Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Á tímabili óttuðust menn að í kjölfar gagnrýn- innar umfjöllunar er- lendra greiningardeilda og fjölmiðla um íslensku bankana og íslenskt efnahagslíf í vor kynni það að reynast bönkunum erf- itt að sækja sér nauðsynlegt fjár- magn á erlendum fjármálamörk- uðum. Þær svartsýnisspár hafa engan veginn gengið eftir. Og allir skiluðu bankarnir methagnaði á fyrri helmingi ársins sem væntanlega hef- ur aukið tiltrú erlendra fjárfesta. „Fyrstu viðbrögðin eru þau að markaðurinn trúir því að fjármögnun Glitnis og Landsbanka sé tryggð en tæplega hjá Kaupþingi sem enn á nokkra vinnu fyrir höndum við fjár- mögnun,“ voru viðbrögð erlends greinanda við fréttum af skulda- bréfaútgáfu Landsbanka og Íslands- banka í Bandaríkjunum. „Lands- bankinn náði í mikið fé með skuldabréfaútgáfunni í Bandaríkj- unum en við háum kostnaði eða 0,70- 0,85% [yfir millibankavöxtum]. Mað- ur spyr sig hvað áhrif þetta hefur á útlánastarfsemi íslensku bankanna. Það er ljóst að ef menn fjármagna sig á 0,70+ yfir LIBOR og vaxtamunur þeirra er kannski 2,5% - þá mun það hafa mikil áhrif á hann. Þetta myndi að óbreyttu tákna dýrari lán til ís- lenskra fyrirtækja, þ.e.a.s. ef þeir færa kostnaðinn yfir á viðskiptavin- ina.“ Umræddur greinandi bendir á að samkeppnishæfi bankanna erlendis hljóti að skerðast talsvert. Að- spurður um fjármögnunarkostnað þeirra banka, sem íslensku bank- arnir keppi við, segir hann að þeir fjármagni sig á sléttum LIBOR- vöxtum eða í mesta lagi 0,1%-0,2% yfir þeim. Lakari lánskjör Lánskjörin sem íslensku bankarnir fá nú eru umtalsvert lakari en fyrir rétt um ári síðan og raunar það mikið lakari að allt bendir til þess að umsvif þeirra muni vaxa miklu minna en verið hefur á liðnum misserum. Rétt er að leggja sérstaka áherslu á að íslensku bankarnir eru auðvitað ekki bara að vinna með það fé sem þeir hafa nýlega tekið að láni á lakari kjörum heldur einnig fé sem tekið var að láni við mun hagstæðari kjör- um. Ýmsar spurningar hljóta þó óhjá- kvæmilega að vakna vegna aukins vaxtakostnaðar sem íslensku bank- arnir þurfa nú að bera. Lendir þessi hækkun að miklu eða öllu leyti á ein- staklingum og fyrirtækjum á heima- markaði þeirra á Íslandi? Og síðast en ekki síst: táknar þetta ekki ein- faldlega að það hilli undir lok hinnar miklu útrásar íslensku bankanna? Í raun hefur greining Landsbank- ans þegar svarað þeirri spurningu því hún gerir ráð fyrir margfalt minni og mjög hóflegum vexti í út- lánastarfsemi bæði Glitnis og Kaup- þings banka eða á bilinu 5-7% á næsta ári. Það bendir auðvitað ein- dregið til þess að þar á bæ reikni menn ekki með stórum yfirtökum eða uppkaupum íslensku bankanna á erlendri grundu. Þarf að afla 340 milljarða Glitnir og Landsbankinn hafa að langmestu leyti tryggt endur- fjármögnun til loka ársins 2007 en Kaupþing banki á enn nokkuð í land en hefur þó lýst því yfir að endur- fjármögnun vegna næsta árs verði lokið á þessu ári. En þar er ekki verið að tala um neina smáaura því til þess þarf hann að afla um 3,8 milljarða evra, jafn- gildi um 340 milljarða íslenskra króna. Það gerir hvorki meira né minna en um það bil 34% af lands- famleiðslu Íslands í fyrra. Þetta leiðir okkur í raun kannski að kjarna þess vanda sem íslensku bankarnir standa nú frammi fyrir: þeir eru einfaldlega orðnir óþægilega stórir miðað við stærð íslenska hag- kerfisins; þeir eru beinlíns farnir að reka sig á ákveðið þak í þeim efnum. „Hluti fjármögnunarvandamála sem innlendir bankar hafa verið að glíma við eru þeir að erlendir fjár- festar eru komnir upp í þak með áhættu á Íslandi, t.d. útlán til ís- lenskra banka sem hlutfall af lands- famleiðslu. Segja má að „Íslands- kvótinn sé fullur“ og að erfitt sé að lána meira til landsins, þar sem fjár- festar horfa gjarnan á lánveitingar til Fréttaskýring | Rekstrarumhverfi íslensku bankanna þriggja, Kaupþings banka, Landsbanka og Glitnis hefur breyst verulega á skömmum tíma. Arnór Gísli Ólafsson komst að því að allt bendir til þess að þeir eigi vart annarra kosta völ en að rifa seglin hressilega í framsókn sinni á næstu misserum. Eins má reikna með að samkeppnisstaða þeirra erlendis hafi versnað. Dagar víns og rósa að baki hjá bönkunum                              !    "          # $ &' ()  '* + Í FYRRA sóttu íslensku bankarnir sér fyrst og fremst fé á markaðinn í Evrópu og framboðið af skuldabréfum þeirra var gríðarmikið. Nú er liðið um ár frá því að íslenskur banki gaf síðast út skuldabréf í Evrópu þótt þeir hafi raunar sótt sér fé þangað með öðrum hætti, s.s. með sambankalánum. Íslensku bankarnir hafa á þessu ári tekið að róa á önnur og fjarlægari fjármálamið, fyrst og fremst á miðin í Bandaríkjunum en einnig í Asíu og Ástralíu. Stórar skuldabréfaútgáfur Landsbankinn gaf út á dögunum skuldabréf fyrir hátt í 160 milljarða vestra og Glitnir gaf út skuldabréf þar fyrir um 31 milljarð en áður hafði bankinn gefið út skuldabréf fyrir um 63 milljarða til ýmissa fjárfesta, þ.á m. til bandarískra fjárfesta. Íslensku bankarnir hafa lagt í mjög mikla vinnu í að kynna sig í Bandaríkjunum en sú spurning hlýtur auðvitað að vakna hvort einhver takmörk séu fyrir því hversu mikið fé þeir geta sótt á skuldabréfamarkaðinn þar, ekki síst í ljósi þess að fram- boð á skuldabréfum er almennt mikið. Þessi spurning brennur vitaskuld heitast á Kaupþingi banka sem enn á eftir, eftir því sem næst verður komist, að afla sér hátt í 340 milljarða íslenskra króna til að ljúka endur- fjármögnun til loka næsta árs. Og þá er raunar fjármögnun vegna vaxtar bankans alveg undanskilin. Eru Landsbankinn og Glitnir, sem urðu fyrri til en Kaupþing banki, ef til vill búnir að taka kúfinn af markaðinum vestra? Umframeftirspurn Í tilkynningu Landsbankans vegna skuldabréfaútgáfunnar í Bandaríkjunum kom fram að ákveðið hefði verið að hækka lán- tökufjárhæðina úr eitt þúsund milljónum dala í 2.250 milljónir vegna mikillar eftirspurnar. Heildarspurnin eftir skuldabréf- unum var meiri eða sem nam 3.600 milljónum dala. Afar vara- samt er þó að túlka þetta sem svo að enn sé gríðarmikil ásókn í skuldabréf íslensku bankanna vestra því það mun vera alvana- legt í útboðum af þessu tagi að tæma ekki eftirspurnina. „Þeir [Landsbanki] seldu bréf fyrir 2,25 milljarða dala. Það er mikið af skuldabréfum. Eftirspurnin losaði þrjá milljarða þannig að henni var að miklu leyti fullnægt, nær allir sem vildu skuldabréf fengu einhver bréf. Það má að vissu leyti halda því fram að þeir hafi tæmt eða nær því tæmt eftirspurnina í Banda- ríkjunum a.m.k. í bili,“ sagði erlendur greinandi við Morg- unblaðið um skuldabréfaútgáfu Landsbankans. Erfitt að spá Auðvitað veltur mikið á því hversu mikið Kaupþing banki væri reiðubúinn að greiða fyrir fjármögnun á Bandaríkjamarkaði; en líklega er nokkuð öruggt að ætla að bankinn muni a.m.k. ekki mæta meiri áhuga en Landsbankinn og að öllum líkindum nokkruminni. Þá verður einnig að hafa í huga að Kaupþing banki hefur þegar gefið út töluvert magn af svokölluðum víkj- andi skuldabréfum vestra. Um þetta er þó ákaflega erfitt að spá. Bandaríkin eru stórt land og ólíklegt að menn hafi velt þar við hverjum einasta fjár- festingarsteini. Flestum ber þó saman um að Kaupþing muni þurfa að sækja sér lánsfé á mun fleiri stöðum en í Bandaríkj- unum einum. Eru fjármálamiðin vestra þurrausin? TRYGGINGARÁLAG, sem endurspeglar ávöxtunarkröfuna og þar með verðmæti skuldabréfa íslensku bankanna á eftirmarkaði, hefur haldist hátt. Daginn eftir að Landsbankinn greindi frá hinni stóru skuldabréfaútgáfu sinni í Bandaríkjunum hækkaði álagið lítillega eða um einn til tvo punkta eins og bankamenn segja. Álagið á skuldabréfum Landsbankans, bæði í döl- um og evrum, var á bilinu 65–72, allt eftir lengd bréfanna og í hvaða mynt þau voru. Álag á bréfum Glitnis banka var frá 45 og upp í 62 punkta og álag- ið á skuldabréfum Kaupþings banka var á bilinu 71 til 87 punktar. Tryggingarálagið enn hátt »Lánskjör bankanna hafa versn-að umtalsvert. »Þeir sækja nú langmest á mark-aðinn í Bandaríkjunum þar sem þeir hafa verið að greiða 0,7–0,85% ofan á millibankavexti í skulda- bréfaútgáfum sínum. »Bankar sem þeir keppa við fjár-magna sig á millibankavöxtum eða í mesta lagi á 0,1–0,2% yfir millibankavöxtum. »Vöxtur íslensku bankanna verð-ur mun minni en verið hefur. »Líklega er útrás íslensku bank-anna að baki í bili. »Glitnir og Landsbanki hafa aðmestu endurfjármagnað sig til loka ársins 2007. »Kaupþing banki á eftir að aflaa.m.k. 340 milljarða. Það er um 34% af landsframleiðslu Íslands í fyrra. »Margt bendir til þess að ís-lensku bankarnir séu að verða óþægilega stórir í hlutfalli við ís- lenska hagkerfið. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.