Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf      (  ! "#-2       3    4    $%& !'# ! (!   )* * ! + " ! ! + *" % ! ! ,  ! * ! -%&!.& /%0 # 1 2 #3  -% ! #   4 4 45 4 65 4 65           5   6  2 7  2    ! "# 78#  !9 7: 8 7#9!  !9 79  !9 ;  ! !9           <  !' -= !9 # !  ;  =               > !  >9 8-  ?@-7#? #!9 $#! . !A; !* B !               )CDE <9FG9 H -I$D (>E +                    55J H9 :"!!  G' K '#G'  HAGNAÐUR Atorku Group á fyrstu sex mánuðum ársins nam um 4,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 418 milljónir á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 95%. Heildareignir í lok júní 2006 voru 32,6 milljarðar króna, og jukust um 12,6 milljarða frá áramótum. Eigið fé var um 16,0 milljarðar og eig- infjárhlutfall var 48,9% í júnílok. Magnús Jónsson, forstjóri Atorku, segir í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands að afkoma félagsins á fyrri árshelmingi hafi verið góð, sér- staklega ef sé tekið mið af ytri að- stæðum á hlutabréfamörkuðum. Verulega betri afkoma Atorku TAP á rekstri Samherja á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 485 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 1.065 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Mest munar um fjármagnsliði sem voru neikvæðir um 2.725 milljónir í ár en um 245 milljónir í fyrra. Rekstrartekjur samstæðu Samherja fyrstu sex mánuði árs- ins námu um 12.484 milljónum samanborið við 11.627 milljónir í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 3.300 milljónum en tæpum 1.979 milljónum í fyrra. Veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins nam 1.325 milljónum króna. Handbært fé frá rekstri nam 48 milljónum króna en í tilkynningu félagsins segir að gera megi ráð fyrir að gengisáhrif vegna skammtímafjármögnunar birgða og krafna nemi allt að 1.150 milljónum og sé handbært fé frá rekstri því minna sem því nemur. Heildareignir samstæðunnar í lok júní voru bókfærðar á 40,9 millj- arða króna. Þar af voru fastafjármunir 29,3 milljarðar og veltufjármunir 11,6 milljarðar. Skuldir voru tæplega 33,0 milljarðar og eigið fé 7,3 milljarðar. Í tilkynningu segir að rekstur móðurfélagsins á fyrri árshelmingi hafi verið þolanlegur. Áfram hafi verið unnið að endurskipulagningu fiskeldis. Þá hafi rekstur erlendra dótturfélaga gengið vel.Horfur fyrir síðari hluta ársins séu við- unandi haldist ytri aðstæður óbreyttar. Samherji tapar 485 milljónum I& '# I& '# I& '# I& '#                 5 5 < > > 6 65 6 < > > 6 6 6 < > > 6 6 65 < > > 6 6 6 %'  %' & '# %'  %' & '# %'  %' & '# %'  %' & '#       SÁTTAMIÐLUN er nýtt úrræði til að leysa úr ágreiningi í einkamál- um, þar á meðal deilum er upp kunna að koma innan viðskiptalífsins en sáttamiðlun fer þannig fram að að- ilar velja sjálfir að taka þátt með það að markmiði að ná samkomulagi sem báðir eru sáttir við og öðlast samn- ingur þeirra bindandi réttaráhrif. Á fundi sem Viðskiptaráð Íslands, Lögmannafélagið, Dómarafélagið og Sátt, félag um sáttamiðlun, stóðu fyrir í gær var fjallað um sáttamiðl- un en þar kom fram að úrræðið henti viðskiptalífinu vel þar sem aðilar komi oftast sáttir út úr viðræðum og geti því haldið viðskiptum áfram. Eins sé sáttamiðlun skil- virk, niðurstaða fáist á skemmri tíma og kostnað- ar deiluaðila sé lægri. Tveir danskir lögmenn miðluðu af reynslu Dana á fundinum en sáttamiðlun hefur verið úrræði þar í landi til reynslu síðustu þrjú árin. Í máli Jes Anker Mikkels- en kom fram að reynsla af sáttamiðl- un Dana er mjög góð og leysast um 64% mála með þessum hætti, sé sáttamiðlun reynd. Svipað hlutfall mála leysist með sáttamiðlun í Bret- landi og Bandaríkjunum þar sem þetta úrræði hefur verið til staðar í fjölda ára. