Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 14,2% Nafnávöxtun í ágúst 2006: 14,2% á ársgrundvelli.* SJÓÐUR 9 BESTA ÁVÖXTUN PENINGAMARKAÐSSJÓÐA Á ÍSLANDI Í ÁGÚST Hentar sérlega vel fyrir skammtíma- ávöxtun og fyrir þá sem vilja hafa greiðan aðgangað sparifé sínu. Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 9 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www. glitnir.is/sjodir. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 62 08 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Min ingar minning@mbl.is Hilmar P. Þor ó sson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 8. 10. 2006 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 10.295 » Innlit 19.000 » Flettingar 148.332 » Heimild: Samræmd vefmæling LOPAPEYSAN AFTUR Í TÍSKU EFTIRSPURNIN EFTITR ÞESSARRI RAMMÍSLENSKU FLÍK ER SVO MIKIL AÐ LOPAFRAMLEIÐENDUR HAFA VARLA VIÐ. >> 12 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 64 Veður 8 Myndasögur 70 Staksteinar 8 Dagbók 70/74 Hugsað upphátt 43 Víkverji 70 Forystugrein 44 Staður og stund 72 Reykjavíkurbréf 44 Leikhús 74 Umræðan 47/61 Bíó 82/95 Bréf 60 Sjónvarp 86 Minningar 64/67 Menning 70/79 * * * Innlent  Óprúttnir aðilar brutust inn um hlið að lóð rússneska sendiráðsins við Túngötu aðfararnótt laugardags og stálu rússneska fánanum sem blakti við hún í garðinum. Tals- maður sendiráðsins segir málið litið mjög alvarlegum augum. » 88  Skipulagðri glæpastarfsemi hef- ur vaxið mjög fiskur um hrygg und- anfarin ár og angar hennar teygja sig hingað til lands. Á nokkrum ár- um hefur fíkniefnamarkaðurinn hér á landi gjörbreyst, hann er í sífellt auknum mæli skipulagður af erlend- um aðilum. » 1  Halli á rekstri Landspítala - há- skólasjúkrahúss heldur áfram að aukast samkvæmt nýjum tölum um starfsemi spítalans. Á fyrstu átta mánuðum ársins nam heildarhalli LSH 707 milljónum króna og voru rekstrargjöld 3,5 prósentum um- fram rekstraráætlun. Fyrstu sex mánuði ársins voru rekstrargjöld hins vegar 3,1 prósenti umfram rekstraráætlun. » 2  Tilfinningaleg vanræksla barna virðist fara vaxandi, segir Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og sér- fræðingur í fjölskyldumeðferð. Hún hefur starfað á barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans síðastliðin 20 ár og kveðst verða vör við þetta í sífellt vaxandi mæli. Hrefna vinnur meðal annars með börnum sem glíma við sjálfsvígshugsanir og kveðst skynja mikinn einmanaleika hjá mörgum þeirra, ekki síst þeim sem tilheyra tveimur fjölskyldum. » 88 Erlent  Stjórnvöld í Georgíu sökuðu í gær Rússa um að hafa gerst seka um „væga útgáfu af þjóðernishreins- unum“ í aðgerðum sínum gegn Georgíumönnum á síðustu dögum. Vísaði hann til þess, að Rússar hafa sent á annað hundrað Georgíumenn úr landi og lokað fyrirtækjum í þeirra eigu í Moskvu. » 1  Melson Bacos, sjúkraliði í banda- ríska sjóhernum, var á föstudag dæmdur í árs fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í ráni á Íraka, sem var skotinn til bana með köldu blóði af hópi bandarískra hermanna. Bacos skýrði frá atvikinu, sem átti sér stað í íraska þorpinu Hamdania 26. apríl sl., fyrir herrétti í Kaliforníu. » 1  Hermenn frá Suður-Kóreu skutu í gær viðvörunarskotum eftir að her- menn frá Norður-Kóreu fóru yfir landamæri S-Kóreu , samkvæmt upplýsingum frá varnarmála- yfirvöldum í S-Kóreu. Spennan vegna fyrirhugaðra tilrauna N- Kóreumanna með kjarnavopn fer stöðugt vaxandi, nú þegar örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt yfirlýsingu þar sem þrýst er á stjórnvöld í Pyongyang að falla frá tilraununum. Vara sérfræðingar við því, að tilraunirnar muni jafnvel fara fram um helgina.  Nær fullvíst er talið, að Ban Ki- moon, utanríkisráðherra Suður- Kóreu, verði á morgun staðfestur sem arftaki Kofi Annans sem fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mótframbjóðendur hans sex hafa dregið framboð sitt til baka. Talið er að öryggisráðið muni mæla með Ki- moon en það kemur svo í hluta alls- herjarþings SÞ að staðfesta kjör hans í embætti framkvæmdastjóra samtakanna. Annan lætur af störf- um í árslok eftir tíu ár í embætti. » 16 Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is HALLI á rekstri Landspítala – há- skólasjúkrahúss heldur áfram að aukast samkvæmt nýjum starfsem- istölum spítalans. Á fyrstu átta mánuðum ársins nam heildarhalli LSH 707 milljónum króna og