Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 26
26|Morgunblaðið Smellpassa í heilsuræktina HEILSUSKÓRNIR HAFA SLEGIÐ Í GEGN Á ÍSLANDI Útsölustaðir: Valmiki Kringlunni - Euroskór Firðinum - B-Young Laugavegi EUROCONFORTO Stærðir 35-43 Verð 4.400 kr. Árskort, sem gilda í sal og sund í Sundlaug Kópavogs, veita einnig aðgang að íþróttamiðstöðinni í Salahverfi. Tilboðið gildir til 5.október 2006. Bjóðum upp á ókeypis prufutíma undir leiðsögn þjálfara. Panta þarf tímann með fyrirvara. 16 ára aldurstakmark. Árskort gildir á báðum stöðum. www.nautilus.is · Salalaug · Sími 570 0480 · Sundlaug Kópavogs · Sími 570 0470 AR GU S / 0 6- 04 53 H inn heimspekilegi grunnur jóga- fræðanna er sá að maðurinn sé ekki einbert efni heldur jafnframt andi, en þessir þættir verði ekki aðskildir heldur virki sam- an. Í jóga styrkist líkaminn og liðkast, hugurinn skerpist og sálarlífið kyrrist. Sívaxandi vinsældir íþróttarinnar, bæði vestanhafs og -austan koma fáum jóga- leiðbeinendum á óvart. Í þeirra hópi er jógakennarinn Ingibjörg Stefánsdóttir „Þörfin fyrir jafnvægi og innri frið er aldrei meiri en nú á tímum þegar streita er orðin eins og stimpilklukka hverrar mann- eskju. Hraðinn er orðin svo mikill í sam- félaginu að fólk er búið að fá nóg. Það vill öðlast frið og ró og komast nær sjálfu sér. Jóga er einmitt góð leið til að draga úr þreytu og spennu. Ingibjörg kynntist fyrst jóga þegar hún nam leiklist á erlendri grundu og heillaðist samstundis af þeirri meðvit- uðu nærveru sem jóga kenndi henni. „Einn danskennarinn minn not- aði Ashtanga vinyasa- jóga mikið til að hita upp fyrir leiklistaræfingar en ég gerði mér fljótt grein fyr- ir þeim undramætti sem jóga býr yfir. Með reglu- legri iðkun eflist smám saman meðvitund okkar um eigin tilfinningar og hugsanir, en slíkt gerir okkur færari til að taka ábyrgð á eigin lífi, sem aftur eykur hamingjustuðulinn. Það er svo margt sem glepur hugann, áreitið er endalaust, en í jóga dvelj- um við hér og nú.“ Margar tegundir Fyrir ári opnaði Ingibjörg sína eigin jógastöð, Yoga Shala í Engjateigi. „Ég býð upp á ýmsar útgáfur af Hatha-jóga sem er eitt algengasta jógaafbrigðið á Vest- urlöndum. Til eru í dag margar útgáfur af Hatha-jóga, eins og til dæmis Ashtanga vinyasa-, Kripalu- og Iyeng- ar-jóga, svo ég nefni aðeins nokkrar. Í Hatha-jóga er einna helst lögð áhersla á æfingar sem styrkja og liðka líkamann, en öndun og hugleiðsla eru einnig stór hluti af æfingunum.“ Sjálf kennir Ingibjörg einkum Ashtanga vi- nyasa-jóga, sem hún segir vera mjög taktfast og flæð- andi. „Það byggist á röð æfinga sem fólk lærir smám saman utan að, sem er afar hentugt því þannig getur fólk að lokum gert æfingarnar heima við eða í ferðalögum.“ Engin samkeppni Allar kynslóðir koma saman. „Ég hef verið með fólk á áttræðisaldri í tímum en eldra fólk hefur mjög gott af jógaiðkun því líkami þess er farinn að stirðna og styrk- urinn farinn að þverra. Hreyfingin veitir líka andlega vellíðan sem hjálpar mörgum sem þjást af þunglyndi, sem stundum fylgir efri árunum. Það er mjög misjafnt hversu oft fólk æfir í viku. „Hver og einn verður að finna sinn takt og tíma og fólk stundar flest jóga tvisvar til fimm sinnum í viku. Það er enginn betri en annar í þessum tímum og heldur engir speglar til að skoða sig í. Jóga gengur út á að finna hvernig manni líður ekki hvernig maður lítur út,“ segir hún bros- andi. „Jóga snýst fyrst og síðast um meðvitaða nærveru við sjálfan sig.“ Öndun er mjög mikilvæg í jóga en rétt öndun getur dregið úr ýmsum kvillum eins og kvíða og streitu, lang- vinnum höfuðverkjum og mígreni. Hún fær vöðvana til að slaka á þannig að farið er mjúklega inn í jógastöð- urnar. Þá hitar öndun líkamann gífurlega og það mynd- ast ákveðið hljóð í hálsinum sem gott er að hlusta á, að sögn Ingibjargar. „Öndunin tengist tilfinningunum og er einnig mikilvæg í þeirri hugleiðslu sem er hluti af jóga. Maður róar hugann fyrst og fremst í hugleiðslu og hún er góð til að bæta svefn og einbeitingu. Það er ekkert auð- velt að sitja kyrr og hugleiða, en að læra hugleiðsluæf- ingar hefur erindi sem erfiði. Hugleiðsla er ansi mögnuð og á eftir að vera notuð miklu meira í framtíðinni.“ Í jógaæfingunum er stefnt að því að sameina öndun og hreyfingu, sem krefst nokkurrar einbeitingar en lærist fljótt. „Ég kenni fólki að draga skynfærin til baka, til dæmis með því horfa í ákveðin tíma á vissa staði svo aug- un séu ekki á sífelldri hreyfingu. Líkaminn er svo fjör- ugur og heilinn virkur. Það er eðli hans. Rétt áður en jógatíminn byrjar er iðulega allt á fleygiferð í höfðinu á fólki.“ Skynfærin finna frið „Maður finnur lykt, heyrir hljóð og veltir hinu og þessu fyrir sér. Síðan heldur þetta aðeins áfram inn í tím- ann, en smám saman minnkar allt þetta áreiti. Fólk fer að hlusta á öndunina, anda dýpra, hreyfa og styrkja lík- amann og nær að slaka og hugleiða. Jóga er lífstíll, hug- arfar og heimspeki, er tvinnar saman aldagamla speki og reynslu sem færir nútímamanninum meðal annars að- ferð til skilja við annríkið og leita inn á við um stund. Það er ekki svo lítið að læra hver maður er.“ Jóga er streitubani og skynsamlegur lífsstíll Morgunblaðið/Ásdís AP Jafnvægi Þörfin fyrir innri frið er aldrei meiri en nú á tímum þegar streita er orðin eins og stimpilklukka hverrar manneskju. »Hraðinn er orðin svo mikill í samfélaginu að fólk er búið að fá nóg. Það vill öðlast frið og ró og komast nær sjálfu sér. Merking hugtaksins jóga er sam- eining, sem lýsir vel því heildræna heilsuræktarkerfi sem íþróttin miðar að. Jóga er forn aðferð sem sameinar uppbyggingu líkama, huga og sálar. Andleg Ingibjörg Stefánsdóttir jógakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.