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að um hagkvæma aðferð sé að ræða, því sáttamiðlun létti á dóm- stólum og auki skilvirkni. Verið er að vinna að því að bjóða upp á sátta- miðlun á Íslandi í auknum mæli en Gerðardómur Viðskiptaráðs býður þegar upp á sáttamiðlun auk hefð- bundinnar gerðardómsmeðferðar. Sáttamiðlun skilvirk leið til að leysa úr ágreiningi Jes Anker Mikkelsen FASTEIGNAFÉLAGIÐ Stoðir hagnaðist um 4,2 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2006 sam- anborið við 775 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildareignir félags- ins í lok júní 2006 námu 104,7 millj- örðum en voru 72,5 milljarðar í árs- lok 2005. Þá var eigið fé félagsins í júnílok 15,3 milljarðar en var 10,8 milljarðar á síðustu áramótum. Fasteignir Stoða eru versl- unarhúsnæði, skrifstofur, hótel og vörugeymslur og er fermetrafjöld- inn yfir 500 þúsund. Fjöldi leigutaka eru rúmlega 500. Meðal stærstu leigutaka má nefna Haga hf., Flug- leiðahótel, danska ríkið og Fast- eignir ríkissjóðs. Stoðir hagnast um 4,2 milljarða TAP af rekstri Smáralindar ehf. á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 733 milljónum króna. Á sama tíma- bili í fyrra var tap félagsins 36 millj- ónir. Tapið skýrist fyrst og fremst af gengistapi af erlendum skuldum fé- lagsins sem nam 652 milljónum króna, að því er fram kemur í til- kynningu frá Smáralind. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 362 millj- ónum samanborið við 337 milljónir í fyrra. Veltufé frá rekstri á tíma- bilinu nam 250 milljónum en var 191 milljón árið áður. Tap Smáralind- ar eykst mikið á milli ára HAGNAÐUR Íslenskra aðal- verktaka á fyrri helmingi þessa árs eftir skatta nam 30 milljónum króna samanborið við 300 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mesta breytingin frá fyrra ári er sú að fjármagnsliðir voru neikvæðir um liðlega 250 milljónir í ár en um 25 milljónir í fyrra. Rekstrartekjur samstæðu Ís- lenskra aðalverktaka námu tæpum 5,9 milljörðum króna á fyrri hluta ársins 2006 en um 5,0 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Rekstrar- hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 425 milljónir króna í ár en 536 milljónir á síðasta ári. Heildareignir Íslenskra aðal- verktaka og dótturfélaga námu um 9,5 milljörðum í lok júní 2006. Heildar- skuldir samstæð- unnar voru tæplega 6,6 milljarðar og bókfært eigið fé um 2,9 milljarðar. Veltufé frá rekstri var 302 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að reksturinn á fyrri helmingi ársins 2006 hafi gengið í öllum megin atriðum samkvæmt áætl- unum, en gengisfall krónunnar og verðbólga hafi sett nokkuð mark á reksturinn ásamt háum skamm- tímavöxtum. Þá segir að verk- efnastaða félagsins sé góð þegar horft sé til næstu missera og tækifæri séu til áframhaldandi sóknar. Minni hagnaður hjá ÍAV DANSKA