Morgunblaðið - 28.08.2006, Side 48

Morgunblaðið - 28.08.2006, Side 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691122 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 3–8 m/s, en hvessir síðan heldur vest- anlands. Rigning norðan- og austanlands, en víðast bjartviðri um sunnan- og vestanvert landið. » 8 Heitast Kaldast 16°C 16°C HJÓLREIÐAMENNINGIN er greinilega í miklum blóma hjá krökkunum í Grímsey eins og sjá má af þessum fríða hópi. Þrátt fyrir að Senn er sumarið á enda en jafnvel þótt dag- urinn sé ekki farinn að styttast um of er eins gott að einhver lýsi leið með stýrisluktina á. regnboginn skarti sínu fegursta verður ekki séð að bleyta trufli hjólreiðafólkið, enda hefur sólin skinið skært í eynni síðastliðnar vikur. Ljósmynd/Helga Mattína Hjólað við heimskautsbaug ÞRJÁR sprengingar urðu í tyrknesku hafnar- og ferða- mannaborginni Marmaris í gærkvöldi, eftir miðnætti að tyrkneskum tíma. Samkvæmt fyrstu fregnum AFP-frétta- stofunnar beið enginn bana í tilræðunum en sextán særðust, þar af tíu Bretar og fjórir þeirra alvarlega. Talsverður hópur Íslendinga er í borginni og voru þeir allir sagðir ómeiddir. Ein af sprengjunum sprakk skammt frá hóteli um 30 Íslendinga. Ragnheiður Haraldsdóttir, sem þar dvelur ásamt dóttur sinni, sagði að sprengingin hefði orðið í ruslatunnu í innan við 100 metra fjarlægð frá hótelinu. Héldu sig innandyra „Við vorum nýsofnaðar þegar við vöknuðum við sprenginguna,“ sagði hún. Hinar sprengj- urnar tvær hefðu sprungið við höfnina þar sem ferðamenn væru jafnan flestir en hún sagðist hafa þær upplýsingar frá fararstjóra Úrvals- Útsýnar að enginn Íslendingur hefði meiðst í sprengingunum. Eftir að sprengingin kvað við dreif að lögreglu- og sjúkrabíla. Öllum götum var lokað og taldi Ragnheiðar réttast að halda sig innandyra. Að sögn Ragnheiðar eru flestir Íslendinganna á hótelinu eldra fólk eða ungmenni og töluverð ónot gerðu vart við sig í hópnum. Margir ræddu um að fara fyrr heim en til stóð en Ragnheiður segist þó ekki búast við að af því verði. Dóttirin byrjuð að pakka niður „Við erum búnar að vera hér í tvær vikur ekki á morgun heldur hinn og þá voru áformin þau að fara heim. Ég sé reyndar að dóttir mín er að pakka. Okkur verður líklega ekki svefnsamt í nótt. Við notum síðasta daginn í að slappa af og kom- um svo heilu og höldnu heim á þriðjudaginn,“ sagði hún. Vaknaði við sprengingu Þrjár sprengingar í tyrknesku borginni Marmaris  Ein skammt frá hóteli Íslendinga  Verður ekki svefnsamt í nótt, sagði Ragnheiður Haraldsdóttir ÓVENJULEGT smyglmál kom til kasta sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli á fimmtudag en þá var þriggja manna fjölskylda, hjón á fertugsaldri með barn á þriðja ári, stöðvuð við komuna til landsins frá Kaupmannahöfn. Karlmaðurinn hafði gleypt um hálft kíló af hassi og telur lögregla að fólkið hafi von- ast til að það yrði síður stöðvað vegna þess að barn var með í för. Skv. upplýsingum frá sýslu- villa um fyrir tollgæslu og lögreglu- mönnum. „Það er ljóst að verið er að láta líta svo út að hefðbundin fjölskylda sé á ferð. Okkur finnst það með ólíkindum óskammfeilið og að fólkið skuli hafa verið með barn með sér við slíka smygltilraun sýnir að því er ekkert heilagt,“ seg- ir Jóhann. Málið er talið upplýst og verður tilkynnt til barnaverndar- yfirvalda. Fólkið hefur búið hér á landi um tíma, maðurinn er frá S-Ameríku en konan frá N-Afríku. Hvorugt hafði áður komið við sögu lögreglu. manninum á Keflavíkurflugvelli vaknaði