Morgunblaðið - 19.09.2006, Síða 9

Morgunblaðið - 19.09.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 9 FRÉTTIR Laugavegi 82, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum HAUST 2006 heimakjólar Nýtt kortatímabil Flottar peysur stærðir 36-56 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Sigurstjarnan Opiðvirka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Hágæðavörur - Leonardo - Reganci Einnig öðruvísi vörur frá Austurlöndum Útsölulok 20-80% afsl. Vaxta lausar léttgr eiðslu r Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Ný sending af flauelsbuxum frá www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Full búð af flottum haustvörum Stærðir 38-56i Mjódd, sími 557 5900 Nýjar vörur frá ESPRIT Buxur, peysur, blússur, úlpur og margt fleira Verið velkomnar PERSÓNUVERND hefur ekki tekið afstöðu til hugmynda um skipulag leyniþjónustu hér á landi en fyrr í mánuðinum kom sérfræðingahópur frá Brussel á fund Persónuverndar til að kynna hugmyndir sínar um skipulag leyniþjónustu. Hópurinn var staddur hér á landi í boði dómsmálaráðuneytisins í því skyni að kynna þessar hugmyndir eins og fram hefur komið. Í frétt Persónuverndar kemur fram að sérfræðingahópurinn gerði stuttlega grein fyrir rökum sem hann telur standa til þess að stofna leyni- þjónustu hér á landi og hugmyndum sínum um skipulag slíkrar stofnunar, pólitíska og stjórnunarlega ábyrgð á störfum hennar og eftirlit með störf- um hennar, þ.á m. meðferð hennar á persónuupplýsingum. „Undir lok fundarins var tekið fram að af hálfu Persónuverndar yrði engin afstaða tekin til þess sem hafði verið kynnt fyrir fulltrúum stofnun- arinnar. Slíkt var ekki talið tíma- bært, annars vegar sökum þess að áður þyrfti að móta umræddar hug- myndir nánar og hins vegar vegna þess að eingöngu var um að ræða kynningu á hugmyndum sérfræði- hópsins, en ekki lá fyrir hvort lagt yrði fram hér á landi frumvarp til við- hlítandi lagasetningar,“ segir í frétt sem birt er á vefsíðu Persónuvernd- ar. Persónuvernd kynntar hugmyndir um leyniþjónustu TVEIR menn sæta nú ákæru fyrir utanvegaakstur við Hagavatn fyrr í sumar og verður réttað í máli þeirra 9. nóvember. Voru þeir á jeppum í umrætt skipti en ekki bifhjólum eins og mishermt var í frétt blaðsins á laugardag. Faðir eins ákærðu telur málatil- búnað ákæruvaldsins afar vafasam- an og gagnrýnir lögregluna fyrir að fara offari í eftirlitinu þennan dag. Mennirnir sem óku litlum jeppum, hafi verið á greinilegri vegarslóð sem liggur meðfram Farinu sem rennur úr Hagavatni. Slóðin sé göm- ul og hafi verið lengi notuð m.a. til viðhalds á sauðfjárveikigirðingu og smalamennsku. Getið sé um þessa slóð í Árbók Ferðafélagsins 1980, en Páll Arason muni hafa notað þessa slóð með ferðamenn. Jafnframt hafi slóðin verið notuð til að komast að gömlum húsum nokkru sunnar. Töldu sig í fullum rétti „Ökumennirnir töldu sig því vera í fullum rétti á þessari slóð og utan- vegaakstur hafði ekki svo mikið sem hvarflað að þeim,“ segir hann. „Þeim sem ekur þessa slóð og sér hve greinileg hún er dytti síst af öllu í hug að hann væri með því að brjóta náttúruverndarlög. Rétt er að geta þess að það markaði ekki einu sinni í slóðina eftir jeppana. Að mínu mati er hér um að ræða valdníðslu yfirvalda gagnvart ferða- fólki og ef þetta er ný skilgreining lögreglu á utanvegaakstri, þá eru skilaboðin þau að fólk ætti almennt ekki að dirfast að aka út fyrir mal- bikið.“ Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður á Selfossi segir gagnrýnina ekki eiga við rök að styðjast og telur af og frá að lögreglan hafi farið út fyrir verksvið sitt og því síður sýnt af sér valdníðslu og ekki farið offari. Hlutverk lögreglu sé að halda uppi lögum og á þeim stað sem mennirnir voru staðnir að verki sé bannað að aka. „Samkvæmt öllum gögnum málsins og mælingum á vettvangi kom í ljós að tveir ungir menn á jeppum voru því miður staðnir að ut- anvegaakstri nálægt Hagavatni,“ segir hann. „Slíkt er bannað sam- kvæmt lögum og nú mun það koma til kasta dómara að leiða málið til lykta að loknum málflutningi.“ Sakar lögreglu um vald- níðslu gagnvart ferðafólki Utanvegaakstur? Faðir eins ákærðu telur vegarslóðann, sem er í nágrenni við Hagavatn, greinilegan. NÁTTÚRUVAKTIN mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellis- heiðarvirkjun. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Náttúruvaktar- innar. „Það sætir furðu að enn skuli áformað að leggja háspennulínur með þeirri gríðarlegu sjónmengun sem þær valda þegar kostur er á að leggja þær í jörðu. Náttúruvaktin sendir jafnframt íbúum á Fljótsdals- héraði og Fjarðabyggð samúðar- kveðjur vegna hinna ósmekklegu línulagna sem nú valda ásýnd lands- ins og líðan óbætanlegu tjóni. Sóknarfæri í ferðaiðnaði Þá vill Náttúruvaktin koma á framfæri mótmælum sínum gegn fyrirhuguðum jarðvarmavirkjunum við Hverahlíð og Ölkelduháls til þess eins að knýja stækkanir álbræðslna á höfuðborgarsvæðinu. Það er komið meira en nóg af mengandi stóriðju og tími til kominn að huga að framtíð þessa lands. Náttúruvaktin beinir þeim tilmæl- um til stjórnvalda að hefja þegar undirbúning að uppbyggingu Eld- fjallagarðs á Reykjanesskaga sem muni skapa mikil sóknarfæri í ferða- og afþreyingariðnaði. Eldfjallagarð- urinn myndi skapa nýjan vettvang fyrir vísindi og fræðslu, sérstaklega á sviði jarðvísinda og heilsufræða og þannig gefa Íslandi tækifæri til að móta sér sérstöðu, efla háskóla- menntun og laða að fólk frá öðrum þjóðum. Þá myndi Eldfjallasafn vafalítið verða með fjölsóttustu söfn- um landsins Náttúruvaktin telur að því að Eld- fjallagarður muni skapa mun fleiri og fjölbreyttari störf en stóriðja og hvetur stjórnvöld til að láta ekki van- hugsuð skammtímasjónarmið hefta möguleika til arðsköpunar með skynsamlegri náttúrunýtingu í sátt við íbúa,“ segir í ályktun stjórnar Náttúruvaktarinnar. Mótmæla áætlunum um há- spennulínur BORIST hefur eftirfarandi ályktun frá stjórn FÍO/Organistadeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna: „Stjórn FÍO/Organistadeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Skálholts að segja Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista í Skálholti upp störfum. Stjórnin tel- ur að uppsögnin sé ólögmæt og í engu samræmi við starfsmanna- stefnu Þjóðkirkjunnar: http://www.kirkjan.is/biskups- stofa/?skrifstofa/starfsmanna- stefna og nútímavenjur í starfs- mannamálum. Stjórn FÍO/Organistadeildar Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna.“ Stjórn FÍO mót- mælir uppsögn dómorganista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.