Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 9 VR og fleiri stéttarfélög styrkja flátttöku félagsmanna sinna á námskei›inu. Betri leið til að vinna á tímaskorti “Hópurinn mjög ánægður með námskeiðið og allir sáu greinilegar framfarir á lestrarhraða. ...mun nýtast okkur vel í starfi.” Hópur frá Upplýsingatæknisviði Landsbankans. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Meiri tími - Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. NÝTT!! 6 vikna námskeið 11. sept. (Dagnámskeið) NÝTT!! 3 vikna hraðnámskeið 21. sept. Suðurnes 3 vikna hraðnámskeið 12. okt. Náðu árangri með okkur í haust og skráðu þig á hraðlestrarnámskeið Hraðlestrarskólans. Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið :#!                                  !"    #$  #                 $ %    #        &      $          '   (   #           ) *     )  $ $ "    +"  "  íslenskra banka sem eina áhættu,“ sagði Þórður Már Jóhannesson, fyrr- verandi bankastjóri Straums Burð- aráss, í erindi á dögunum og benti um leið á að vegna þess væri allt eins líklegt að innlendir bankar flyttu höf- uðstöðvar sínar erlendis á næstu ár- um til þess einmitt að komast í hag- felldara umhverfi til fjármögnunar. „Ég er þess fullviss,“ sagði Þórður Már, „að t.a.m. fjármögnun Glitnis undanfarið hefði verið enn auðveldari ef Glitnir væri skráð norsk fyrirtæki eða KB banki væri breskt fyrirtæki.“ Þurfa í reynd meira fé Raunar má fastlega gera ráð fyrir að íslensku bankarnir þurfi að afla meira fjár á erlendum lánsfjármörk- uðum, og þá einnig Glitnir og Lands- banki, því hér hefur aðeins verið rætt um það fé sem þeir þurfa til þess að standa við núverandi skuldbindingar sínar, þ.e. lán sem falla á gjalddaga á næsta ári. Við það bætist síðan það fé sem þeir þurfa til þess að standa und- ir áframhaldandi vexti, þótt hóflegur verði. Ekkert bendir til þess að Kaup- þing banki fái betri kjör en hinir bankarnir og væntanlega síðri ef eitt- hvað er - ef marka má trygg- ingarálagið á skuldabréfum íslensku bankanna á eftirmarkaði en það er hæst á bréfum Kaupþings banka. Vera kann að Kaupþing banki vilji vera búinn að slíta endanlega á krosseignartengslin milli sín og Ex- ista, sem margar erlendar greining- ardeildir hafa gagnrýnt, áður en hann leitar fyrir sér um fjármögnun á erlendum mörkuðum. En hvernig sem á málin er litið bíður bankans mikið verkefni við að tryggja sér nægjanlegt fjármagn. Allir íslensku bankarnir eiga banka erlendis og rétt er að taka fram að BNbank í Noregi, sem Glitn- ir á, fjármagnar sig á eigin vegum og sama gildir um Heritable Bank í Bretlandi, sem Landsbankinn á. FIH Erhvervsbank í Danmörku og Singer & Friedlander á Bretlandi fjármagna sig einnig á eigin vegum en ekki í gegnum samstæðu Kaupþings banka. Það að erlendu bankarnir í ís- lenskri eigu fjármagni sig ekki í gegnum íslensku bankanna gæti í fljótu bragði bent til þess að þeim bjóðist að minnsta kosti ekki mikið lakari kjör en íslensku eigendunum. arnorg@mbl.is Í EINFÖLDU máli má segja að vilji bankarnir halda óbreyttri arð- semi – sem raunar er langhæst hjá ís- lensku bönkunum í samanburði við aðra norræna banka – tákni verri lánskjör þeirra að þeir þurfa annað hvort að hækka útlánavextina (eða lækka innlánsvexti) til þess að halda vaxtamun sínum óbreyttum. Eða þá að mæta minnkandi vaxtamun með því að auka tekjur af annarri starf- semi en hefðbundinni útlánstarfsemi. Tveir ólíkir markaðir Íslensku bankarnir starfa á tveimur mörkuðum, innlendum markaði og síðan á erlendum mörkuðum, í harðri samkeppni við fjölda annarra banka. Kaupþing banki er með hlutfallslega mest af tekjum sínum erlendis af ís- lensku bönkunum eða í kringum 70% en hlutfallið er mun lægra hjá hinum bönkunum tveimur þótt það hafi farið hratt vaxandi. Á erlendu mörkuðunum eru ís- lensku bankarnir í reynd það sem kallast verðþegar, þ.e þegar fjár- mögnunarkjör þeirra versna verða þeir að draga úr vaxtamun sínum, einfaldlega til þess að standast sam- keppnina. Af heildareignum íslenska banka- kerfisins eru stóru bankarnir þrír með um eða yfir 90% þannig að hér á Íslandi er staða þeirra öll önnur. Þar sem lánskjör allra bankanna þriggja hafa versnað eru öll líkindi á því að þeir reyni að