Alþýðublaðið - 24.10.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1922, Blaðsíða 4
4 A L'Þ YÐUBLAÐIÐ | Ef þið viljið fá ódýr- | an skófatnað, | þá komið | I • A „ I i dag. | Sveinbjörn Arnason j Laugaveg 2 | Danskar kartöflur nndir vetnrinn. Beztu danskar ka,rtöílu.r til sölu. ódýrt. Hrogn & Lýsi Iv olasundi. Auglýsing fyrir sjófarendur um tirntliirdriflaliEettii. Sýdmnsður Eyjaíjarðarsýsiu hefir tilkynt, sð tundurdufl hafi sést í gær á reki œllli Grímseyjar og Fiateyjar, og eru þvf sjófarendur varsðir við hættunni. Hið umgetna tundurdufl rak auitur á við. Reykjavík, 22. október 1922. Vitamálaatjórinn. Th. Krabbe. »Sonur Alþýðnnnar« kemur bráðnm. 2 bsakUF, hálfinnbundnar, töpuðust á Lindargötut!ni á föstu daginn Skilíst á afgr. blaðsina. V. X. f. „jriainsóktt“. Fundur næ>ta miðvikudag 2S þ m. á venjulegum stað og tfma Kosnir verða fulllrúar til S*m bandsþings, og eru konur þvf tér staklega beðnar að (jölmenna — Nefndarskýrslur og ým» fleid mál til umræðu. Stjórnin. Lesið! Á Bókhlöðustfg 7 er frókkum vent, gerðir sem nýir. Einnig saumuð föt, geit við og pressað — Hvergl ódýrara. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbj'órn Halldórsson. Prentsmiðjan Gutenberg. Edgar Rict Burroughs: Tarzau snýr aftnr. „Sitpriitil* Sú mundi þó vckja athygli í Pétursborg". Og það mundi hann lika gera með hjálp arfs hennar. Þegar Thuran haíði hugsað um miijónirnar Um stund, hafði hann alt 1 einu brýnt erindi til Höfðaborgar. Ungfrú Strong hafði sagt honum, að hún og móðir hennar ætiuðu að heimsækja bróður hinnar síðarnefndu þar á staðnum — þær vissu ekki hve lengi þær stönz- uðu, en það yrði líklega nokkrir mánuðir. Hún varð glöð, er hún heyrði, að Thuran dvaldi þar llka. „Eg vona, að við getum haldið kunningsskap okkar áfram", sagði hún. „Þér verðið að heimsækja okkur mömmu strax og við erura seztar að“, Thuran var hirainlifandi og iét ekki standa á sér &ð láta það í Ijósi, Frú Strong var ekki alveg eins hrifin af honum og dóttir hennar. „Eg veit ekki hvers vegna eg vantreysti honum“, sagði hún einhverju sinni við Hazel, er þær töluðu um hann. „Hann virðist 1 alla staði heiðursmaður, en það er stundum eitthvað í augum hans — glampi, sem eg botna ekki í, en mér fellur ekki i geð“. , Stúlkan hló. „Þú ert skrítin, kæra mamma“, sagði hún. „Eg býst við því, en heldur vildi eg samt að vesl- ings Caldwell væri kominn í stað hans“. „Það vildi eg llka‘% svaraði dóttir hennar. Thuran var stöðugur gestur á heimili frænda Hazelar í Höfðaborg. Hann var allsstaðar nálægur og ætíð reiðu- búinn til þess að gera Hazel til geðs, svo hann varð henni meira og meirá handgenginn, Ef hún, móðir hennar og frændi þurftu á fylgd að halda — var Thuran alt af. viðbúinn. Frænda hennar og fjölskyldu krans var farið að falla vel við þennan kurteisa og viljuga mann; Thuran var orðinn nauðsynlegur. Loks- ins fanst honum tfminn kominn, og bar fram bónorð sitt. Ungfrú Strong var hissa og ráðalaus. Hún vissi ekki hverju hún skyldi svara. „Mér hefir aldrei dottið í hug, að þér hugsuðuð þannig til mín“, sagði hún. ,,Eg hefi alt af litið á yður sem góðan vin. Eg get ekki svarað yður núna. Gleymið því, að þér hafið beðið mín. Við skulum halda áfram vináttu okkar — þá get eg litið á yður frá öðru sjón- armiði um tíma. Þá getur skeð að eg komist að annari niðurstöðu. En mér hefir aldrei dottið í hug, að eg elskaði yður“. Thuran var fullkomlega ánægður með þessa niður- stöðu. Hann ásakaði sjálfan sig fyrir bráðræðið, en hann hafði elskað hana svo lengi og svo augljóslega, að hann hélt, að sérhver maður vissi það. „Eg hefi elskað yður, Hazel“, sagði hann, „frá því eg sá yður í fyrsta sinn, Eg skal fúslega bfða, því eg er vís um, að eins hrein ást og sterk og ást mín á yður, verður endurgoldin. Mér er að eins forvitni á að vita hvort þér elskið annan mann. Viljið þér segja mér það ?“ „Eg hefi aldrei á æfi minni elskað“, svaraði hún, og hann var ánægður. Á leiðinni heim um kvöldið keypti hann skemtisnekkju og bygði sumarbústað suð- ur við Svartahaf fyrir miljón dollara — 1 huganum. Daginn eftir varð Hazel fyrir hinni mestu gleði — hún beinlínis rakst á Jane Porter, er hún kom út.úr skartgripabúð. „Hvað þá, Jane Porterl" hrópaði hún. „Dettur þú ofan úr skýjunum? Eg trúi ekki eigin augum mínum". „Sama segi eg“, lirópaði Jane, engu minna hissa. „Og eg hefi hvað eftir annað dregið upp myndir af þér 1 huganum á fegurstu stöðum í Baltimorél" Hún faðmaði vinstúlku sína að sér einu sinni enn og kysti hana hvað eftir annað. *) Blótsyrði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.