði Þorleifs- syni júdókappa hugmyndina að þátt- unum: „Hann tók upp á því með sjálfum sér að skrifa stutt grínatriði og þurfti ekki að sækja efniviðinn langt enda með nokkurra ára einka- þjálfaraferil að baki. Hann setti sig svo í samband við mig og Kristján Kristjánsson pródúsent og við tók- um til við að skrifa lengri þætti sem svo þróaðist út í handrit að 8 þáttum upp á 25 mínútur,“ segir Sævar. Það varð úr að láta Vernharð sjálfan leika aðalhlutverkið en með- al annarra leikara má nefna Berg Þór Ingólfsson og Guðlaugu El- ísabetu Ólafsdóttur sem bæði hafa leikið í Stelpunum, auk Höllu Vil- hjálmsdóttur og Steins Ármanns Magnússonar. Hver þáttur myndar sjálfstæða frásögn, en saman segja allir þættirnir átta eina heildarsögu og bregður þar fyrir í gesta- hlutverkum leikurum á borð við Gunnar Eyjólfsson, Sigurð Skúlason og Óskar Jónasson. Tökur hafa staðið yfir und- anfarnar þrjár vikur og hefur sér- lega verið vandað til gerðar þátt- anna sem hafa kostnaðaráætlun á við litla íslenska kvikmynd en Skjár Einn hefur keypt sýningarrétt að þeim. Sjónvarp | Venni Páer á Skjá Einum Hlátursköst hafa hamlað tökum Líkamsrækt „Það fer kannski best á að lýsa þessu sem gamanþáttum sem leiknir eru án alls gríns,“ segir Sævar Guðmundsson, leikstjóri þáttanna. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Ríkharður Örn Pálsson skellti sér til Ólafsfjarðar og kíkti á Berjadagatónleika í höf- uðkirkju bæjarins. » 38 Að mati Heiðu Jóhannsdóttur er You, Me and Dupree fremur óeftirminnileg dæmigerð Hollywood-gamanmynd. » 39 kvikmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.