Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 1
fimmtudagur 31. 8. 2006 viðskipti mbl.isviðskipti Starfsferill Hjördísar Árnadóttur hefur verið örlögunum háður » 12 ÖLLUM AÐGENGILEG FIRMASKRÁ ÍSLANDS ER UPPLÝSINGAVEITA Á NET- INU UM ÍSLENSK FYRIRTÆKI OG STARFSEMI ÞEIRRA LÁNSFJÁRMÖGNUN stóru bankanna þriggja, Kaupþings banka, Landsbanka og Glitnis, er orðin umtalsvert dýrari en hún var fyrir um ári síðan og kjör þeirra eru lakari en annarra banka með sam- bærilegt lánshæfismat. Verri láns- kjör íslensku bankanna munu setja þeim skorður í vexti, sem án alls efa verður miklum mun minni en á und- anförnum misserum og árum. Eins er líklegt að verri lánskjör þeirra kunni á endanum að lenda á við- skiptavinum þeirra hér á Íslandi. Á árinu 2005 gáfu stóru bankarnir þrír, Kaupþing banki, Glitnir og Landsbanki, út mikið af skuldabréf- um í Evrópu og greiddu þá á bilinu 0,2–0,3% ofan á millibankavexti (LI- BOR) en að undanförnu hafa Lands- banki og Glitnir selt skuldabréf í Bandaríkjunum og greitt frá á bilinu 0,65% og 0,9% ofan á millibanka- vexti, allt eftir lengd og eðli bréf- anna. Álagið ofan á millibankavexti hefur því um það bil þrefaldast frá því um mitt síðasta ár. Kaupþing banki á enn eftir að end- urfjármagna lán sem koma á gjald- daga á næsta ári og nemur sú upp- hæð um 340 milljörðum króna. Líklegt er talið að bankinn þurfi að leita víðar fyrir sér með fjármögnun en í Bandaríkjunum einum. Versnandi lánskjör þýða að sam- keppnishæfni íslensku bankanna og dótturfélaga þeirra erlendis hefur versnað. Eins er hætta á að stór íslensk fyr- irtæki með alþjóðlega starfsemi leiti í auknum mæli til erlendra banka þar sem þeir geta væntanlega fengið hagstæðari kjör en hjá íslensku við- skiptabönkunum þremur. „Þetta hefur skapað alveg nýtt rekstrarumhverfi fyrir íslensku bankana og þeir þurfa að útskýra hvernig þeir ætla að bregðast við því, m.a. í stefnumótun sinni. Til þessa hafa þeir ekki verið mjög duglegir við að veita upplýsingar um það,“ sagði erlendur greinandi sem Morg- unblaðið ræddi við. » 8 Draga mun úr vexti bankanna Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Velkomnir Íslenskir fjárfestar eru boðnir velkomnir til Írans. » 6 Verri lánskjör bankanna skerða samkeppnishæfnina erlendis Nýr markaður Dollar hefur leyst evru af hólmi í skuldabréfaútgáfu. SPARISJÓÐUR Færeyja, Før- oya Sparikassi, stefnir að skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári. Hlutabréf í sparisjóðnum verða seld í útboði í næsta mánuði, sem hefst 11. september, til að gera hann hæf- an til skráningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eignarhalds- félaginu Sparikassagrunninum, sem er eini hluthafinn í sparisjóðnum. Hlutabréf Sparisjóðs Færeyja verða skráð á verðbréfamarkaði Færeyja, sem á færeysku nefnist Virðisbrævamarknaður Føroya. Það er félag í Færeyjum sem heldur ut- an um verðbréf á eyjunum en er með samning við Kauphöll Íslands sem rekur markaðinn. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir ánægju- legt til þess að vita að helstu fjár- málastofnanir Færeyja stefni að skráningu í Kauphöllinni. Þetta séu góð tíðindi. Sparisjóður Færeyja í Kauphöllina HEILDARVIÐSKIPTI Í Kaup- höll Íslands í gær námu 9,9 milljörð- um króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 3,7 milljarða. Úrvals- vísitalan hækkaði um 1,0% og er lokagildi hennar 5.989 stig. Mest hækkun varð á bréfum Atorku, eða 2,5%, en bréf Avion lækkuðu mest, eða um 0,9%. Úrvalsvísitalan hækkar um 1,0%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.