Morgunblaðið - 31.08.2006, Síða 4
EÐ
A
LD
A
G
A
R
Laugavegur
VW Passat Highline 2,0 Turbo
skráður 11/05 ek. 7.000
verð 3.650.000 kr.
*M.v. SP-bílasamninga
Viðræðum um sameiningu
netanna haldið áfram
Morgunblaðið/Sverrir
Nýir tímar Björn Ingi Hrafnsson, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, Haukur Leósson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Sigurðsson í baksýn, Ólafur
F. Magnússon og Stefán Jón Hafstein njóta útsýnisins yfir Reykjavíkurborg frá svölum Orkuveituhússins í gær er ný stjórn kom saman í fyrsta sinn.
4 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ORKUVEITAN tapaði 6,2 milljörðum króna fyrstu
sex mánuði ársins 2006, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi Kauphöllinni
í gær.
Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður OR,
segir að tapið skýrist fyrst og fremst af geng-
issveiflum en OR hefur fjármagnað sig í erlendum
lánum og segir hann að þegar krónan sé sterk hafi
hagnaðurinn tekið mið af því og öfugt. „Ástæðan
fyrir því að menn gera þetta er að fyrirtækið er
fjárhagslega sterkt og getur leyft sér þetta,“ segir
hann og bætir við að fyrirtækið bíði einfaldlega af
sér slíkar sveiflur.
„Hefðbundinn rekstur Orkuveitunnar gengur
mjög vel og hefur EBITDA hækkað um milljarð
milli ára,“ segir Guðlaugur Þór og bendir á að fjár-
mögnun í erlendum lánum þýði lægri fjármagns-
kostnað. „Einnig er rétt að geta þess að fyrirtækið
hefur gert langtímasamninga um orkusölu í er-
lendri mynt sem nemur 160 milljörðum króna,“ seg-
ir hann.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að fjármagns-
liðir hafi verið neikvæðir upp á um 11,6 milljarða
fyrstu sex mánuðina og skýrist það af gengisþróun-
inni. Skuldir Orkuveitunnar voru á sama tíma í
fyrra 37 milljarðar og hafa aukist upp í um 67 millj-
arða núna. Guðlaugur segir að auk gengisþróunar-
innar skýrist þetta af yfirtöku OR á Fráveitunni, fé-
lagi um holræsakerfi Reykjavíkurborgar, Akraness
og Borgarbyggðar, í fyrra.
6,2 milljarða tap fyrstu sex mánuðinaEftir Árna Helgasonarnihelgason@mbl.is
STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur
mun ekki kaupa grunnnet Símans,
að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,
stjórnarformanns OR, en ný stjórn
fyrirtækisins kom saman til fundar í
fyrsta sinn í gær.
Guðlaugur Þór segir OR hafa
áhuga á að skoða samvinnu við Sím-
ann um sameiningu netanna. „En við
höfum ekki áhuga á því að kaupa
það. Það er hæpið að þjóðnýta það
sem nýbúið er að einkavæða.“
Í tíð fyrrverandi meirihluta í borg-
arstjórn Reykjavíkur hófust viðræð-
ur við Símann um að fyrirtækið
myndi kaupa grunnnetið og var
verðhugmyndin um 20 milljarðar
króna. Grunnnetið fylgdi Símanum
þegar hann var seldur í fyrra.
Guðlaugur Þór segir að viðræð-
urnar haldi áfram um hugsanlega
sameiningu fjarskiptaneta fyrir-
tækjanna og vonandi að niðurstaða
náist fyrr en seinna.
„Mér sýnist almennt að viljinn og
andinn hjá löggjafanum sé í þá áttina
að í stað þess að byggja upp tvöfalt
hraðbrautarkerfi, ef þannig má að
orði komast, keppi menn frekar um
efni sem er flutt á þessum netum,“
segir Guðlaugur Þór og bendir með-
al annars á að 365 miðlum og Síman-
um hafi verið gert að dreifa efni á
hvort annars kerfi. Það hafi augljósa
galla að byggja upp tvöfalt kerfi til
framtíðar og að sameinað kerfi anni
þörfinni.