fasteigna- og þróunar- félagið Sjælsø Gruppen, sem Straumur-Burðarás, Samson og Birgir Þór Bieltvelt eiga umtalsverð- an hlut í, var rekið með um 322 millj- óna danskra eða liðlega 3,8 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrri helmingi ársins, sem er um 45% eða 100 milljónum danskra meiri hagn- aður en á sama tímabili í fyrra. Engu að síður gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að hagnaður árs- ins í heild verði í neðri kantinum af því sem þeir höfðu áður reiknað með eða á bilinu 700–900 milljónir danskra eftir skatt, jafngildi 8,4 til 10,8 milljarða íslenskra króna, í stað þeirra 800–1.000 milljóna sem spáð hafði verið. Gengi bréfa í Sjælsø Gruppen lækkað strax í Kauphöll- inni í Kaupmannahöfn eftir tilkynn- ingu um minni væntan hagnað fé- lagsins. Verðhækkunarhrina að baki Björgólfsfeðgar, Straumur Burðar- ás fjárfestingarbanki og Birgir Þór Bieltvedt eiga helmingshlut í SG Nord Holding A/S á móti aðaleig- endum Sjælsø, eignarhaldsfélaginu Brdr. Rønje Holding SG Nord Hold- ing keypti snemma ársins 25% hlut í Sjælsø Gruppen af þeim bræðrum. Forstjóri Sjælsø Gruppen, Ib Henrik Rønje, segir að svo virðist sem hækkanir á húsnæðismarkaðin- um séu afstaðnar og að það taki menn nú lengri tíma að selja fast- eignir en áður. Rønje segir stöðu Sjælsø Gruppen vera góða. „Við erum sammála um að hinar miklu hækkanir [á íbúðarhús- næði] hafa gengið til baka. En verðið er stöðugt og að því er varðar ný verkefni höfum við að sjálfsögðu í huga hvaða verð fæst,“ sagði Rønje í samtali við Direkt-fréttastofuna. Batnandi afkoma hjá Sjælsø Gruppen Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is < & # 84 9   5& #& $ ( + < G - > 7 > G G K  »Sjælsø Gruppen velti 1,96 millj-örðum danskra króna fyrstu sex mánuði ársins, 51% meira en á sama tíma í fyrra. »Arðsemi eigin fjár var óbreytteða um 22%. »Heildareignir námu um 288 millj-örðum íslenskra króna. »Hagnaður á fyrri árshelminginam 322 milljónum danskra króna eða 3,8 milljörðum íslenskra króna. »Sjælsø keypti fasteignafélagið Ik-ast Byggeindustri í vor fyrir hátt í tíu milljarða íslenskra króna. »Sjælsø Gruppen er í aðaleigubræðranna, Torben og Ib Rønje, sem stofnuðu félagið seint á áttunda áratugnum. »Sjælsø Gruppen er líklega stærstaþróunarfélag Danmerkur og hef- ur þótt til fyrirmyndar í rekstri. »Félagið er á lista Forbes yfir bestreknu þróunarfélög heims utan Bandaríkjanna. Í HNOTSKURN VELTA í viðskiptum með hluta- bréf í Kauphöll Íslands nam rúm- um 205 milljörðum króna í ágúst. Í janúarmánuði á þessu ári nam veltan tæplega 334 milljörðum króna en það er veltumesti mán- uðurinn frá upp- hafi. Fyrra metið var sett í sept- ember á síðasta ári en þá var velta í hlutabréfaviðskiptum tæp- lega 252 milljarðar króna. Því er nýliðinn ágústmánuður sá þriðji veltumesti frá upphafi hvað hluta- bréf varðar. Þegar viðskipti ágústmánaðar eru skoðuð bera hæst viðskipti með bréf Straums-Burðaráss í byrjun mánaðar fyrir rúma 47 milljarða króna en þá var sala á hlut Krist- ins Björnssonar og Magnúsar Kristinssonar í bankanum til FL Group gerð upp. Þá var veltumet síðasta árs í Kauphöllinni slegið í ágúst en velt- an er komin yfir 1.340 milljarða króna. Ágúst þriðji veltumesti mánuður frá upphafi Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.