voru rekstrargjöld 3,5% umfram rekstr- aráætlun. Fyrstu sex mánuði árs- ins voru rekstrargjöld hins vegar 3,1% umfram rekstraráætlun. Að sögn Önnu Lilju Gunnars- dóttur, framkvæmdastjóra fjár- reiðna og upplýsinga LSH, dróst starfsemi spítalans minna saman í júlí og ágúst en fyrri ár og eins heldur óhagstæð gengisþróun áfram að hafa áhrif á rekstur spít- alans. Í greinargerð Önnu segir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til starfa hvort sem um hafi verið að ræða lausar stöður eða sumaraf- leysingar. Til að geta haldið starf- semi spítalans gangandi allan sól- arhringinn hafi þurft að kaupa umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans og kaup á hjúkrunarþjón- ustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hafi aukist til muna. Launakostnaður á tímabilinu var rúmar 530 milljónir krónar um- framrekstraráætlun, eða sem nem- ur 3,9%. Flest svið spítalans sýna halla á rekstri, einnig þau sem hafa verið í jafnvægi til margra ára. Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir að ekki verði komist hjá því að gripið verði til einhverra aðgerða til að sporna við hallarekstri LSH. Hann fullyrðir jafnframt að ríkið muni borga sínar skuldir. Einar segir efnahag ríkisins góðan en rekstr- arvandamálin mikil, m.a. hjá LSH. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er gríðarlega góð og þjónustustigið mjög hátt. Hins vegar má mönnum vera ljóst að kostnaður Íslendinga við heilbirgðisþjónustuna er meiri en hjá nokkurri annarri þjóð. Ís- lendingar eru yngsta þjóð Evrópu og miðað við aldurssamsetningu ætti heilbrigðisþjónustan ekki að vera svo kostnaðarsöm. Menn hafa ekki fengist til að horfast í augu við þessa staðreynd en fyrr eða síðar komumst við ekki hjá því,“ segir Einar. Halli LSH 707 milljón- ir króna í lok ágúst Varaformaður fjárlaganefndar segir aðgerða þörf Í HNOTSKURN » Halli á rekstri LSH frájanúar til júní 2006 nam 477 milljónum króna. » Á fyrstu átta mánuðumársins var hallinn 707 milljónir króna. » Á síðasta ári nam hallinn283 milljónum króna. GANGNAMENNIRNIR Peter Plasche (t.v.) og Victor Berg Guðmundsson skimuðu eftir fé af Mælifelli þegar bændur í Mýrdalnum voru í seinni leitum haustsins. Það er oft talsvert erfitt að ná öðru safni af Höfða- brekkuafrétti til byggða, því þótt landslagið sé af- skaplega fallegt er það hrjóstrugt og víða erfitt yf- irferðar. Erfiðustu og styggustu kindurnar eru oftast eftir á fjalli eftir fyrstu leitir. Þær vilja ekki fylgja bestu leið- unum og þarf því oft að leggja á sig mikið brölt og klif- ur til að komast fyrir þær. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eftirleitir í Mýrdal KARLMAÐUR á fertugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss aðfaranótt laugar- dags með talsverða áverka á höfði eftir að tveir menn á þrítugsaldri höfðu veist að honum fyrir utan veit- ingastað í miðbænum. Meiðsl ekki alvarleg Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var árásin tilefnislaus og afar fólskuleg. Þannig veittu árásar- mennirnir manninum hnefahögg með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar. Þá spörkuðu þeir í höfuð hans þar sem hann lá varnarlaus á jörð- inni. Árásarmennirnir voru handteknir en þegar Morgunblaðið hafði sam- band við lögregluna voru þeir í fangageymslum og biðu þess að verða yfirheyrðir. Samkvæmt upplýsingum læknis á slysadeild reyndust meiðsli manns- ins ekki alvarleg en hann fékk að fara heim að lokinni skoðun. Að sögn lögreglu var nokkur fjöldi fólks í miðbænum aðfaranótt laug- ardagsins en lítið var um áflog og læti. Fólskuleg árás í miðbænum LÖGREGLAN í Reykjavík hafði af- skipti af tveimur mönnum vegna ofsa- aksturs aðfaranótt laugardags en mikið var um hraðakstur í miðborg- inni. Annar mannanna mældist á 163 km hraða á Miklubraut en hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. Hinn var tekinn á 125 km hraða á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Sá er sautján ára gamall og hefur haft öku- réttindi í níu mánuði. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var þetta í fjórða skiptið sem hann var stöðvaður vegna hraðaksturs. Lögregla ræddi við móður piltsins af þessu tilefni en hún hafði ekkert við háttalag sonar síns að athuga og sagðist treysta hon- um fullkomlega til þess að aka bifreið. Misskilin móðurást
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.