Stofnaður hefur verið sérstakur
stofnfjárefnahagur fyrir gagnaveitu-
starfsemi Orkuveitunnar og verður
starfsemin því bókhaldslega aðskilin
frá fyrirtækinu. Guðlaugur Þór segir
að þar sé tekið fyrsta skrefið í því að
aðskilja þessa starfsemi frá almenn-
um rekstri fyrirtækisins en þegar
hann er inntur eftir því hvort stofnað
verði sérstakt hlutafélag um starf-
semina, segir Guðlaugur Þór að of
snemmt sé að tjá sig um það núna.
Metið á viðskiptagrunni
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Símans, sagði í samtali við Morgun-
blaðið ljóst að ekki yrði af kaupum á
grunnnetinu en býst við að viðræð-
um um sameiningu fjarskiptaneta
fyrirtækjanna verði haldið áfram.
Hann segir að kaupviðræður hafi
verið nokkuð langt komnar á sínum
tíma og meðal annars hafi verið búið
að finna tæknilega lausn á málinu.
Hann segir að nýr meirihluti í borg-
inni hafi eðlilega viljað skoða málið
upp á nýtt og að fyrirtækið hafi haft
fullan skilning á því. Þá yrði að hafa í
huga að kaup Orkuveitunnar á net-
inu hafi ekki verið það eina sem kom
til greina, heldur hefði allt eins verið
hugsanlegt að Síminn keypti net
Orkuveitunnar eða að farið yrði út í
sameiningu á netunum tveimur, eins
og enn komi til greina. „Við munum
meta þetta mál á viðskiptalegum
grunni,“ segir Brynjólfur. Hann
bendir á að Síminn hafi árið 2003 lagt
fram kæru á hendur Orkuveitunni til
Póst- og fjarskiptastofnunar þar
sem farið var fram á að fjarskipta-
starfsemi fyrirtækisins yrði aðskilin
frá annarri starfsemi. Niðurstaða úr
þeirri kæru liggur ekki enn fyrir en
Brynjólfur segist líta svo á að ný
stjórn Orkuveitunnar sé að taka
undir sjónarmið Símans með því að
taka skref í þá átt að aðskilja fjar-
skiptastarfsemi sína frá annarri
starfsemi sinni.
60 bústaðir í stað 600
Á stjórnarfundi Orkuveitunnar
var meðal annars ákveðið að falla frá
áformum um að reisa 600 sumarhús
við Úlfljótsvatn. Í stað þess verða 60
bústaðir reistir og svæðið byggt upp
sem útivistarsvæði fyrir almenning.
„Við munum reyna að styrkja enn
frekar starf skátanna á svæðinu og
ná niðurstöðu við Starfsmannafélag
Reykjavíkur sem sómi er að,“ segir
Guðlaugur Þór.
Þá samþykkti stjórnin að fela for-
stjóra að fara yfir stefnu fyrirtæk-
isins með umhverfismál í huga. Guð-
laugur Þór segir að fyrirtækið vilji
þannig gera enn betur en gert hafi
verið og viðhalda forystu Orkuveit-
unnar í umhverfismálum.
Hann segir að haldið verði áfram
samstarfi við Columbia-háskólann í
New York um að koma koltvísýringi
í jörð auk þess sem þróunarverkefni
um djúpborun haldi áfram.
Þá verði sú breyting að aukin
áhersla verður lögð á rannsóknir og
þróun á sviði umhverfis- og orku-
mála. „Ekki aðeins innanhúss heldur
einnig í samstarfi við háskólasamfé-
lagið á þjónustusvæði Orkuveitunn-
ar,“ segir Guðlaugur Þór.