halda vaxtamuninum óbreyttum og velta þannig á end- anum versnandi lánskjörum yfir á viðskiptavini sína, þ.e. einstaklinga og fyrirtæki, eða a.m.k. þau íslensku fyrirtæki sem ekki geta leitað á er- lenda markaði. Þetta má til að mynda lesa bæði beint og óbeint í nýrri og ýtarlegri skýrslu greiningardeildar Lands- bankans um íslensku bankana. Þar kemur einnig fram að ljóst sé að vöxt- ur íslensku bankanna verði mun minni en hann hefur verið á und- anförnum árum, eða aðeins um 2–3% á þessu ári og 5–7% á því næsta. Eðli málsins samkvæmt spáir deildin ekki fyrir um vöxt Landsbankans. En til þess að setja þetta í sam- hengi má nefna að efnahagur Glitnis óx um nær 120% milli áranna 2004 og 2005 og efnahagur Kaupþings banka um 63%. Með vindinn í fangið Í skýrslu greiningar Landsbankans segir að þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í fangið á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum hafi íslensku bönk- unum gengið vel að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum. Allir íslensku bankarnir hafi þannig lagt áherslu á að dreifa fjármögnun sinni, m.a. með stórum skuldabréfaútgáfum í Banda- ríkjunum. Þrátt fyrir að lánskjörin séu ekki eins góð og á fyrri skulda- bréfaútgáfum verði menn að hafa í huga að þetta sé í fyrsta sinn sem þeir reyni fyrir sér fyrir vestan hafs og neikvæð umfjöllun fjölmiðla hafi óneitanlega haft sín áhrif. Það er líklega tímanna tákn og auðvitað afleiðing af því að íslensku bankarnir hafa verið undir smásjá er- lendra fjölmiðla og greiningardeilda að skýrslan er birt á ensku. En í henni er sérstaklega vikið að fjármögnun íslensku bankanna og þar kemur m.a. fram að álagið á skuldabréfum íslensku bankanna á eftirmarkaði, eins og það birtist í svo- kallaðri tryggingarpremíu (CDS), hafi hækkað verulega og sé umtals- vert hærra en hjá öðrum bönkum með sambærilegt lánshæfismat. Sem ekki segir annað en verðmæti bréfa íslensku bankanna sé minna í hugum fjárfesta en bréf hinna bankanna. Greining Landsbankann telur þó að tryggingarpremían þurfi ekki endilega að gefa kórrétta mynd af lánskjörum bankanna; þeir hafi ekki haldið almenn skuldabréfaútboð um nokkrahríð og upplýsingar um fjár- mögnun þeirra hjá einkafjárfestum og kjör á sambankalánum liggi ekki alltaf á lausu. Því sé ekki alveg ljóst hversu mikið lánskjör þeirra hafi versnað í reynd. Áhrif á vaxtamun bankanna Greining Landsbanka segir spurn- inguna um lakari lánskjör snúast um það að hve miklu leyti þau hafi áhrif á vaxtamun bankanna og að hve miklu leyti þeir geti velt lakari kjörum yfir á viðskiptavini sína. Að því er varðar heimamarkaði bankanna býst greining Landsbank- ans ekki við því að bankarnir muni taka á sig lakari lánskjör með því að minnka vaxtamuninn. M.ö.o. er því líklegt að þeir velti lakari kjörum yfir á innlenda viðskiptavini sína. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær að mati greiningar Landsbank- ans. Í fyrsta lagi séu yfirleitt ákvæði í erlendum lánum þeirra til eigin við- skiptavina sem heimili þeim að breyta láńskjörum ef aðstæður á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum breyt- ast. Í annan stað séu allir bankarnir þrír í svo að segja nákvæmlega sömu stöðu og enginn þeirra muni því sjá sér hag í því að nota ekki slík ákvæði, m.ö.o. að taka á sig versnandi láns- kjör. Hins vegar er bent á að líklegt sé bankarnir tapi markaðshlutdeild til erlendra banka að því er varðar útlán til íslenskra fyrirtækja sem geti leit- að eftir fjármögnun erlendis og hafi ekki þegar nýtt sér þann kost. Hvað varðar erlenda starfsemi bankanna, þar sem þeir keppa við fjölda annarra banka, er annað upp á teningnum. Þannig telur greining Landsbankans að vaxtamunur bank- anna á lánum til erlendra lántakenda muni lækka, m.ö.o. bankarnir verði þar sjálfir að taka á sig verri fjár- mögnunarkjör. Þetta eigi bæði við lán móðurfyrirtækjanna til erlendra lántakenda og eins lán dótturfyr- irtækja bankanna erlendis. Munu ekki minnka vaxta- muninn á heimamarkaði Morgunblaðið/Golli Hækkandi útlánsvextir Greining Landsbankans telur líklegt að viðskipta- bankarnir muni velta lakari kjörum yfir á innlenda viðskiptavini sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.