Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 11
Bergstaðastræti 37 · 101 Reykjavík · www.holt.is T V Í R É T T A Ð í hádeginu á aðeins kr.2.400 Nýr hádegisverðarmatseðill á þriðjudögum Borðapantanir í síma 552 5700 og holt@holt.is G Æ Ð A Þ J Ó N U S T A E R O K K A R F A G G I S T I N G · F U N D U R · V E I S L A Fyrirtæki, stofnanir, sendiráð! ÍBÚÐIR & HÚS til leigu á svæði 101. www.ibudir.is Álftavatn sérhæfir sig í útleigu íbúða til fyrirtækja og stofnana. Höfum til ráðstöfunar yfir 75 íbúðir af öllum stærðum og gerðum. Húsbúnaður, ræsting og önnur þjónusta skv. samkomulagi. Nánari upplýsingar og móttaka fyrirspurna á heimasíðu. Álftavatn ehf. 25 ára sérhæfing í útleigu íbúðahúsnæðis. Lítill hreyfanleiki viðskiptavinaá milli banka dregur úrvirkni samkeppninnar á fjár- málamarkaði. Þessu hafa sam- keppnisyfirvöld á Norðurlöndum áhyggjur af, eins og fram kom á fréttamannafundi sem Samkeppn- iseftirlitið stóð fyrir í síðustu viku. Þar voru kynntar áherslur eftirlits- ins sem ætlað er að muni draga úr samkeppnishindrunum og þar með auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna og samkeppnina. Skemmst er frá því að segja, að undirtektir þeirra sem með málið fara, við helstu áherslum Sam- keppniseftirlitsins, hafa engar verið. Þannig sagði fjármálaráðherra til að mynda, spurður um þá áherslu Samkeppniseftirlitsins að huga þurfi að afnámi stimpilgjalds, að það myndi bara auka húsnæðisverðbólg- una, sem væri há fyrir. Viðbrögð viðskiptaráðherra voru á þann veg að skoða þyrfti þessi mál í heild sinni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka, lýsti því yfir í sjón- varpsviðtali, spurður um kröfu Sam- keppniseftirlitsins um niðurfellingu á uppgreiðslugjaldi af lánum, að það kæmi ekki til greina. Því er þess ekki að vænta að þeim samkeppnishindrunum sem stimp- ilgjald og uppgreiðslugjald eru verði rutt úr vegi á næstunni, eins og Samkeppniseftirlitið vill. Og á með- an eiga lántakendur erfitt með að færa sig á milli banka og jafnframt er nýjum aðilum, svo sem erlendum bönkum, gert erfitt fyrir með að koma inn á bankamarkaðinn. Ekki nýjar tillögur Kröfur Samkeppniseftirlitsins um afnám stimpilgjalds, sem rennur í ríkissjóð, og um afnám uppgreiðslu- gjalds af lánum, sem lánastofnanir innheimta, eru ekki nýjar af nálinni. Þannig hafa Neytendasamtökin til að mynda lengi barist fyrir þessu og ýmsir aðilar hafa tekið undir þær kröfur. En allt hefur komið fyrir ekki. Það hefur ekki einu sinni verið léð máls á því að draga úr þessum álögum með því að lækka þá pró- sentutölu sem stimpilgjald og upp- greiðslugjald er. Skatttekjur ríkissjóðs af stimp- ilgjaldi á árunum 2004 og 2005 voru langt umfram áætlanir, enda jukust þær um 75% milli áranna 2003 og 2004 og um tæp 40% milli áranna 2004 og 2005, en þá námu þær rúm- um 9 milljörðum króna. Því má ætla að það væri að minnsta kosti svig- rúm til lækkunar á gjaldinu fyrst hægt er að lækka suma aðra skatta. Tryggðir í bak og fyrir Það sama á við um uppgreiðslugjald af lánum. Hagnaður bankanna og arðsemi hefur stöðugt aukist og því verður ekki annað séð en að þeir ættu að minnsta kosti að geta lækk- að uppgreiðslugjaldið. Skuldarar hjá bönkunum eiga sinn þátt í góðri afkomu þeirra, þó svo að sífellt stærri hluti af tekjum bankanna komi erlendis frá. Hærri vextir en hér á landi sjást ekki í nágranna- löndunum og svo er það verðtrygg- ingin. Enda hefur Sigurjón Þ. Árna- son, bankastjóri Landsbanka Íslands, sagt að viðskiptabankarnir, sem eiga meiri verðtryggðar eignir en þeir skulda í verðtryggðum lán- um, hagnist á verðbólguskotum. Þetta sagði hann í viðtali við Morg- unblaðið í júlímánuði síðastliðnum í tilefni af góðri afkomu Landsbank- ans á fyrri helmingi þessa árs. Bankarnir eru vel tryggðir með verðtryggingunni. Það eru neyt- endur hins vegar ekki, sérstaklega ekki sá stóri hluti þeirra sem skuld- ar bönkunum háar fjárhæðir. Það er því vel skiljanlegt að forstjóra Sam- keppniseftirlitsins finnist að það sé svigrúm fyrir bankana til að auka samkeppnina með því að afnema uppgreiðslugjaldið. Lítill hljómgrunnur Innherji@mbl.is Skemmst er frá því að segja, að undirtektir þeirra sem með málið fara, við helstu áherslum Samkeppniseftirlitsins, hafa engar verið. Morgunblaðið/Golli INNHERJI » TAP af rekstri Hampiðjunnar á fyrri helmingi þessa árs nam 1,5 milljónum evra, sem svarar til um 135 milljóna íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra var hagnaður af rekstrinum upp á 2,1 milljón evra. Rekstrartekjur námu 23,4 milljón- um evra á fyrstu sex mánuðum þessa árs en voru 26,5 milljónir evra í fyrra. Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármunatekjum voru 3,9 milljónir evra til gjalda en voru 421 þúsund evrur til tekna á fyrra ári. Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir, að þótt rekstrartekjur hafi dregist saman frá fyrra ári, sé rekstrarafkoma fyrir fjárliði, án annarra tekna og gjalda, betri en árið áður. Í rekstrarreikningi fé- lagsins megi greina þá hagræð- ingu, sem flutningur framleiðslu á garni, netum og köðlum frá Íslandi og Portúgal til Litháen hafi haft í för með sér. Sú hagræðing muni þó ekki skila sér að fullu fyrr en á næsta ári. Heildareignir Hampiðjunnar í lok júní námu 73,4 milljónum evra í lok tímabilsins. Skuldir námu 42 milljónum og eigið fé 31,4 millj- ónum, en af þeirri fjárhæð eru 5,7 milljónir hlutdeild minnihluta í eig- in fé dótturfélaga. Hampiðjan var fyrsta félagið sem var skráð á iSEC-markað Kauphallar Íslands í byrjun júlí síðastliðinn, en félagið flutti sig af Aðallista Kauphallarinnar yfir á iSEC. Markaðurinn er aðallega hugsaður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki Verri afkoma Hampiðjunnar TAP CVC á Íslandi ehf. á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 10,4 milljónum Bandaríkjadala, en það svarar til tæplega 730 milljóna ís- lenskra króna. Á sama tímabili í fyrra var tap fyrirtækisins 4,9 milljónir dollara. CVC á Íslandi ehf. var stofnað árið 2002 af Columbia Ventures Corpora- tion, fyrirtækinu sem hóf byggingu álvers á Grundartanga undir forystu Kenneths Petersons. Rekstrartekjur CVC námu 14,1 milljón dollara á fyrstu sex mánuðum þessa árs, samanborið við 8,3 millj- ónir dollara á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld jukust hins vegar úr 13,6 milljónum dollara í 23,0 milljónir milli ára. Heildareignir CVC námu 103 millj- ónum dollra í lok júní samanborið við 125 milljónir á síðustu áramótum. Eigið fé dróst saman úr 45 milljónum dollara í 36 milljónir. CVC á erlend dótturfélög sem stofnuð voru til að kaupa og til að reka Hibernia Atlantic sæstrenginn á milli Evrópu og Norð- ur-Ameríku ásamt lendingarstöðvum í fjórum löndum. Þá hefur félagið fjár- fest í fjarskiptafyrirtæki á Írlandi, Magnet Networks, sem sérhæfir sig í uppbyggingu samskiptakerfis og efn- isveitu um ljósleiðara. Tap CVC á Íslandi rúm- lega 700 milljónir króna HREIN eign Gildis-lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris nam 198,5 milljörðum króna í lok júní 2006 og hækkaði um 17,2 milljarða frá ársbyrjun. Hrein raunávöxtun sjóðsins fyrstu sex mánuði þessa árs var 6,7% á ársgrundvelli. Fjár- festingartekjur námu 15,7 millj- örðum króna á tímabilinu og hækkuðu um 2,8 milljarða á milli ára. Iðgjöld til Gildis voru 3,8 millj- arðar króna fyrstu sex mánuði ársins og hækkuðu um 18% frá fyrra ári. Greiddur lífeyrir nam 2,3 milljörðum og hækkaði um 19% á milli ára. Eignir Gildis skiptast þannig að 51% er í innlendum skuldabréfum, 21% í innlendum hlutabréfum og 28% í erlendum verðbréfum. Eignir Gildis aukast um liðlega 17 milljarða TAP af rekstri Síldarvinnslunnar á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 nam 204 milljónum króna, sam- anborið við 728 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur á fyrri helmingi þessa árs voru alls 4.775 milljónir og kostnaðarverð sölu nam 3.749 milljónum. Vergur hagnaður var því 1.027 milljónir króna en rekstr- arhagnaður var 843 milljónir. Hlut- deild í tapi hlutdeildarfélaga nam 69 milljónum. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1.071 milljón en þeir voru hins vegar jákvæðir um 66 milljónir á sama tímabili í fyrra. Síldarvinnslan tapar yfir 200 milljónum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 11 RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) á fyrri helm- ingi þessa árs var 10,4% á ársgrund- velli. Eignir sjóðsins jukust um 26 milljarða króna og námu 217 millj- örðum í lok júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LV. Í tilkynningunni segir að fyrri helmingur ársins 2006 hafi ein- kennst af hækkun á erlendri verð- bréfaeign LV í ljósi gengislækkunar krónunnar. Einnig hafi hlutabréfa- verð í heiminum hækkað. Þá segir í tilkynningunni að ólíklegt verði að telja að fjármunatekjur erlendu verðbréfanna verði jafn miklar á síð- ari helmingi ársins og hinum fyrri. Sjóðfélögum í LV fjölgaði um 5% frá sanma tímabili í fyrra. Raunávöxtun LV yfir 10%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.