Ný stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kaupir ekki grunnnet Símans eins og hugmyndir voru um
LÖGREGLUBÍLL skemmdist í
fyrrinótt eftir viðureign við bílþjóf
sem reyndi að flýja lögregluna á
ofsahraða á stolnum bíl. Svipað at-
vik kom síðan upp um miðjan dag í
gær þar sem vegfarandi meiddist
þegar flóttabíllinn kastaði bíl hans
inn í nálægan garð. Í fyrra atvik-
inu gafst ökumaðurinn upp í Laug-
ardalnum þar sem lögreglan kró-
aði hann af með því að keyra utan í
bíl hans. Tveir menn voru með
honum og voru allir handteknir.
Þeir eru um tvítugt og hefur einn
komið við sögu lögreglu áður.
Málið hófst um þrjúleytið í fyrri-
nótt þegar lögreglumenn í Kópa-
vogi sáu Subaru á ferð og töldu
ástæðu til að stöðva hann. Öku-
maðurinn hlýddi ekki og reyndi að
stinga af á ofsahraða. Var bílnum
m.a. ekið eftir göngustígum í Foss-
vogsdal. Fengin var aðstoð lög-
reglunnar í Reykjavík og barst eft-
irförin víða uns tókst að króa
bílinn af í Laugardalnum. Við þær
aðgerðir skemmdist lögreglubíll-
inn. Segir varðstjóri lögreglunnar í
Kópavogi að skapast hafi mikil
hætta en ökumaðurinn er grun-
aður um akstur undir áhrifum
fíkniefna.
Búast má við að ákæra verði
gefin út vegna málsins. Trygginga-
félag geiðir skemmdir lögreglubíls-
ins en ökumaðurinn á stolna bíln-
um má búast við endurkröfu frá
félaginu.
Lögreglumenn í Kópavogi lentu
síðan í svipuðu atviki eftir hádegið
í gær, þar sem tveir piltar voru á
bíl sem lögreglan hugðist stöðva
við hefðbundið eftirlit. Ökumaður
hlýddi ekki og stakk af. Hófst þá
eftirför um Digranesbraut, Hlíða-
veg og Brattatungu. Þaðan ók
maðurinn inn á göngustíg og aftur
út á Digranesveg og Hlíðarhjalla.
Þegar komið var á Hlíðaveg lenti
hann í árekstri við bíl sem kast-
aðist 15–20 metra inn í nálægan
garð og hlaut ökumaður þess bíls
minniháttar meiðsl. Ekki var för-
inni enn lokið því áfram hélt öku-
maðurinn og klessti loks á strætó-
skýli. Í bílnum voru 17 ára piltur
án ökuleyfis og 19 ára piltur sem
sviptur var ökuleyfi. Ekki er hins
vegar komið á hreint hvor þeirra
var við stýrið en málið er í rann-
sókn.
Tvö alvarleg tilvik þar sem menn reyna að stinga af
Flúðu lögreglu á ofsahraða
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
!""#"
$ % # &
' () *+"
»Saklaus vegfarandi varð fyrirbarðinu á ökuníðingi á flótta
undan lögreglunni.
»Lögreglubíll skemmdist þegarverið var að króa af flóttabíl í
Laugardalnum.
» Í báðum tilvikum voru ökumennað líkindum undir áhrifum
fíkniefna og voru sviptir ökurétt-
indum.
Í HNOTSKURN
HÉÐINN Steingrímsson og Hannes
Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli í
annarri skák sinni um titilinn Skák-
meistari Íslands sem fram fór í gær.
Hannes náði að jafna taflið nokkuð
örugglega og Héðinn lagði ekki í að
tefla á tvær hættur í jafnri stöðu
heldur sættist á skiptan hlut.
Þriðja einvígisskák þeirra verður
tefld í dag kl. 17. Ef Hannes nær að
vinna á morgun með hvítu hreppir
hann titilinn, en ef ekki munu úrslit
ráðast í fjórðu og síðustu skákinni
sem fram fer á föstudag. Hörð
keppni fer fram samhliða einvíginu í
áskorendaflokki Skákþings Íslands.
Jafntefli í meistaraslag