grunur um að karlmaður- inn væri að smygla fíkniefnum inn- vortis og fékkst það staðfest með röntgenmyndatöku. „Ekkert heilagt“ Fremur óvenjulegt er að menn séu teknir með hass sem þeir hafa gleypt, hvað þá í svo miklu magni sem um ræðir í þessu tilviki, að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Þá minnist hann þess ekki að fólk hafi reynt að nota lítið barn til að Fjölskyldufaðirinn með hálft kíló af hassi innvortis Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is »Nánast allur meltingarvegurmannsins var fullur af hass- fylltum smokkum. Hann var flutt- ur á sjúkrahús meðan beðið var eftir því að fíkniefnin skiluðu sér. »Um tíma var maðurinn á gjör-gæsludeild vegna hjartslátt- artruflana og lá á gjörgæsludeild þegar síðasti smokkurinn gekk niður þremur sólarhringum eftir handtökuna. Í HNOTSKURN SÚ NÝBREYTNI að veita sérhæfða sjúkrahústengda þjónustu við veika aldr- aða í heimahúsi fer að öllum líkindum af stað um mánaðamótin september/október. Þetta er nýtt úrræði sem nýtast mun öldr- uðum sem lokið hafa meðferð á Landspít- ala – háskóla- sjúkrahúsi (LSH) en eru enn of veikburða til að sjá um sig sjálf heima og fá ekki inni á hjúkrunarheim- ili vegna pláss- skorts. Verkefninu er m.a. ætlað að vinna á útskrift- arvanda spít- alans. „Það er eðlilegt að þeir öldruðu sem geta verið heima eða á hjúkr- unarheimilum séu þar í stað þess að vera á sjúkrahúsi, sem hentar þessum hópi ekki sérstaklega vel,“ segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og tekur fram að hún fagni þessu nýja úrræði sem hún hafi lagt mikla áherslu á að koma mætti í fram- kvæmd sem fyrst. Kostar 67 milljónir króna á ári LSH og Heilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins auglýstu í gær eftir hjúkrunarfræð- ingum, sjúkraliðum og félagsliðum til þess að taka þátt í teymisverkefni til að móta, þróa og byggja upp umrædda þjónustu við aldraða í heimahúsum. Að sögn Margrétar Hallgrímsson, starfandi hjúkrunarfor- stjóra LSH, leggur spítalinn auk þessa til hjúkrunarfræðing, lækni, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa, sem meta munu hverja sé hægt að útskrifa og í framhaldinu veita þeim einstaklingum heimahjúkrun. Aðspurð segist hún gera ráð fyrir að strax í haust þegar þjónustan fari af stað verði hægt að útskrifa um tuttugu aldraða af spítalanum. Segir hún þjónustuna fela í sér mikið innlit, allt að átta til tíu skipti á dag. Spurð um kostnað segir hún ráðgert að heildarpakkinn kosti árlega alls 67 millj- ónir króna. Spurð um framhaldið segir Margrét að ef reynslan verði góð sé mögu- legt að efla þjónustuna og útskrifa fleiri. „Þetta er spennandi nýbreytni og það verð- ur gaman að sjá hvort þetta tekst vel.“ Sjúkrahús- tengd heima- þjónusta með haustinu MARGAR jarðir hafa skipt um eig- endur í Vopnafirði á síðustu árum og hefur jarðaverð hækkað fyrir vikið. Jóhannes Kristinsson hefur fjárfest í jörðum í Sunnudal, Hofsárdal, Vesturárdal og Selárdal í Vopnafirði fyrst og fremst til að byggja upp veiðiárnar, sem þar eru. Hann lítur svo á að hækkun jarðaverðs sé til góðs og fólki verði ekki haldið vilji það fara. Jóhannes kveðst ósammála þeim, sem telji jarðakaupin vera slæma þróun fyrir bændur og sveitirnar. Nú fái bóndinn laun erfiðis síns. „Hins vegar heldur maður ekki fólki ef það vill fara og þá er spurningin einfaldlega sú hvort það fái eitthvað fyrir sitt eða ekki,“ segir hann. | 12 Heldur ekki fólki ef það vill fara Ragnheiður Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.